Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 1. október 1991
Fréttir
Lífeyrissjóður Norðurlands:
Reiknað með stofti-
fimdi næsta haust
- starfsemi heQist 1. janúar 1993
Að vígslu lokinni. Frá vinstri: sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum og eiginmaður Jónu
Hrannar, sr. Bragi Friðriksson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Hjálmar Jónsson, sr. Bolli Gústavsson, vígslu-
biskup, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Mynds: sbg
Séra Bolli vígði dóttur sína í embætti
Séra Bolli Gústavsson,
vígslubiskup að Hólum í
Hjaltadal, vígði sl. sunnudag
dóttur sína, Jónu Hrönn, til
prestsembættis í Hóladóm-
kirkju. IVlun það vera ein-
stæður atburður a.m.k. á
Norðurlöndum ef ekki í öll-
um heiminum að faðir vígi
dóttur sína.
Athöfnin fór fram kl. 11 að
morgni sunnudags og meðal
þeirra sem voru viðstaddir voru
ellefu manns úr Vestmannaeyj-
um, en sr. Jóna Hrönn var vígð
til Vestmannaeyjaprestakalls
sem sérþjónustuprestur.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
lýsti vígslu, en vígsluvottar voru
sr. Bjarni Karlsson, eiginmaður
Jónu Hrannar, sr. Bragi Frið-
riksson prófastur, sr. Eiríkur
Jóhannsson og sr. Hjálmar
Jónsson prófastur.
Kór Hóladómkirkju söng við
vígsluna við undirleik Rögn-
valdar Valbergssonar og systir
Jónu Hrannar, Gerður, söng
einsöng.
Nánar verður greint frá vígsl-
unni síðar í vikunni. SBG
„Það er búið að vinna nánast
alla undirbúningsvinnu sem
við ætluðum að gera á vegum
verkalýðsfélaganna. Það er að
taka saman upplýsingar um
málið og kynna það fyrir
félögunum, kynna hugmynd-
ina og búa til tillögur að því
hvernig þetta gæti gerst,“
sagði Kári Arnór Kárason,
aðspurður um undirbúnings-
nefnd fyrir stofnun sameigin-
Akureyri:
Innbrot og rán
á vertshúsum
Innbrot var framið á Akur-
eyri aðfaranótt laugardags.
Einnig voru menn nokkuð
fíngralangir í vertshúsum.
„Innbrotsþjófamir er voru á
ferð unt helgina brulust inn í
fyrirtækið Matur og mörk að
Glerárgötu 26. Tékkhefti var
stolið sem og smámynt að upp-
hæð 10.000 krónur. í Kjallar-
anum var stolið jakka sem og
kventösku. Jakinn fannst aftur,
en þjófurinn hafði ávísanahefti
upp úr krafsinu,” sagði Gunnar
Jóhannsson, rannsóknarlög-
reglumaður. ój
Akureyri:
Harður
árekstur
legs lífeyrissjóðs á Norður-
landi, en fundurinn var hald-
inn fyrir þingsetningu Alþýðu-
sambands Norðurlands á
Illugastöðum sl. föstudag.
Unnið hefur verið að málinu
síðan á þingi sambandsins 1989.
Flest félög hafa skilað inn svari
um hvort þau vilji vera með í
stofnun sjóðsins og eru svörin
undantekningalaust jákvæð, en
þó nokkur félög setja þó skilyrði
fyrir þátttöku.
Fundurinn á föstudaginn var
sameiginlegur fundur verkalýðs-
félaganna og atvinnurekenda.
Þar var samþykkt að kjósa sex
manna framkvæmdanefnd sem
mun ganga endanlega frá stofnun
lífeyrissjóðsins. Nefndina skipa
þrír menn frá atvinnurekendum
og þrír frá verkalýðsfélögunum.
