Dagur - 21.11.1991, Page 13

Dagur - 21.11.1991, Page 13
Fimmtudagur 21. nóvember 1991 - DAGUR - 13 Helgi Schiöth 80 ára í dag 21. nóvember er áttræður Helgi Schiöth fyrrum bóndi og lögreglumaður. Hann var á árunt áður einn kunnasti íþróttamaður bæjarins. Foreldrar hans voru heiðurs- hjónin Axel Schiöth bakara- meistari og kona hans Margrethe er lengst af bjuggu í Hafnarstræti 23 í Innbænum. Eftir bernsku- og unglingsárin hélt Helgi vestur til Bandaríkj- anna árið 1929 og dvaldi þar fram til ársins 1932 við margvísleg störf. í fjölmenninu vestra kynnt- ist hann ótal blæbrigðum mann- iífsins og varð ferðin honum um margt lærdómsrík og hollur skóli. Kvikmyndarýni Eftir heimkomuna starfaði hann um 15 ára bil sem lögreglu- rnaður hér í bæ. Árin 1948-1976 var hann bóndi á Hólshúsum í Eyjafirði, en síðan var hann við verslunarstörf á Húsavík fram til ársins 1982. Fróðlegt er að hlusta á Helga rifja upp liðinn tíma og þær stór- kostlegu breytingar sem orðið hafa á öllum sviðum þjóðlífsins frá því sem var á hans uppvaxtar- árum. Árin vestanhafs eru hon- um einnig minnisstæð, ekki síst hinir glæsilegu Ólympíuleikar 1932 í Los Angeles sem hann fylgdist með af mikilli athygli. Helgi tók þátt í íþróttum vestra Jón Hjaltason Skrumskældur veruleiki Borgarbíó sýnir: Þjófinn ráðagóóa (Hudson Hatvk). Leikstjóri: Michael Lehman. Aöalhlutverk: Bruce Willis, Danny Aiello og Andie MacDowell. Tri-Star Pictures 1991. Bruce Willis leikur Hudson Hawk, meistaraþjófinn, í sam- nefndri kvikmynd. Flann hefur jafnframt skrifað handritið að myndinni ásamt Roberts Kraft. Þeir félagar hafa óneitanlega skapað einkennilegt kvikmynda- verk. Sagan er að vísu sígild. Pjófurinn Hudson Hawk, sá besti í faginu, gengur iaus að nýju eftir nokkurra ára fangelsisvist í Sing- Sing. Hann er staðráðinn í að snúa frá villu síns vegar og gerast heiðarlegur smáborgari en eng- inn ræður sínum næturstað. Valdagírugir stórglæpamenn vilja ráða hann í vinnu, verkefnin eru fleiri en eitt og hvert öðru erfiðara. Öll eiga þau það sam- eiginlegt að þola ekki dagsljósið. Um síðir er Hawk neyddur til að taka upp fyrri háttu. Pjófurínn ráðagóði er nánast absúrd verk, í þeim skilningi að dauðinn og djöfullinn er gefinn í þyngdaraflið og önnur þau lög- mál er stjórna lífi jarðarbúa. Daðrað er við fáránleikann í svipuðum anda og Terry Gilliam gerir í The Adventures ofBaron Munchausen. Á bakvið leynist stóra ævintýrið, hinn aldagamli draumur mannsins um að búa til gull. Væntanlega á Þjófurírw ráðagóði að vera gamanmynd á milli þess að slær út í spennutryll- ir. Hið fyrra tekst að einhverju leyti en hið síðara inistekst með öllu. Enda þótt spennumyndir séu oftar en ekki leikur að hinu ótrúlega þá má sagan ekki yfir- stíga ótrúverðugleikann í þeim mæli að ekkert verði söguhetjun- um ofviða, sagan má ekki hafa endaskipti á veruleika bíófarans þannig að hvítt verði svart og svart hvítt. Þegar orðinn er eðlis- ntunur en ekki stigs á veruleika áhorfandans og spennumyndar- innar breytist spennan í háðska ádeila eða jafnvel eintóman fáránleika. Ef Pjófurinn ráðagóði er ádeilumynd þá er, svo ég taki nú ekki dýpra í árinni, djúpt á gagnrýninni. Laufásprestakall. Guðsþjónusta í Laufáskirkju nk. sunnudag 24. nóvember kl. 14.00. Fermingarbörn mæti kl. 11.00. Sóknarprestur. Akureyrarprestakall. Fyrirbænaguðsþjónusta verður í dag fimmtudag kl. 17.15 í Akurcyrar- kirkju. