Dagur - 21.11.1991, Side 1

Dagur - 21.11.1991, Side 1
74. árgangur Akureyri, fímmtudagur 21. nóvember 1991 222. tölublad Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Aflabrögð í október: Ekki upp á marga fiska Aflabrögð í októbermánuði síðastliðnum voru ekki glæsi- leg og samdráttur í öllum landshlutum miðað við sama mánuð í fyrra. A Norðurlandi bárust 9.778 tonn af físki á land í október á móti 18.449 tonnum í október 1990, en þá voru loðnuskipin reyndar búin að ná í rúm 8.000 tonn og skekkir það myndina því ekki veiddist gramm af loðnu í sl. október. Mikill samdráttur var í þorsk- og ýsuveiðum hjá norðlenskum skipum og bátum í október mið- að við sama mánuð árið á undan. Hins vegar veiddist meira af ufsa og karfa, en lítum á aflatölur fyr- ir október. Svigatölurnar standa fyrir sama mánuð 1990: Þorskur 2.476 (4.712), ýsa 280 (776), ufsi 3.030 (2.208), karfi 1.629 (1.259), steinbítur 104 (86), grálúða 627 (170), skarkoli 107 (139), annar botnfiskur 175 (128), loðna 0 (8.052), rækja 1.274 (691) og hörpudiskur 76 (228). Eins og sjá má á þessum tölum yfir októberafla á Norðurlandi er töluverður samdráttur í botn- fiskafla en rækjan hefur tekið kipp milli ára. Samdrátturinn er augljós bæði hjá bátum og togurum en smá- bátarnir halda sínu. Þeir veiddu 600 tonn á móti 542. Munar þar mestu að ufsaaflinn jókst úr 25 tonnum í 237 og voru Grímsey- ingar iðnir við kolann, þ.e. ufsann. SS Samningafundi í kjaradeilu ófaglærðra í mjólkursamlögum KEA og KÞ og viðsemjenda þeirra, sem hófst kl. 10 í gærmorgun, lauk á sjötta tímanum í gær án þess að samningar tækjust. Boðað hefur verið til annars fundar á Akur- eyri í dag. Þessi mynd var tekin í upphafi sáttafundarins í gær. Fyrir borðsendanum er Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, á vinstri hönd fulltrúar Vinnumálasambands Samvinnufélaganna, en á hægri hönd fulltrúar starfsmanna mjólkursamlaganna auk fulltrúa Iðju á Akureyri og Verkalýðsfélags Húsavíkur. Mynd: Golli Vatnsútflutningsfyrirtækið Akva: Kaupir vélarsamstæðu fyrir pökkun á plastflöskur Á fundi stjórnar Kaupfélags Eyfírðinga í gær var samþykkt að veita vatnsútflutningsfyrir- tækinu Akva, sem er dóttur- fyrirtæki félagsins, heimild til að kaupa vélarsamstæðu gerir mögulegt að pakka vatninu á plastflöskur. Hingað til hefur Akva flutt út vatn á pappa- fernum. Um er að ræða fjárfestingu upp á um 25 milljónir króna í vél, fylgibúnaði og breytingum á húsnæði. Vélasamstæðan verður væntanlega tekin í notkun í mars næstkomandi og undir vorið er reiknað með að byrjað veröi aö flytja út vatn frá fyrirtækinu á plastflöskunum. Þórarinn E. Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Akva, segir að þessi vélakaup auki möguleikana' á markaðssetningu á vatninu. „Þetta stækkar andlitið á okkur Snjór er nokkur á Sölvadal neðan Tungu- og Hraunár- eyra, en þar innaf er nær snjólaust. Beit er ágæt fyrir hross á dalnum,“ sagði Hrólfur Eiríksson bóndi að Eyvindar- stöðum í Eyjafjarðarsveit. Nýverið gerðu bændur í Sölva- dal leiðangur inn dalinn til að huga að kindum. Á Tungu- og Hraunáreyrum voru fimm ær og tvö lömb sem flutt voru til byggða á snjósleðum því ekki var hægt að reka skepnurnar vegna snjóa. Kindurnar voru í góðum holdum. „Nær snjólaust er á framdaln- líður vel um. Svo lítill er snjórinn að við gátum ekki borið okkur um á sleðunum. Snjórinn neðst á daln- um er ekki storkinn þetta er aðeins þunn skel og púðursnjór undir. Jörðin er lungamjúk og útigangshrossum líður hið besta enda beit næg,“ sagði Hrólfur Eiríksson. ój vestan hafs, breikkar plássið sem við fáum í hillum verslana og opnar okkur betri leið inn í heim- ilisneysluna. Þetta skapar því grundvöll til að fara að auglýsa meira vöruna. Hér er að hefjast annar kaflinn í þessum útflutn- ingi,“ sagði Þórarinn. Nú þegar hefur Akva aflað sér tilboða í bæði nýjar og notaðar pökkunarvélar og reiknar Þórar- inn með að á næstu dögum verði samningur gerður um kaup á vél. Tölur úr sjúkraskýrslum á Vogi kynntar: Áfengisneysla hefur aukist en misnotkun fíkniefna minnkað - vímuefnaneysla hefur þó aukist meðal