Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. október 1991 185. töiublað Ær og tvö lömb frá Svalbarðsströnd í sérkennilegu ferðalagi: Urðu á vegi gangnamaima suirnan við Hofsjökul LACOSTE Peysur • Bolir mi HERRADEILD Gránutélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 „Ég held að ég hafi aldrei orðið eins hissa á ævinni,“ sagði Hall- dór H. Sigfússon, bóndi á Geid- ingsá á Svalbarðsströnd, en sl. föstudagskvöld var honum til- kynnt að gangnamenn á Holta- mannaafrétti hefðu fundið á og tvö lömb frá Geldingsá sunnan við Hofsjökul. Sauðárkrókur: Engar uppsagnir hjá Dögun Rækjuvinnslan Dögun hf. á Sauðárkróki hefur dregið til baka uppsagnir starfsfólks sem koma áttu til framkvæmda í dag. Að sögn Ómars Þórs Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra, var ákveðið að berjast áfram þrátt fyrir að hagræðing í rekstri hafí gengið illa. Ómar segir að Dögun eigi tölu- verðar birgðir af frystri rækju, en þó komi það sér afar illa að ekki sé hægt að hefja veiðar á inn- fjarðarrækju strax eins og reikn- að var með. Búið ar að fá leyfi til að hefja þær veiðar 1. okt. eða í dag, en sökum þess að rannsókn- ir á miðunum hafa dregist geta veiðar í Skagafirði ekki hafist á næstunni. Að sögn Ómars mun starfs- fólki frekar fjölga hjá Dögun ef eitthvað er og reynt verður að halda uppi svipuðum vinnudegi. SBG Halldór sagði að hann hefði sleppt öllu sínu fé á Vaðlaheiði sl. vor og það hefði því komið honum gjörsamlega í opna skjöldu að fá þessa upphringingu. „Eg hef trá á því að ærin hafi farið inn Bleiks- mýrardal inn af Fnjóskadal, þaðan inn á Sprengisand og síðan áfram suður yfir,“ sagði Halldór. Ekki er leyfilegt að flytja sauðfé milli landssvæða og því liggur1 ekkert annað fyrir ánni frá Geld- 1 ingsá og lömbunum tveim en að enda líf sitt í sláturhúsinu á Selfossi. Halldór sagði að þessi tiltekna ær hafi aldrei tekið upp á slíku áður. Hún væri heimaalin og því væri erfitt að skýra út þessa lang- ferð ærinnar og tvílembinganna hennar. óþh Stofnfundur Foldu hf. á Akureyri í gær. Til hans mættu fulltrúar þeirra aðila sem þegar hafa keypt hlut í nýja fyrir- tækinu. Þrátt fyrir frestun afgreiðslu stjórnar Byggðastofnunar í gær á hlutafjárkaupum í Foldu var félagið stofnað enda hafa allar áætlanir miðast við að nýtt ullarvinnslufyrirtæki tæki til starfa í dag, 1. október. Það gekk eftir. Mynd:Golli Nýju ullarvinnslufyrirtæki hleypt af stokkunum í dag: Starfsmenn tÚ starfa hjá Foldu hf. á Akureyri samningar við Landsbankann í höfn um kaup á tækjum og leigu á húsnæði Ullarvinnslufyrirtækið Folda hf. var stofnað á Akureyri síðdegis í gær og tekur það til starfa í dag. Folda yfirtekur þann rekstur sem Landsbankinn hefur haft með höndum frá því Alafoss varð gjaldþrota í sumar. Samn- ingar voru gerðir við Lands- bankann í fyrradag um kaup á tækjum og búnaði og leigu á hús- næði undir starfsemina. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 130 hjá nýja fyrirtækinu, eða jafn margir og störfúðu hjá því meðan Landsbankinn rak það. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, sem stýrt hefur undirbúningi stofn- unar hins nýja ullarvinnslufyrir- Sigurður Harðarson, formaður Arkitektafélags íslands: Guðmundur á ekki sjálf- sagðan rétt til Iistagils - misskilningur hjá Guðmundi, segir Sigurður J. Sigurðsson Fimmtudaginn 26. september sl. var bréf Guðmundar Jóns- sonar, arkitekts í Osló og 1. verðlaunahafa í samkeppni um stækkun Anitsbókasafns á Ak- ureyri tekið fyrir á bæjarráðs- fundi á Akureyri. Eins og fram kom í Degi sl. fimmtudag fór Guðmundur fram á í bréfinu, að bæjaryfirvöld á Akureyri í- huguðu gang mála áður en lengra verði haldið í fram- kvæmdum við Listagil. Að sögn Sigurðar J. Sigurðs- sonar, forseta bæjarstjómar Ak- ureyrar, er búið að senda svarbréf til Guðmundar. í því er farið yfir stöðu mála hvað varðar Amts- bókasafn og Listagil. Rakið er upphaf samkeppninnar og síðan þær breytingar sem á hafa orðið. Meginniðurstaða bæjarráðs er, að þrátt fyrir að bæjaryfirvöld á Ak- ureyri hafi horfið til fram- kvæmda í