Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. október 1991 - DAGUR - 5
Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva
Samtök fískvinnslustöðva hafna
hugmyndinni um auðiindagjald
- ekki kemur til greina að heimila veiðar útlendinga
„Aðalfundur Samtaka fisk-
vinnslustöðva telur brýnasta
hagsmunamál íslenskrar fisk-
vinnslu að áframhald verði á
þeim stöðugleika í efnahagslífinu
sem náðist með þjóðarsáttar-
samningunum í ársbyrjun 1990.
Með þeim voru sköpuð skilyrði
til hagvaxtar og heilbrigði í allri
stjórn efnahagsmála. Halda ber
áfram á sömu braut og verða
kjarasamningar, gengisstefna og
ríkisfjármál að taka mið af þess-
ari stefnumótun,“ segir í upphafi
ályktunar aðalfundar Samtaka
fiskvinnslustöðva sl. föstudag á
Hótel KEA á Akureyri.
Lítillar bjartsýni gætir í ályktun
fiskvinnslumanna. Bent er á dapr-
ar niðurstöður fiskifræðinga um
hrygningarstofn þorsksins næstu ár
og því verði að leggja meiri kapp á
friðun og góða umgengni um fiski-
miðin á næstu árum.
Vextir verði lækkaðir
Tekið er fram að fjármagnskostn-
aður sé umtalsverður hluti rekstr-
arkostnaðar fiskvinnslustöðva og
þess vegna sé nauðsynlegt að
vaxtagjöld séu sambærileg við það
sem gerist í samkeppnislöndunum.
Til að tryggja það verði samkeppni
í bankastarfsemi að vera virk, m.a.
með erlendri samkeppni og að
vaxtamunur verði ekki óeðlilega
hár vegna ógætilegrar útlánastefnu
banka, sjóða og opinberra aðila.
Aðalfundurinn leggur áherslu á að
fyrirtækjum í sjávarútvegi verði
ekki mismunað við endurgreiðslu
lána, m.a. úr Byggðasjóði eða At-
vinnutryggingasjóði. Þá telur
hann að forsenda lítillar verðbólgu
næstu ár sé trúverðug gengisstefna
sem feli í sér að raungengi hækki
frá því sent nú er.
Stefnt að því að allur
fískur verði seldur
innanlands
Verðlagning á fiski var mikið til
umræðu á aðalfundinum. 1 ályktun
hans segir að samhliða fjölgun
markaða hér á landi minnki vægi
Verðlagsráðs sjávarútvegsins.
Stefna beri að því að allur fiskur
verði seldur innanlands. Sem
fyrsta skref í þessa átt beri að auð-
velda íslenskri fiskvinnslu að
bjóða í afla áður en hann verði
fluttur óunnin úr landi.
í ályktuninni er ítrekuð sú stefna
Samtaka fiskvinnslustöðva að
leggja Verðjöfnunarsjóð sjávarút-
vegsins niður. Verði því ekki við
komið er skorað á sjávarútvegsráð-
herra að flýta endurskoðun lag-
anna þannig að vinnslunni sé
tryggt eignarhald á inngreiðslum
sínum í sjóðinn.
Engar veiðar útlendinga í
íslenskri lögsögu
Samtök fiskvinnslustöðva leggja á
það áherslu að santningar um evr-
ópskt efnahagssvæði nái fram að
ganga sem fyrst, þó þannig að Is-
lendingar fái tollfrjálsan aðgang
fyrir fiskafurðir sínar. Tekið er
undir það sjónarmið íslenskra
stjómvalda að ekki komi til greina
að heimila veiðar útlendinga í okk-
ar lögsögu.
Samtök fiskvinnslustöðva hafna
alfarið hugmyndinni um auðlinda-
gjald og minna á að framsal veiði-
réttinda er hornsteinn í þeirri
stefnu að ná fram meiri hag-
kværnni í útgerð. „Tillögur um á-
lögur sem hafa ekkert með stjórn-
un að gera og eru rökstuddar af
meintum réttlætissjónarmiðum eru
ekki til þess fallnar að auðlindin
skili sem mestum arði fyrir þjóðar-
búið í heild. Aðilar í sjávarútvegi,
fiskvinnslumenn, sjómenn og út-
gerðarmenn hafa aldrei talið eftir
sér að leggja sitt af mörkum til að
hér megi ríkja blómlegt velferðar-
kerfi allra landsmanna." óþh
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra:
Gjaldþrotin eru ekki lausn
eins og sumir virðast halda
„Við þá uppstokkun sem er
nauðsynlegt að fram fari verður
þó að tryggja að ekki eigi sér
stað of mikil röskun á högum
einstakra byggðarlaga. Þessi að-
lögun greinarinnar að minni afla
verður engu að síður að fara
fram hvort sem mönnum líkar
betur eða verr. En kjarni máls-
ins er þó sá, að hvorki sjávarút-
vegurinn né þjóðin lifa það af,
verði framleiðslunni ekki skapað
viðunandi svigrúm til rekstrar.
Til þess þarf eitthvað annað að
víkja. Gjaldþrotin eru ekki
lausn eins og sumir virðast
halda. Jafnvel best reknu fyrir-
tækin þola ekki að eigið fé þeirra
rýrni á næsta ári.“
Svo komst Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra, m.a. að orði
um stöðu sjávarútvegsins á aðal-
fundi Samtaka fiskvinnslustöðva á
Hótel KEA á Akureyri sl. föstu-
dag.