Nefndinni er ætlað að gera
nýja reglugerð fyrir sjóðinn, gera
tillögur um meðferð eldri sjóða,
semja við alla þá aðila á Norður-
landi sem nálægt þessu koma,
semja um hvernig fara skuli með
þjónustu á stöðunum og fjár-
magnið. Reiknað er með að
þessu starfi verði lokið næsta
haust og þá verði haldinn endan-
legur stofnfundur þessa nýja
sjóðs, og hann hefji síðan eigin-
lega starfsemi 1. jan. 1993. IM
A Ólafsflörður:
Utgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið
Bjöm V. Gíslason hf. gjaldþrota
í gær
Um hádegisbilið í gær varð
harður árekstur á horni Þing-
vallastrætis og Mýrarvegar á
Akureyri. Engin ineiðsl urðu
á fólki, en eignatjón varð
verulegt.
„Mönnum hættir til að aka
verulega greitt á götum Ak-
ureyrar. Til marks urn það voru
níu ökumenn teknir um helgina
og þrír það sem af er mánu-
deginum. Lögreglan þurfti
einnig að hafa afskipti af stúlku
er datt á bifhjóii, en sem betur
fer hlaut hún ekki stórvægileg
meiðsl,” sagði Ingimar Skjól-
dal, varðstjóri á Lögreglu-
stöðinni á Akureyri. ój
Húsavík:
Brotíst inn
í Torgið
Þrjú ungmenni voru gripin
glóðvolg eftir að hafa brotist
inn í Vídeóleiguna Torgið á
Húsavík aðfaranótt laugar-
dags.
Lögreglan á Húsavfk var
kölluð á vettvang eftir að veg-
farendur höfðu orðið varir
óeðlilegra mannaferða við
Torgið. Mjög litlar skentmdir
urðu á húsnæðinu vegna inn-
brotsins. IM
- aðaleigendur ósammála um skuldastöðu fyrirtækisins
Fyrirtækið Björn V. Gíslason hf.
í Ólafsfirði, sem stundaði físk-
verkun og útgerð, var úrskurðað
gjaldþrota í gær en stjórn fyrir-
tækisins lagði beiðni um gjald-
þrotaskipti fyrir bæjarfógeta
síðastliðinn föstudag. Aðaleig-
endur fyrirtækisins, Björn Val
Gíslason og Sigtrygg Valgeir
Jónsson, greinir mjög á um
skuldastöðu fyrirtækisins. Sig-
tryggur, sem skráður er stjórn-
arformaður, sakar fram-
kvæmdastjórann, Björn Val, um
fjármálamisferli og skjalafals og
segist íhuga kæru á hendur hon-
um. Þetta telur Björn Valur til-
hæfulaust og hljóti að dæmast ó-
merkt þar sem bókhald fyrir-
tæksins hafi frá upphafi verið
unnið af viðurkenndum bók-
halds- og endurskoðunarskrif-
stofum og reikningarnir alltaf
verið samþykktir án athuga-
semda.
Kjartan Þorkelsson, bæjarfógeti
í Ólafsfirði, sagði ljóst að skuldir
Björns V. Gíslasonar hf. séu um-
frarn eignir, þó nákvæm skulda-
staða liggi ekki fyrir fyrr en kröfur
hafi borist. Eignir fyrirtækisins við
gjaldþrot eru sjóhús, veiðarfæri og
birgðir af verkaðri skreið.
Samkvæmt nýútkominni
skýrslu Byggðastofnunar námu
skuldir Björns V. Gíslasonar hf.
„Réttarstaða björgimarmaimsins óljós“
- segir Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar
í máli Ólafs Proppé, formanns
Landsbjargar, á hátíðarfundi
sambandsins sl. laugardag kom
fram að réttarstaða björgunar-
mannsins er óljós í íslenskum
lögum. Hann sagði að Lands-
björg myndi leggja áherslu á að
fá fram skýrari löggjöf hér á
landi uin þessi mál.
Orðrétt sagði Ólafur í ræðu
sinni: „Réttarstaða björgunar-
mannsins er óljós t íslenskum lög-
um. Björgunarsveitimar kosta
miklu til að tryggja félagana í æf-
ingum og við björgunaraðgerðir.
