Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 24. október 1991 tilboð Fn heimsendingar- þjónusta allan daginn VEITINGAHUSIÐ Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökubu brauðum fylgja öllum abalréttum og pizzum Glerárgötu 20 • s 26690 Alvöru veitingahús Öxarflörður: Rækjumiðm gjöful - nóg að gera hjá Geflu hf. viku og eru þegar komin 30-40 tonn af rækiu til vinnslu hiá Geflu. Rækjuvertíðin fer vel af stað á Öxarfjarðarmiðum og hefur mikið magn borist til vinnslu hjá Geflu hf. á Kópaskeri. Vinnslan hófst í byrjun síðustu MikiðafsilM hafsins eystra Góð síldveiði var fyrir austan í fyrrinótt og fengu bátarnir nokkur risaköst í Berufjarðar- álnum og Hornafjaröardýpi, sem eru tvö aðal veiðisvæðin. Nokkrir bátanna eru þegar komnir vel á veg með út- hlutaðan síldarkvóta. Sigurður Kristmundsson, stýri- maður á Þórshamri GK, sagði í gær að síldin sem hefði fengist í Berufjarðarál væri stór og falleg og svo virtist sem nóg væri af henni. Tunglskin hefur gert síldarbát- unum erfitt fyrir undanfarnar nætur því síldin kemur helst ekki upp nema í myrkri. Stóru bátarn- ir, þ.m.t. Þórshamar, hafa stærri nætur og eiga því auðveldara með að ná síldinni á miklu dýpi. Sigurður segir að Þórshamar hafi þegar veitt um 900 tonn af síld, en úthlutaður síldarkvóti er ríflega 1200 tonn á hvern bát. Að sögn Sigurðar mun skipið veiða fleiri síldarkvóta. Hann segir að ef loðnuveiðar verði leyfðar innan tíðar muni Þórshamar væntanlega skipta um nót og fara á loðnu. Hugsanlega verði síldarkvótinn síðan klárað- ur eftir áramótin. óþh Akureyri: Þriggja ára áætlun samþykkt Áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir á vegum Akur- eyrarbæjar á árunum 1992- 1994 var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn Akur- eyrar sl. þriðjudag. Sú breyting var gerð á áætlun- inni frá fyrri umræðu að til dag- vista er áætlað að verja 30 millj- ónum króna á næsta ári, en ekki 23 milljónum eins og fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Aðrar upphæðir til eignfærðrar fjárfestingar á næsta ári lækka um 1 milljón hver, samtals 7 milljónir króna, að undanskilinni fjárupphæð til „sambýlis aldraðra“. óþh „Við höfum fengið heilan helling. Bátarnir hafa verið stöðugt á sjó og það er nóg að gera,“ æpti starfsmaður gegnum vélargný þegar Dagur hafði sam- band við Geflu. Hann sagði að rækjan væri góð og unnið væri við vinnsluna fram á kvöld. Ekki hefur tekist að fullmanna fyrirtækið og því er mikið að gera hjá starfsmönnum. Fjórir bátar sjá Geflu fyrir hráefni og fara þeir daglega á rækjumiðin, nema á miðvikudög- um og þegar þeir komast ekki út vegna brælu. En byrjunin lofar góðu og rækjumiðin eru gjöful. SS Hellulögn á Ráðhústorgi lýkur á næstu 10 dögum en miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á torginu frá því í haust. í heild verða hellulagðir 2600 fm á torginu, í Skipagötu og í Brckkugötu. Mynd: Goiii Ráðhústorg á Akureyri: „Skoðanir eru skiptar um ágæti framkvæmda“ Framkvæmdir við Ráðhústorg- ið á Akureyri standa nú sem hæst. Sjö til tíu menn vinna að hellulagningu á vegum verktakans Friðriks Bjarna- sonar. Flöturinn sem hellu- lagður er er 2600 fermetrar og tekur til torgsins og inn í Skipagötu og Brekkugötu. „Skoðanir eru mjög skiptar um ágæti framkvæmdanna og bæjarbúarbúar láta okkur starfsmennina heyra sitt af hverju,“ sagði Friðrik Bjarna- son, verktaki. Að sögn Friðriks vinna 8-10 menn að hellulögninni. Unnið er jafnt virka daga sem um helgar. Verkið hófst í byrjun september og lýkur á næstu 10 dögum þ.e. það sem unnið verður í ár. „Granítsteinarnir eru þyrnir í augum margra. Bæði er að þeir eru dýrt efni og kostnaðarsamt er að leggja steinana. Steinarnir standa upp úr plani og vegfarend- ur hrasa og misstíga sig. Hins vegar er granítið fallegt og gefur svip þar sem það er lagt í útkanta. Á næstu dögum verða 32 geislar lagðir í granít út frá miðpunkti torgsins sem gefur hellulögninni enn meiri svip. Stóra vandamálið hjá okkur eru hellurnar sem keyptar voru til verksins. í Skipagötu voru lagðir 50 fermetrar af hellum 10x20. Hellurnar voru