Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 11. september 1991 Á hverjur ári verður hópur húseigenda fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að fasteignir, sem þeir héldu að væru í góðu ásigkomulagi og voru keyptar í góðri trú, reynast gallaðar. Þá spyrja menn gjarnan hverjir beri ábyrgðina ef hús sem alls ekki er hægt að kalla gömul, t.d. byggð seint á áttunda ára- tugnum, fara að springa og teljast jafnvel stórskemmd, hugs- anlega bæði vegna steypuskemmda sem grunur Ieikur á að stafi af frostskemmdum meðan hús voru í byggingu, svo og ónógri járnabindingu. Hús í byggingu á Akureyri Gallar í mannvirkjum geta verið kostnaðarsamir: Þegar húsið fer að springa - fáir húseigendur þekkja réttarstöðu sína þegar gallar koma í ljós í fasteignum þeirra Dagur hafði samband við skrif- stofu byggingafulltrúa Akureyr- arbæjar og þar benti viðmælandi blaðsins blaðamanni á að leita svara við slíkum spurningum hjá lögfræðingum. Blaðamaður sneri sér því til Sigurðar Jónssonar hjá Meistara- sambandi byggingamanna. Sigurður segir að þeir fái allmarg- ar fyrirspurnir um þessi mál hjá meistarasambandinu. Fyrir kemur að steypan frýs Sigurður segir að í fyrsta lagi sé öll steinsteypa með ársábyrgð frá viðkomandi steypustöð. Dómar hafi fallið vegna steypu- galla, og stundum hafi húseig- endur orðið að taka skemmdirn- ar á sig. Eftir gögnum hjá bygg- ingafulltrúa eigi að vera hægt að rekja hvenær viðkomandi mann- virki hafi verið steypt og hvenær úttektir hafi farið fram. Þá á að sjást hvort einhverjar athuga- semdir hafi verið gerðar. í Reykjavík er málum þannig fyrir komið að ákveðið er hvern dag hvort leyfi er gefið til uppsteypu húsa, a.m.k. á þeim árstímum sem búast má við kulda og frosti. Byggingafulltrúi borgarinnar gef- ur út slík leyfi eða bannar steypu- stöðvum að afhenda steypu eftir atvikum, miðað við hitastig. Að sögn Sigurðar hefur komið fyrir að steypa hefur frosið í mannvirkjum á Akureyri, eins og alkunna er, t.d. við Grenilund. Þá geti sú spurning komið upp hvort eðilega hafi verið gengið frá járnum og öðrum þáttum. En að sögn Sigurðar hafa steypu- skemmdir allvíða komið fram í Glerárhverfi, á ýmsum mann- virkjum. Hann segir það m.a. í verkahring byggingafulltrúa að segja til um steypugæði á hverj- um tíma. En hvernig er staðan ef upp kemst að hús er ekki byggt sam- kvæmt samþykktri teikningu, t.d. að járnabinding er ónóg? Sigurð- ur segir að hlutverk byggingafull- trúa sé að taka út járnalögn í plötum. Ekki eigi að leyfa steypu í tilvikum þegar ljóst er að ekki er farið eftir samþykktum teikn- ingum. Pappírar frá byggingafull- trúa séu ekkert ábyrgðarskírteini sem slíkir, en þeir eru að sögn Sigurðar gagn eða skjal sem greinir frá því hvenær hafi verið steypt og hvort athugasemdir hafi verið gerðar á þeim tíma af hálfu byggingafulltrúa eða starfsmanna hans. Ábyrgð meistara Ábyrgð meistara er fyrir hendi á öllum mannvirkjum sem hann hefur verið skráður fyrir. Að hverri nýbyggingu eru meistarar hver á sínu sviði, rafvirkjameist- ari, pípulagningameistari, húsa- smíðameistari og múrarameistari ef um steinhús er að ræða. Ábyrgð meistara tekur til þess verkþáttar Sem unninn er undir hans stjórn. Dæmi eru til um að reynt hafi á Skemmt hús í Glerárhverfi. ábyrgð meistara fyrir dómi. Sigurður segir að þá séu gjarnan kvaddir til sérstakir menn með sérþekkingu til að gera úttekt á verkinu, og skoða þeir þá t.d. hvort járnalögn eða öðrum þátt- um er ábótavant. Ef í ljós kemur að ekki er farið eftir teikningum, ekki verið grafið eðlilega út eða steypt á frosinn jarðveg, svo dæmi séu tekin, færist ábyrgðin yfir á viðkomandi meistara. Sigurður varar þó við því að leik- menn úti í bæ gerist dómarar í slíkum málum. Leikmenn geta t.d. alls ekki að óathuguðu máli komið til meistara og kennt hon- um um skemmdir eða slæm vinnubrögð. Oft enda málin með því að meistari og húseigandi sættist á að hjálpa báðir til við að lagfæra skemmdirnar, en stund- um enda málin fyrir dómstólum, eins og áður sagði. Kaupendur fasteigna hafa eðli- lega hag af því að ganga úr