Dagur - 09.10.1991, Page 5

Dagur - 09.10.1991, Page 5
Miðvikudagur 9. október 1991 - DAGUR - 5 Ostameistari íslands 1991: Verðlaunakeðjan fór frá KEA til Dalamanna - norðlenskir ostameistarar sigursælir Ostameistari íslands 1991 var krýndur sl. föstudag í Reykja- vík við upphaf Ostadaga hjá Osta- og smjörsölunni. Titill- inn fór til Elísabetar Svansdótt- ur, ostameistara hjá Mjólkur- samlaginu í Búðardal, fyrir ostinn Dalabrie en hann hlaut hæstu einkunn í dómum á 77 ostategundum frá sjö mjólk- ursamlögum. Næstu tvö árin ber Elísabet glæsilega verð- launakeðju sem var gefin 1989 þegar Oddgeir Sigurjónsson, ostameistari hjá Mjólkursam- lagi KEA, hlaut sama titil. Norðlenskir ostameistarar fengu fjögur verðlaun af þeim sjö sem afhent voru. Osta- og smjörsalan hefur á undanförnum árum staðið fyrir Ostadögum annað hvert ár en þess á nrilli tekið þátt í alþjóðleg- um ostasýningum. Mjólkursam- lögin sjö sem framleiða ost taka þátt í keppninni um titilinn „Ostameistari íslands" og að þessu sinni fóru 77 ostategundir á dómpallinn. Sem fyrr segir var það Dalabrie þeirra Dalamanna sem fékk hæstu einkunn, 13,10, og er það ein hæsta einkunn sem gefin hefur verið hér á landi. Jöfn og hörð keppni í flokki smurosta Ostunum var skipt í þrjá flokka og fyrir 1. flokk, eða föstu ost- ana, fékk Haukur Pálsson, osta- meistari hjá KS á Sauðárkróki, gullverðlaun fyrir Kúmen-Maribo en osturinn fékk 12,58 í einkunn. í öðru sæti varð Hernrann Jó- hannsson, ostameistari hjá KÞ á Húsavík, með Gouda 26% sent fékk einkunnina 12,32. Bronsið fór til Oddgeirs Sigurjónssonar hjá KEA á Akureyri fyrir Skóla- ostinn sem fékk 12,22 í einkunn. í 2. flokki voru smurostar og þar var mjótt á mununum. Tvær tegundir fengu verðlaun og gullið fór til Björgvins Guðmundsson- ar, ostameistara hjá Smurosta- gerð Osta- og smjörsölunnar, fyr- ir Napoli-Myrju en hún fékk ein- kunnina 12,93. Oddgeir hjá KEA hlaut svo silfrið fyrir Mysinginn sem fékk 12,92 í einkunn. Myglu- ostar voru síðan í 3. flokki og þar hlaut aðeins einn ostur verðlaun, sjálfur verðlaunaosturinn, Dala- brie frá Búðardal. Verðlaunin voru aflient í Osta- og smjörsölunni sl. föstudag eins og áður sagði og þar flutti Hall- dór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, ávarp auk þess sem hann afhenti verðlaunin til ostameist- aranna. Á laugardag og sunnu- dag var svo opið hús hjá Osta- og sntjörsölunni að Bitruhálsi þar sem ostameistararnir kynntu osta sína og fólk gat m.a. fengið að srnakka verðlaunaostana. „Verðum að eiga sterkt come-back næst“ Eftir verðlaunaafhendinguna hitti blaðamaður Dags að máli þá Oddgeir Sigurjónsson og Hauk Pálsson sem hafa verið sigursælir ostameistarar á undanförnum árum. Oddgeir var fyrst spurður hvort hann væri svekktur yfir því að hafa misst titilinn yfir til Dala- manna. „Nei, Dalamenn eiga verðlaunin skilið og við verðum að játa okkur sigraða. Við verð-' um bara að eiga sterkt „come- back“ næst,“ sagði Oddgeir og bætti við: „Ostarnir hafa aldrei verið jafn góðir og nú og það er orðið erfiðara að gera upp á milli þeirra. Einkunnin hækkar sífellt í kjölfar aukinnar samkeppni, menn eru alltaf að reyna að gera betur en hinn. Hæsta einkunn, sem er 15, er ekki gefin nenta með algjörri fullkomnun. Þetta er lífræn framleiðsla þannig að við erum aldrei að vinna með sama hráefnið.