Dagur - 23.11.1991, Page 24

Dagur - 23.11.1991, Page 24
Suður-Þingeyjarsýsla: Atvinmihorfur slæmar Veðurstofa: Óbreytt veður Veðurstofa íslands spáir engum breytingum á veðri fyrir Norður- og Norðaust- urland um helgina. Nær kyrrstætt lágþrýst- isvæði er suðvestur af Islandi sem dælir hlýju iofti austur fyrir land. Af því leiðir að nor- austanáttin sem nú ríkir norð- an heiða er mun hlýrri en ella. Skúraleiðingar eða slydda verður á iáglendi ailt fram á mánudag og veðurfræðingur á Veðurstofu íslands varar við hálku á vegum. ój Hálka og árekstur Árekstur varð á gatnamót- um Þórunnarstrætis og Mím- isvegar á fimmtudagskvöld- ið og annar ökumaðurinn var fluttur til sjúkrahúss. Lögreglan á Akureyri varar við hálku á götum bæjarins og einnig er mikil hálka á vegum urn Eyjafjörð. Nokkuð harður árekstur varð neðan Verk- menntaskólans á gatnamótum Mímisvegar og Þórunnarstræt- is á tíunda tímanum á fimmtu- dagskvöldið. Bílar skemmdust ali verulega og ökumaður ann- ars bílsins kvartaði um eymsl í háisi og var því fluttur til sjúkrahúss til athugunar. ój „Atvinnuástand er mjög slæmt og heldur verra en í fyrra. Undanfarna vetur hefur verið atvinnuleysi frá hausti og fram á vor og ekki er fyrirséð nein breyting þar á,“ sagði Ágúst Oskarsson hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur, aðspurður um atvinnuástand í sýslunni. í lok október voru 83 atvinnu- lausir í Suður-Þingeyjarsýslu, þar af 46 Húsvíkingar. Síðan hafa um 20 manns bæst við á atvinnu- leysisskrá sem skiptast nokkuð jafnt milli bæjarins og annarra sveitarfélaga í sýslunni. Þannig að reikna má með að um 55 manns á Húsavík séu atvinnu- lausir um þessar mundir. Tvö tilboð bárust í fiskverkun- arhúsið að Bakkagötu 11 á Kópaskeri sem Fiskveiðasjóð- ur Islands hafði eignast á nauð- ungaruppboði og auglýsti til sölu. Báðum tilboðunum var hafnað af tæknilcgum ástæð- um. Að sögn Ólafs Stefánssonar hjá Fiskveiðasjóði var ekki hægt að fallast á þessi tilboð eins og þau komu fyrir en báðum aðilum „Þetta er að langstærstum hluta verkafólk," sagði Ágúst. Aðspurður um við hvað fólkið hefði unnið áður en það kom inn til skráningar sagði hann að um væri að ræða: 6 sjómenn, 8 úr slátrun og kjötiðnaði, 2 úr niðursuðu og niðuriagningu, 1 frá Pósti og síma, 4 frá sjúkrahúsi og heilsugæslustöð, 1 frá elliheimili, 3 verslunarmenn, 13 frá fiskverk- un og átta koma frá ótiigreindum störfum. Alls töldust 1861 atvinnuleysis- dagur í sýslunni í október, þar af 1019 á Húsavík. Vinna í Fisk- iðjusamlaginu hefur legið niðri í nokkra daga það sem af er vetri. Ágúst sagði atvinnuhorfur mjög slæmar á næstu mánuðum. IM var boðið upp á viðræður. Ekki vildi Ölafur greina frá því hvaða aðilar gerðu tilboð í fisk- verkunarhúsið en þeir munu báð- ir vera úr þessum landshluta, þ.e. Norðurlandi eystra. „Ég reikna með að í næstu viku munum við setjast niður með þessum aðilum, hvorum í sínu lagi, og ræða þetta frekar, heyra þeirra áætlanir og verðhug- myndir,“ sagði Ólafur og kvaðst vona að samningar næðust. SS Fiskverkunarhús á Kópaskeri: Tvö tilboð bárust Súlan EA-300 landaði í Krossanesi í fyrrakvöld fyrsta alvöru loðnufarminum á þessari vertíð. Bræðsla hófst þar í gærmorgun á þeim 600 tonnum sem Súl- an kom með að landi. Um 10 loðnuskip voru á miðunum út af Norðaustur- landi í gærmorgun og höfðu öll einhvern afla. Reikna má með að þau sem lengst hafa verið úti komi inn til löndunar í norðlenskum höfnum í dag. Mynd:Golli Flutningabíllútaf Vöruflutningabíll frá Siglu- firði lenti út af hjá Stóru- Giljá í A.-Húnavatnssýslu aðfaranótt föstudags og ofan í árfarveginn. Bílstjór- inn slasaðist í baki og var fluttur suður á Borgarspítala með sjúkraflugi. Slysið varð upp úr miðnætti með þeim hætti að bíllinn sem var með fimmtán tonn af varn- ingi í festivagni rann út úr beygju í mikilli hálku og end- aði í árbakkanum neðan við veginn. