Dagur - 23.11.1991, Page 11
• Laugardagur 23. nóvember 1991 - DAGUR - 11
Bókakynning
Skömmtunarseðlar og dansleikjabann
- kafli úr bók Jóns Hjaltasonar, Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði
Hvenær komu hermennirnir í
Eyjafjörð? Hvaðan voru þeir?
Hvar settu þeir niður herbúðir
sínar? Hvernig brugðust Ey-
firðingar við „gestunum“?
Þessum spurningum og miklu
fleiri svarar sagnfræðingurinn
Jón Hjaltason í bók sinni
Hernámsárin á Akureyri og
Eyjafirði. Hin viðkvæmustu
mál eru reifuð, svo sem á-
standið og nasismi, Bretavinn-
an og njósnaveiðar hernáms-
liðsins. Akureyri er í þunga-
miðju frásagnarinnar enda
voru þar höfuðstöðvar setu-
liðsins, fyrst þess breska og
síðan hins bandaríska. Sagan
berst inn á Melgerðismela og
Hrafnagil, til Grenivíkur, út í
Öxnadal og Hörgárdal, eftir
strandlengjunni um Dagverð-
areyri, Hjalteyri og Arskógs-
strönd og út í Hrísey, einnig til
Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglu-
fjarðar og Grímseyjar.
Dagur birtir hér kafla úr
bókinni með góðfúslegu leyfi
höfundar. Það er fyrsti kafli
bókarinnar sem hér birtist les-
endum.
Akureyri, bær og
bæjarbragur
Árið 1940 voru nafngreindar göt-
ur á Akureyri um 45, nær allar
ómalbikaðar og án annarrar ryk-
bindingar en þeirrar sem lak aft-
an úr vatnsbílnum. Þó hafði verið
hafist handa um malbikun Kaup-
vangsstrætis, upp af Torfunefi og
Hafnarstræti, á árinu 1927 en það
var fyrsta malbikun í bænum.
Ekki hafði þessum framkvæmd-
um miðað betur en svo að sumar-
ið 1941 ætlaði rykið á götum
bæjarins alla lifandi að drepa.
Eftir vegunum skröltu hestvagn-
ar, bæði bæjarbúa og nærsveita-
rnanna, sem komu í bæinn að
selja mjólk. Pá var allt nýjabrunt
farið af skæðasta keppinauti
þarfasta þjónsins, bílnum, og
hann orðinn hluti af gráum
hversdagsleikanum. Kristján
Kristjánsson hafði stofnað Bif-
reiðastöð Akureyrar (B.S.A.)
árið 1923 og Bifreiðastöð Oddeyrar
(B.S.O.) hafði komist á laggirnar
1929. Strax árið eftir voru bílar
á Akureyri orðnir 103.
l5að er ekki ofsögum sagt að
það sem var og hitt sem varð
mættist á þessum árum. í desem-
ber 1913 var húsið Caroline Rest
opnað í Grófargilinu. Pessi
bygging, sent reist var af George
H.F. Schrader, átti að vera skjól
þarfasta þjóni mannsins, hestin-
um. Á öndverðu ári 1940 var
kvartað yfir því að sóðaskapur
stafaði frá húsinu „sakir þess að
hesthúsið væri of lítið og fjöldi
hesta yrði oft að standa fyrir
utan, og þeim gefið hey þar út.“
Bæjarstjórn Akureyrar tók kvört-
unina til greina og samþykkti að
æskilegt væri að hestageymslan í
Caroline Rest legðist af en hvatti
jafnframt til þess að leitað yrði
eftir annarri hestageymslu sem
næst miðbænum. Ekki virðist
hafa flögrað að nokkrum manni
að hrossaskýli í miðjum kaup-
staðnum yrði innan tíðar tákn
hins gamla tíma sem bílskúrinn
og bílastæðin væru í þann veginn
að leysa af hólmi.
í gegnum málavafstrið um
hrossin í Caroline Rest skín að
þrátt fyrir bílaeign Akureyringa
setti vélaraflið ekki mikil merki á
akureyrskt samfélag 1940, hvað
þá árin þar á undan. Vinnuaflið
var mest mannsins, og haki og
skófla algengustu verkfærin.