Tenging krónunnar við
ECU ekki á dagskrá
Þorsteinn kom víða við í ræðu
sinni og í sumum stórum málum
tók hann afgerandi afstöðu. Dæmi
um það var tenging íslensku krón-
unnar við ECU. Þorsteinn sagði
það ógerlegt og óráðlegt við nú-
verandi aðstæður. Hann sagði slíkt
ekki koma til greina nema við þau
skilyrði að sjávarútvegurinn búi
við góða eiginfjárstöðu og fyrir-
tækin geti mætt sveiflum sem á-
vallt verði í rekstri sjávarútvegs-
ins. „Því fer fjarri að við búum við
slík skilyrði í dag auk þess sem
margt bendir til þess að sjávarút-
vegurinn sé að sigla inn í einhverja
mestu erfiðleika sem greinin hefur
mátt þola um langt skeið,“ sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn Pálsson.
Verðjöfnunarsjóður
sjávarútvegsins
Um Verðjöfnunarsjóð sjávarút-
vegsins sagði Þorsteinn að hann
hefði ákveðið að setja á stofn
nefnd til þess að fjalla um ýmis
álitamál sem upp koma um hann
og gera tillögur um hvernig
sveiflujöfnun innan sjávarútvegs-
ins verði best fyrir komið í fram-
tíðinni. „Þetta verkefni er mikil-
vægt ekki síst með tilliti til þeirrar
umræðu sem nú fer fram um fram-
tíðarskipan gengismála, frjáls
gjaldeyrisviðskipti og verðmynd-
un sjávarafurða. Öllum má vera
ljóst að stöðugleiki hlýtur að
grundvallast á mjög sterkri eigin-
fjárstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi
og virkum möguleikum til sveiflu-
jöfnunar. Ég mun kappkosta að
þessu endurskoðunarstarfi verði
hraðað þannig að niðurstöður geti
legið fyrir í byrjun næsta árs,“
sagði sjávarútvegsráðherra.
Hann boðaði frumvarp unt
breytingar á gildandi lögum um
Verðlagsráð sjávarútvegsins, með
það að markmiði að koma á frjálsri
verðmyndun á fiski. Verðlagsráði
verði í fyrstu heimilað að ákveða
frjálst fiskverö með meirihluta-
ákvörðun, en í framhaldi af því
verði það meginstefnan að fisk-
verð verði frjálst. Verðlagsráð geti
í ákveðnum undantekningatilfell-
urn með meirihlutaákvörðunum
ákveðið lágmarksverð.
Hafrannsóknastofnun í
fjölstofnarannsóknir
Þorsteinn sagði að Hafrannsókna-
stofnun myndi hefja svokallaðar
fjölstofnarannsóknir þegar á næsta
ári. „Jafnframt hef ég ákveðið að
beita mér fyrir því að stofnuninni
verði gert kleift að efla rannsóknir
á hrygningu fiskistofna og vöxt og
viðkomu seiða,“ sagði hann.
í lok ræðu sinnar vék Þorsteinn
að sölu íslenskra sjávarafurða er-
lendis. Hann taldi að fyrirkomulag
þessara mála erlendis væri gamal-
dags og mismunandi rekstrarform
fyrirtækja og pólitískar skoðanir
eigenda hafi m.a. ráðið því hvar
menn hafi skipað sér í sölusamtök.
„Ég varpa því hér fram þeirri hug-
mynd hvort ekki sé tímabært að
forystumenn þriggja stærstu sölu-
samtakanna hugi að því að sam-
eina kraftana í þeim tilgangi að
styrkja stöðu okkar og sjávarút-
vegsins í heild á þessum miklu um-
brotatímum. Viðskiptavinir á er-
lendum mörkuðum hafa ekki svo
miklar áhyggjur af því hvort menn
eru sjálfstæðismenn eða framsókn-
armenn uppi á íslandi," sagði
Þorsteinn. óþh
Námskeið í
verðbréfamiðlun
Viðskiptaráöuneytiö hyggst halda námskeiö fyrir
væntanlega veröbréfamiölara sem haldið veröur á
árinu 1992 ef næg þátttaka fæst.
Til þess að fá löggildingu sem verðbréfamiðlari þarf
viðkomandi að hafa sótt slíkt námskeið og tekið próf,
sbr. rg. nr. 543/1989.
Þeir er áhuga hefðu á að sækja slíkt námskeið er
bent á að senda ráðuneytinu skriflega tilkynningu
þar að lútandi.
Nánari upplýsingar eru veittar í viðskiptaráðuneytinu
í síma 609070.
Viðskiptaráðuneytinu 25. september 1991,
Arnarhvoli, 150 Reykjavík.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Verkmenntaskólinn, Akureyrarbær
og Verkalýðsfélagið Eining
auglýsa:
Kjaranámskeið fyrir ófaglært starfsfólk á
dagvistum, dvalarheimilum, leikvöllum,
heimilisþjónustu og fyrir dagmæður.
Innritun fer fram á skrifstofu VMA 1.-4.
október.
Nánari upplýsingar í síma 11710 (VMA)
og 23503 (Eining).
/ /
Utsala • Utsala
20-40% afsláttur
Gam — peysur — sokkar
jakkar — teppi og skór
Opið mánudaga til föstudaga
frá M. 10-12 og 13-18
Verksmiðjuverslun
Gleráreyrum S11167
ÁLAFOSS