Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 12
Áskriftarsíminn Akureyri, miðvikudagur 11. september 1991 Sauðárkrókur 95-35960 Dalvík: Unnið að byggingu 180 fermetra þjónustuhúss í Böggvisstaðafjalli - áætlaður heildarkostnaður er um 14 milljónir króna Þessa dagana er unnið að byggingu um 180 fermetra þjónustuhúss á skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvisstaða- fjalli. Þjónustuhúsið er lang- þráður draumur unnenda skíðaíþróttarinnar á Dalvík og víst er að það gjörbreytir allri aðstöðu á skíðasvæðinu Böggvisstaðafjalii. Á undanförnum árum hefur verið lyft grettistaki í uppbygg- ingu skíðasvæðisins í Böggvis- staðafjalli. Þó hefur tilfinnanlega vantað afdrep fyrir skíðafólk, en Gallerí Bardúsa: Dró að ferðafólk og skilaði hagnaði Gallerí Bardúsa sem opnað var á Hvammstanga í byrjun júní tók á móti vei á annað þúsund gestum í sumar, en galleríinu var lokað í ágústlok. Karl Sig- urgeirsson, framkvæmdastjóri Ataksverkefnis V-Hún, segir að galleríið hafi skilað smá- hagnaði og þegar sé lárið að hugsa til næsta sumars. „Við leyfum okkur að fullyrða að galleríið hafi dregið fleiri ferðamenn hingað út á Hvamms- tanga en vaninn er að komi og þar af leiðandi er starfsemi sem þessi samfélaginu hér til góðs,“ segir Karl. Yfir 70 einstaklingar og fyrir- tæki lögðu inn vörur í galleríið þar sem þær voru síðan boðnar til sölu. Karl segir að stærstur hluti þessara 70 innleggjenda hafi ver- ið einstaklingar úr héraðinu og því sé greinilega grundvöllur fyrir starfrækslu gallerísins. Að sögn Karls eru uppi hug- myndir um að reyna í vetur að efna til ýmiskonar námskeiða í minjagripagerð og framleiðslu á öðru sem hægt er að hafa á boð- stólum í Bardúsa. Hann segir að jafnvel verði reynt að fá húsnæð- ið sem galleríið var í sl. sumar undir þá vinnu, en áhugi fyrir Bardúsa sé augljóslega vakinn og nokkuð öruggt að það verði á sínum stað að vetri Iiðnum. SBG úr því rætist næsta vetur þegar nýja húsið verður tekið í notkun. í því verður aðstaða fyrir veiting- ar og miðasölu auk snyrtinga. Næsta vetur verður skíðalands- mótið á Dalvík og Ólafsfirði. Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartæknifræðingur, segir að nýtt þjónustuhús hafi ekki verið sett sem skilyrði fyrir mótshald- inu, en hins vegar muni húsið létta róðurinn verulega við mótið. Lokið er við frágang lóðar við húsið og þessa dagana er verið að ljúka við grunn þess. Húsið verð- ur síðan byggt upp með einingum frá SG-einingum á Selfossi. Von- ast er til þess að þær komi norður í október og munu starfsmenn SG-eininga setja þær þá þegar upp. Húsið ætti því að komast í gagnið áður en aðal skíðavertíðin gengur í garð í vetur. Heildarkostnaður við byggingu hússins er að sögn Sveinbjörns áætlaður um 14 milljónir króna. óþh og blokk í baksýn Mynd: Golli „Síldarverksmiðjunefnd“ skilar brátt af sér til sjávarútvegsráðherra: Fyrirtækid er verðlaust án starfsemi og það veikir möguleika á sölu þess segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði „Það er minnsta málið að breyta Síldarverksmiðjum ríkisins í Síldarverksmiðjur ríkisins hf. Eftir sem áður á ríkið hlutafé í verksmiðjunum. Vandinn er sá að loðnuiðnað- urinn er allur í sárum og því hafa menn ekki úr miklum Jónas Finnbogason, flugstjóri, sæmdur orðu danska hersins: „Ég hef notið þeirra forréttinda að sitja í flugstjórastólnum“ Yfirmaður danska hersins á Crænlandi sæmdi nýverið Jón- as Finnbogason, flugstjóra hjá Flugfélagi Norðurlands, Kung- nát-Plaguette orðu fyrir frá- bært og fórnfúst starf á Græn- landi. , /jJt/'ijt j/t-jj ttf' ■ /Jjjj/tAy/t ^ ■ //ÁttytiJ/ ■ 1 y> r~S ■&• <////*</*<* <*< /<r- .«./■ ” ,4du> -/stsJy/ Wi*-Í Í.A/ </ ■•</ ún/*rj/*~,r/* rfJ.... —J t*j.