Hestar voru hin mestu þarfaþing
við heyskap jafnframt því að
gæðingar voru eigendum sínum
nokkur virðingarauki. Streittust
menn, stundum unt efni fram, við
að halda hross, rétt til þess eins
að geta riðið út um helgar og sýnt
veraldlegt gengi sitt. Bílar hafa
nú að mestu yfirtekið þetta hlut-
verk hestsins sem önnur brýnni.
En hrossin voru ekki einu hús-
dýrin. Ófáir Akureyringar áttu
nokkrar rolluskjátur, eina eða
tvær kýr og sumir voru með
hænsni. Þessi húsdýraeign, ásamt
skektunni sent margir lumuðu á,
bjargaði mörgum bæjarbúum frá
því að fara á vonarvöl. Húsdýra-
hald, og takmörkuð launavinna,
voru þó ekki einu bjargræði dag-
launamannsins. Kartöflugarðar
voru víða í bænum og kartöflu-
rækt stóð með miklum blóma.
Jafnvel þó búsýsla ýmiss
konar, og hún með forneskjuleg-
um blæ, hafi sett sterkan svip á
daglegt líf Akureyringa um 1940,
má alls ekki hrapa að þeirri
niðurstöðu að samfélagið hafi
verið trénað og einstaklingarnir
aðeins hirt um líðandi stund og
aldrei litið fram á veg. Slíkt væri
beinlínis rangt. Á þessum árurn
mátti greina fyrstu frjóanga þcss
sem síðar átti eftir að verða
meira og glæstara. Má til dæmis
nefna að Laxárvirkjun var í fæð-
ingu. Hinn 14. október 1939 var
rafmagnsstraumnum þaðan form-
lega hleypt á til Akureyrar. Gert
var ráð fyrir því í upphafi að ork-
an frá virkjuninni við Brúarfossa
nægði bæjarbúum til ljósa, suðu
og iðnaðar og til að hita upp
fimmta hvert hús í bænurn. Ög
nokkuð var það að í manntalinu í
desember 1940 reyndust flest hús
í bænum hafa rafmagn. Öll vænt-
anlega til ljósa en færri til suðu og
hitunar. Gerðu sum bæjarblöðin
sér óspart mat úr því að kaup-
menn næðu með engu móti að
anna eftirspurn eftir rafeldavél-
um og rafofnum.
í flestum húsum bæjarins var
einnig rennandi vatn og í mörg-
um vatnssalerni en miðað við
húsafjölda hafa þau líklegast ver-
ið fæst í annarri elstu götu bæjar-
ins, Aðalstræti. Um 50 hús stóðu
við götuna árið 1940 en um 20
þeirra voru án vatnssalernis. Við
Gránufélagsgötu stóðu um 30 hús
og voru aðeins fimm þeirra án
vatnssalernis og við Brekkugötu
voru í kringum 36 hús og einung-
is eitt án slíks salernis. Baðkerin
voru hins vegar mun færri en sal-
ernin og nánast öll í nýjustu hús-
unum.
Minnug þess að flótti úr sveit í
þéttbýli hófst strax á 19. öld, ætti
það ekki að koma svo mjög á
óvart að mikið var um að fólk
byggi í leiguhúsnæði á þessum
árum og var oft þröngt setið.
Fólkinu fjölgaði ört en íbúðar-
húsnæði átti sér ekki sömu tímg-
unarkosti. Því var það að jafn-
vel í tiltölulega nýlegum bæjar-
hlutum var leigustarfsemi í
blóma. Til dæmis leigðu sex af tíu
húseigendum við Helgamagra-
stræti út frá sér en allir bjuggu
þeir sjálfir í húsum sínum.
En þrátt fyrir að þessi byggð á
útnára heims gæti ekki státað af
vatnssalernum í hverju húsi eða
glæstum flota sjálfrennireiða, þá
var einangrunin ekki meiri en svo
að strax á öndverðu ári 1939 tóku
válegar fréttir frá umheiminum
að setja mark sitt á bæjarbraginn.