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Basar. Kristniboðsfélag kvenna heldur köku- og nrunabasar í Zíon laugar- daginn 23. nóvember kl. 14. Margt hentugt til jólagjafa. Allur ágóði rennur til kristniboðsins í Eþíópíu og Kenya. Nemendur Hljómskólans spila-. Nefndin. Samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, verður með opið hús í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Opið hús fyrir aldraða verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtu- dag kl. 15-17. Allir velkomnir. Náttúrugripasafnið á Akureyri, Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið á sunnudögum kl. 13-16. Athugið Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í Bókabúð Jónasar. Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól- borgar, selur minningarspjöld til stuðnings málefna þroskaheftra. Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu í Sunnuhlíð og Blómahúsinu við Glerárgötu. Minningarkort Glerárkirkju fást á eftirtöldum stöðum: Hjá Ásrúnu Skarðshlíð 16 a, Rammagerðinni Langholti 13, Judith, Langholti 14, í skóbúð M.H. Lyngdal, Sunnuhlíð, versluninni Bókval, Bókabúð Jónasar, Akri Kaupangi, Blómahús- inu, Glerárgötu og hjá kirkjuverði Glerárkirkju. Minningarspjöld Zontaklúbbs Akureyrar (Eyjusjóður), fást hjá: Hannyrðaverslun Önnu Maríu og í Blómabúðinni Akri. Minningarkort Björgunarsveitar- innar Ægis, Grenivík, fást í Bókvali, Útibúi KEA, Grenivík og hjá Pétri Axelssyni, Grenimel, Grenivík. Minningarsjóður Þórarins Björns- sonar. Minningarspjöld fást í Bókvali og á skrifstofu Menntaskólans. í dag, fimmtudag, 21. nóvember er áttræður Helgi Schiöth, Þórunnar- stræti 130, Akureyri. Helgi og frú verða að heiman á afmælisdaginn. og bar hann svo af í knattspyrnu, að eitt blaðanna í Kaliforníu rit- aði um hann sem „íslenska undrið" (The Icelandic wonder). Iþróttaáhuginn hafði vaknað snemma hér í heimahögum og varð hann ttngur að árum þekkt- ur og fjölhæfur afreksmaður í ýmsum íþróttagreinum, t.d. sundi, spjótkasti og tennis, en Helgi var sigurvegari í fyrsta opinbera tennismótinu sem hald- ið var hér á Akureyri árið 1939. En mesta frægðarorð fór af Helga á orrustuvelli knattspyrn- unnar og þar komu eiginleikar hans að góðum notum, seiglan, leiknin og öryggið. Ferill hans varð óvenju langur og farsæll og lék hann í tneistaraflokki allt fram undir fertugsaldur. Sérstaka athygli vakti ágæt framnristaða hans árið 1938 þegar úrvalslið Vestur-Þýskalands kom til íslands og lék 3 leiki í Reykjavík. Helgi var fenginn til að leika mið- herja í Valsliðinu, sem þá var íslandsmeistari. Valsmönnum tókst að halda jafntefli við Þjóð- verjana 1:1 og skoraði Helgi markið. í Morgunbl. 30. júní seg- ir svo m.a.: „...tveim mínútum síðar fær Helgi Schiöth knöttinn, er fljótur að átta sig og spyrnir óverjandi skoti í ntark 1:0... Helgi er sterkur knattspyrnu- maður... markið sent hann setti var með fallegustu skotum, sem hjer hafa sjest - alveg „perfect". Þetta var eini leikurinn sem Þjóðverjununr tókst ekki að vinna í ferðinni. Helgi var einn af upphafs- mönnum KA og var félagið stofnað á heimili hans 8. janúar 1928. Foreldrar Helga studdu hið unga félag eftir mætti og voru þau síðar gerð heiðursfélagar KA í þakklætisskyni. Helgi var gjald- keri KA fyrstu 2 árin