það illa unnar að við þurftum þrefalt magn til verksins. Hellurnar á torginu eru sagði Friðrik Bjarnason, verktaki Ársþing VMSÍ: Fiskymnslufólk vill fá sjómannaafslátt Stjórn Verkamannasambands íslands fékk í gær afhenta undirskriftalista frá 4000 fisk- vinnslukonum af 38 stöðum á landinu, þar sem farið er fram á að fiskvinnslufólk fái sam- bærilegan skattafrádrátt og sjómenn, þ.e. sjómanna- afslátt. Formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambandsins og stjórn sambandsins tóku á móti undirskriftarlistunum, sem afhentir voru áður en kjara- málaumræðan hófst á ársþingi VMSÍ í gær. -bjb/SS 30x30. Það að þær eru jafnar á kant og við leggjum þær í hring skapar mikið vandamál. í fyrsta lagi er ógjörningur að halda mynstrinu og í öðru lagi vill brotna út úr hornum á innri kanti vegna óeðlilegrar spennu. Þessa sjást merki víða. Já, margir finna að framkvæmdunum og verslun- areigendur við Ráðhústorg eru ekki ánægðir því þeir óttast að verslun minnki nú þegar bifreið- um er að mestu beint frá miðbæ Akureyrar,“ sagði Friðrik Bjarnason. ój Heflulögnin á Ráðhústorgi: „Hellumar standast ekki gæðakröfiir“ - sagði Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur „Ekki er búið að taka út verkið, enda er því ekki lokið. Verktakanum er Ijóst að verk- ið verður ekki samþykkt, sem það er nú. Þá vísa ég til hæða- punkta á nokkrum niðurfölium sem verður að laga. Öðru máli gegnir með hellulögnina og það að hellur vilja brotna,“ sagði Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, þegar Dagur ræddi við hann um framkvæmdir á Ráð- hústorgi. Að sögn Gunnars er rétt að ýmis vandamál hafa komið upp í framkvæmd þeirri er unnið er að á Ráðhústorgi. Þar ber hæst, að hellurnar reynast ekki sem ætlað var. „Okkur er kunnugt um alla vankanta og höfum ekki einhlítar skýringar. Verkið er unnið sam- kvæmt forskrift þeirra arkitekta er hönnuðu torgið. Trúlega er ástæða þess að hellurnar springa að spennan í fletinum er of mikil og hellurnar standast ekki gæða- kröfur er gerðar voru. Gæðaeftir- lit framleiðandans, sem er Möl og sandur hf., er ekki nægilega gott,“ sagði Gunnar Jóhannes- son, verkfræðingur hjá Akureyr- arbæ. óí Akureyri: Salerni Umhverfisdeildar milli tanna bæjarfiilltrúa Kostnaðarframúrkeyrsla í upp- setningu salerna í höfuðstöðv- um Umhverfisdeildar Akur- eyrarbæjar, Gróðrarstöðinni, kom til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar sl. þriðjudag. Umrædd salerni voru sett upp á sl. sumri og fram kom í máli Björns Jósefs Arnviðarsonar, bæjarfulltrúa og formanns umhverfisnefndar Akureyrar- bæjar, að kostnaður við þau hafi verið þrefalt til fjórfalt meiri en gert var ráð fyrir. Þetta salernismál kom upp í langri umræðu í bæjarstjórninni um hönnun myndlistarsala í Grófargili. Fram kom sú skoðun nokkurra bæjarfulltrúa að mikil- vægt væri að vanda vel til hönnunar mannvirkja áður en rokið væri í framkvæmdir og nefndu þeir máli sínu til stuðn- ings að hafist hafi verið handa við að koma upp fleiri salernum í Gróðrarstöðinni áður en fyrir lægi hvernig nákvæmlega ætti að haga verkinu. Fyrir vikið hefði kostnaður rokið upp úr öllu valdi og verkið verið mun dýrara en ráð var fyrir gert. Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri, segir að þarna hafi verið um að ræða viðgerð á gömlu húsi og komið hafi á dag- inn að þurfti að gera mun meira fyrir það en ætlað var. „Það kom eitt og annað í ljós með þetta húsnæði. Til dæmis var molc gólfinu, veggir voru illar farnir 1 Ijós kom þegar loftklæðning \ rifin frá að loftbitar voru ónýt Það hafði verið skotið á að þe verk kostaði 1500 þúsund til milljónir, en heildarkostnaf nálgast 3 milljónir króna. Þe mál var þannig afgreitt í nefr inni að ef farið yrði fram kostnaðaráætlun yrði sem j næmi dregið úr öðrum fra kvæmdum," sagði Árni Steina Hann sagði að vegna heilbrij isreglugerða hafi verið brýnt tjölga salernum. Fyrir hefði ve eitt salerni fyrir allt að 50 man en í sumar hefðu átta snyrtinj verið settar upp og ástandið v; nú allt annað og betra. c

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.