í byrjun september þetta ár
braust seinni heimsstyrjöldin út
og þó ísland stæði enn um sinn
utan þeirra hjaðningavíga, þá
settu þau engu að síður svip á allt
þjóðlífið. A síðum bæjarblað-
anna fjögurra, íslendings, sem
studdi Sjálfstæðisflokkinn, Dags,
málgagns framsóknarmanna,
Alþýðumannsins, en hann reri
undir mcð Alþýðuflokki, og
Verkamannsins, blaði sósíalista,
skiptust vígreifar hetjur íhalds og
verkalýðs á skotum.
Vikublaðið íslendingur (en
raunar voru öll blöðin fjögur
vikublöð) var ekki í neinum vafa
um sekt og sýknu styrjaldaraðila.
Jósef Stalín hafði með bandalagi
sínu við Þjóðverja hleypt heimin-
um í bál og brand, hans var
sökin. Og í forsíðugrein fyrsta
tölublaðs ársins 1940 svaraði
íslendingur því hver staða
íslands skyldi vera í ófriðnum.
Fullvissaði greinarhöfundur sig
og aðra um það að íslendingar
þyrftu ekki að óttast innrás:
„Vopnleysi vort og hlutleysi er
öruggasta vörn vor, - sú vörn,
sem gagnvart siðuðum þjóðum er
bezta vörn hvers ríkis, hvort sem
það er stórt eða smátt... - getum
vér jafn rólegir og um önnur liðin
áramót boðið hverjir öðrum
Gleðilegt ár.“
Um 1940 var litróf íslenskra
hægrimanna mjög tekið að sam-
lagast óskalitum stjórnmálanna,
svörtu og hvítu. Nasisminn, sem
átt hafði nokkur ítök í herbúðum
þeirra og valdið þar sundrung,
var að syngja sitt síðasta enda átti
þjóðernis- og kynhreinsunar-
stefna Hitlers aldrei upp á pall-
borðið hjá íslensku þjóðinni.
En á meðan hægrimenn fylktu
liði sínu byrjuðu fylkingar sósíal-
ista og kommúnista að riðlast.
Roðinn í austri tók að dekkjast
og átrúnaðargoðið, Jósef Stalín,
að hlaupa út undan sér. Fyrsta
alvarlega höggið sern félagi Stalín
greiddi áhangendum sínum á ís-
landi var þegar Sovétríkin og
Þýskaland gerðu með sér griða-
sáttmála þann 22. ágúst 1939. Á
Akureyri reyndu kommúnistar að
klóra í bakkann. Fjórum dögunt
eftir för Joachims von Ribben-
trops, utanríkisráðherra Þýska-
lands, til Moskvu birtis í Verka-
manninum grein þar sem tildrög
samningsgerðar stórveldanna
voru rakin til þrjósku og óbilgirni
Nevilles Chamberlains, forsætis-
ráðherra Breta, í viðskiptum
hans við Rússa...
En það var ekki aðeins at' tús-
um og frjálsum vilja sem Akur-
eyringar og aðrir landsmenn létu
sig stríðið í Evrópu einhverju
varða. Strax á árinu 1938 gengu í
gildi bráðabirgðalög sem heimil-
uðu ríkisstjórninni að grípa til
ýmissa ráðstafana vegna yfirvof-
andi ófriðarhættu. Fjölgaði slík-
um lögum árið eftir og urðu þau
um leið markvissari, einkum þó
eftir að sjálft stríðið var byrjað. í
kjölfar og samhliða tylgdu reglu-
gerðir um skömmtun á matvöru
og margvíslegum nauðsynjavör-
um. í byrjun september 1939 gaf
ríkisstjórnin út bráðabirgða-
reglugerð er tók til sölu og út-
hlutunar á rúgi, rúgmjöli, hveiti.
hveitimjöli, hafragrjónum, hrís-
grjónum, matbaunum, sykri,
kaffi og kolum til húsahitunar.
Lögðu stjórnvöld blátt bann við
sölu þessa varnings beint frá
heildsala til neytenda og ekki
mátti seljandi láta af hendi við
kaupanda mcira en vikubirgðir
varanna í einu ef um innanbæjar-
sölu var að ræða.