< <rj /<V./‘ú Flugfélag Norðurlands hf. á Akureyri hefur til fjölda ára sinnt flugi til Grænlands og á Græn- landi. Flogið er jöfnum höndum fyrir danska herinn, vísinda- ntenn, leiðangra sem til falla og áætlunarflug. Jónas Finnbogason fór sitt fyrsta flug til Grænlands 1977 og síðan hefur hann verið á Grænlandi hvert sumar sem flug- stjóri á Twin Otter vél Flugfélags Norðurlands hf. Orðrétt stendur í heiðursskjal- inu: „Grpnlands Kommando til- deler herved Jónas Finnbogason den af Kommandoen indstiftede Kúngnát-Plaguette i Solo udgave for i sin tjeneste for „Sirius“ slædepatruljen og det’s personel, har pá utrætteligvis udvist frem- ragende heftmandskab med en ydmyg personlig optræden og en höj tjenestemæssig moral der pá langt udover det normalt forvent- lig gör „ham“ til en uvurderlig stdtte for sável „Sirius“ som Gr0nlands Kommando." „Þessi viðurkenning kom skemmtilega á óvart. Ég lít svo á að hún sé fullt eins viðurkenning til Flugfélags Norðurlands hf. og allra þeirra starfsmanna félagsins sem vinna að Grænlandsfluginu. Ég hef notið þeirra forréttinda að sitja í flugstjórastólnum og því var orðan næld í mig. Græn- landsflugið er heillandi viðfangs- efni sem bíður upp á aðrar víddir en við þekkjum," sagði Jónas Finnbogason, flugstjóri. ój fjármunum að spila. Fyrirtæk- ið er verðlaust án starfsemi og það veikir möguleika á sölu þess. Ég tel að eigendur Síldar- verksmiðjanna hljóti að huga að því að þær falli ekki í verði meira en orðið er,“ segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Bæjaryfirvöld á Siglufirði fylgjast að vonum vel með gangi mála varðandi Síldarverksmiðjur ríkisins, enda eru þær ein af burð- arstoðum atvinnulífs á staðnum. Björn segir að út af fyrir sig geti menn lítið gert á þessu stigi ann- að en beðið átekta eftir því hvernig Alþingi taki á málinu. Þann 19. júlí sl. skipaði Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, þriggja manna nefnd til þess annars vegar að undirbúa breytingu núverandi rekstrar- forms Síldarverksmiðja ríkisins, sem byggist á lögum frá 1938, í hlutafélag og hins vegar að gera tillögur um breytingu á eignar- haldi verksmiðjanna. í nefndinni eru Eggert Hauks- son, viðskiptafræðingur í Reykjavík, Óttar Yngvason, lögfræðingur í Reykjavtk, og Valbjörn Steingrímsson, bæjar- fulltrúi á Siglufirði. Þeir þremenningar hafa hist á tveim vinnufundum og þriðji fundurinn verður í Reykjavík í dag. Einnig hafa þeir sótt heim þau byggðarlög þar sem verk- smiðjur SR eru, þar á meðal Siglufjörð og Raufarhöfn. Eggert Hauksson sagði í sam- tali við Dag að ætlunin væri að hitta sjávarútvegsráðherra að máli einhvern næstu daga til þess að kynna honum vinnu nefnd- armanna til þessa. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að hann muni leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að breyta rekstri Síldarverksmiðja ríkisins í hlutafélag. Gera má ráð fyrir að sú breyting fáist sant- þykkt á Alþingi, en hins vegar þarf hún ekki endilega að leiða til uppstokkunar á eignarhaldi verk- smiðjanna að svo komnu máli. Bæjaryfirvöld á Siglufirði setja spurningamerki við það og sama gera forsvarsmenn Raufarhafnar- hrepps. Angantýr Einarsson, oddviti á Raufarhöfn, sagði að forsvars- menn sveitarfélagsins hefðu ósk- að eftir því að fá að fylgjast vel með gangi þessa máls, enda Síld- arverksmiðjur ríkisins vitaskuld gríðarlega mikilvægt atvinnufyr- irtæki fyrir byggðarlagið. „Það er ekki að sjá að verði neinar veru- legar kúvendingar í þessu fyrir- tæki, hvorki í stjórn þess né eign- arhaldi. Ég held að hér detti eng- um í hug að kaupa verksmiðjuna nema að tryggja sér fyrst loðnu- kvóta. Það yrði væntanlega fyrsta skrefið og síðan yrði að kaupa loðnuskip. Það segir sig sjálft að fjögur hundruð manna byggðar- lag getur þetta ekki svo auðveld- lega,“ sagði Angantýr. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.