Dagur - 21.11.1991, Síða 4

Dagur - 21.11.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 21. nóvember 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Að mæta samdrætti í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1992 er því spáð að þjóðar- framleiðsla minnki um allt að 2% og þjóðartekjur dragist saman um 3% vegna þess að viðskiptakjör þjóðarinnar verði um 3,5% lakari en á yfirstandandi ári. Gert er ráð fyrir að verðmæti sjávarafla minnki um allt að 11 % á föstu verðlagi og munar þar mestu um að ákveðið hefur verið að skera þorskafla niður um fimmtung. Þjóðhagsstofnun hefur spáð því að viðskiptajöfnuður verði óhagstæður um 14 milljarða króna á þessu ári og muni aukast í allt að 17 milljarða á næsta ári. Við gerð þjóðhagsáætlunar fyrir árið 1992 var gert ráð fyrir því að framkvæmdir hæfust við byggingu álverk- smiðju á Keilisnesi. Eftir að ákveðið var að fresta þeim framkvæmdum hafa forsendurnar sem reiknimeistarar Þjóðhagsstofnunar byggðu spá sína á breyst. Flest bend- ir því til að tekjur landsmanna muni dragast meira saman en áður var gert ráð fyrir. Margt bendir því til að íslenska þjóðin verði að breyta um hugsunarhátt og móta sér ann- an lífsstíl en hún hefur búið við verði ekki brugðist við vandanum á ákveðinn hátt. Ef framleiðni sjávarútvegsins minnkar og langur tími líður áður en við getum vænst tekna af orkusölu er vandséð hvert stuðningur við atvinnulífið verður sóttur. Þá verður ekki spurt hvað hver og einn hefur lagt þjóðarbúinu til heldur á hvern hátt honum hefur tekist að varðveita fenginn hlut. íslensk velferð hefur byggst á sjávarafla og vinningarn- ir í því efni fyrst og fremst verið afleiðing af útfærslum fiskveiðilögsögunnar í nokkrum áföngum auk stærri og öflugri veiðiskipa. Nú er svo komið að takmarka verður aðgang að auðæfum hafsins til þess að þau þurrkist ekki upp og byggðinni í landinu verði þar með veruleg hætta búin. í því sambandi mega menn gjarnan minnast enda- loka síldveiðitímabilsins á sjöunda áratugnum. Við þeim vanda er aðeins til eitt svar. Það svar er að draga úr kostnaði og auka verðmæti þess afla sem mögulegt er að veiða úr hafinu umhverfis landið. í nánustu framtíð verður því að stefna að framleiðslu og sölu fullunninna hágæða vörutegunda úr sjávarfangi á erlendum mörkuðum. Hagræðing innan og á milli útvegs- fyrirtækjanna í landinu er einnig mikilvæg forsenda þess að þjóðinni takist að halda þeirri verðmætasköpun og þar með lífskjörum í því horfi sem við sættum okkur við. Aflaskerðingin og rekstrarvandi margra sjávarútvegsfyr- irtækja hefur þegar orðið til þess að ýmsir forráðamenn í sjávarútvegi eru nú farnir að tala saman með endurskipu- lagningu fiskveiða og fiskvinnslu fyrir augum. Ljóst er að með aukinni samvinnu rekstraraðila innan sömu byggð- arlaga er mörgu hægt að hagræða og draga á þann hátt úr framleiðslukostnaði. Hagræðingin er fyrst og fremst mál stjórnenda fyrirtækja og íbúa í hverju byggðarlagi. Svo öflug útvegsfyrirtæki að heimamenn sjá sér hag í að ákvaxta fjármuni sína í rekstri þeirra eru nauðsynleg í byggðum landsins. Benda má á Útgerðarfélag Akureyr- inga sem dæmi um slíkan rekstur. Hreppa- og kauptúna- rígur verður að víkja fyrir kröfum um minni reksturs- kostnað og betri nýtingu fjárfestinga í sjávarútvegi. Á þann hátt getum við mætt þeim samdrætti í þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekjum sem Þjóðhagsstofnun spáir að verði á næstu árum og tryggt betur afkomuöryggi landsmanna sem heildar. ÞI Frímerkí Sigurður H. Þorsteinsson Hvað varð um stimpiliim? í frímerkjaverðlistanum Facit eru skráðir allir númerastimplar á íslandi og hvar þeir hafa verið á hverjum tíma. Þar á meðal er númerastimpillinn Nr. 60, skráð- ur sem notaður á Einarsstöðum frá árinu 1903-1927. Sökum þess- arar löngu notkunar er hann ekki sérlega dýr, eða kostar 25,00 kr. Þá er vitanlega eftir að bæta þar við verði frímerkisins sem hann er á. Á eftir þessu kemur svo athugasemd. „Nr. 60 var notaður síðar. Hvar?