skugga um að eignir séu ekki skemmdar, því leyndir gallar geta orðið kostnaðarsamir og jafnvel stórlega rýrt verðmæti húsa. Bent hefur verið á að fólk sem leggur aleigu sína að veði með húsakaupum geti lent illi- lega í því þegar steypuskemmdir eða annað kemur í ljós. Oft er ekki ljóst hverjar orsakirnar eru en sérfræðilegt álit og rannsóknir þarf til að ganga úr skugga um slíkt. Byggiiigagallar ekki einfalt mál Eiríkur Jónsson, byggingaverk- fræðingur hjá Verkfræðistofu Norðurlands, hefur starfað mikið við mat á skemmdum eins og þeim sem hér hefur verið lýst. Eiríkur segir að þeir húseigendur sem verða fyrir tjóni telji undan- tekningarlítið að þeir eigi rétl á bótum. Pað sé þó engan veginn svo í mörgum tilvikum, því þessii mál eru langt frá að vera einföld. Að sögn Eiríks standa húseig- endur almennt illa að vígi þegar um steypuskemmdir er að ræða. Eftir að húsbyggjandi hefur átt eignina í tiltekinn tíma missir hann möguleikann á að fara fram á skaðabætur vegna steypu- skemmda því slík mál fyrnast með tímanum. Kaupi maður hins vegar skemmda eign af öðrum manni kemur til álita hvort selj- andi hafi leynt göllum hússins. Sannist það síðarnefnda er hægt að fara fram á bætur. Hafi fyrr- verandi eigandi, þ.e. seljandi, ekki vitað um gallana verður málið flóknara. Mörg tjónamál snúast um leka, raka eða gluggavandamál sem rekja má til galla eða jafnvel stundum til rangrar meðferðar húseiganda eða viðhaldsskorts. Flest snúast þessi mál um að kaupandi sé að reyna að ná rétti gagnvart fyrri eiganda. í fjölbýl- ishúsum getur komið upp skylt vandamál. Dæmi um það eru hjón sem festa kaup á blokkar- íbúð, en mánuði eftir að þau flytja inn er þeim sagt að þakið sé ónýtt á blokkinni og það þurfi endurnýjunar við. Þegar þau gengu frá kaupsamningi var ekk- ert rætt um þessa hlið málsins og fólkið ekki leitt í sannleika um málið. Eiríkur segir að þetta dæmi sýni vel að allir aðilar verði að hugsa sinn gang vel, bæði kaupandi og seljandi. Fasteigna- salar hafa hér skyldum að gegna, því þeir eiga að kynna sér við- komandi eignir mjög vel með til- liti til galla sem kunna að leynast hér og þar. Svik og ófull- nægjandi frágangur í því tilviki að sannast að hús séu ekki byggð í samræmi við sam- þykktar teikningar er aðra sögu að segja. Þegar járn vantar í steinsteypu er ekki hægt að kalla það annað en svik, jafnvel vísvit- andi svik eða stórkostlegt kæru- leysi húsbyggjanda. Fyrningar- frestur er mjög langur í því til- viki. En er algengt að menn komist að meiriháttar byggingargöllum í húsum sínum? Eiríkur segir slíkt frekar sjaldgæft, og hann veit ekki nema um eitt mál þar sem vísvitandi svik voru höfð í ; frammi. Stundum er hönnun i ófullkomin og sá sem fram- ! kvæmdir verkið skilar því illa af sér. Stðan kemur jafnvel í ljós að engar teikningar eru til af því sem um er að ræða. í sumum tilvikum er fyrri eig- anda alls ókunnugt um að gallar leyndust í húsinu þegar það var selt, og er auðvitað ekki hægt að líta á slíkt sem svik. Húseigendur gera sér sjaldan grein fyrir að stundum má rekja galla beint til slæmrar hönnunar. Hönnuðir bera mikla ábyrgð. Varðandi ábyrgð hönnuða er það sama uppi á teningnum og hvað varðar ábyrgð meistara, sérfræði- legt mat þarf til að skera úr um það. Að lokum nokkur orð um steypuskemmdirnar. Bent hefur verið á að meiri rannsókna og til- rauna sé þörf á efnisnámum fyrir steypuframleiðslu og efniseigin- leikum steinsteypu. Sýnishorn eru reglulega send frá steypu- stöðvum til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í Reykja- vík. í sambandi við steypu er oft talað um sigmál, en að sögn Ei- ríks segir sigmál útaf fyrir sig næsta lítið um gæði steypunnar, því margt annað spilar jDar inn í. Þeir aðilar sem rætt var við voru sammála um að miklar rannsókn- ir þyrftu stöðugt að fara fram á efnisnámum, ekki síst þegar farið er að taka efni úr nýjum námum, en eitt af hlutverkum bygginga- fulltrúa sveitarfélaga er einmitt að hafa eftirlit með slíkum rann- sóknum og gefa út vottorð um efnisgæði. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.