Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 11. september 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RfKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Breyttar aðstædur í landbúnaði Með nýjum búvörusamningi verða ýmsar breytingar á aðstæðum í landbúnaði. Afdrifaríkast mun verða að stuðn- ingur ríkissjóðs við útflutning landbúnaðarafurða fellur nið- ur og einnig mun verðábyrgð hins opinbera á fyrirfram ákveðnu magni mjólkur- og sláturafurða heyra hinu liðna til. Þessar breytingar eru svo viðamiklar að þær krefjast nýrrar hugsunar hjá framleiðendum og gera mikið meiri kröfur til bænda sjálfra en þeir hafa búið við á undanförnum árum. Bændur standa nú augliti til auglitis við markaðinn og verða að fara að yrkja hann í orðsins fyllstu merkingu. ísland er aðili að GATT-tollabandalaginu. í yfirgripsmikl- um viðræðum um viðskiptafrelsi, sem staðið hafa yfir með nokkrum hléum að undanförnu, hafa málefni landbúnaðar verið til umfjöllunar. í október á síðasta ári lagði þáverandi ríkisstjórn íslands fram tilboð í þessum viðræðum sem felur í sér 25% samdrátt á markaðstruflandi stuðningi innan- lands fram til ársins 1996 og einnig 65% lækkun þeirra fjármuna sem varið er til útflutningsbóta með það loka- markmið að þær falli endanlega niður. Þótt GATT-viðræð- urnar liggi nú niðri eftir að mistókst að ná samkomulagi, sem meðal annars tók til stuðnings við landbúnað í Evrópu, er ljóst að þær verða hafnar að nýju og búast má við endan- legu samkomulagi þótt erfitt sé að tímasetja það á þessari stundu. ísland tekur nú þátt í viðræðum ásamt öðrum EFTA-ríkj- um um myndun Evrópsks efnahagsvæðis með Evrópu- bandalaginu. Þar hafa málefni bænda einnig verið til umfjöllunar og íslendingar standa nú frammi fyrir ákveðn- um kröfum Evrópubandalagsins um innflutning á landbún- aðarafurðum. Nú þegar eru unnar mjólkurvörur komnar á vörulista þar að lútandi með svonefndri bókun II, sem virð- ist hafa orðið án vitundar landbúnaðarráðuneytisins og samtaka bænda. í samningum um EES felast einnig heim- ildir til fjárfestinga á milli landa. Ef staðið verður að samn- ingsgerð um það atriði á sama hátt og var gert með bókun II gætu útlendingar ef til vill farið að kaupa landsvæði á ís- landi einhvern daginn án þess að landsmenn fái á nokkurn hátt rönd við reist. íslenskur landbúnaður býr við aðrar og erfiðari aðstæður þegar litið er til skattamála en tíðkast í nágrannalöndum okkar. Nú síðast hefur bændum verið gert að greiða atvinnuleysisgjald án þess að nokkur réttur til atvinnu- leysisbóta komi þar á móti. Einnig beinast augu bænda í auknum mæli að aðstöðugjaldinu, sem reiknast af veltu atvinnurekstrar, en tekur ekkert mið af tekjum eða afkomu. Aðstöðugjaldið er séríslenskur skattur er hentað getur í mikilh verðbólgu til þess að ná einhverjum gjöldum af atvinnurekstri en er orðinn tímaskekkja í íslensku rekstrar- umhverfi. Afnám aðstöðugjaldsins verður þó að haldast í hendur við heildarendurskoðun tekjustofna sveitarfélaga en þar situr höfuðborgin fyrir á fleti og fleytir rjómann af öll- um atvinnurekstri í landinu í gegnum þennan skatt. Nýjar aðstæður í Ijósi væntanlegs búvörusamnings, áhrif tilboðs íslands í GATT-viðræðunum, þátttaka íslands í við- ræðunum um Evrópska efnahagssvæðið og skattamál settu því verulegan svip á störf nýafstaðins aðalfundar Stéttar- sambands bænda. Bændur skynja þær breyttu aðstæður er skapast munu í landbúnaði á næstunni og búa sig undir að laga sig eftir