Dagur - 29.10.1991, Page 4

Dagur - 29.10.1991, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 29. október 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Takmarka verður útlán bankanna Lausafjárstaða viðskiptabankanna er verri en hún hefur verið um langan tíma. Allir bankarnir þrír að tölu eiga nú í erfiðleikum með að uppfylla reglur Seðlabankans um að lausafjárhlutfallþeirra nái 12%. Bankarnir verða því að draga úr útlánum eins og frekast er kostur til þess að sporna við því fjárútstreymi sem átt hefur sér stað á undanförnum mánuðum. Eiginfjárstaða þeirra versnaði til muna í byrjun þessa mánaðar þegar virðisaukaskattur- inn féll í gjalddaga. Þótt deila megi um hvort heppiiegt sé að innheimta hans fari fram á tveggja mánaða fresti er óeðlilegt að hann sogi svo mikið fjármagn út úr banka- kerfinu að lausafjárstaða þess fari undir þau mörk er ákveðin eru í lögum og reglugerðum. Fleiri orsakir hljóta því að valda þeirri slæmu lausafjárstöðu sem bankarnir eiga nú við að glíma. A síðustu mánuðum hefur tæpast liðið sá dagur að ekki hafi verið skýrt frá erfiðleikum í rekstri þjóðarbúsins, atvinnufyrirtækja og einstaklinga. Erfiðlega gengur að koma böndum á halla ríkissjóðs og meðal annars er rætt um að skerða verði velferðarkerfið, sem íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum, til að stöðva erlenda skuldasöfnun. Fleiri og fleiri fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og ekkert lát er á því að atvinnufyrir- tæki leggi upp laupana þar sem rekstur þeirra er kominn í þrot. Vinnumarkaðurinn er ótryggari en verið hefur um nokkurt skeið og nú er undirbúningur kjarasamninga að hefjast. Þótt nokkur árangur hafi orðið af þjóðarsáttinni er langt frá að fullt jafnvægi hafi verið tryggt í efnahags- málum landsmanna. Margt af því fólki, sem lagði sitt af mörkum til hóflegra kjarasamninga, gerði það í trausti þess að verið væri að skapa grundvöll fyrir kaupmáttar- aukningu síðar. Ýmsir telja að sá tími sé nú kominn og þrátt fyrir að ekki virðist mikið til skiptanna að þessu sinni fremur en oft áður er ljóst að lægstu launataxtar verkalýðshreyfingarinnar og opinberra starfsmanna eru neðan þeirra marka, sem unnt er að hafa framfæri af. Þrátt fyrir erfitt ástand í efnahagsmálum og að vextir hafi hækkað nokkuð frá því sem var fyrr á árinu er mjög mikil eftirspurn eftir lánsfé eins og hin slæma lausafjár- staða bankanna gefur til kynna. Einhver hluti þessara fjármuna hefur farið til að viðhalda rekstri eiginfjárlausra atvinnufyrirtækja, sem berjast áfram í krafti dýrt keyptra lánsfjármuna. En hluti þessa fjámagns er einnig kominn í umferð sem aukin neysla landsmanna. Ekki hefur dregið úr innflutningi, heldur þvert á móti og eru nýlegar tölur um sölu á nýjum bílum glöggt dæmi um hvert stefnt hef- ur að undanförnu. Þrátt fyrir alla umræðu um erfiðleika ríkissjóðs. Þrátt fyrir augljósan vanda atvinnulífsins, ekki síst sjávar- útvegsins og þrátt fyrir láglaunakreppu ýmissa starfs- hópa virðist ekki hvarfla að íslendingum að leggja til hhð- ar og ávaxta nema óeðlilegur hagnaður sé í boði innan mjög skamms tíma. Eyðslan situr í fyrirrúmi og nú er svo komið að takmarka verður útlán bankanna í landinu