Dagur - 21.11.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 21. nóvember 1991
Fréttir
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja:
Stjómvöldum ekki stætt á að horfa á
miUjarðaverke&ii flutt úr landi
- vill draga úr eða fella niður lánveitingar Fiskveiðasjóðs
til nýsmíða eða breytingaverkefna erlendis
Félag dráttarbrauta og skipa-
smiðja hefur nú ítrekaö kröfur
sínar um að íslenskum skipa-
smíðastöðvum verði tryggð
viðunandi almenn rekstrarskil-
yrði og að erlendum ríkis-
styrkjum til skipasmíða verði
mætt með óbeinum aðgerðum.
Meðal þeirra atriða sem félag-
ið leggur til er að dregið verði
verulega úr eða felld alveg nið-
ur lán Fiskveiðasjóðs til ný-
smíða eða breytingaverkefna
og að skip smíðuð á íslandi fái
aukakvóta úr Hagræðingar-
sjóði. Bent er á að á sama tíma
og í smíðum erlendis eru skip
fyrir að minnsta kosti 5 millj-
arða stefnir í 20 milljarða við-
skiptahalla. Verkefnastaða
innlendra stöðva sé afleit og
starfsmönnum aðildarfyrir-
tækja félagsins hafi fækkað um
150 á þremur og hálfu ári.
í ályktun skipasmíðamanna
segir að stjórnvöld hafi horft
aðgerðarlaus á þessa þróun og
ekkert aðhafst til þess að stuðla
að því að sú skipasmíði sem nú er
erlendis fyrir íslendinga geti farið
fram innanlands. Óskiljanlegt og
ólíðandi sé að íslensk stjórnvöld
láti viðgangast að milljarðaverk-
efni séu flutt úr landi án þess að
látið sé reyna á getu íslenskra
skipasmíðastöðva til að annast
þau.
Bent er á að ríkisstyrkir til
skipasmíðastöðva í nágranna-
löndum séu enn eitt helsta vanda-
mál íslensks skipaiðnaðar og ekki
hafi verið hlustað á þær kröfur
félagsins að þessum ríkisstyrkj-
um mætti mæta með ýmsum
óbeinum aðgerðum sem ekki
hefðu í sér útgjöld fyrir hið opin-
bera og íþyngdi ekki íslenskum
útgerðum. Félagið hafi bundið
miklar vonir við að með samning-
um um EES fengist lausn á því
í gær var stailurinn brotinn undan
„Landnetnunum“ höggmynd Jakobs
S. Jónassonar, en þau Helgi magri
og Þórunn hyrna eru á leið til Eng-
lands þar sem þau verða steypt í
brons. Mynd: Golli
vandamáli sem ríkisstyrkir til
skipasmíða í Evrópulöndum eru.
Þessar vonir hafi brugðist því
samningurinn tryggi ekki íslensk-
um skipasmíðastöðvum sömu
vörn gagnvart ríkisstyrkjum ann-
arra þjóða eins og skipasmíðar
innan Evrópubandalagsins búi
við.
Auk framangreindra aðgerða
er bent á að reglur um úreldingu
eldri skipa vegna smíði á nýjum
þurfi að breyta þannig að þær
verði hagstæðari innlendri
skipasmíði. Þá þurfi að breyta
tafarlaust úreldum lögum frá
1922 sem banna erlendum skip-
um að landa afla sínum hér á
landi.
„Að lokum skal ítrekað að í
ljósi hinnar alvarlegu stöðu í
efnahags- og atvinnumálum
þjóðarinnar er stjórnvöldum ekki
lengur stætt á því að horfa
aðgerðalaust á að milljarðaverk-
efnum við skipasmíðar sé beint
til útlanda. Islenskur iðnaður
hefur góða möguleika á að ann-
ast þessi verkefni og því vekur
það furðu að á sama tíma og
stjórnvöld tala um neyðaraðgerð-
ir vegna erfiðleika í sjávarútvegi
gera þau ekkert til að nýta þessi
tækifæri til innlendrar atvinnu-
sköpunar," segir í ályktun ný-
afstaðins aðalfundar Félags drátt-
arbrauta og skipasmiðja. JÓH
íþróttamiðstöð á Blönduósi:
Lokað útboð í afgangiim
- tekin í notkun næsta vetur
Bæjarstjórn Blönduóss sam-
þykkti á fundi sínum sl. þriðju-
dag að lokaö útboð skyldi fara
fram innan tíðar á þeim verk-
þáttum sem Ijúka á við innan
árs í íþróttamiðstöðinni á
Blönduósi. Fyrir liggur
ákvörðun um að taka húsið svo
til fullklárað í notkun skólaárið
’92-’93.
