Dagur - 23.11.1991, Page 22

Dagur - 23.11.1991, Page 22
22 - DAGUR - Laugardagur 23. nóvember 1991 Plannja^ þakstál með stíl «1 BUKKRÁS HF. Hjalteyrargötu 6, símar 27770,26524, fax 27737. Kvikmyndasíða Jón Hjaltason Þegar sköpimargáfuna þrýtur Hollywood leitar til Evrópu eftir hugmyndum Þægindi skóeigandans Skóþrepiö sem hlífir bakinu þegar fariö er í skó, þeir reimaöir eöa burstaöir. Sannkallað þarfaþing í hverju anddyri, hvort sem er á heimilinu eða vinnustaðnum. ' mmm Sérlega nytsöm og vönduð gjöf á aðeins kr. 6.900,- Skóþrepið Póstkröfusími 95-35830 milli kl. 20-22. Veljið íslenskt. Hvað er til ráða þegar skáldaæð- in þornar og nýjar hugmyndir verða jafn fágætar og gull á ís- landi? í Hollywood kvarta fram- leiðendur undan lítilli andagift rithöfunda. í neyð sinni verður Hollywcod-stjórum litið yfir hafið, einkum til Frakklands. Þar hafa furðufuglar fengist við kvik- myndagerð um langt árabil og sumum tekist nokkuð vel upp. En hvernig getur evrópsk kvik- myndagerð hjálpað sjálfri Mekka þessa dýra listforms? Svarið er einfalt; mógúlarnir í Hollywood kaupa hugmyndina og búa til aðra kvikmynd eftir þeirri evrópsku. Disney, Paramount, Universal, Warner Bros og 20th Century Fox eru öll komin með klærnar í slíkar uppsuður. Vin- sælar franskar myndir eins og Mama, There’s a Man in Your Bed, Life Is a Long Quiet River og The Women Next Door hafa allar gengið í endurnýjun lífdag- anna vestan hafs. Joel Schumacher, leikstjóri Cousins, bandarísku útgáfunnar af mynd franska leikstjórans Jean-Charles Tacchella, segir það stundum auðveldara að fá kvikmyndaverin til að leggja pen- inga í endurgerð vinsælla evrópskra kvikmynda en í frum- legt kvikmyndaverk. „Ég efast um að Hollywood hefði litið við handritinu að Cousins ef ekki hefði verið búið að reyna á það í Evrópu,“ segir Schumacher. Uppsuðuhugmynd Hollywood er í grundvellinum keimlík því þegar íslenskar konur og karlar, í minna mæli þó, skiptast á upp- skriftum að dýrum rjómakökum. Blandan hefur verið reynd og fólki geðjast hún. Pví þá ekki að reyna hana aftur? Bandarískir bíófarar hafa oft- ast ekki hugmynd um að kvik- myndin sem þeir eru að horfa á er endurgerð evrópsk bíómynd. Fáum þeirra hefði til dæmis dott- ið í hug að gamanmynd Paul Mazursky's, Down and Out in Beverly Hills (1986), væri banda- rísk útgáfa af hinni sígildu frönsku kvikmynd Boudu Sauvé des Eaux sem Jean Renoir gerði árið 1932. Eða þá að Three Men and a Baby væri ekki annað en eftiröpun Hollywood á Trois Hommes et un Couffin eftir Coline Serreau. A yfirstandandi ári og því sein- asta hefur Hollywood boðið í endurgerð að minnsta kosti 20 til 30 evrópskra kvikmynda. Þar á meðal má nefna Le Retour de Martin Guerre, er byggir á sann- sögulegum atburðum er áttu sér stað 1542, og hina mögnuðu Nikita. Warner Bros hefur keypt kvikmyndaréttinn að báðum þessum myndum. Disney hefur verið að þreifa fyrir sér og boðið í gamanmynd Alain Resnais frá 1980, Mon Oncle d’Amérique en þar fór Gérard Depardieu með aðalhlutverkið sem hann gerði raunar líka í framannefndri Le Retour de Martin Guerre. Depardieu þarf þó ekki að vænta þess að hann verði eftirsóttur fyr- ir vikið í Bandaríkjunum því að hvorki evrópskir leikarar eða leikstjórar eru fluttir inn til Hollywood með aðkeyptum uppsuðum. Nýir menn eru fengn- ir í störfin. Það er svo annar handleggur að hinir evrópsku kvikmyndagerðarmenn hafa sumir haft vel upp úr því að selja endurtökuréttinn að kvikmynd- um sínum til Hollywood. Upp- suðu-rétturinn að flestum frönsku kvikmyndanna selst á 12- 50 milljónir íslenskra króna. Spánverjinn Pedro Almodovar fékk 60 milljónir fyrir uppskrift- ina að Women on the Verge ofa Nervous Breakdown. Franski framleiðandinn Jean-Francois Lepetit setti upp lága tryggingar- fjárhæð gegn því að fá 5% af væntanlegum hagnaði af Three Men and a Baby. Innkoman varð nálega 11 milljarðar íslenskra I króna. