Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 1. október 1991 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Aðalgötu 6, Hauganesi, Árskógs- hreppi, þingl. eigandi Steinþór Davíösson og Siurhanna Vilhjálms- dóttir, föstudaginn 4. október 1991, kl. 13.30. Uppboösbeiöandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Bakkasíöa 12, Akureyri, talinn eig- andi Gunnlaugur A. Sigfússon og Heiödís Sigursteinsdóttir, föstudag- inn 4. október 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Gústaf Þór Tryggvason hdl. Brekkugata 9, Hrísey, þingl. eigandi Ársæll Alfreösson og Erla Geirs- dóttir, föstudaginn 4. október 1991, ki. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., innheimtumað- ur ríkissjóðs og Sigurmar K. Albertsson hdl. Draupnisgata 3, M-N-O, hl„ Akur- eyri, þingl. eigandi Valgeir Þórisson, föstudaginn 4. október 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Tómas Þorvaldsson hdl. og Iðn- lánasjóður. Eyrarlandsvegur 8 neðri hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Byggingasjóður ríkisins, föstudaginn 4. október 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Frostagata 3c, b-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Adolfsson, föstudaginn 4. október 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Steingrímur Eiríksson hdl. Frostagata 3c, A-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Adolfsson, föstudaginn 4. október 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Eiríksson hdl. og Iðn- lánasjóður. Frostagata 6b, E-hluti, Akureyri, tal- inn eigandi Bílaklúbbur Akureyrar, föstudaginn 4. október 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Glerárgata 34 A-1, hluti, Akureyri, þingl. eigandi Hjólbarðaþjónusta Heiðars, föstudaginn 4. október 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: íslandsbanki. Grundargerði 7e, Akureyri, joingl. eigandi Örn Þórsson, föstudaginn 4. október 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Eiríksson hdl., Gunnar Sólnes hrl., Kristinn Haffgrímsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Hafnarbraut 2, Dalvík, þingl. eig- andi Sigurbjörn Benediktsson og Emilía Sverrisdóttir, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Tryggingastofn- un ríkisins og Húsnæðisstofnun ríkisins. Halldórsslaðir, Eyjafjarðarsveit, þingl. eigandi Hreinn Gunnarsson, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Sigríður Thorlacius hdl., Stofnlána- deild landbúnaðarins og innheimtu- maður ríkissjóðs. Hjallalundur 17a, Akureyri, þingl. eigandi Björk Dúadóttir, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki, Tryggingastofnun ríkisins og Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Hjallalundur 22 íb. 101, Akureyri, þingl. eigandi Björk Ólafsdóttir, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.00. Upþboðsbeiðandi er: Garðar Garðarsson hrl. Hjarðarholt, Akureyri, þingl. eigandi Lína B. Ingólfsdóttir, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Húsnæðis- stofnun ríkisins. Hólabraut 19, neðri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Frímann Jóhanns- son, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Ásgeir Þ. Árnason hdi. Hvammshlíð 2, Akureyri, eigandi Jón A. Pálmason, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Krabbastígur 1, norðurhluti, Akur- eyri, þingl. eigandi Kristín Halldórs- dóttir, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastcfnun ríkisins, Gunnar Sólnes hrl. og Sigurmar K. Alberts- son hdl. Langahlíð 3f, Akureyri, þingl. eig- andi Óskar T. Kristjánsson, föstu- daginn 4. október 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Fjárheimtan hf., Húsnæðisstofnun ríkisins og Gunnar Sólnes hrl. Lundargata 2, Akureyri, þingl. eig- andi Bjarni Tómasson, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Hús- næðisstofnun