þeim. Hvernig til tekst er að miklu leyti undir þeim sjálfum komið en einnig með hvaða hætti ríkisvaldið ætlar sér að auðvelda þær breytingar er óumflýjanlegar virðast vera. ÞI Glötuð tunga - Glötuð þjóð - EES - EB Kæru íslendingar. Nú er vá fyrir dyrum í okkar þjóðfélagi eins og oft áður. í dag stöndum við frammi fyrir því að glata fullveldi okkar ekki í sjö aldir eins og áður, heldur um alla framtíð að eilífu. Þar á ég við tilvonandi samninga um Evrópskt efnahagssvæði - EES, en með þeim samningum ef úr verður, verðum við fjötruð í helgreipar Efnahagsbandalagsins - EB, sem þýðir að lög okkar og réttur á fullveldi okkar glatast. Okkar fagra tunga, okkar fagra land og þessi góða þjóð, munu falla í gleymsku og dá. Því skulum við standa saman til að bæja þeirri hættu frá. Fullveldisafsal Samningarnir sem framundan eru fela í sér fullveldisafsal. í þeim eru ákvæði um að erlendar þjóðir fái ótakmarkaðan aðgang að fjármagnsmarkaði og vinnu- markaði hér á landi okkar. Úti í Evrópu eru þúsundir auð- kýfinga sem þegar líta hýru auga til fjárfestinga hér á landi, það er fyrst fiskvinnslan því þeir reyna að komast inn bakdyramegin, síðan fiskimiðin, fallvötnin, árn- ar okkar og að lokum, bæir, kot og höfuðból. Þetta allt munu þeir klófesta að lokum. Þeir stóru hafa fjármagnið Við hljótum að sjá það í hendi okkar að allt verður keypt upp. Þeir stóru hafa fjármagnið. Fjár- málamennirnir munu fara slælega að í byrjun, t.d. hækka laun hjá fiskvinnslufólki eða greiða hátt verð fyrir fiskiðjuver, en því mið- ur er oft á tíðum alltof margir fal- ir fyrir peninga. Fallvötnin munu þeir virkja en það kostar gífurlega fjármuni, þá munar heldur ekki um það. Ég hef heimildir fyrir því að nokkrir milljónamæringar í Þýskalandi séu þegar farnir að ræða um kaup á fossum okkar til stórvirkjana, bæði til sölu á raf- magni yfir til meginlands Evrópu og til stóriðjuframkvæmda hing- að og þangð um landið, spúandi eitruðu lofti í allar áttir. Þessum framkvæmdum á að hraða, því auðkýfingarnir vilja koma fjármunum sínum í gagnið sem fyrst, því skjótari gróði fyrir þá. Nógur mannafli tilbúinn til að koma Við þessar fyrirhuguðu stóriðju- framkvæmdir þarf gífurlegan mannafla. í Evrópu eru nú yfir 20 Matthías Björnsson. milljónir atvinnlausra manna. í Frakklandi er allt í háa lofti - liggur við óeirðum vegna inn- flutts fólks af ýmsum þjóðernum, sem þeir vilja losna við, lands- manna sjálfra vegna. Sömu sögu er að segja frá Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Af þessu sjáum við að nógur mannafli af ólíku þjóðerni er til- búinn að koma hingað þegar til stórframkvæmda kemur. Við get- um reiknað með lágmark 100 til 200 þúsund manns á einu bretti jafnvel upp í 400 til 500 þúsund. Vilja taka frá okkur frelsið Við íslendingar erum aðeins 250 þúsund manns með börnum og unglingum, svipað og smá úthverfi í meðalstórri borg erlendis. Það er sorglegt til þess að vita að sumir ráðherrar okkar lands vilji steypa okkur í slíka glötun og að minnsta kosti einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins þó ekki séu nefndir fleiri. Þessir menn vilja taka frá okkur frelsið á sama tíma og þeir eru vinveittir frelsi Eystrasaltslandanna, sem og öll okkar þjóð. Margoft hafa ráðherrar verið spurðir urn sannleika þessa máls, en engin afdráttarlaus svör hafa fengist og því allt á „óhreinu" hjá þeim. Hvað verður um sjómanna- stéttina og fiskvinnslufólkið, en fiskurinn er í dag aðal undirstaða okkar þjóðfélags? Hvað verður um