Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 1. október 1991 - DAGUR - 15
Þing Alþýðusambands Norðurlands:
Ný samtök fiskvinnslufólks:
„Hvet merrn til að stofha samtökin“
- en forystan verður aldrei sterkari en fólkið
á bak við hana,“ segir Kári Arnór Kárason
Frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum. Mynd: þs
„Fiskvinnslufólkið var mjög
áberandi á þessu þingi, og að
þinginu loknu stofnaði það
óformlega, samtök fiskvinnslu-
fólks á Norðurlandi,“ sagði
Kári Arnór Kárason, aðspurð-
ur um sérfund fiskvinnslufólks
eftir þing Alþýðusamband
Norðurlands að Illugastöðum.
„Ég held að stofnun þessara
samtaka sé hið besta mál, alla
vega er það mín skoðun að það
sé mjög gott að menn geri hlutina
svolítið sjálfir en séu ekki alltaf
að láta gera þá fyrir sig. Þó AN sé
til og sé sameiginlegur vettvangur
allra launamanna innan ASI á
Norðurlandi, þá vantar starfs-
greinavettvang þar sem menn
geta talað um sín mál. Þó fólk í
öllum mögulegum störfum eigi
alltaf mikið sameiginlegt í kjara-
málum, þá er líka mikið sem
greinir það sundur. Ég á ekki von
á öðru en samtökin verði í góðri
samvinnu við Alþýðusamband
Norðurlands," sagði Kári.
Kári sagði að sér hefði fundist
koma fram hjá fiskvinnslufólkinu,
að verkalýðsforystan hefði
kannski ekki staðið sig nógu vel.
Ég ætla ekki að segja að það geti
ekki verið rétt, hins vegar verða
menn líka að hafa það í huga að
félagarnir í þessum félögum
verða líka að vera virkir og hafi
forystan ekki staðið sig vel, má
líka segja að fólkið í félögunum
hafi ekki staðið sig vel. Því for-
ystan verður aldrei sterkari en
fólkið sem er á bak við hana og
kýs þessa forystu. Séu menn
óánægðir með forystuna, eiga
þeir auðvitað að skipta um hana.
Það er miklu betra að forystan fái
aðhald og það sé skipt um hana,
heldur en að menn hengi haus og
segi að allt sé ómögulegt og ekk-
ert fyrir það gert. Þá eru þeir að
bregðast sínum skyldum. Hver
og einn ber ábyrgð, en ekki bara
einhverjir forystumenn. Menn
mega heldur ekki gleyma því að
22. þing Alþýðusambands
Norðurlands telur að komandi
samningar eigi að miða að jöfnun
lífskjara, aukningu kaupmáttar
og réttlátari skiptingu þjóðar-
tekna. Þingið telur að við upphaf
nýrrar samningagerðar, beri að
skoða hver sé heildarárangur
Þjóðarsáttarsamninganna frá í
febrúar á síðasta ári. Með víð-
tæku samstarfi var það gert að
markmiði þeirrar samningagerð-
ar að stöðva kaupmáttarhrap,
færa niöur verðbólgu og jafna
lífskjör. Þetta hefur verið tímbail
meiri stöðugleika í efnahagslífinu
en þjóðin hefur kynnst um langt
skeið. Þingið lýsir áhyggjum sín-
um yfir framkomnum og boðuð-
um hækkunum á vöru og þjón-
ustu. Hækkanir sem þessar
stofna þeim stöðugleika sem
náðst hefur í verulega hættu.
Þó hefur ýmislegt farið öðru-
vísi en við hefðum viljað. Má þar
einkum nefna hækkun fjár-
magnskostnaðar síðustu mánuði.
Er afar brýnt nú þegar, að vextir
lækki og gróði fjármagnseigenda
verði færður til baka til fyrirtækja
sem berjist í bökkum og einstakl-
inga og fjölskyldna sem eru í
hættu með sínar eignir vegna
vaxtaokurs.
Áframhaldandi stöðugleiki er
forsenda þess að árangur náist í
kjarabaráttunni. Lögð verði
þeir hafa viðsemjanda og fá ekki
bara það kaup sem þeir biðja um.