ríkisins. Mið-Samtún, Glæsibæjarhreppi, þingl. eigandi Ingi Guðlaugsson, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Jósef Arnviðarson hdl. og Sigurmar K. Albertsson hdl. Mímisvegur 26, Dalvík, þingl. eig- andi Helgi Jónatansson, föstudag- inn 4. október 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Garðar Garðarsson hrl., Húsnæðis- stofnun ríkisins og Ólafur Gústafs- son hrl. Skarðshlíð 12d, Akureyri, þingl. eig- andi Db. Einis Þorleifssonar, föstu- daginn 4. október 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Strandgata 45, vestur hluti, Akur- eyri, talinn eigandi Anna Ó. Guð- marsdóttir, föstudaginn 4. október 1991, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Þingvallastræti 32, Akureyri, þingl. eigandi Sigþrúður Siglaugsdóttir, föstudaginn 4. október 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Sigurmar K. Albertsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Eiðsvallagötu 1, efstu hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Súsanna Hammer, föstudaginn 4. október 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Veðdeild Landsbanka islands og Sigurmar K. Albertsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Tónlist_______________________ Kuran Swing á Akureyri Föstudaginn 27. september var mikið um að vera á Akureyri. Bærinn mátti heita fullur af gest- um svo sem að sumri væri. Ráð- stefnur og þing voru haldin og aðkomuskemmtikraftar fluttu bæjarbúum og gestum list sína. A meðal þeirra, sem bæinn gistu, voru fimm tónlistarmenn úr Reykjavík, sem kalla sig Kuran Swing. Kuran Swing er kvartett. í honum er Szymon Kuran, fiðlu- leikari, Björn Thoroddsen, sóló- gítaristi, Þórður Högnason, kon- trabassaleikari, og Ólafur Þórð- arson og Magnús Einarsson, rytmagítarleikarar. Tónleikahald fimmmenning- anna á Akureyri hófst með því, að þeir léku í sal Verkmennta- skólans. Því miður voru þessir tónleikar afar illa sóttir og er það heldur undarlegt, þar sem aðgangseyri var í hóf stillt og tónlist sú, sem kvartettinn flytur, mjög aðgengileg og fjörleg. Það er lofsvert framtak af tón- listarfélagi skóla að fá góða tón- listarmenn, sem koma til bæjar- ins, til þess að koma fram á sín- um vegum og vel gert af stjórn skólans að gera nemendum fært að koma slíkum atburðum á. Hin litla aðsókn bendir til þess, að einhverju þurfi að breyta í fram- kvæmdinni. Vonandi verður það gert, en þessi heldur dapurlega aðsókn ekki látin leiða til þess að ekki verði gerðar fleiri tilraunir í framtíðinni. Kuran Swing kom fram á tón- leikum í Sjallanum um kvöldið. Aðsókn var góð eftir að gestanna hafði verið beðið í um þrjú korter, en þá fyrst virtist ráða- mönnum staðarins þykja rétt að láta tónleikana hefjast. í þessu er talsvert tillitsleysi jafnt við tón- listarmennina og þá áheyrendur, sem komið höfðu nærri réttum tíma. Biðin átti líka vafasaman rétt á sér, þar sem svo virtist, sem margir þcirra, sem voru komnir í salinn, þegar tónleikarnir loks hófust, væru ekki komnir til þess að hlusta, og truflaði það veru- lega þá, sem komið höfðu í þeim erindum. Þrátt fyrir þetta, var tónlist fimmmenninganna biðarinnar virði. Þeir fóru á kostum og nýttu hina sérstæðu hljóðfæraskipan sína af smekkvísi. Szymon Kuran sýndi mikla fimi og öryggi á fiðl- una, Björn Thoroddsen sannaði enn einu sinni, að væntanlega er hann fremstur gítarleikara á sínu sviði hér á landi, rytmagítarleik- ararnir Ólafur Þórðarson og Magnús Einarsson lögðu skemmtilegan og fjölbreyttan hryngrunn undir sóló Szymons og Björns og Þórður Högnason var fumleysið og öryggið dæmigert í líflegri bassalínu. Því miður lék Þórður engin sóló á hljóðfæri sitt í Sjallanum, en í Verkmennta- skólanum sýndi hann, að hann er vel fær um slíka hluti. Eitt það ánægjulegasta við tón- leika Kurans Swing að þessu sinni var það, hve vel