Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 1. október 1991
Söguleg tímamót á Akureyri um helgina:
Stofnþing Landsbjargar og hátíðarfundur
Stofnþing Landsbjargar - lands-
sambands björgunarsveita var
haldið á Akureyri að morgni
laugardags og eftir hádegi var
hátíðarfundur í íþróttahöllinni.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, biskup Islands,
herra Olafur Skúlason, Þor-
steinn Pálsson, dómsmálaráð-
herra, og fleiri góðir gestir heiðr-
uðu samtökin með nærveru sinni
á þessum sögulegu tímamótum.
Um 700 björgunarsveitamenn
og fjöldi boðsgesta sátu hátíðar-
fundinn sem þingforsetamir Gunn-
ar Eyjólfsson og Magnús Hall-
grímsson stjórnuðu. Nýkjörinn
formaður Landsbjargar, dr. Olafur
Proppé, tók fyrstur til máls og
sagði m.a. þetta:
„I dag eru mikil tímamót í sögu
björgunar- og hjálparstarfs á Is-
landi. Þrjátíu björgunarsveitir víðs
vegar að af landinu hafa sameinast
og stofnað nýtt og öflugt lands-
samband sem hlotið liefur nafnið
Landsbjörg. Enda þótt þetta nýja
landssamband, Landsbjörg, sé að
verða til með formlegum hætti hér
á Akureyri í dag, er það reist á
gömlum og traustum grunni. Með-
al þeirra sem nú taka höndum sam-
an eru margar af reyndustu og öfl-
ugustu björgunarsveitum landsins
hringinn í kringum landið. Lands-
björg er stofnuð til að auka sarn-
heldni björgunarsveita og til að
stuðla að farsælu björgunar- og
slysavarnastarfi í landinu. Lands-
sambandið á að gæta hagsmuna
björgunarsveitanna og koma fram
sem fulltrúi þeirra bæði gagnvart
opinberum aðilum og öðrum
samtökum.“
Starf í björgunarsveitum
gefandi og þroskandi
Olafur rakti þróun björgunarmála
hér á landi og aðdragandann að
stofnun samtakanna en í Lands-
Vinningstölur 28. SeDt. ’91
laugardaginn----------------r--------
1.
2.4K1
4.
FJÖLDI
VINNINGSHAFA
96
3.758
UPPHÆÐ Á HVERN
VINNINGSHAFA
1.354.024,-
117.690,-
8.459,-
504,-
Heildarvinningsupphæð þessaviku:
5.884.904.-
upplýsingar:s!msvari91 -681511 lukkulIna991002
björg eru þær 22 björgunarsveitir
sem mynduðu Landssamband
hjálparsveita skáta og 6 sveitir sem
mynduðu Landssamband flug-
björgunarsveita. Þar að auki slóg-
ust tvær sveitir í hópinn, sem
höfðu staðið utan við landssam-
bönd, Björgunarfélag Vestmanna-
eyja og Björgunarsveitin Stakkur í
Keflavík. Eftir stofnun Lands-
bjargar eru allar starfandi björgun-
arsveitir landsins annað hvort í
hinu nýja landssambandi eða í
Slysavarnafélagi Islands.
í máli Ólafs kom fram að innan
Landsbjargar eru á þriðja þúsund
félagar á útkallsskrá og yfir tóll
hundruð félagar virkir í reglu-
bundnu starfi björgunarsveitanna.
Hver einstök björgunarsveit er
sjálfstæður aðili að sambandinu.
Sveitimar eru misjafnlega vel
tækjum búnar en eiga það sameig-
inlegt að félagamir hafa fengið
þjálfun í fyrstu hjálp, rötun og
grundvallaratriðum björgunar-
starfa. Þær fá aðstoð frá landssam-
tökunum í gegnum björgunarskóla
Landsbjargar, í formi náms- og
ferðastyrkja og með ýmsu öðru
móti.
