Dagur - 29.10.1991, Page 2

Dagur - 29.10.1991, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 29. október 1991 Fréttir Myndir: Golli Jón Baldvin Hannibalsson á fundi á Akureyri um Evrópskt efnahagssvæði: EES-samningurinn er gott landsbyggðarmál Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði er gott lands- byggðarmál og hann er tíma- mót í atvinnusögu Islendinga. Árangur af samningavið- ræðunum um EES er meiri og betri en menn höfðu fyrirfram þorað að vona. Umsagnir for- svarsmanna hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fleiri atvinnu- greinum staðfesta að samning- urinn er góður fyrir Island. Hann færir íslendingum sókn- arfæri á tímum versnandi lífs- kjara og stöðnunar í atvinnulífi þjóðarinnar. f sem stystu máli má segja að þetta hafi verið boðskapurinn í yfirgripsmikilli ræðu Jóns Bald- vins Hannibalssonar, utanríkis- ráðherra, á kynningarfundi utan- ríkisráðuneytisins um samning- inn um Evrópskt efnahagssvæði í Alþýðuhúsinu á Akureyri sl. sunnudag. Samningur um gagnkvæman hag Að vonum talaði Jón Baldvin hvað mest um þann þátt samn- ingsins um Evrópskt efnahags- svæði er snýr að sjávarútvegin- um. Hann tíundaði nákvæmlega jákvæða þætti samningsins gagn- vart sjávarútveginum en rakti síðan hvað íslendingar hefðu þurft að leggja að mörkum til þess að knýja þessa niðurstöðu fram. Jón Baldvin lagði áherslu á að þau ummæli væru ekki eftir sér höfð að íslendingar hefðu fengið allt fyrir ekkert. „Vissulega er þessi samningur um gagnkvæman hag. Hitt er engu að síður mat Evrópubanda- lagsins og reyndar samstarfsaðila okkar í EFTA að samningsárang- ur okkar hafi orðið betri en menn hefðu þorað að gera sér vonir um,“ sagði Jón Baldvin. „Varðandi starfsskilyrði fisk- vinnslunnar á íslandi er þessi samningur fyrst og fremst lands- byggðarmál, af þeirri einföldu ástæðu að sjávarútvegurinn er fyrst og fremst á landsbyggðinni. Nú er spurningin hvort atorku- samt fólk í fiskvinnslunni á lands- byggðinni getur nýtt sér þau tæki- færi sem þessi samningur býður upp á. Aðlögunartíminn er til 1. janúar 1993, en við þurfum að hefja undirbúninginn strax,“ bætti utanríkisráðherra við. Skipasmíðarnar Jón Baldvin greindi frá ýmsum öðrum efnisþáttum samningsins. Meðal annars nefndi hann að skipasmíðar hafi verið erfitt mál. „Evró^ubandalagsþjóðirnar beita verulegum ríkisstyrkjum í skipasmíðaiðnaði. Það gera sum- ar EFTA-þjóðirnar einnig eins og Noregur og Finnland. Krafan var sú að EFTA-ríkin féllu frá eða afsöluðu sér rétti til niður- greiðslna og styrkja í skipasmíða- iðnaði, en Evrópubandalagið vildi framfylgja sinni eigin áætlun um að gera það í áföngum á löng- um tíma. Niðurstaðan varð sú að Evrópubandalagið lýsir því yfir að það muni árið 1993, í samráði við EFTA-ríkin, afnema tilskipun til þess arna. Þetta er fyrirheit en ekki ófrávíkjanleg skuldbinding. Hvernig til tekst í þessu efni getur skipt miklu máli fyrir stað eins og Akureyri,“ sagði Jón Baldvin. Ríkiseinokun á áfengi Hann nefndi einnig að mikil tog- streita hefði verið um ríkiseinok- un á innflutningi á áfengi. Eink- um hefði þetta mál verið mikið hjartans mál fyrir frændur okkar Norðmenn. „Um þetta var mikil og erfið barátta vegna þess að Evrópufólk skilur hvorki upp né niður í hugtakinu ríkiseinokun á brennivíni. í huga þess er brenni- vín eins og hver önnur vara og er verslað með það í smásöluversl- unum. En fyrir órofa samstöðu bindindissinnaðra Norðurlanda- búa, þ.e.a.s. okkar íslendinga, Norðmanna, Finna og Svía, sem allir eru þekktir á heimsvísu fyrir stakt bindindi, þá tókst okkur að fá það niðurneglt að þessi „mónópólía“ væri af félagslegum ástæðum en ekki viðskiptahindr- un.