með handvirkum aðferðum því lögmál framboðs og eftirspurn- ar ná ekki að skapa jafnvægi á peningamarkaði vegna lífsgæðakapphlaups landsmanna. ÞI Hlöðver Þ. Hlöðvesson: Loppa og Jón Loppufóstri Yfir orðadyn um „frábæra“ samninga við Evrópusamfélagið grúfir nú á hausti nálægt vetur- nóttum dökkur kólgubakki orða og ætlana um þörf þess að íslend- ingar tengist og taki þátt í sam- runaþróun Evrópu. Hvað á mað- urinn við? Er það „fjórða ríkið“, miðveldi, er eftir millitíð nokk- urra „kanslara“ taki við af þriðja ríkinu, þúsund ára ríkinu, sem entist tólf blóðug ár? Er það ríkið, er hafi rústir breska heims- veldisins í jaðri auk verbúða og aflastöðva á eyju langt útnorður frá sér, í hafi? í vaxandi mæli læt- ur hópur á sér kræla í Mið-Evr- ópu, sem vekur svona ugg. Á maðurinn við öfugmælið á heims- byggðinni, veldið er stefnir hrað- fara að aukinni miðstýringu þeg- ar heimatryggð og ættjarðarást vaxa hvarvetna þar sem ofstjórn- arfjötrar falla? Stundum bregður björtu ljósi á viðburði samtíðar frá líkinga- visku þjóðsögu: Á Bleiksmýrardal, inn af Fnjóskadal, er Loppuskál. Þar bjó Loppa tröllkona og systir hennar. Báðar voru þær í blóma þroska síns er sagan gerðist. Hvergi vissu þær af tröllkarli og stálu því ungum og efnilegum Jóni úr sveitinni. Vel vildu þær að honum búa á sína vísu, org- uðu í eyru honum, að hann gleymdi ættbyggð sinni, smurðu hann smyrslum einhverjum, Hlöðver Þ. Hlöðvesson. teygðu hann og toguðu, þæfðu milli sín í bólinu, að hann stækk- aði og þroskaðist til að gagnast þeim við fjölgun tröllakyns. Illa treystu þær Jóni að leggja ekki til stroks og fór því aðeins önnur til aðdrátta í senn. Systir Loppu fórst í veiðiferð. Varð Loppu angursamt við miss- inn og vegna efa um tryggð fóstra síns. Eitt sinn gerði Jón sér upp veikindi, sagðist banvænn nema hann fengi tólf ára hákarl. Loppa vildi hjálpa fóstra sínum og fór að leita þó að illa treysti hún Jóni. Fljótlega lagði hann af stað, hitti stóðhross á dalnum er hann tók til reiðar, en sprengdi þrjú, svo var hann stór og þungur orð- inn og gekk þó meginhluta leiðar niður í Illugastaði. Kominn í túnjaðar þar heyrði hann Loppu hrópa: „Hérna er tólf ára gamli hákarlinn, Jón, og þrettán ára þó. Ég sótti hann á Siglunes.“ Jón komst til kirkju, bað að klukkum væri hringt og sneri Loppa frá við hljóðið. Jón dó af ofreynslu eftir þrjá daga og fékk leg í Illugastaða- kirkjugarði. Með vísun til þess að þeim skuli fyrirgefast, sem ekki vissu hvað þeir gerðu, er ekki vonlaust að nútímajóni veitist sú mikla mildi að íslandssagan forði minn- ingu hans frá að bera brennimark á enni í aldir fram. Einnig fái hann að komast þangað, sem hann á heima: Til hægri við Björn Bjarnason af Illugastaða- ætt, þar sem hann lifi nokkra ára- tugi við góða heilsu, en áhrifalít- ill og meinlaus. En að við göngum í hóp, þar sem blindur leiðir blindan? Nei. Samstaða nú - um óháð ísland. Höfundur er formaður byggðasamtak- anna Útvarðar og meðlimur í samtökun- um Samstaða um óháð ísland. Tónlist Eddu Erlendsdóttur Tónleikar Edda Erlendsdóttir, píanóleik- ari, hélt tónleika á Akureyri sunnudaginn 27. október. Hún lék í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju og voru