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar: Glæsilegt í vetrarbyrjun Það er greinilegt að stjórnendur Kvikmyndaklúbbs Akureyrar bera mikinn metnað í brjósti. í byrjun vetrar bjóða þeir Akur- eyringum að sjá þrjú listaverk kvikmyndasögunnar. í dag klukkan 17 verður Ay Carmela, hin háðska ádeila Spánverjans Saura á fasista um allan heim, frumsýnd í Borgarbíói. Ay Carmela verður aftur á dagskrá fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18.30. Á morgun, sunnudag, kl. 17, verður Óskarsverðlaunamyndin Vegur vonar (Reise Der Hoffnung) sýnd, leikstjóri er Xavier Koller en í myndinni gerir hann hina eilífu leit mannsins að betri veröld að yrkisefni. Á mánudaginn (25. nóv.) mun Gérard Depardieu í gervi Cyrano de Bergerac heimsækja bæjarbúa öðru sinni. Nálega 70 Akureyr- ingar sáu frumsýningu þessarar stórkostlegu kvikmyndar á sunnudaginn var. Mörg orð mætti hafa um túlkun Depardieu, enn fleiri um sjónarsviðið og þó allra flest um söguna. Um þetta BÓNUSSKÓR NOVEMBERTILBOÐ Á KULDASKÓM Loöfóöraðir kuldaskór meö riffluöum sóla st. 36-41 - Verö aðeins kr. 2990,- SKÓHÚSID Verslunarmiðslöðinni Kaupangi, sími 27019 allt vísa ég til kvikmyndarýni er birtist vonandi í sama tölublaði Dags og þessi kvikmyndasíða. Cyrano verður í þriðja sinnið bíó á laugardaginn 30. nóvember. Val Kilmer í hlutverki Jim Morrisons. Val Kflmer - leikarinn með indíánablóð í æðum í viðtali við breska blaðið Film Review kvaðst Val Kilmer hafa verið kominn á fremsta hlunn að luetta kvikmyndaleik þegar Oliver Stone bauð honum hlut- verk Jim Morrisons í The Doors. Kilmer, sem var orðinn þreyttur á Mammonsdýrkun Hollywood, endurskoðaði afstöðu sína til kvikmynda og sagði já við tilboði leikstjórans. Það freistaði hans að vinna með Stone sem er kunn- ur fyrir að ná öllu því besta úl úr leikaraliði sínu. Þannig atvikaðist það að leikarinn sem er þekktur fyrir hlutverk hins ískalda og til- finningalitla flugmanns úr Top Gun og ævintýramannsins í Willow svo eitthvað sé nefnt gerðist poppstjarna og fíkniefna- neytandi - aðeins þó á hvíta tjaldinu. „Það var stundum óþægilegt að vinna að þessari kvikmynd“, rifj- ar Kilmer upp. „Eftir því sem ég kynntist Morrison betur því ljós- ara varð rnér hversu líkan smekk við höfðum, þá meina ég á sviði bókmennta og tónlistar. Fíkni- efnanotkunin tengdi okkur hins vegar ekki á neinn hátt saman. Kvikmyndin gerir heldur ekkert til að bregða ljóma á fíkniefna- neyslu Morrisons og þá ekki ég heldur. Tilfinning okkar fyrir ein- stökum lögum var ótrúlega lík. Eitt sinn var verið að taka upp lag fyrir kvikmyndina, lag sem mér líkaði ekki alls kostar. Þegar upptökunni lauk tautaði ég fyrir munni mér eitthvað á þá leið að þetta væri ómögulegt, nánast lag- leysa. Upptökumaðurinn, sem hafði einnig unnið að upptöku lagsins fyrir The Doors, kallaði þá í mig og bað mig að hætta að apa eftir Morrison. Ég hafði þá sagt það sama um sönglagið og Morrison forðum - en ég var alls ekki að leika heldur komu orðin frá hjartanu." En nú hefur Kilmer lagt hljóm- sveitina The Doors og Jim Morrison að baki. Hann hefur snúið sér að nýjum viðfangsefn- um. Kvikmyndirnar munu enn um sinn fá að njóta hæfileika hans því að í Thunder Heart, mynd er Michael Apted leikstýr- ir, leikur Kilmer kynblending af Sioux-kynþætti. Þetta hlutverk stendur ekki ýkja fjarri Ieikaran- um því að í æðum hans rennur blóð Cherokee-manna. Indíáni sögunnar, sem er á snærum FBI, er sendur inn á verndarnýlendur Siouxa að leysa morðmál. Þar lendir hann í sálarkreppu, hvor- um skal þjóna, bleikskinnum eða rauðskinnum? Framleiðandi Thunder Heart er Robert De Niro en þetta er jafnframt fyrsta kvikmyndin er hann framleiðir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.