Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1. október 1991 - DAGUR - 11
HÉR & ÞAR
Sænskir og rússneskir bændur athuga akurmoldina í Gorkinskiij ásamt túlki. Staffan Gib-
rand annar frá hægri.
Sænskir bændur fjárfesta
í rússneskum landbúnaði
íþróttadeild Léttis
Deildarfundur
verður í Skeifunni, fimmtudaginn 3. október kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Lýst eftir tillögum á ársþing H.Í.S.
3. Kosning þingfulltrúa og önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel.
Stjórnin.
Tilboð óskast
í veiðirétt Mýrarkvíslar S.-Þingeyjarsýslu
Annars vegar 1992, hins vegar 1992-1994, bæði ár
meðtalin. Um er að ræða veiði í ánni frá ósi í Laxá,
að Langavatni.
Tilboð óskast skilað til formanns veiðifélagsins,
Gunnars Hallgrímssonar, Klambraseli, 641 Húsa-
vík, sími 96-43514, fyrir 1. nóvember 1991, sem gef-
ur líka frekari upplýsingar sé þess óskað.
Veiðin 1991 var 243 laxar.
Áskilið er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Ýmsar breytingar eru að verða í
Sovétríkjunum eins og kunnugt
er. Eitt af því sem stjórnvöld þar
leggja áherslu á er að laða
erlenda aðila til fjárfestinga af
ýmsum toga. Landbúnaðurinn er
þar ekki undan skilinn enda mat-
arskortur eitt stærsta vandamál
margra lýðvelda Sovétríkjanna.
Sænskir bændur hugsa sér nú gott
til glóðarinnar með því að hefja
landbúnað í Sovétríkjunum á
santa tíma og þeir verða að draga
saman heimafyrir vegna mikillar
framleiðslu og aukins innflutn-
ings landbúnaðarafurða.
Einn þeirra er Staffan
Gibrand, sem er 35 ára gamall og
býr á föðurleifð sinni fyrir utan
Helsingborg í suður Svíþjóð.
Hann ætlar ásamt 22 öðrum
Staffan Gibrand cinn þeirra bænda
sem ætla að hefja landbúnað í Rúss-
landi við traktorinn sinn heima á
Skáni.
sænskum bændum í suður og mið
Svíþjóð að hefja landbúnað á sex
þúsund hektara búgarði í Gork-
inskiij, sem er um 70 kílómetra
fyrir austan Moskvu. Hið nýja
fyrirtæki nefnist Swedish-Russian
Trading AB og mun verða með
allt að 300 starfsmenn. Hver
hinna sænsku bænda leggur frá 10
þúsund til 50 þúsundsænskar
krónur í fyrirtækið og sagðist
Staffan Gibrand að sjálfsögðu
hafa lagt þessa peninga í land-
búnaðinn heima ef aukning hans
ætti einhverja framtíð fyrir sér.
Eignarhlutum í búgarðinum í
Gorkinskiij verður þannig skipt
að Svíarnir eiga 51% á móti 49%
sovéska ríkisins. Sænsku bænd-
urnir eiga auk þess forkaupsrétt
að eignarhluta Sovétmanna.
Staffan Gibrand telur mikla
möguleika felast í landbúnaðin-
um í Rússlandi og bendir á að
rússneskar kýr mjólki aðeins um
3.000 lítra að meðaltali á ári á
meðan þær sænsku mjólki um
7.000 lítra og samskonar vanda-
mál þjái einnig aðrar greinar
landbúnaðar í Sovétríkjunum.
Hugsunarháttur sænskra bænda
sé annar en þeirra rússnesku þar
sem hingað til hafi nánast ekki
borgað sig að vinna í Sovétríkj-
unum.
Þótt þessir 23 sænsku bændur
séu tilbúnir að hefja landbúnað í
Rússlandi eru fleiri sem hugsa sér
gott til glóðarinnar. Danir, Þjóð-
verjar og Hollendingar hafa
einnig komið auga á hina geysi-
legu möguleika, sem ónýttir eru í
matvælaframleiðslunni þar í
landi. En hvað sjá þeir við að
hefja landbúnað í Sovétríkjun-
um? Vaxtarmöguleikarnir eru
meiri og framleiðniaukningin
augljós, segir þessi sænski bóndi,
sem hyggur á nýjar framkvæmdir
nokkuð fjarri heimahögunum.
Útvegsmannafélag Norðurlands:
Þorsteinn og Kristján
mæta á aðalíundinn
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, og Kristján Ragnars-
son, formaður Landssambands
ísienskra útvegsmanna, verða
gestir aðalfundar Utvegsmanna-
félags Norðurlands á Hótel KEA
á Akurevri nk. fimmtudag, 3.
október, kl. 13.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
munu þeir Þorsteinn og Kristján
ávarpa fundinn og svara fyrir-
spurnum fundarmanna. Búast má
við fjörlegum umræðum, því ef
marka má aðalfund Samtaka fisk-
vinnslustöðva á Hótel KEA sl.
föstudag, kreppir nú verulega að
sjávarútveginum. óþh
4 stk. sœngurverasett kr. 2.990
Sœng + koddi aðeins kr. 1.600
4 stk. handklœði kr. 690
Skólafólk athugið, 10 pör sokkar kr. 690
Bómullarlök trö kr. 490
Svampdýnur með fallegu öklœði
70x190 kr. 2.990
Springdýnur frö kr. 7.690
Hvítir svefnbekkir með tveimur skúffum
70x190 kr. 6.900
Hvítir fatasköpar frö kr. 7.900
Skrifborð með yfirhillu kr. 5.500
Kommóður með fjórum skúffum kr. 3.900
Kommóður með sex skúffum kr. 5.900
Einstaklingsrúm 85x200 kr. 6.900
Tvíbreið rúm 140x200 kr. 9.900
Barnasœngur kr. 1.69
Mottur í mörgum litum,
stœrð 70x140 kr. 490
_ Óseyri 4
9 Akureyri
S 26662
Auðbrekku 3 Skeifan 13
Kópavogur Reykjavík 9
© 40460 © 687499