Það hafa komið fram kröfur'
um að fiskvinnslufólk verði í
næstu samninganefndum. Fisk-
vinnslufólk hefur verið töluvert
fjölmennt í samninganefndum,
og það er ágætt að það sé það
Það eru grundvallarmannréttindi
að hafa vinnu og viðunandi
lífskjör. Þau réttindi þarf að
verja, ekki hvað síst nú þar sem
atvinnuleysi hefur farið vaxandi á
síðustu árum. Útlitið framundan
er ekki bjartara, nema horfið
verði frá því stefnuleysi sem ríkt
hefur hér í atvinnumálum.
22. þing A.N. bendir á að hér á
landi hefur ekki verið mótuð
raunhæf stefna í atvinnumálum.
Atvinnulíf hefur því einkennst af
handahófskenndum ráðstöfun-
um, óráðsíu og stefnuleysi. Gott
dæmi um þetta er hvernig farið
hefur fyrir loðdýrarækt og
áhersla á eftirfarandi í komandi
samningum.
1. Lægstu taxtar hækki sér-
staklega. Þingið telur að lægstu
laun fyrir átta stunda vinnu megi
ekki vera lægri en 75.000 þúsund
krónur á mánuði.
2. Kaupmáttur verði tryggður
með traustum hætti.
3. Þingið krefst þess að skatt-
leysismörk verði hækkuð og
skattþrep verði tvö eða flciri.
Persónuafsláttur taki mánaðarleg-
um breytingum skv. lánskjara-
vísitölu. í þessu sambandi minnir
þingið hið pólitíska vald á að
standa við kosningaloforðin hvað
varðar skattleysismörk. Teknar
verði upp tekjutengdar barna-
bætur.
4. Afla verður ríkissjóði fjár
með skatti á fjármagnstekjur og
felldar verði niður skattaívilnanir
vegna hlutabréfakaupa.
5. Svigrúm verði gefið til lag-
færinga og leiðréttinga á ýmsum
ákvæðum samninga sem ekki
hafa fengist rædd að undanförnu.
6. Umbætur verði gerðar á
ýmsum félagslegum þáttum sem
skipta efnaminni fjölskyldur
miklu máli. Tryggt verði nægilegt
fé til félagslega húsnæðiskerfisins
og byggðar verði a.m.k. 1.000
félagslegar íbúðir árlega næstu
fimm ár. Teknar verði upp tekju-
tengdar húsaleigubætur.
áfram.
Ég vil því hvetja menn til að
stofna þessi samtök en vara við of
mikilli bjartsýni," sagði Kári
Arnór. Fiskvinnslufólk mun hitt-
ast á Akureyri á næstu dögum og
ræða kjaramál, sérkröfur og sam-
starf í framtíðinni. IM
fiskeldi.
Á það þarf vart að minna að
undirstöðuatvinnuvegur okkar er
fiskveiðar og úrvinnsla sjávar-
fangs. Með stöðugt minnkandi
veiðiheimildum verður að nýta
betur aflann sem kemur að landi
og fullvinna hann með íslensku
vinnuafli. Stefnt skuli að því að
allur fiskur fari um íslenskan
uppboðsmarkað. Áfram verði
haldið athugunum á nýtingu
fiskistofna, sem til þessa hafa lít-
ið eða ekkert verið veiddir hér
við land. Þá ber að leggja áherslu
á, að launakjör við fiskvinnslu
verði með þeim hætti, að störfin
verði eftirsótt. Ennfremur verður
að tryggja að erlendir aðilar nái
ekki ítökum í fiskveiðum eða
fiskvinnslu hér á landi.
Niðurskurður í ýmsum land-
búnaðargreinum var óhjákvæmi-
legur vegna offramleiðslu. Þetta
þýðir verulega fækkun starfa í
landbúnaði og í úrvinnsluiðnaði
landbúnaðarafurða. Hagræðing
og meiri sérhæfing verður að
koma til í afurðastöðvunum,
þróa þarf nýjar vinnsluaðferðir
og auka fjölbreytni afurða. Þing-
ið skorar á verkalýðshreyfinguna
að reyna með öllum tiltækum
ráðum, að koma í veg fyrir inn-
flutning á landbúnaðarafurðum
eins og hugmyndir eru uppi um.
