Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. nóvember 1991 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Kettir með myndbandadellu Myndbönd sem eru sérstaklega framleidd fyrir ketti tröllrfða nú heimilum í Bandaríkjununi (nema hvað! - eins og Gunni Berg segir gjarnan). Kettir sem áður voru aldrei kyrrir sitja nú límdir við sjónvarpið og horfa á myndir af smáfuglum, músum, íkornum og öðrum gómsætum dýrum og slefa yfir freistingunum á skjánum. „Þeir fá aidrei nóg af því að horfa,“ segir framleiðandi fyrsta kattamyndbandsins, Steve Malar- key. „Eg hef átt kött í níu ár og hann hefur aldrei glápt á sjón- varp fyrr en ég sýndi honum spól- una. Hann varð gjörsamlega heillaður," segir Steve. Upphafið að þessu nýja fári má rekja til þess að Steve var með heimilisupptökuvél úti í garði og tók myndir af fuglum og íkorn- um. Hann prófaði að láta köttinn sinn horfa á spóluna meðan hann rúllaði henni í gegn og sjá, fer- fætlingurinn tók nýja trú og fékk myndbandaæði. Steve fékk 24 sjálfboðaliða af kattaætt til að horfa á myndbandið og hrifust 22 þeirra. Þar með var ísinn brotinn og framleiðsla kattamyndbanda hófst og auðvitað ruku Banda- ríkjamenn upp til handa og fóta. Brjóst fegurðardrottningar mílli tanna slúðurkerlinga Fegurðardrottning Bandaríkj- anna (Miss America), Carolyn Sapp, er talin hafa lagst undir hnífinn til að öðlast hinn lögulega líkama sem færði henni titilinn. Ekki það að hún hafi ekki verið vel vaxin áður, sei, sei nei, hún þótti nefnilega OF vel vaxin! Þannig er mál með vexti að hin 24 ára gamla Carolyn, sem fyrst Á myndinni til vinstri er Carolyn eins og hún kom fyrir í erótísku myndbandi fyrir þremur árum en á myndinni til hægri er hún orðin ungfrú Ameríka og brjóstin viróast hafa skroppið saman. varð ungfrú Hawaii og síðan ungfrú Ameríka 1991, var þrýstin mjög og það sem karlmenn kalla gríðarlegur kroppur. Brjóstin voru svo umfangsmikil að engin leið var að hemja þau, en slíkt hefur ekki þótt vænlegt til árang- urs í fegurðarsamkeppni þar sem sakleysisleg fegurð er í hávegum höfð. Heimildir hcrma að hún hafi farið í aðgerð á laun, til að minnka brjóstin, svo hún ætti meiri möguleika á aö hreppa titil- inn eftirsótta. Þriggja ára gamalt myndband hefur verið dregið fram í dagsljósið en þar lék Carolyn einmitt í kynþokkafull- um senum og hinn yfirgengilegi barmur hennar naut sín til hins ítrasta. Vinir hennar eru forviða yfir því hve brjóst Carolyn hafa skroppið saman og segjast full- vissir um að þar hafi fegrunar- læknir verið að verki, þótt ekki geti þeir sannað það. Þeir segja að hin brjóstgóða Carolyn hafi litið út eins og heilalaust kyntákn og hún hafi skiljanlega viljað breyta þeirri ímynd áður én til fegurðarsamkeppninnar kom. Á myndum má sjá að barmur stúlkunnar var vægast sagt þrýstinn, en hann er svo sem ekk- ert ómyndarlegur á myndinni setn tekin var þegar hún hreppti titilinn. Kannski hefur hún bara farið í líkamsrækt, blessunin. Finnlaugur sýnir í Gamla Lundi Finnlaugur Snorrason frá Bægis- á, opnar sýningu í Gamla Lundi, í dag fimmtudaginn 21. nóv. Sýn- ingin sem er sölusýning, er opin daglega frá kl. 14-19 og henni lýkur nk. mánudagskvöld. Á sýningunni eru renndir tré- munir, skálar og diskar úr íslenskum við og rekavið: ENGIN HÚS ÁH HITA Hreinlætistæki ★ Blöndunartæki 15% staðgreiðsluafsláttur! Verslið við fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 HREINLÆTISTÆKi STURTUKLEFAR OG HURÐIR BLÖNDUNARTÆKI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 25. nóvember 1991, kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Heimir Ingimarsson og Gísli Bragi Hjartarson til viötals á skrifstofu bæjarstjóra aö Geislagötu 9, 2. hæö. Bæjarfulltrúarriir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Hefur þú efni á ab Dæmi um verö: Akra smjörlíki 4x500 g.........376 kr. Akra bökunarsmjörl. 4x500 g.... 346 kr. Flóru smjörlíki 4x500 g....... Djúpsteikingarfeiti 4x500 g... Sykur 2 kg.................... Juvel hveiti 2 kg............. Kornax hveiti 2 kg............ Flóru kakó 400 g.............. Flóru kókosmjöl 500 g......... . 376 kr. . 284 kr. . 98 kr. . 65 kr. .. 68 kr. . 189 kr. . 89 kr. Athugid! Opid virka daga frá kl. 12.00-18.30 og laugardaga frá kl. 10.00-14.00 * Kynnist NETTÓ-verbi Höftkahlíb 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.