“ Straumur útlendinga til íslands? Jón Baldvin vék síðan að ýmsum brennandi spurningum, sem menn hafa velt mikið fyrir sér í kjölfar samninganna í Lúxem- borg. „Er einhver hætta á því að ísland fyllist nú af útlendingum eða að landið tæmist af íslending- um?“, spurði Jón Baldvin, og hann svaraði: „Fyrirvarinn sem við settum í upphafi með vísan til norræna vinnumarkaðarins er núna í öryggisákvæðinu, studdur sérstakri yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda við hvaða skilyrði honum yrði beitt. Hann er ótví- ræður og afdráttarlaus. Það er á valdi íslenskra stjórnvalda að stöðva slíkan innflutning ef þeim bíður svo við að horfa og þeirri ákvörðun verður ekki vísað til gerðardóms annarra aðila. Af þessu þurfa menn ekki að hafa áhyggjur. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef við náum ekki tökum á okkar efnahags- stjórn, þá skapist sú hætta að okkur haldist lítt á þeim tugþús- undum íslendinga, sem notið hafa stuðnings rausnarlegasta námslánasjóðs í heimi til þess að nema erlendis." Hvað með „óðöl feðranna“? Jón Baldvin sagði að menn hefðu af því nokkrar áhyggjur að er- lendir kaupsýslumenn gætu eftir að EES-samningurinn öðlast gildi, keypt upp „óðöl feðranna", þ.e. hérlendar jarðir og auðlind- ir. Utanríkisráðherra sagði að menn hefðu orðið sammála um að til þess að fyrirbyggja fjárfest- ingar erlendra aðila hér væri unnt í fyrsta lagi að herða forkaupsrétt sveitarfélaga, í öðru lagi að styrkja hann með forkaupsrétti ríkisins, í þriðja lagi að herða kröfu um búsetuskyldu hins erlenda aðila í landinu og í fjórða lagi með að herða ákvæði um nýtingarskyldu jarðnæðis. „Með þessu teljum við að er- lendir fjármagnseigendur, sem vilja kaupa laxveiðiá, eða ein- hverja náttúruperlu, geti það ekki,“ sagði Jón Baldvin. Tvíhliða viðræður við EB? Utanríkisráðherra sagði að oft hefðu heyrst raddir um að réttara hefði verið að taka upp tvíhliða viðræður við Efnahagsbandalag- ið í stað þess að fylkja liði með hinum EFTA-ríkjunum í viðræð- um um Evrópska efnahagssvæð- ið. „Úr því sem komið er skiptir það engu máli, en það var alltaf röng leið að fara í tvíhliða við- ræður. Aðildarflokkar fyrri ríkis- stjórnar voru sammála um það og sömuleiðis núverandi stjórnar- flokkar. Hverjir borguðu að- göngumiðana að þessum hag- stæðu samningum? Hverjir borg- uðu veiðiheimildir? Það gerðu Norðmenn. Hverjir greiddu aðgöngumiðann að því er varð- aði Alpana? Það gerðu Alpa- þjóðirnar. Hverjir hefðu borgað aðgöngumiðann fyrir okkur ef við hefðum farið í tvíhliða við- ræður? Ég held að ég þurfi ekki að segja meira um það,“ sagði Jón Baldvin. Um þá gagnrýni að EES-samn- ingurinn múri íslendinga inni í viðskiptum við aðrar þjóðir sagði Jón Baldvin að það væri einfald- lega rangt. Samningurinn hindr- aði íslendinga síður en svo í að gera viðskiptasamninga við önn- ur lönd. ísland eyland í samstarfí Evrópuríkja? Jón Baldvin sagði að ýmsir hefðu uppi efasemdir um gildi EES- samningsins fyrir ísland ef öll hin EFTA-ríkin gengju inn í Efna- hagsbandalagið. Én staðreyndin væri sú að samningurinn stæði óhaggaður hvað ísland varðaði eftir sem áður. „Þessir samningar eru gerðir við hvert einstakt aðildarríkja EFTA. Ef Evrópu- bandalagið stækkar, þá breytir það ekki því að við höfum leyst brýnustu vandamál okkar í sam- skiptum við EB. Þá spyrja menn: „Er þetta ekki fyrsta skrefið til aðildar að EB?