Við höfum dapra reynslu af
gengdarlausum innflutningi í
mörgum greinum iðnaðarins.
íslenskur iðnaður hefur átt í
vök að verjast undanfarin ár.
Ekki er útlit fyrir breytingar þar
á. Óheftur innflutningur frá lág-
launasvæðum Suður-Evrópu og
Asíu hefur leiu til þess að
íslenskur fataiðnaður fyrir innan-
landsmarkað heyrir nú sögunni
til. Ullariðnaðurinn stendur nú á
tímamótum og ekki er séð fyrir
hver niðurstaðan verður. Þar
geta horfið nokkur hundruð störf
ef fer á versta veg.
Sú iðnaðaruppbygging sem átt
hefur sér stað undanfarið og hef-
ur verið eða er fyrirhuguð á suð-
vesturhorni landsins, veldur
byggðaröskun og sýnir glöggt það
skipulagsleysi sem hér er ríkj-
andi.
Ályktim um kjaramál
Álvktun um atvinnumál
Útvegsmenn
Norðurlandi
Aðalfundur Útvegsmannafélags Norðurlands
verður haldinn að Hótel KEA fimmtudaginn 3.
október kl. 13.00.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og Kristján
Ragnarsson, formaður L.Í.Ú. koma á fundinn.
Fjölmennið. Stjórnin.
Langar þig að starfa
í hjálparsveit?
Hefur þú áhuga á einhverjum eftirtöldum
atriðum?
Útivist
Gönguferðum
Fjallaskíðum
Gönguskíðum
Fjallamennska
Klettaklifur
ísklifur
Björgun úr klettum
Rötun
Áttavitar
Landakort
Loran/GPS
Skyndihjálp
Fjarskiptatæki
Félagsmálastörf
o.m.fl.
Vélar og tæki
Björgunarbifr.
Vélsleðar
Snjóbílar
Nú fer nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta Akureyri að
hefjast, því verður efnt til kynningarfundar á starfsemi
sveitarinnar, þriðjudaginn 1. október kl. 20.00. Fund-
urinn verður haldinn í húsnæði sveitarinnar, Lundi v/
Viðjulund (Skógarlund).
Allir sem hafa áhuga, eru 17 ára eða eldri og vilja
kynna sér málið, ættu að koma á kynningarfundinn,
þar verður gerð grein fyrir starfseminni.
Upplýsingar í síma 96-24675.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Laus er til umsóknar ein staða SJÚKRA-
ÞJÁLFARA við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri, frá 1. janúar 1992.
Upplýsingar um starfið veitir yfirsjúkraþjálfari.
Umsóknarfrestur er til 15. október 1991.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100.
Húsvörður!
Laust er til umsóknar starf húsvarðar við félags-
heimilið Freyvang.
Upplýsingar um starfið veittar í síma 96-31335.
Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu Eyjafjarðar-
sveitar, Syðra-Laugalandi, 601 Akureyri fyrir 8. októ-
ber nk.
Stjórn Freyvangs.
Umboðsmann vantar
Þar sem umboðsmaður Happdrættis DAS á
Akureyri, hún Guðmunda Pétursdóttir hefur í
hyggju að láta af því embætti sem hún hefur
sinnt svo dyggilega í 37 ár eða frá stofnun happ-
drættis DAS, vantar okkur aðila sem gæti tekið
þetta umboð að sér.
Til greina koma hvort tveggja, einstaklingur sem hef-
ur góða aðstöðu og getur haft opið allan daginn, eða
einhvers konar samtök.
Viðkomandi verður að hafa til að bera fágaða fram-
komu og ósérhlífni.
Upplýsingar veitir forstjóri Happdrættis DAS í síma
91-17117.
Umsóknir skulu hafa borist til Happdrættis DAS,
Tjarnargötu 10, Reykjavík fyrir 5. október 1991.
Happdrætti DAS,
í þágu aldraðra.