tónleikarnir hinir fyrstu í tónleikaröð Tónlistarfé- lags Akureyrar á þessu starfsári og voru þeir vel sóttir. Edda starfar ekki að jafnaði hér á landi. Hún býr í Frakklandi og kennir við Tónlistarháskólann í Lyon. Hún hefur haldið tón- leika víða bæði austan hafs og vestan sem og hér á landi og meðal annars leikið með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Tónleikar Eddu Erlendsdóttur í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju hófust á sónötu í f-moll eftir átjándu aldar tónskáldið C. P. E. Bach. Sónatan skiptist í þrjá hluta, Allegro assai, And- ante og Andantino grazioso. Edda lék verkið af þrótti og ákveðni. Sviptingar hennar á milli hljóðláts leiks og mikils styrks voru sterkar til áhrifa í flutningi hennar og gáfu verkinu kraftmikið yfirbragð, sem á stundum jaðraði við ofsa. Öryggi hennar í hinum þróttmikla flutn- ingi var áberandi en þó komu fyr- ir smágallar svo sem í áslætti og lítils háttar ójöfnum trillum og slaufum. Það litla óöryggi, sem fram kom í fyrsta verki efnisskrárinn- ar, hvarf þegar í öðru verkinu, sem var Fantasía í C-dúr eftir C. P. E. Bach. Þetta er skemmtilegt verk, sem gerir umtalsverðar kröfur til flutningsháttar lista- mannsins. Edda gerði verkinu góð skil og dró ánægjulega frqni glettni þess. Síðasta verkið fyrir hlé var eft- ir sama tónskáld og hin fyrr- nefndu tvö. Það var sónata í G- dúr og skiptist í kaflana And- antino, Adagio sostenuto og Allegro. í þessu verki sýndi Edda á sér ljúfa og skemmtilega hlið. Leikur hennar, sérstaklega í mið- kaflanum, var sérlega innilegur og hrífandi. Allegrokaflann lék hún hins vegar af þeim þrótti, sem við átti, og náði þannig prýðilega að draga fram andstæð- ur verksins. Eftir hlé lék Edda Erlendsdótt- ir tvö verk eftir F. Schubert. Hið fyrra var 20 valsar op. 9 a. Þetta verk er nokkurs konar syrpa alþýðudansa samtíðar höfundar- ins og er mjög í anda Vínartón- listarinnar. Verkið er all- skemmtilegt áheyrnar. Þó verður því ekki neitað, að hin sífelldi taktur í þremur fjórðu að hætti Vínarvalsanna er dálítið einhæf- ur. Fjölbreytni laglínanna og ólíkur blær, sem Edda nýtti lipur- lega í túlkun sinni, gerði þó vel í því að vega á móti einhæfninni. Lokaverkið var Sónata í a-moll D.537 (op. posth. 164). Verkið skiptist í Állegro ma non troppo, Allegretto quasi andantino og Allegro vivace. í þessu verki sýndi Edda Erendsdóttir, að henni lætur ekki síður að túlka rómantíska tónlist en aðra. Flutningur hennar var á flestan hátt hrífandi. Hljóðfærið söng fögur stefin í blæbrigðaríkum og ljóðrænum leik hennar auk þess sem hún nýtti þrótt þess af smekkvísi og ákveðni í lyftandi og kraftmiklum hlutum verksins. Enginn þeirra, sem sóttu tón- leika Eddu Erlendsdóttur í safn- aðarheimilinu, þarf að velkjast í vafa um það, að þar sem hún fer er mikill listamaður. Vonandi verður þessi ekki langt að bíða, að hún gefi tónlistarunnendum á Akureyri kost á að njóta leiks síns aftur. Haukur Ágústsson. Edda Erlendsdóttir, píanóleikari. „Vonandi verður þess ekki langt að bíða að hún gefi tónlistarunnendum á Akureyri kost á að njóta leiks síns aftur,“ segir Haukur Ágústsson m.a í grein sinni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.