ungmenna í j»ær var haldinn á vegum SAÁ blaðamannafundur á sjúkrahúsinu Vogi um umfang áfengis- og vímuefnavandans síðustu átta ár og hvert stefnir í þeim málum. Kynntar voru niðurstöður tölulegra upplýs- inga úr sjúkraskýrslum sjúkl- inga á Vogi sl. 8 ár, eða frá 1984-1990, og var þetta í fyrsta sinn sem tölur síðustu þriggja ára voru birtar. í þessum töl- um kemur margt athyglisvert fram. Á árinu 1990 dvöldust 1.514 einstaklingar á Vogi, 1.133 karlar og 381 kona. Meðalaldur einstakl- inga var 36,2 ár og voru konur heldur yngri en karlar. Þetta eru svipaðar tölur og fyrir síðustu ár. Það kemur hins vegar skýrt fram að einstaklingum í yngsta aldurs- hópnum, 20 ára og yngri, hefur fjölgað. Þeir voru 53 (4%) árið 1985 en 92 (6%) árið 1990 og höfðu aldrei verið fleiri. Sífellt fleiri nýliðar á Vogi tilheyra líka þessum yngsta hópi. í þeim tölum sem kynntar voru kemur líka fram að áfengisneysla íslendinga var mun meiri árin 1989 og 1990 en árin þar á undan og er þessi aukning rakin til bjórsins. Þykir einsýnt að áfeng- isneysla unglinga hefur aukist mjög eftir að leyft var að selja og brugga bjór á íslandi. Neysla kannabisefna hjá þeim sem komið hafa á Vog hefur minnkað á tímabilinu. Hún var í hámarki 1985 þegar 315 einstakl- ingar höfðu neytt kannabisefna daglega og upp í vikulega í eitt ár en hefur síðan minnkað árlega og í fyrra var talan komin niður í 217 einstaklinga. Sama þróun er í misnotkun á amfetamíni, misnot- endur voru flestir 1985 eða 217 talsins en þeim hefur fækkað hægt og bítandi og voru 122 á síð- asta ári. Þeir sem misnota kannabis voru 21% af heildarfjölda ein- staklinga á Vogi 1985 en 14,4% 1990. En þótt kannabisneytend- um hafi fækkað samkvæmt þess- um tölum er merkjanleg aukning í aldurshópnum 15-19 ára og sér- staklega meðal kvenna. 18 stúlk- ur af 36 (50%) sem komu á Vog 1990 misnotuðu kannabis en 12 stúlkur af 31 (38,7%) árið 1989. SS Norðurland: Hitastig ofan við frostmark Glóandi hálka var á vegum noröanlands í gær og áttu bíl- stjórar í miklum erfíöleikum með að halda farartækjum sín- um í réttum skorðum. Veðurstofa íslands spáir áfram hlýviðri fyrir Norðurland. Er líð- ur á daginn snýst til skammvinnr- ar norðanáttar með skúrum á Norður- og Norðausturlandi en slyddu til fjalla. Hitastig á lág- lendi verður á bilinu tvær til fimm gráður. Þormóður rammi hf.: Heíðbundnar upp- sagnir fjrir jól Þormóður rammi hf. á Siglu- fírði hefur sagt upp fastráðn- ingarsamningum við hluta af starfsfólki sínu, en þetta er gert vegna stöðvunar togar- anna um jól og áramót. „Þetta er hefðbundin aðgerð. Uppsagnarfresturinn er einn mánuður. Þar sem togararnir eru ekki á sjó um hátíðarnar verður að koma til þessa. Fólkið kemur aftur til starfa um miðjan janúar þegar togararnir koma til löndun- ar,“ sagði Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. ój Hitaveita Sauðárkróks: Lagning í Skarðs- og Staðarhrepp Hugmyndir varðandi lagningu Hitaveitu Sauðárkróks í Skarðs- og Staðarhrepp komu lítillcga til umræðu á bæjar- stjórnarfundi á Sauðárkróki sl. þriðjudag. M.a. kom fram að um 48 þús. tonn af vatni þyrfti til að þjóna 40 lögbýlum í hreppunum tveimur. Hilmir Jóhannesson, formaður veitustjórnar, gerði grein fyrir fundargerð veitustjórnar og skýrði út fyrir öðrum bæjarfulltrú- um að leiðir væru margar og kostnaður misjafn eftir því. Sem dæmi tók hann að ef lögð yrði æð frá Hitaveitunni alla leið að Kjartansstaðakoti og Sæmund- arhlíð tekin með, þá mætti reikna með 20 mínútulítrum á hvert þeirra 40 lögbýla sem á þessu svæði eru og yrði mánaðargreiðsla þá um 15 þús. krónur fyrir hvern notanda. Hilmir sagði ljóst að kaupa yrði dælur og annan búnað til að koma vatninu alla þessa leið ef af þessu yrði og trúlega yrði þá líka að mælavæða í bænum. Hann sagði að þessi mál væru öll í athugun og t.d. væri beðið eftir niðurstöðum mælinga sem gerðar voru í sumar á borholum Hita- veitunnar. Eftir að auglýst dagskrá bæjarstjórnarfundarins var tæmd var fundinum lokað og samkvæmt heimildum Dags voru þessi mál þá rædd frekar. SBG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.