tókst til með hljóðblöndun. Þegar undir- ritaður heyrði hljómsveitina flytja hina jazzísku tónlist sína á jazzhátíð á Egilsstöðum í sumar leið, var hlutfall í styrk hljóðfær- anna afar slæmt og skemmdi stór- lega tónlistarflutninginn. Á báð- um tónleikunum á Akureyri var hins vegar hófs gætt. í flestum til- fellum skiluðu glæsileg tilþrif sólóistanna sér vel og hin öfluga sveifla rytmahljóðfæranna bar jflutninginn áfram í stöðugum en þó fjölbreyttum takti, sem varð nær aldrei - og sjaldnar í Sjallan- um - yfirþyrmandi. Það er gott framtak að bjóða upp á góða tónlistarmenn á sviði létts jazz á Akureyri. Sjallinn og nokkrir aðrir staðir koma vel til greina til slíks tónleikahalds. í framkvæmdinni verður hins veg- ar að huga að því hvernig að er staðið, svo að ánægju jafnt flytj- enda sem áhugasamra áheyrenda sé ekki spillt. Haukur Ágústsson. Ungir jafnaðarmenn: Átelja ríkisstjómina harðlega fyrir áform um skattahækkanir - kreljast þess að þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins framfylgi landbúnaðarstefnu flokksins „Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík átelur harðlega ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fyrir þau skattahækkanaáform sem hún hefur í frammi.“ Þannig hefst ályktun aðalfundar ungra, reykvískra jafnaðarmanna sem samþykkt var um síðustu helgi. Síðan segir í ályktuninni: „Fyrir síðustu alþingiskosning- ar lagði Alþýðflokkurinn áherslu á að gjörbreyta þyrfti núverandi landbúnaðarstefnu. Það var talin forsenda þess að verð innlendra matvæla gæti lækkað og þannig myndu kjör almennings í landinu batna. Draga átti úr styrkjum og niðurgreiðslum. Hefði þessi leið verið farin hefði ekki þurft að fara skatta- hækkunarleiðina, né að ráðast á það velferðarkerfi sem jafnaðar- menn hafa byggt upp á undan- gengnum áratugum. FUJ í Reykjavík krefst þess af þingmönnum og ráðherrum Alþýðuflokksins að framfylgja boðaðri stefnu sinni í landbúnað- armálum og bæta þannig kjör almennings eins og lofað var fyrir kosningar. Iðnnemasamband íslands: Veitir iðnnemum alþjóðleg námsmanna- og afsláttarskírteini Iðnnemasamband íslands hef- ur tekið að sér afhendingu alþjóðlegu námsmanna- og afsíáttaskírteinanna „ISIC“ til iðnnema. ISIC er skammstöfun sem stendur fyrir „International student identy card“. ISIC-skírteinin veita handhafa margháttaðan afslátt á ferða- þjónustu, bæði hérlendis sem erlendis. Skírteininu fylgir einnig bæklingur með nöfnum yfir 300 íslenskra fyrirtækja sem veita félagsmönnum í Iðnnemasam- bandinu afslátt af vöru og þjón- ustu sem þessi fyrirtæki bjóða gegn framvísun skírteinisins. Einnig fylgir skírteininu bækl- ingur með upplýsingum um ferðaafslátt um víða veröld fyrir handhafa skírteinisins. Einn af mörgum kostum ISIC-skírteinis- ins er sá að með framvísun þess á ferðaskrifstofum stúdenta er hægt að fá hin rómuðu náms- mannafargjöld svo að segja hvert á land sem er, svo framarlega sem námsmaðurinn uppfyllir aldursskilyrði þau sem flugfélög- in setja. Námsmaðurinn getur tekið með sér maka og börn á sömu kjörum ef allir eru sam- ferða. ISIC-skírteinin verða til afhendingar fyrir félagsmenn „Dregið hefur verið í happdrætti Landssamtaka hjartasjúklinga „Ómsjá leið til lækninga“. japp komu eftirtalin númer: 32455 Chevrolet Corsica. Iðnnemasambandsins að Skóla- vörðustíg 19 í Reykjavík næstu daga og verður skrifstofan opin til kl. 19.00 meðan afhending stendur yfir. Iðnnemar eru minntir á að þeir þurfa að koma með mynd með sér í skírteinið. Iðnnemum sem búsettir eru úti á landi er bent á að hafa samband við skrifstofuna í síma 91-14410. 16587 Daihatsu Applause 16L. 30595 Sunny Hlaðbakur SLX. Landssamtök hjartasjúklinga þakka veittan stuðning.“ (Birt án ábyrgðar). Dregið í happdrætti Lands- samtaka hjartasjúklinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.