Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 09.10.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 9. október 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÓSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ekki aðstæður til að tengjast ECU í síðustu viku kynntu viðskiptaráðherra, Seðlabankastjóri og forstjóri Þjóðhagsstofnunar hugmyndir um tengingu íslensku krónunnar við Evrópumyntina, ECU. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar miða að því að þessi tenging komi smám saman til framkvæmda á næstu tveimur árum enda þurfi að gera veigamiklar skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samfara þessari tengingu. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði á blaðamannafundi við þetta tækifæri að ýmis rök mæltu með tengingu krónunnar við ECU. Tengingin þýddi yfirlýsingu um að viðhalda stöð- ugu gengi íslensku krónunnar. Einnig fælist í henni ákvörðun um aðhald á öllum sviðum efnahagsmála. Þá myndi draga úr gengisáhættu í viðskiptum við Evrópu- svæðið og tenging gjaldmiðlanna fæli í sér vilja til þess að vinna nánar með Evrópuþjóðum á sviði viðskipta og efna- hagsmála í framtíðinni. Forsenda þess að íslenska krónan geti tengst ein- hverju öðru myntkerfi með formlegum hætti er að gengi hennar haldist stöðugt. Vegna þess hversu atvinnulíf og útflutningsstarfsemi íslendinga er með einhæfum hætti hefur oft á tíðum reynst örðugt að varðveita stöðugleika krónunnar. Löngum hefur verið leitast við að skrá gengi hennar nokkuð hátt miðað við þau verðmæti sem útflutn- ingsframleiðslan hefur skapað til notkunar innanlands. Af þeim sökum hafa sífellt verið að myndast erfiðleikar í höfuðútflutningsatvinnuvegi landsmanna, sem stundum hefur orðið að leysa með gengisfellingum þegar í óefni er komið. Vissulega má deila um slíka hagstjórn og gengis- fellingar skapa jafnan nokkurn vanda á ýmsum sviðum viðskiptalífsins jafnframt því að greiða úr fjárvöntun sjáv- arútvegsins. Á haustnóttum 1988 blöstu miklir erfiðleikar við útgerð og fiskvinnslu. Þá var tekin ákvörðun um að reyna aðrar leiðir til lausnar þeim vanda. Frá árslokum 1989 hefur gengi krónunnar haldist stöðugt og var það ein af megin- forsendum þeirra kjarasamninga er mynduðu þjóðarsátt- ina. Nú í haust blasa svipaðir erfiðleikar við sjávarútvegin- um og fyrir þremur árum. Fiskvinnslan er rekin með tapi og mörg fyrirtæki eru að stöðvast. Við það bætast minnk- andi aflaheimildir vegna lélegs ástands fiskistofna. Aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar eru því ekki ákjósanlegar á sama tíma og ráðmenn eru að hefja undir- búning að tengingu krónunnar við gjaldmiðla Evrópu- þjóða, sem flestar búa við mun stöðugra efnahagslíf. ÖDum ætti að vera ljós nauðsyn þess að varðveita þann stöðugleika, sem náðst hefur í efnahagsmálum á síðustu árum. Þó er jafnljóst að þessi stöðugleiki stendur á brauð- fótum enn sem komið er. Minnkandi sjávarafli og kjara- samningar geta ógnað honum að verulegu leyti. Fleiri stoðum verður að skjóta undir framleiðslu landsmanna ef tryggja á fullkomlega stöðugt verðlag til frambúðar. Einn sveiflukenndur atvinnuvegur, sem auk þess hefur aldrei náð að mynda eðlilega eiginfjárstöðu, hefur einfaldlega ekki getu tú þess. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, hefur án efa haft þessar staðreyndir í huga þegar hann sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva á dögunum að ógerlegt og öráðlegt sé að tengjast mynt- kerfi Evrópuríkja við þær aðstæður sem nú eru. Undir þau orð skal tekið og minnt á að okkur ber að fara með allri gát á þeim vettvangi. ÞI Kvikmyndarýni Jón Hjdtason Böm náttúrunnar Borgarbíó sýnir: Böm náttúrunnar. Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Aðalhlutverk: Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín. Handrit: Einar Már Guðmundsson og Friðrik Þór Friðriksson. Þegar tjaldið féll var tregi fyrsta orðið er kom í hugann. Það sem hafði birst mér á hvíta tjaldinu var ekki eins og bíómynd heldur minnti það miklu frekar á ljóð- ræn myndskeið, þögul og kyngi- mögnuð á köflum. Ein af annarri höfðu myndirnar birst mér undir margvíslegum sjónarhornum, litríkar og talandi sínu eigin máli. Ég sá baráttu Ijóðrænu og bíó- myndar þar sem hið síðartalda átti aldrei nokkra möguleika, til þess var sagan of veik, handritið of lítilfjörlegt. Börn náttúrunnarer kvikmynd um gamalt fólk. Aldraður bóndi (Gísli Halldórsson) bregður búi og flytur suður til dóttur sinnar og tengdasonar. Þar virðist hann þó ekki staldra lengi við enda eins og álfur út úr hól á nýtísku- legu heimili dóttur sinnar. Leiðin liggur á elliheimilið þar sem hann hittir fyrir gamla kunningjakonu sína (Sigríður Hagalín) sem er að vestan. Hún á sér þann draum heitastan að sjá æskustöðvarnar aftur og bera þar beinin. En „kerfið“ er erfitt viðureignar, hún fær ekki að róta sér og er því sífellt að strjúka. Þar kemur sögu að Gísli ákveður að hjálpa vin- konu sinni, stelur bíl að næturlagi og saman keyra þau af stað vest- ur á land. Kvikmyndin segir frá þessu ferðalagi þeirra og dvöl á æskustöðvum konunnar. Kvikmyndun Barna náttúrunn- ar er einstaklega vel heppnuð, fallegar myndir ráða ríkjum og sjónarhornin eru yfirleitt vel val- in að undanteknu atriðinu þegar skötuhjúin ræða málin á dansleik aldraðra. Þar sem þau sitja bæði við borð, með glös fyrir framan sig, beinist kvikmyndatökuvélin að þeim til skiptis en vegna glas- anna verður auðsætt að Sigríður Hagalín er að tala við tóman stól. Gísli heldur nefnilega utan um Gísli Halldórsson og Sigríður Haga- lín. glas sitt þegar vélin beinist að lionum en þegar hún sýnir Sigríði sér á glas hans í forgrunni en eng- ar hendur. Mistök sem þessi, í raun agnar smávægileg, verða býsna áberandi í jafn vel tekinni mynd og Börn náttúrunnar er. Það hlýtur að teljast eftirtektar- vert hversu vel leikstjóranum tekst að túlka tilfinningar með kvikmyndatökunni einni saman, samtöl persónanna eru nánast ekki annað en undirstrikun þess sem þegar hefur verið sagt með kvikmyndatökunni sjálfri. Veiki punktur Barna náttúr- unnarer sá sami og nær allra ann- arra íslenskra kvikmynda, nefni- lega handritið. Grunnhugmyndin í sögunni - stefið um gamla fólk- ið sem lengir eftir heimahögum sínum - hefur margoft verið notað. Þeir Einar Már og Friðrik bæta engu við þessa hugmynd. í upphafi myndar tekst þeim á snjallan hátt að leiða bíófarann beint inn í sorg og eftirsjá bónd- ans sem er að bregða búi. Ekkert er sagt en áhorfandinn veit nákvæmlega hvað um er að vera. Það sem á eftir kemur er allt á þessum sömu byrjunarnótum, persónurnar eru fámálugar og atburðarásin afskaplega hæg. Enda þótt sagan sé einföld er ekki laust við að hnökrar hlaupi á þráðinn og grípa verði til ómerki- legra bragða að bjarga málum fyrir horn, bíll er látinn gufa upp og seinast hverfur aðalpersónan sömu leið. Þessi endalok gamla bóndans undirstrika þau vand- ræði er handritshöfundar virðast komnir í þegar líður á myndina. Fyrri hluti hennar er raunsær (eða á að vera það). Engir útúr- dúrar eða heimsóknir til handan- heimsins eru leyfðar. Þegar líður á birtist fyrst nakinn draugur, síðan engill og seinast hverfur bóndinn sporlaust út í þokuna. Það er ekki ýjað að neinu, mað- urinn bara hverfur, engar hug- myndir eða getgátur eru skildar eftir handa bíófaranum að glíma við. Eins og áður segir á stærstur hluti sjónarsviðsins að vera trú- verðugur og minnir helst á sænska samfélags