Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 16
Kodak Express Gæöaframköllun .....................I........ ★ Tryggðu filmunni þinni *8esta cPedíomyndir' Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. .................... Akureyri: Hnefarnir á lofti á skenuntístöðum Ótrúlegt annríki var hjá lögregl- unni á Akureyri um sl. helgi. Að sögn rannsóknarlögreglumanns voru útköll fjölmörg þar sem mönnum var laus höndin. „Aðfaranótt laugardags var veist að barþjóni í Kjallaranum. Pústrar voru gefnir og fötin tætt utan af honum. Lögreglan þurfti sömu nóttina að skilja að tvo áflogaseggi fyrir utan Landsbankann. Dyra- verðir á Uppanum lentu í áfloguin við gesti þar sem skakka þurfti leik. Pústrar voru harðir og gler- augu brotnuðu. I Sjallanum var mönnum laus hönd einnig. Ungur maður var sleginn góðu kjafts- höggi og því fluttur til sjúkrahúss. Sauma þurfti tvö spor og atburður- inn hefur ekki verið kærður enn,“ sagði talsmaður rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri. ój | Kræklingahlíð: Ekið á hest Samkvæmt bókun lögreglunnar á Akureyri var ekið á hest í Kræklingahlíð norðan Akureyr- ar aðfaranótt laugardagsins. Hesturinn drapst en ökumaður slapp ómeiddur. Lausagönguhross eiga ekki heima í umferðinni. Nokkuð ber þó á að lausir hestar séu með þjóð- vegaköntum landsins. Ekki þarf að orðlengja að mikil hætta stafar af slíkum hrossum. Ar hvert er ekkið á fjölda hrossa um allt land og meiðingar og eignatjón hefur í hlotist af. „Á hestinn var ekið á móts við Syðri-Brennihól í Glæsibæjar- hreppi. Þegar lögreglan kom skömmu síðar á vettvang var hest- urinn dauður. Hinsvegar sakaði ökumann ekki, en bíllinn er stór- skemmdur ef ekki ónýtur,“ sagði talsmaður lögreglunnar á Akureyri og fór þess á leit við hesteigendur að þeir sýni ábyrgð og gæti hrossa sinna. „Þjóðvegurinn er ekki ætl- aður haustbeit hrossa." ój Björgunarsveitasprengingar Golli Ijósmyndari Dags náði að fanga með linsu sinni óvenjulega og tilkomumikla sjón sl. laugardagskvöld. Mikinn Ijósvönd bar við himin yfir Pollinn og speglunin skemmir ekki stórfenglegheitin. Tilefni Ijósadýrðarinnar var sam- eining landssambanda flugbjörgunasveita og hjálparsveita skáta í Landsbjörg - landssamband björgunarsveita. Alþýðusamband Norðurlands: ,yil aukiö samstarf starfsgremaima“ - segir Kári Arnór Kárason, nýkjörinn formaður Alþýðusamband Norðurlands hélt 22. þing sitt að Illugastöð- um 28.-29. sept. sl. Þingið sátu 92 fulltrúar, auk starfsmanna og fleira fólks, alls 120-130 manns. Þóra Hjaltadóttir, sem verið hefur formaður sam- bandsins í tíu ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kári Arn- ór Kárason var einróma kjör- inn formaður. Á þinginu var tekin sú ákvörð- un að leggja niður sérstakt skrif- stofuhald á vegum sambandsins, en skrifstofuhald fari fram á þeim stað sem formaður er hverju sinni. Hugmyndin mun vera að formennska í sambandinu verði til skiptis hjá stærstu félögunum á Norðurlandi. Þóra mun gegna starfi sínu hjá sambandinu út októbermánuð. Kári segir að eft- ir því sem skrifstofur félaganna hafi orðið öflugri hafi dregið úr umfangi sambandsins, ekki sé langt síðan tveir starfsmenn hafi starfað á vegum þess en nú sé það aðeins hálf staða sem verið er að leggja niður. Verkefni á vegum sambandsins hafa dregist