Bæjarstjórnin samþykkti að
eftirtaldir aðilar fengju útboðs-
Núerkomið að
því herrar mínir!
Heitasta herrakvöld sem haldið hefur verið á Norðurlandi
verður í 1929 laugardagskvöldið 23. nóvember
Hljómsveitin Loðin rotta heldur uppi fjörinu
Húsið opnað kl. 21.30 með fordrykk og öðcMJJlJystisemdum
Brennandi dagskrá, heit sýning með TQ^mftOTjéVipy
k£ u:*-_ ________i:„’.ViVjúÍ*._■a.V’kí’i.’j_i •
Pantið miða tílmanlega
í vikunni, takmarkaður fjöldi
Forsala hefst á kl. 18.00 í
dag, fimmtudag.
F ri^rn ú^ákö'fri um ..
Stóé^^t^jir '^^ður Gröndal og
Ingóffijír, Gúðjónsson sjá um líflega kynningu
A miðnætti eru allar konur velkomnar í 1929
Þær verða ekki fyrir vonbrigðum
Fullt hús af karlpeningi
Tania hin danska kemur aftur fram kl. 01.30 með
létta sýningu
Miðaverð kr. 1800 á sýningu og dansleik
Miðaverð kr. 1200 eftir miðnætti
Föstudagur: Loðin rotta • Miðaverð kr. IOOO
Allar pizzur 9“ á kr. 600 og 12“ á kr. 750
Snyrtilegur klæðnaður
Borðapantanir í síma 24199
gögn í hendur: Hjörleifur Júlíus-
son, Pípulagnaverktakar hf., Sig-
urjón og Hlynur, Stígandi hf.
Að sögn Guðbjarts Á. Ólafs-
sonar, tæknifræðings Blönduós-
bæjar, er ytri frágangi á húsinu
lokið, en einungis búið að full-
klára anddyri og skólastofur inn-
an dyra. Hann segir að enn sé
verið að kanna ýmsa kosti varð-
andi innréttingar og annað og
m.a. sé ekki búið að ákveða
hvort sett verður upp sauna eða
gufubað, né hvort útbúin verði
sér blaðamannastúka. Veturinn
’92-’93 segir Guðbjartur að öllu
eigi að vera lokið nema bún-
ingsklefum tengdum sundlaug
sem verða tilbúnir undir tréverk
og þá sé ráðgert að taka húsið í
notkun.
Ákvörðun um byggingu íþrótta-
miðstöðvar á Blönduósi var tekin
á hundrað ára afmæli bæjarins
árið 1976. Framkvæmdir hófust
hins vegar ekki fyrr en árið 1984.
Húsið er með 1000 fermetra
gólffleti í sal og áhorfendapöllum
fyrir 400 manns. Guðbjartur
sagði að eflaust mætti reikna með
að fullbúið yrði kostnaður við
byggingu hússins og búnað þess
kominn í um 200 milljónir króna,
framreiknað. SBG
Fóstrufélag íslands:
Krefst leiðrétt-
ingar á launum
Á fundi í Fóstrufélagi íslands
19. nóvember sl. var svohljóð-
andi kjaramálaályktun
samþykkt:
„Fjölmennur fundur um kjara-
mál í Fóstrufélagi íslands, hald-
inn þann 19. nóvember 1991 að
Grettisgötu 89 krefst þess að við-
semjendur félagsins, ríki og
sveitarfélög axli þá ábyrgð að
ganga strax til samninga unt veru-
legar leiðréttingar á launum
fóstra, enda 3 mánuðir liðnir frá
því að samningar runnu út.