og formað- ur var hann árið 1934. Auk þess var hann nokkur ár varaformað- ur félagsins í stjórnartíð Tómasar Steingrímssonar, en Tómas var einmitt varaformaður er Helgi BORGARBÍÓ Salur A Fimmtudagur Kl. 9 Tortímandinn Kl. 11 Hudson Hawk Föstudagur Kl. 9 Tortímandinn 2 Kl. 11 Hudson Hawk Sannkallað kvikmyndakonfekt Frábær verðlaunamynd um ævibraut hjónanna Karls Áge og Regitze. Frásögn um ytri aðstæður, tilfinningar, erfiðleika, hamingjustundir, vini og börn. Leikandi létt og alvarleg á víxl. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu sem kom út á sl. ári. Salur Ð Fimmtudagur Kl. 9.05 Dansað við Regitze Kl. 11.05 Á flótta Föstudagur Kl. 9.05 Dansað við Regitze Kl. 11.05 Á flótta BORGARBÍÓ S 23500 gegndi formannsstörfum. Þeir studdu hvorn annan, baráttufé- lagarnir bæði á íþróttavelli og utan hans. KA hefir heiðrað Helga, einn mesta burðarás félagsins, með því að kjósa hann heiðursfélaga sinn. Eiginkona Helga er Sigríður Guðmundsdóttir frá Lómatjörn. Þau gengu í hjónaband árið 1941. Börn þeirra eru: Reynir bóndi á Hólshúsum, Margrét Anna húsfrú á Húsavík og Valgerður Guðrún húsfrú á Rifkelsstöðum. Frú Sigríður hefir ekki verið eftirbátur bónda síns í hinum ýmsu félagsmálum. Hún hefir tekið mikinn þátt í leiklistarstarfi hér í bæ og nágrenni og annast söngkennslu og kórstjórn um langt árabil. Fjöldi manna kann þeim hjón- um þakkir fyrir mikil og óeigin- gjörn störf í þágu lista og íþrótta. Ég óska Helga allra heilla á þessunt tímamótum og þakka honum alla vinsemd. Haraldur Sigurðsson. Háskólinn á Akureyri: Keneva Kunz með fyrir- lestur nk. laugardag Nk. laugardag 23. nóvember, kl. 14, flytur dr. Keneva Kunz opinberan fyrirlestur í Háskól- anum á Akureyri sem nefnist „Segðu það á íslensku!“ - þýð- ingar, málið og menningin. Þetta er hinn fjórði og síðasti úr röð fyrirlestra urn íslenskt mál sem Háskólinn á Akureyri og Samtök móðurmálskennara, Norðurlandsdeild, hafa gengist fyrir undanfarnar vikur í tengsl- um við endurnienntunarnámskeið fyrir kennara. Allir fyrirlestrar hafa verið vel sóttir af aimenningi og er stefnt að því að taka upp þráðinn að nýju eftir áramót. Keneva Kunz starfar unt þess- ar mundir hjá Orðabók Háskól- ans við EB-þýðingar og þar að auki sem sjálfstæður þýðandi og blaðamaður. Hún hefur nýlega lokið doktorsprófi í þýðingar- fræði við Kaupntannahafnarhá- skóla. Allir eru velkomnir á fyrirlest- urinn meðan húsrúm leyfir. BR0SUM / í umferðinni ^ - og allt gengur betur! • yUMFERÐAR RÁÐ Iðnfulltrúinn í Norðurlandsumdæmi eystra Aðsetur iðnfulltrúans Jónasar Stefánssonar er í Bröttu- hlíð 1, 603 Akureyri. Sími (símsvari) 96-11357. í sím- svara eru upplýsingar um hvenær skrifstofan er opin. Til áramóta verður opið á þriðjudögum frá kl. 8.00- 12.00. Faðir okkar, SNÆBJÖRN SIGURÐSSON fyrrum bóndi að Grund í Eyjafirði, er lést á Kristnesspítala að morgni 17. nóvember verður jarð- sunginn frá Grundarkirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Kristnesspítala. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginkona mín og móðir, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, Krabbastíg 1 a, Akureyri, sem lést 12. nóvember, verður jarðsungin föstudaginn 22. nóvember kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Jóhannsson, Aðalbjörg Jónsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.