Grófargili, þá hafi ekk- ert verið útilokað er varðar bygg- ingaframkvæmdir við Amtsbóka- safnið. „Að okkar mati er fyrst og fremst um misskilning að ræða hjá bréfritara sem vonandi leið- réttist með bréfi bæjarráðsf sagði Sigurður J. Sigurðsson í samtali við Dag. Er biaðamaður snéri sér til for- manns Arkitektafélags íslands, Sigurðar Harðarsonar, þá hafði hann þetta um málið að segja: „Arkitektafélag íslands getur ekki tekið undir þetta mál eins og það er lagt upp af hendi Guð- rnundar Jónssonar. Sé litið til reglna Arkitektafélagsins á hann ekki sjálfsagðan rétt til Listagils. Guðmundur vann samkeppni unt ákveðið hús, sem á að þjóna ákveðinni starfsemi. Guðmund- ur leysti verkefnið vel og hann hefur unnið að verkinu áfram og fengið greitt fyrir vinnuna. Menn geta ekki gert kröfur til að elta einhverja starfsemi út um víðan völl. Ef verkkaupa þóknast að breyta forsendum og nota aðra arkitekta við nýtt verkefni þá er það hans mál. Hins vegar telur Arkitektafélagið að Guðmundur hafi vissan siðferðislegan rétt til Listagils, sem sá arkitekt er sýndi sig hæfastan til að leysa verkefni er lúta að menningarlífinu á Ak- ureyri. Því hefði verið eðlilegast að leila til hans með vinnuna við Listagil, sérstaklega í ljósi þess að arkitektar á Akureyri, sem nú vinna að Listagili, lýstu yfir á stn- um líma að þeir tækju ekki þátt í samkeppninni unt viðbyggingu Amtsbókasafns." ój tækis, setti sér það mark að safna 60 milljóna króna hlutafé. Gert hefur verið ráð fyrir að Byggða- stofnun keypti 20% hlut en stjórn stofnunarinnar frestaði afgreiðslu málsins á fundi í gær. Folda var engu að síður stofnuð með 39 milljóna króna hlutafé og þar af er hlutur Framkvæmdasjóðs Akur- eyrar 19,5 milljónir. Aðrir hluthaf- areru Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Lífeyrissjóður Iðju, Iðja, KEA, Stéttarsamband bænda, Höldur, j Útgerðarfélag Akureyringa, Eyja- fjarðarsveit, Samskip og Islenskur skinnaiðnaður. Aukaaðalfundur verður innan eins mánaðar og fram að þeim tíma verður stofnskrá opin. Þeir sem gerast hluthafar innan þessa tíma teljast stofnaðilar að félaginu, en Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri IFE, segist ekki í vafa um að nægt hlutafé safnist fyrir þann tíma, enda hafi margir boð um hlutafjárkaup til skoðunar. Stjóm Foldu fram að aukaaðal- fundi skipa Kristján E. Jóhannes- son og Ámi V. Friðriksson fyrir Akureyrarbæ, Ásgeir Magnússon frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, Haukur Halldórsson frá Stéttar- sambandi bænda og Hrólfur Skúla- son Bjarkan frá Iðju. Fram- kvæmdastjóri Foldu hf. er Baldvin Valdimarsson. JÓH Aðalfundur Lindu hf.: Mikill rekstrarbati milli ára - KEA kaupir hlutabréf fyrir allt að 3 millj. Á aðalfundi Lindu hf. á Akur- eyri á föstudag var samþykktum félagsins breytt þannig að því verði kleift að sækja um leyfi til skattstjóra að setja hlutabréf í félaginu á almennan markað og kaupendur njóti skattaafsláttar með kaupum á bréfum. Þá var einnig á aðalfundinum kynnt er- indi frá Kaupfélagi Eyfirðinga þar sem félagið lýsir yfir vilja til að kaupa hlutabréf fyrir allt að þrjár milljónir króna. Eignaraðild í Lindu var breytt verulega í lok síðasta árs en fyrir- tækið var þá í miklum taprekstri. Sigurður Arnórsson, fram- kvæmdastjóri, segir að verulegur rekstrarbati hafi orðið á fyrstu sex mánuðum ársins og reksturinn á þeim tíma við núllpunktinn. Veltu- aukning á milli ára varð 70-80%, að sögn Sigurðar. Linda bauð Kaupfélagi Eyfirð- inga fyrir skömmu að kaupa hlut í fyrirtækinu sem Sigurður Amórs- son segir að hafi verið gert vegna þess að mikil viðskipti eigi sér stað milli þessara fyrirtækja. „Við höf- um verið að velja aðila sem við viljum fá inn í félagið og þeir voru fyrir valinu. Það er að öllu leyti já- kvætt að fá KEA héma inn,“ segir Sigurður. Skattstjóra verður nú sent erindi hvað varðar breytingu á meðferð hlutabréfa í Lindu og segist Sig- urður vonast til að innan fárra vikna komi hlutabréf í fyrirtækinu á almennan markað. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.