Fundurinn felur samninga-
nefnd Fóstrufélags íslands að
fylgja fast eftir kröfugerð félags-
ins.“ SS
Akureyri:
Bæjarmála-
■ Bæjarráð hefur vegna
framkominnar tillögu sem
samþykkt var á fundi hafnar-
stjórnar nýlega, falið hafnar-
stjóra og starfsmanni atvinnu-
málanefndar að gera bæjar-
ráði grein fyrir þeim mögu-
leikum sem nú eru til staðar að
veita erlcndum aðilum þjón-
ustu. Einnig hvaða breytingar
þurfi að gera rn.a. á lögum frá
1922 um rétt til fiskvciða í
landhelgi svo hægt sé að auka
framboð á þjónustu viö
erlenda aðila.
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá Hestamannafélaginu
Létti, þar sem mótmælt er
uppsetningu rimlahliða við
Lögmannshlíðarkirkju og við
Rangárvclli vegna slysahættu.
Bæjarráð vísaði erindinu til
bæjarverkfræðings.
■ Á l'und bæjarráös nýlcga
komu Helgi M. Bergs, stjórn-
arformaður Heílsugæslustöðv-
arinnar og Guðmundur Sig-
valdason, framkvæmdastjöri,
Rætt var unt erfiða greiðslu-
stöðu Heilsugæslustöðvarinn-
ar végna stofnkostnaðarskulda
ríksins frá fyrri árum og
skulda við Akureyrarbæ vegna
sjúkraflutninga.
É Bæjarráði hefur borist
erindi frá Sálarrannsóknarfé-
laginu á Akureyri, þar scm
leitað er liðsinnis Akureyrar-
bæjar til kaupa á húsnæði fyrir
starfsemi félagsins. Bæjarráð
vísaði erindinu til afgrciðslu
fjárhagsáætlunar.
É Bygginganefnd hefur veitt
leyfi til að láta rífa húsið nr.
86b við Hafnarstræti og einnig
íbúðarhúsið að Mýrarlóni,
ásamt áföstu fjósi og hlöðu.
■ Stjórn veitustofnana hefur
borisl erindi frá Hestamanna-
félaginu Létti, þar scm þess er
fariö á leit að Rafveita Akur-
eyrar komi upp raflýsingu á
reiðleiðinni suður frá Breið-
holtshvérfi að Hamraborgum.
Stjórnin hefur falið rafveitu-
stjóra að gera áætlun um
kostnað við slíka rafjýsingu.
■ Menningarinálaneínd ræddi
á fundi sínum nýlega um fyrir-
hugaða Ijóða- og smásagna-
keppni vegna vinabæjaviku
næsta sumar. Gerð var grein
fyrir hugmyndum og sam-
þykkt að fela undirbúnings-
nefnd vinabæjavikunnar að
auglýsa samkeppnina.
M íþrótta- og tómstunda-
ráði hefur borist bréf frá Hauki
Berg, forstöðumanni Sund-
laugar Akureyrar og Unni
Gísladóttur, starfsmanni laug-
arinnar, þar sem þau segja
upp störfum sínum við sund-
laugina frá og nteð 1. nóvem-
ber.
■ íþrótta- og tómstundaráði
hefur borist bréf frá Auðunni
Eirtkssyni, f.h. Sundfélagsins
Óðins, þar sem hann fer þess á
leit að fá aðstöðu í Sundlaug
Akureyrar til námskeiðshald í
ungbarnasundi. Ráðið sam-
þykkir að verða við ofan-
greindu erindi og felur fram-
kvæmdastjóra ráðsins í sam-
ráði við forstöðumann sund-
laugarinnar frekari framgang
málsins.
■ Atvinnumálanefnd hefur
samþykkt að veita Járntækni
hf. styrk að upphæð 450.000,-
til útfærslu á hugmyndum að
úrsláttarbúnaði til að slá úr
frystipönnum unt borð í frysti-
toguruni og frystihúsum.