“ Líklega síðasta keppnin hjá Hauki Pálssyni Haukur Pálsson, ostameistari hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, er rneðal reyndustu ostameistara Iandsins og í spjalli við Dag sagð- ist hann vera ánægður með gullið að þessu sinni. „Ég er ekkert svekktur þó ég hafi ekki fengið keðjuna því ég fékk hæstu eink- unn í föstu ostunum og er sáttur rneð það,“ sagði Haukur. Hauk- ur varð ostameistari 1982 og aftur 1985 auk þess að hafa fengið fjölda annarra verðlauna. Fræg- astur er hann fyrir Kúmen-Maribo ostinn en er það rétt að Haukur sé að hætta í „ostabransanum“? „Já, ég reikna með að þetta sé síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég er kominn á sjötugsaldurinn og það þarf að hleypa yngri mönnunum að,“ sagði Haukur Pálsson að lokum í samtali við Dag, fullkomlega sáttur við upp- skeru dagsins. -bjb Norðlensku ostameistararnir nieð viðurkenningar sínar, f.v. Oddgeir Sigur- jónsson frá KEA, Hermann Jóhannsson frá KÞ og Haukur Pálsson frá KS. Myndir: bjb Ostameistararnir sem fengu verðlaun á ostadögum Osta- og smjörsölunnar um helgina ásamt Óskar H. Gunnarssyni forstjóra Osta- og smjörsölunnar, Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra og Ólafí A. Kristjánssyni yfírdótnara í keppninni. Ostameistararnir eru f.v. Oddgeir Sigurjónsson frá KEA, Elísabct Svansdóttir Ostameistari íslands, frá Mjólkursamlagi Búðardals, Haukur Pálsson frá KS, Björgvin Guðmundsson frá Osta- og smjörsölunni, og Hermann Jóhannsson frá KÞ. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra afhendir Hauki Pálssyni gullverðlaun fyrir Kúmen-Maribo ostinn frá KS. Oddgeir Sigurjónsson frá KEA fékk silfurverðlaun fyrir Mysing og brons- verðlaun fyrir Skólaost og hér afltendir Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra honunt viðkenningu fyrir árangurinn. Handknattleikur Æfingatafla Meistaraflokkur karla: Mánud. kl. 19.00-20.30 Skemman Þriöjud. kl. 20.30-22.00 Höll Miövikud. kl. 17.00-18.00 Skemman Fimmtud. kl. 19.00-20.45 Höll 2. flokkur karla: Þriöjud. kl. 22.00-23.00 Höll Fimmtud. kl. 20.45-22.00 Höll 3. flokkur karla, 15 og 16 ára: Þriðjud. kl. 22.00-23.00 Höll Fimmtud. kl. 20.45-22.00 Höll Sunnud. kl. 16.00-17.00 Höll 4. flokkur karla 13 og 14 ára: Mánud. kl. 17.00-18.00 Skemman Fimmtud. kl. 20.00-21.00 Glerárskóli Sunnud. kl. 15.00-16.00 Höll 5. flokkur karla 11 og 12 ára: Þriðjud. kl. 19.00-20.00 Glerárskóli Sunnud. kl. 14.15-15.45 Glerárskóli 6. fl. karla 9 og 10 ára: Þriðjud. kl. 18.00-19.00 Glerárskóli Sunnud. kl. 15.45-17.30 Glerárskóli 2. flokkur kvenna 17 og 18 ára: Miðvikud. kl. 18.00-19.00 Skemman Sunnud. kl. 15.00-16.00 Skemman 3. flokkur kvenna 15 og 16 ára: Miðvikud. kl. 18.00-19.00 Skemman Sunnud. kl. 15.00-16.00 Skemman 4. flokkur kvenna 13 og 14 ára: Þriðjud. kl. 20.00-21.00 Glerárskóli Fimmtud. kl. 19.00-20.00 Glerárskóli Byrjendaflokkur 9 ára og yngri: Mánud. kl. 17.00-18.00 Glerárskóli Sunnud. kl. 13.15-14.15 Glerárskóli

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.