saman, en þau voru meiri t.d. meðan unnið var við uppbyggingu á Illugastöðum og verið var að koma á bónuskerfi í fiskvinnslunni. „Það leggst ágætlega í mig. Ég j lít ekki á þetta sem neitt meiri- háttar embætti. Ég hef samt hugsað mér að gera ýmsa hluti hér á Norðurlandi. Þó ég vilji ekki vera með stórar yfirlýsingar um hvað það verður, þá hef ég áhuga á að reyna að mynda meira sam- starf starfsgreinanna, eins og fiskvinnslufólk er t.d. komið af stað með. Ég vil nefna ófaglært starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og fleiri hópa í þessu sambandi. Fræðslumálin má einnig nefna, þó það verði líklega kjaramálin og samningamálin sem verða fyrst og fremst á vegum sam- bandsins, eins og verið hefur,“ sagði Kári Arnór, aðspurður um hvernig nýja embættið leggðist í hann og hvaða málefnaflokkar væri efst á döfinni. IM Akureyri: Fólskuleg líkamsárás - í Tjarnarlundi Aðfaranótt laugardags varð ungur piltur fyrir fólskulegri árás á Ákureyri. Pilturinn var fluttur til sjúkrahúss þar sem gert var að meiðslum. Hann slapp ótrúlega vel, að sögn lög- reglu, og fékk að fara heim að aðhlynningu lokinni. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri voru tveir piltar á sautjánda ári á ferð fótgangandi um Tjamarlund- inn aðfaranótt laugardags. Þá bar að drukkinn ökumann á jeppabif- reið. Ökumaðurinn stöðvaði bif- reiðina og vatt sér út. Hann barði annan drenginn í götuna og gekk í skrokk honum með spörkum. „Atburðurinn var kærður til lög- reglunnar og árásarmaðurinn var handtekinn síðar um nóttina. Hann reyndist drukkinn. Manninum var sleppt að skýrslutöku lokinni þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Málið verður sent ríkissaksókn- ara,“ sagði Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður. ój Landsbjörg: Þijátíu björg- unarsveitir í eina sæng Stofnþing Landsbjargar - lands- sambands björgunarsveita var haldið á Akureyri sl. laugardag. Á þessum sögulegu tímamótum runnu Landssamband hjálpar- sveita skáta og Landssamband flugbjörgunarsveita, alls 28 björgunarsveitir og tvær að auki sem höfðu verið utan landssam- banda, saman í eitt samband, Landsbjörg. Dr. Ólafur Proppé var kjörinn fyrsti formaður Landsbjargar. Innan Landsbjargar eru á þriðja þúsund manns á útkallsskrá og þar af meira en tólf hundruð virkir fé- lagar í reglubundnu starfi björgun- arsveitanna. Sveitimar halda sjálf- stæði sínu en eiga samnefnara í Landsbjörgu og fá aðstoð og fræðslu í gegnum landssambandið. Landsbjörg leggur áherslu á gott samstarf við alla sem vinna að hjálparstarfi og mannúðarmálum, s.s. Rauða kross íslands og Slysa- vamafélag Islands. Það sama á við um Almannavamir ríkisins, lög- regluyfirvöld, Landhelgisgæslu og aðrar opinberar stofnanir. Lands- björg og Rauði krossinn hafa þegar gert með sér samkomulag sem fel- ur m.a. í sér að á næsta ári verður haldin ráðstefna um björgunarmál- efni og sýning á björgunarbúnaði og að stofnuð verði alþjóðabjörg- unarsveit sem geti aflað sér dýr- mætrar reynslu með björgunar- störfum í öðrum löndum. Á hátíðarfundi Landsbjargar í íþróttahöllinni fluttu forseti ís- lands, biskup, dómsmálaráðherra og fleiri góðir gestir ávörp og er nánar sagt frá fundinum í máli og myndum á bls. 6 í blaðinu í dag. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.