En hvar liggur ábyrgðin á aðgerð-
um björgunarsveitarmannsins?
Hlýtur ekki lögformleg ábyrgð að
hvíla á herðum þeirra yfirvalda og
opinberu aðila sem kveðja björg-
unarsveitirnar til starfa hverju
sinni? Það eru til lög um almanna-
vamir í landinu. En um leitar- og
björgunarstörf er engin heildstæð
löggjöf til. Að auki heyra slík mál
undir mismunandi stofnanir eftir
eðli málsins hverju sinni.“
Ólafur ræddi einnig urn fyrir-
byggjandi starf og nefndi að stór-
aukin fræðsla almennings til að
verjast slysum, einkum á ferðum
um hálendi íslands, væri eitt af
framtíðarverkefnum Landsbjargar.
SS
Blönduós:
Gjafír til heilsugæslu
Föstudaginn 27. sept. sl. var í
anddyri nýju heilsugæslustöðv-
arinnar á Blönduósi formleg
afhending og sýning á nokkr-
um tækjum og búnaði sem gef-
in hafa verið á árinu.
Meðal gjafa sem sjúkrahúsi og
heilsugæslu hafa borist á þessu
ári og voru formlega afhentar
þarna, má nefna endurlífgunar-
og gjörgæslutæki sem Krabba-
meinsfélag A-Húnvetninga gaf
sjúkrahúsinu. Auk þess hafa ein-
staklingar og félagasamtök gefið
sjúkrarúm, ljósalampa fyrir
psoriasissjúklinga og smásjár-
lampa til augnlækninga svo nokk-
uð sé nefnt. Andvirði gjafanna er
um fjórar milljónir króna.
Bolli Ólafsson, framkvæmda-
stjóri sjúkrahússins, segir margt
hafa verið um manninn þegar
gjafirnar voru afhentar og
sýndar, en að því loknu bauð
stjórn sjúkrahúss og heilsugæslu
upp á kaffiveitingar. SBG
hjá Atvinnutryggingasjóði útflutn-
ingsgreina 1,7 milljón króna við
síðustu áramót. Auk þess skulduðu
aðaleigendur fyrirtækisins samtals
11,8 milljónir króna hjá sjóðnum
sem þeim hafði verið lánað til
hlutafjárkaupa. Þar af var skráð
skuld Bjöms Vals Gíslasonar 9,2
milljónir og skukl Sigtryggs Val-
geirs Jónssonar 2,6 milljónir.
Sigtryggur Valgeir Jónsson ítrek-
aði í samtali við blaðið ásakanir á
hendur framkvæmdastjóranum um
fjársvik og skjalafals. Hann neitaði
hins vegar að útskýra á hverju
hann byggi grunsemdir sínar um
þessi atriði, sagði það ekki tíma-
bært nú. Sigtryggur staðhæfir að
skuldir fyrirtæksins séu 27 millj-
ónir við gjaldþrotið, þar af 13 í
Sparisjóði Ólafsfjarðar og 13 í At-
vinnutryggingasjóði útflutnings-
greina. Þeirri spumingu hvort end-
urskoðendur hafi gert athugasemd
við bókhald fyrirtækisins vildi Sig-
tryggur ekki svara á annan veg en
að ekki sé tímabært að hann tjái sig
frekar um málið.
Björn Valur Gíslason segir fjarri
lagi að fyrirtækið skuldi 27 millj-
ónir nú við gjaldþrot. Þau lán sem
fyrirtækið hafi fengið úr Atvinnu-
tryggingasjóði hafi verið með veði
í báti fyrirtækisins og fylgt honum
þegar hann var seldur. Þau lán sem
þeir tveir, sem einstaklingar, hafi
fengið úr sjóðnunt komi gjaldþroti
fyrirtæksins ekkert við. Skuldir
fyrirtækisins segir hann fyrst og
fremst við Sparisjóð Ólafsfjarðar,
á móti afurðalánum komi verkuð
skreið og á móti öðrum lánum
nokkrar eignir, svo sem að framan
er greint. JÓH