krufningu. Nútímafjölskyldan hafnar gamla manninum og elliheimilið minnir í sumu á fangelsi. Persóna Gísla er í meðallagi trúverðug eða hver er sá aldurhnigni bóndi að hann leggi í langferð á stolnum bíl og án þess að nesta sig. Hlutverk Sigríðar er það eitt að túlka gamla konu sem á sér draum. Þegar hann rætist er hlutverki hennar lokið og dauðinn opnar faðm sinn. Einhvern veginn virk- aði þetta lítt sannfærandi á mig og bætti ekki úr skák að sviðs- framburður bæði Gísla og Sigríð- ar var nokkuð áberandi. Rétt eins og prestar hafa leikarar sem eru vanir leiksviði ákveðnar áherslur sem eru frábrugðnar því sem gengur og gerist hjá almúga- mönnum. Þennan leikaratón verða leikstýrendur kvikmynda að hreinsa í burtu. Storborgarsaga Borgarbíó sýnir: Sögu frá Los Angeles (L.A. Story). Leikstjóri: Mick Jackson. Aðalhlutverk: Stcve Martin, Victoria Tennant og Richard E. Grant. Tri-Star 1991. Oft hef ég undrast hvernig bandarískir kvikmyndagerðar- menn geta búið til bíó um sér- bandarísk fyrirbrigði og þó náð til fjölmenns áhorfendahóps víðs vegar um heim. Þetta væri rétt eins og íslenskur leikstjóri tæki sig til og kvikmyndaði sögu um íslenskan glímumann og seldi vestan hafs og austan. L.A. sögur er í aðra röndina slík kvikmynd sem að nokkrum hluta til virðist vera búin til fyrir heimamarkað. í henni eru „lókal“ brandarar sem eru ekki fyndnir (eða súrir) nema fyrir heimamenn sem þekkja til. Skotsenan í upphafi rnyndar er dæmi um þetta. Með vorinu er eins og skapvonskufiðringur hlaupi í borgarbúa og skotvopn eru óspart notuð. Veitingahúsa- atriðið er annað dæmi um innan- borgara-brandara sem á lítið erindi til mörlandans. Þá er sen- an þar sem Martin ætlar að panta borð á veitingastað gjörsamlega óskiljanleg öðrum en nákunnug- um. Þannig gerir Martin stólpa- grín að íbúum Los Angeles og á stundum með ákaflega grófum hætti þannig að gamanið er á mörkum þess að verða afkára- legt. Inn á milli læðast óborgan- legir brandarar sem gera L.A. Storyað ágætis gamanmynd. Þar á meðal er annar tveggja bestu brandara sem ég hef séð á hvíta tjaldinu. Martin er að útskýra í hverju lán hans liggi að hann skyldi ekki fæðast kvenmaður. Það er vegna þess að væri hann af veikara kyninu myndi hann dvelja alla daga heima við og leika sér að brjóstum sínum (í lauslegri endursögn). Það er ekki mikið um innihald eða söguþráð L.A. sögu að segja. Grínið er á köflum háð. Martin er piparsveinn, vinnur við sjón- varp og í tygjum við mikla glans- dömu. Þegar slitnar upp úr hjá þeim er hann þegar byrjaður að renna hýru auga til annarrar konu sem að lokum verður hans. Þetta sögulega samhengi hlut- anna skiptir þó minnstu máli, það vegur þyngra að sjá í gegnum háðið og eygja samfélagið sem Martin beinir skeytum sínum að. Hláturinn skiptir þó mestu. Ánægjulegri biskupsvísitasíu lokið Biskupinn yfir íslandi herra Ólaf- ur Skúlason hefir lokið yfirreið sinni um Eyjafjarðarprófasts- dæmi. Hann og frú hans Ebba Sigurðardóttir heimsóttu 22 kirkjur allt frá Grímsey inn að Hólum í Eyjafjarðarsveit. Á öll- um stöðunum flutti biskup prédik- anir eða hugleiðingar af þvílíkum eldmóði og svo mikilli mælsku að í minnum mun haft. Víðast var fullt hús og ánægja viðstaddra mikil. Biskupshjónin heimsóttu einn- ig sjúkrahús og dvalarheimili aldraðra alls sjö sinnum. Ekki var gleðin og þakklætið minni á þeim stöðúm. Hvarvetna voru móttökur safnaðanna með miklum ágæt- um. Augljóst var, að margt kirkjuvina stendur vörð um helgidómana og yfirleitt voru kirkjugarðarnir söfnuðunum til sóma. Mest gladdi það biskups- hjónin hve margir komu í guðs- þjónusturnar. Hinum tignu gesturn er sent innilegt þakklæti og blessunar- óskir. Prófastur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.