“. Nú ætlar undirritaður sér ekki þá dul að vita allt um notkun númerastimpilsins Nr. 60. En svolítið er samt vitað um hann, því að á bréfi í ábyrgðarbréfa- safni mínu er hann að finna á bréfi frá Laugum, sem dagsett er þann 21. febrúar 1948. Þetta er ábyrgðarbréf númer 62 frá Laug- um á téðum degi, sem svo kemur til Akureyrar þann 25. 2. 1948, en loks til Reykjavíkur þann 1. 3. 1948. Hvort tveggja sam- kvæmt stimplunum á bakhlið bréfsins. Viðtökunúmer í Reykjavík er svo 2/927, sam- kvæmt áritun á framhlið bréfsins. Þá hefir sendingardagur bréfsins frá Laugum verið skrifaður með rauðu bleki á bakhlið þess. Þarna vitum við með skráðri vissu, að stimpillinn hefir verið notaður eftir að hann var á Ein- arsstöðum, að minnsta kosti á Laugum. Enn standa þó eftir spurningar: Hvenær kom hann að Laugum? Bréfhirðing á Laug- um er opnuð þann fyrsta janúar 1947 og gerð að póstafgreiðslu 1. júní 1968. Því hefir stimpillinn ekki verið notaður fyrr en 1. 1. 1947 og sennilega ekki nema til 31. 12. 1948, en þann tíma hét bréfhirðingin Laugaskóli. Síðan var hún nefnd Laugar og fékk brúarstimpil með því nafni. En þá vaknar t.d. spurningin: Af hverju stendur Laugar, en ekki Laugaskóli á ábyrgðarmiðanum? Svona er oft hægt að draga ályktanir af stimplunum og árit- unum bréfa. Því miður eru svo líka oft margar spurningar sem er ósvarað og það er ef til vill vegna þeirra sem menn halda áfram að safna og leita svara við einu og öðru. Sérstaklega á þetta við í póstsögusöfnun og tegundasöfn- un frá ákveðnum stöðum eða svæðum. Má þar minna á söfnun og rannsóknir frímerkjasafnara í Þingeyjarsýslu, eða nánar tiltekið í frímerkjaklúbbnum á Húsavík. Vænt þætti mér um að fá við- brögð frá lesendum og viðbótar- upplýsingar um eitt og annað er ég kann að taka fyrir í þessum þáttum. Gætum við síðan miðlað þeim fróðleik sem safnast hér í þáttunum, svo að fleirum verði að gagni en aðeins okkur sem skrifumst á. Það er um svo marga þætti að ræða í Heimabyggðar-, eða Átthagasöfnun, sem oft að- eins þeir, sem heima búa, eiga aðgang að. Því er okkur sem ef til vill erum að safna einhverri sýslu, eða stað allt annars staðar á land- inu, nauðsynlegt að fá vitneskju frá heimamönnum. Þar hafa Þingeyingar, eins og oftar verið á undan, með því að skrá Póstsögu sýslu sinnar og koma henni á markað fyrir þá er af vilja njóta. Heimilisfang mitt er, Laugar- hóli, 510 Hólmavík, vilji einhver við bæta, það sem hér er sagt og láta það koma fyrir sjónir fleiri safnara. Um klemmur en ekki KEA-brauð Fimmtudaginn 14. nóvember hirtist í lesendahorni Dags athugasemd um stórar plast- klemmur á KEA-brauðum. Að hluta til var þetta greinar- korn fyrirspurn um rekstur Brauðgerðarinnar, en henni ætla ég að láta ósvarað þar sem sú hlið málsins er mér algjör- lega óviðkomandi. Starfsfólk Brauðgerðarinnar mun vera fullfært um andsvör ef þurfa þykir. Umræddar klemmur eru aftur á móti á mínum vegum, þar sem innflytjandi þeirra er Verslunar- félagið Miðholt hf. á Akureyri, en því fyrirtæki veiti ég forstöðu. Sama dag og greinin birtist í Degi var hafin sala á þessum klemm- um hér á Akureyri og víðar. Þær eru til í 3 stærðum og eru seldar pokavís. Þar sem í athugasemd þessari voru vangaveltur um hvort klemmurnar séu umhverf- isvænar eður ei, vil ég koma eftir- töldum atriðum á framfæri: Klemmurnar eru ekki einnota, og því frábrugðnar flestum öðr- um áhöldum sem notuð eru til að loka pokum. Að auki nýtast hin- ar misjöfnu stærðir á margt fleira Á þessari auglýsingamynd frá Miðholti hf. er sýnt hvernig unnt er að nota umræddar kiemmur. Hér er dæmi um að klemmurnar séu notaðar til að ioka kaffipokum, nýmjólkurfernum og áleggsbréfum. en brauðpoka eins og t.d. áleggs- bréf, kaffipakka, djús og mjólk- urfernur, harðfiskpakka og frysti- poka svo eitthvað sé nefnt. í mörgum tilvikum er því hægt að varðveita matvæli loftþétt í upp- runalegum pakkningum og þar með auka geymsluþol matvæl- anna og spara einnota umbúðir. Með þökk fyrir birtinguna. Verslunarfélagið Miðholt hf. Sigurbjörn Kristinsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.