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi má teljast mildi að ekki skyldi fara verr, þar sem gámurinn á festivagninum lenti á húsi bifreiðarinnar. Bíllinn er mjög illa farinn. SBG Forsætisráðherra neitar sveitarstjórnarmönnum um gengisfellingu: Eins og að henda björgunarhring fulluin af grjóti til drukknandi manns Ráðstefnu um fjármál sveitar- félaga lauk í Reykjavík í gær. Samband íslenskra sveitarfé- laga stóð fyrir ráðstefnunni og hófst hún á fimmtudag með ávarpi Jóhönnu Sigurðardótt- ur, félagsmálaráðherra. I gærmorgun fluttu Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, ávörp yfir sveitar- stjórnarmönnum landsins. Davíð greindi frá stefnu ríkis- stjórnarinnar í sveitarstjórnar- málum og vitnaði í hina hvítu bók, stefnuskrá ríkisstjórnar- innar. Forsætisráðherra fjall- aði einkum um þrjú mál, þ.e. sameiningu sveitarfélaga, til- færslu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga og endurskoðun laga um tekjustofna þeirra. „Minni sveitarfélög hafa eflst og eru betur í stakk búin til að takast á við erfið verkefni," sagði Davíð og bætti við að þess vegna væri sameining betri kostur í dag en fyrir nokkrum árum. Hann vonast eftir miklum árangri næstu fjögur ár í sameiningar- málum. „Forsenda tilfærslu verkefna og tekjustofna milli ríkis og sveit- arfélaga er að svcitarfélög hafi eflst og sameinast eftir því sem fært er,“ sagði Davíð. Um endurskoðun laga um tekjustofna sagði Davíð að ekk- Innkaupaferðirnar til Bretlandseyja: Ferðalangarnir græða 50 milljónir „Eg hef reiknað út að ef þús- und einstaklingar fara í þriggja daga ferð til Bretlandseyja og hver kaupir inn fyrir 100 þús- und krónur þá sparar sá hinn sami sér 48.500 kr. þegar hann er búinn að borga ferðina. Það eru því 48,5 milljónir sem þetta fólk hefur fengið í kjara- bætur við það að versla erlend- is,“ segi Einar Sveinn Ólafs- son, „innkaupaferðalangur“ á Akureyri. Eins og Dagur greindi frá í gær reiknar Ragnar Sverrisson, for- maður Kaupmannafélags Akur- segir Einar Sveinn Ólafsson og leggur tölur á borðið eyrar, með því að kaupmenn á Akureyri verði af um 200 millj- ónum króna vegna innkaupa- ferða fólks af svæðinu til erlendra borga. Einar Sveinn telur ekki rétt að einblína á tap kaup- manna, heldur horfa líka á kjara- bót ferðalanganna. „Dagsferðirnar eru auðvitað ódýrari en þriggja daga ferðirnar og ef meðalverð er tekið býst ég við að hægt sé að tala um að hver einstaklingur spari að meðaltali 55 þúsund krónur miðað við sömu forsendur. Þetta eru mán- aðarlaun og það hafa margir teygt sig eftir minna,“ sagði Ein- ar Sveinn. Hann rökstyður tölur sínar með eigin reynslu af þriggja daga innkaupaferð til Bretlandseyja. Barnaföt voru helmingurinn af vörunum sem hann keypti, föt á fullorðna 40% og leikföng 10%, hlutfall sem liann taldi ekki óalgengt. Ef þessar vörur kosta 100.000 kr. úti þá kosta þær 172.500 á Akureyri, segir Einar Sveinn og dregur fargjaldið síðan frá til að finna út sparnaðinn. Hann segir að barnaföt og leik- föng séu 50% ódýrari úti og föt á fullorðna 30% ódýrari, auk þess fæst virðisaukaskattur endurgreiddur. Einar Sveinn sagðist reyndar ekki trúa því að meðaleyðslan væri 100 þúsund krónur en fyrst sú tala hefði verið notuð til að finna út 200 milljóna króna tap hjá kaupmönnum mætti einnig nota hana til að finna út um 50 milljóna króna gróða hjá almenningi sem færi í þessar inn- kaupaferðir. „Það er spurning hvort stéttarfélögin eigi ekki að beita sér fyrir því að svona ferðir verði einu sinni í mánuði eða koma þeim inn í kjarasamninga,“ sagði Einar Sveinn. SS ert mætti þar gerast sem gerði sveitarfélög ábyrgðarlaus gagn- vart atvinnulífinu. „Við megum ekki konia tekjustofnalögunum þannig fyrir að sveitarfélögunum sé ekki beinn akkur í að greiða götu atvinnulífsins og stuðla að því að öflug og sterk atvinnu- starfsemi eigi sér stað innan sveit- arfélaganna." Forsætisráðherra varð tíðrætt um komandi kjarasamninga og sagði að flestir væru sammála um eina greiða leið í þeim efnum. „Það er sú leið að stilla kjara- samningum þannig að verðbólga hér á landi verði lægri en í ná- grannalöndum til að koma í veg fyrir mikið kaupmáttarhrun," sagði forsætisráðherra. Að lokinni ræðu Davíðs gátu fundarmenn borið fram fyrir- spurnir. í þeim kom fram mikil óánægja með boðskap hans, meðal annars frá bæjarstjórum Bolungarvíkur og Seyðisfjarðar þar sem steðjar að mikill vandi í atvinnulífinu. Þar var meðal ann- ars beðið um pennastrikaaðferð Alberts Guðmundssonar en Davíð sagði að sú aðferð væri siðlaus og ekki boðleg. Einnig var farið fram á gengisfellingu til lausnar vanda fiskvinnslunnar en Davíð sagði að gengisfelling væri eins og að henda björgunarhring fullum af grjóti til drukknandi manns. -bjb

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.