bændastétt okkar, sem um aldir hélt þessu þjóðfélagi uppi atvinnulega og menningarlega séð? Nú er ætlunin að þurrka hana út. Hvað um allt launafólk þessa lands og almennt allar aðrar stéttir? Glötuð tunga - glötuð þjóð Við skulum gera okkur eitt ljóst; eftir að allt mannhafið sem mun sækja hingað eftir atvinnu er komið, þá mun tunga okkar glatast. Glötuð tunga er sama sem glötuð þjóð. - Gleymum ekki börnum okkar, barnabörnum okkar og öllum afkomendum okkar - þegar þau þurfa í náinni framtíð að biðja útlendinga um vinnu hér í heimalandi sínu. Það skulum við hafa hugfast. Þverpólitísk barátta Baráttan gegn samningum um Evrópskt efnahagssvæði - EES og inngöngu í Efnahagsbandalag- ið - EB - er með öllu þverpóli- tískt mál, því fólk úr öllum flokk- um og stéttum mun berjast fyrir fullveldi okkar. Hefjum því nú þegar baráttuna gegn þessum öflum. Ég sagði hér að framan að ég hefði heimildir fyrir því að þýskir milljónamæringar hefðu nú þegar áhuga á að kaupa fallvötn okkar. Ástæða mín fyrir þeirri fullyrð- ingu er þessi: Hingað í sumar kom til mín hámenntaður þýskur maður í góðri atvinnu. Hann fór að ræða við mig um EES og EB og sagði meðal annars: „Þið íslendingar megið ekki missa sjálfstæði ykkar og tungu, heldur ekki okkar vegna, því þá missum við allt það dásamlega og hreina loft sem þið eigið, en hjá okkur er allt í reyk og menguðu lofti. Ef til vill verður þetta eitt af síðustu löndum í Evrópu með jafn hreint loft og ykkar hér á íslandi er, og hvar eigum við þá að anda að okkur hreinu lofti í framtíðinni ef stórar mengunar- verksmiðjur verða dreifðar um land ykkar? Fyrir utan alla þá náttúrufegurð sem land ykkar hefur. Þetta land megið þið ekki láta eyðileggja, fyrir alla muni.“: Ef allir Þjóðverjar hugsuðu eins þá væri vel farið. Yerjum fullveldi okkar Við skulum hafa eftirfarandi hugfast: Það er auðvelt að hagn- ast í bili með því að fórna auð- lindum okkar, en slíkt er skamm- góður vermir og uppi munum við standa gjörsamlega allslaus og fullveldið glatað. Við viljum hafa viðskipti við allar þjóðir Evrópu og raunar allar þjóðir heims, en utan við öll bandalög þeirra þjóða, sem vilja hneppa okkur í fjötra. Stöndum saman um land allt, verjum fullveldi okkar og vinnum ötullega gegn landssölumönnum. Matthías Björnsson. Höfundur er fyrrverandi loftskeytamað- ur og skólastjóri og býr í Varmahlíð í Skagafirði. Vélaverkstæðið í Árteigi í Ljósavatnshreppi: Smíða vatnstúrbínur fyrir Grænlendinga Eiður Jónsson fyrir utan verkstæðið í Arteigi. Að Arteigi í Ljósavatnshreppi er rekið vélaverkstæði sem á sér sennilega enga hliðstæðu. Þar hafa verið smíðaðar þrjár vatnstúrbínur fyrir Grænlend- inga sem kosta um tvær millj- ónir króna auk þess sem fyrir- hugað er að smíða a.m.k. sjö til viðbótar sem einnig fara til Grænlands. Grænlendingar hafa látið hanna fyrir sig sjö stöðvar en ekki hefur tekist að fá fjármagn í þessar framkvæmdir til þess að hægt sé að semja við vélaverk- stæðið í Árteigi um framkvæmd- irnar en vonir standa til að þau mál verði farsællega til lykta leidd innan tíðar. Næg verkefni eru í Árteigi þrátt fyrir að uppi- hald sé á smíði vatnstúrbína fyrir Grænlendinga og m.a. er stöðug og vaxandi vinna við smærri einkarafstöðvar víða um land, en þeim hefur verið að fjölga á undanförnum misserum vegna hækkandi raforkuverðs í landinu. Að sögn Eiðs Jónssonar starfa tveir við verkstæðið allt árið en á mestu álagstímum eru þeir þrír GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.