“ Sumir segja það. Svisslendingar líta svo á og Aust- urríkismenn einnig. Eg vil spyrja: Hvað yrði um ísland, eina landið sem hefði ekki slíkan samning, ef það hefði ekki toll- frjálsan aðgang fyrir sjávarafurð- ir, hefði ekki leyst vandamál sín í samskiptum sínum við Evrópu- bandalagið og væri eitt landa þegar öll hin Norðurlöndin væru gengin í EB. Hver væri þá staða okkar í norrænu samstarfi. Er þá ekki líklegt að upp hefðu komið kröfur frá forsvarsmönnum ís- lensks atvinnulífs um að við ætt- um engra annarra kosta völ en að ganga í EB? Ég hef lýst þeirri skoðun minni að svo lengi sem Evrópubandalagið rekur hina sameiginlegu fiskveiðistefnu, þá er ég á móti aðild íslands að því. Ég er hins vegar alveg sannfærð- ur um að með því að ná þessum samningi höfum við létt af þrýst- ingnum á íslenskt atvinnulíf um að ganga inn í EB, þegar hin EFTA-ríkin væru komin inn.“ Hefur Jón Baldvin Iesið EES-samninginn? Að aflokinni framsögu utanríkis- ráðherra gafst fundarmönnum, sem voru töluvert margir, kostur á að bera fram fyrirspurnir um ýmislegt er að samningnum lýtur. Fram komu margar og athygl- isverðar fyrirspurnir. Einungis nokkurra er getið hér. Ragnhildur Jónsdóttir spurði m.a. hvort utanríkisráðherra hefði lesið allan þennan viða- mikla samning í gegn, því ef marka mætti reynslu af smáaletr- inu hjá tryggingarfélögunum, þá væri ekki ólíklegt að einhver mikilvæg ákvæði, sem snertu Islendinga, hefðu farið fyrir ofan garð og neðan. Jón Baldvin kvaðst hafa lesið samninginn ítarlega, enda hefði hann haft tvö ár til þess. Hann tók það fram að sjálfur EES- samningurinn væri tiltölulega viðráðanlegt plagg að umfangi. Olafur Halldórsson spurði m.a. um hvort eitthvað væri í EES-samningnum varðandi veið- ar á sjávarspendýrum. Jón Baldvin sagði ekkert í samningnum um veiðar á sjávar- spendýrum eða viðskipti með afurðir sjávarspendýra. Tryggvi Gíslason spurði utan- ríkisráðherra af hverju hann segði ekki bæði kost og löst á EES-samningnum. Jón Baldvin sagðist hafa á þessum fundi og víðar rætt bæði það sem hann teldi gott við samn- inginn og ýmis mál sem menn hefðu áhyggjur af, t.d. innflutn- ing fólks og fjárfestingar útlend- inga hér. Þjóðaratkvæðagreiðsla Tryggvi spurði Jón Baldvin einn- ig af hverju væri ekki efnt til leið- beinandi þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. Jón Baldvin sagði að í samn- ingnum væru engar kvaðir um breytingu á stjórnskipan íslenska lýðveldisins. í honum væri ekkert framsal á löggjafar-, fram- kvæmda-, eða dómsvaldi. „Við förum að lögum og reglum ís- lenska ríkisins sem segir að ef ekki er um að ræða milliríkja- samning, sem felur í sér breyt- ingu á stjórnarskrá, þá skuli leggja hann fyrir Alþingi," sagði Jón Baldvin. Jón Þór Gunnarsson spurði um hvaða vöruflokkar í sjávarút- vegsgeiranum nytu ekki tollfríð- inda innan EES. í svari utanríkisráðherra kom fram að þar væri um að ræða skelfisk, aðallega humar, reyktan fisk, lagmeti að hluta, vítamín- blandað fiskimjöl, sem notað er í dýrafóður, og lax. óþh Rskmiölun Norðurlands á Dalvík - Rskverö á markaöi vlkuna 20.10-26.10 1991 Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verð Meöalverð (kr/kg) Magn (kg) Verömæti Hlýri 56 56 56,00 627 35.112 Karfi 24 15 23,24 319 7.414 Keila 25 17 22,05 184 4.058 Lúöa 200 90 136,25 40 5.450 Steinbítur 60 40 54,04 2.397 129.538 Ufsi 57 50 53,88 3.414 183.952 Ýsa 102 60 86,73 4.639 402.324 Ýsa, smá 75 75 75,00 200 15.000 Þorskur 100 64 79,17 28.988 2.295.056 Þorskur, smár 78 50 69,35 10.975 761.139 Samtals 74,14 51.783 3.839.038 Dagur birtlr vlkulega töflu yfir flskverö hjá Ftskmlölun Noröurlands á Dalvík og greinlr þar frá verölnu sem fékkst í vikunni á undan. Þetta er gert f Ijósi þess aö hlutverk fiskmarkaöa i verömyndun islenskra sjávarafuröa hefur vaxtð hrööum skrefum og þvi sjálfsagt að gera lesendum blaösins kleift aö fylgjast með þróun markaðsverös á fiski hér á Norðurlandi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.