I lok ræðu sinnar sagði Ólafur:
„Enda þótt björgunarsveitarstarf sé
afar krefjandi er það einnig gef-
andi og þroskandi. Tilgangurinn er
afar auðsær þeim sem að björgun-
armálum vinna og þegar vel tekst
til fá menn erfiðið og óþægindin
endurgreidd í ánægjunni yfir að
hafa orðið til gagns. Stundum sæk-
ir uppgjöfin og vonleysið á björg-
unarsveitamenn í starfi. Þá er gott
að eiga góða félaga. Oftast er þó
vonin, bjartsýnin og áræðið björg-
unarmanninum ofar í huga. Að
vera viðbúinn til að hjálpa öðrum
Um 700 manns sátu stofnþing
Landsbjargar í íþróttahöllinni sl.
laugardag.
& g Blóm og gjafavara
0 § *' í miklu úrvali
0 ÚrvM afskorinna blóma
Útíkrarskreytingar
kransar-krossar-kistuskreytingar
Sjáiun um skreytingar í kirkju
4
AKUR
*
Kaupangi • Akureyri
Símar 24800 og 24830
Við háborðið sátu m.a. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Ólafur
Froppé, formaður Landsbjargar, biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, Þor-
steinn Pálsson, dómsmálaráðherra, og Halldór Blöndal, landbúnaðarráð-
herra.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ávarpar hátíðargesti í íþróttahöll-
ínili. Myndir: Golli
Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar, og forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, ganga í þéttskipaða íþróttahöllina.
þegar í nauðir rekur er hugsjón
þeirra sem í björgunarsveitum
starfa. Þetta nýja landssamband
björgunarsveita á meðal annars að
efla samheldni einstakra björgun-
arsveita og björgunarsveitamanna.
Að því er stefnt að Landsbjörg
verði öflugur stuðningur og bak-
hjarl björgunar- og hjálparstarfs í
landinu. Mestu skiptir að horfa til
framtíðar, en gleyma þó ekki því
sem við höfum lært af reynslu lið-
inna ára. Þá mun vel fara.“
„Skaði eins er skaði
okkar allra“
Vigdís Finnbogadóttir samþykkti
að gerast vemdari Landsbjargar og
var henni afhent gullmerki félags-
ins á hátíðarfundinum. Vigdís á-
varpaði fundinn og sagði m.a.:
„Þess er gott að minnast hér í
dag að íslendingar hafa ætíð átt í
hjarta sínu ríka samkennd, sem er
snar þáttur í þjóðarvitund okkar.
Um aldir sneru menn bökum sam-
an til að lifa frekar af harðræði og
hörmungar. Og við búum við þá
gæfu að það er ríkt meðal íslend-
inga okkar tíma að mega ekkert
aumt sjá og mega ekki vita af nein-
um í vá eða þrengingum án þess að
þeir finni sig knúna til að reyna að
rétta fram hjálparhönd. Við finnum
það betur er margar aðrar þjóðir að
skaði eins er skaði okkar allra. Fyr-
ir það fögnum við því ætíð þegar
kraftar eru sameinaðir til heilla
landsmönnum, til samhjálpar sem
allir mega njóta, til björgunar
mannslífa úr háska."
Vigdís sagði að sér væri það
Ijúft að gerast vemdari Lands-
bjargar og
óskaði hún samtökunum gæfu og
bað Guð að blessa björgunarstarf
hvarvetna á landinu.
Ólafur Skúlason, biskup, ávarp-
aði einnig hátíðarfundinn svo og
Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð-
herra, erlendir gestir og fleiri.
Gjafir og heillaóskir komu víða að.
Skemmtiatriði voru á dagskrá og
um kvöldið var sameiningarfagn-
aður í Iþróttahöllinni. Laust fyrir
miðnætti var skotið upp flugeldum
af varðskipinu Tý á Pollinum.
Dagskráin var senn á enda. Lands-
björg hafði litið dagsins ljós. Sögu-
leg tímamót í björgunarmálum á
Islandi voru orðin staðreynd. SS
Fulltrúar björgunarsvcitanna sem að Landsbjörg standa með merki samtakanna