Nokkrum dögum síðar hnykkti
ríkisstjórnin enn frekar á mat-
vælaeftirlitinu en þá var birt
reglugerð sem fjallaði um sölu og
úthlutun á matvörutegundum. I
fyrstu grein hennar var lagt bann
við því að selja rúgbrauð og
hveitibrauð, rúg, rúgmjöl, hveiti,
hveitimjöl, hafragrjón, hafra-
mjöl, hrísgrjón, matbaunir og
bankabygg nema gegn framvísun
ákveðinna skömmtunarseðla. Af
öðrum kornvörum voru aðeins
fóðurbygg, hafrar og fóðurmaís
undanþegnar þessum reglum. En
líklega hefur mörgum manninum
litist það sýnu verst að kaffi og
sykur féllu undir reglugerðina.
Sem nærri má geta hafði þessi
matvælaskömmtun ríkisstjórnar-
innar, sem hófst 18. september
1939, samstundis áhrif urn allt
land.
Skömmu eftir að áform stjórn-
valda um matvælaskömmtun
komu fram settist bæjarstjórn
Akureyrar á rökstóla. Á fundin-
um var stofnsett ný bæjarnefnd
sent fékk nafnið úthlutunar- og
dýrtíðarnefnd. Átti hún meðal
annars að annast úthlutun mat-
vælaseðla og allt eftirlit nteð
skömmtuninni. Á þessum sama
september-fundi var samþykkt
að fara þess á leit við ríkisstjórn
íslands að hún legði niður í senn
áfengisútsöluna á Akureyri og
allan innflutning áfengra drykkja
til landsins, að minnsta kosti
meðan á styrjöldinni stæði. En
þetta var aðeins fyrsti liður álykt-
unar sem Alþýðuflokksmaðurinn
Erlingur Friðjónsson lagði fyrir
bæjarstjórn til samþykktar. í
öðru lagi fitjaði hann upp á þvf
að bannaðar yrðu allar skemmti-
samkomur svo sem bíó, dansleik-
ir, sjónleikir og hlutaveltur „og
aðrar þær skemmtanir, sem fólk
eyðir peningum sínum í". Tillaga
Erlings var kolfelld með sex
atkvæðum á móti tveimur og
kom fyrir lítið þó hvikað væri frá
upphaflegu orðalagi hennar í
þrígang. Sigurður Eggerz bæjar-
fógeti var hins vegar líkrar
skoðunar og Erlingur og það sem
meira var, til hans þurfti að sækja
leyfi til dansleikjahalds. Fyrir
vikið voru ekki haldnir opinberir
dansleikir á Akureyri næstu mán-
uðina og enginn allt árið 1940.
Þetta kom harðast niður á ein-
stökum félögum bæjarins eins og
til dæmis skátunum sem höfðu
aflað fjár til starfsemi sinnar með
dansleikjahaldi. Auðvitað fundu
bæjarbúar fljótlega ráð til að fara
í kringum vilja bæjarfógetans.
Einkaklúbbar af margvíslegu tagi
spruttu upp og félög bæjarins,
eins og til dæmis íþróttafélagið
Þór, fengu leyfi til að halda dans-
lciki fyrir meðlimi en auglýstu í
neðanmálsgrein að guðvelkomið
væri að taka gesti með.
Dansinn dunaði því áfram
þrátt fyrir að Erlingur ætti öflug-
an bandamann þar sem Sigurður
bæjarfógeti var. Það sýndi sig
hins vegar fljótlega að fjölmargir
bæjarbúar voru á svipaðri skoðun
um áfengismálin og bæjarfulltrú-
ar. í desember (1939) gekkst
Umdæmisstúkan númer fimm
fyrir undirskriftasöfnun gegn
áfengissölu í bænum. Lýstu 2016
atkvæðisbærra manna sig þess
fýsandi að áfengisútsölunni yrði
byggt út á Akureyri. En þrátt fyr-
ir að um % hlutar kjósenda á
Akureyri vildu áíengið burt, og
þar nteð talin bæjarstjórnin, þá
sýndu stjórnvöld lítinn lit á að
koma til móts við þá.
Vart er að efa að stúkumenn
nutu þess í baráttu sinni gegn
Bakkusi að íþróttaáhugi almenn-
ings fékk byr undir báða vængi
um þetta leyti. Hinn gantli ung-
ntennafélagsandi var kominn á
stjá á nýjan leik og takmarkið var
íþróttahús handa Akureyringum.
í þjóðhátíðar-tölublaði Verka-
mannsins 1939 skrifaði „J.E.K."
að fullkomið íþróttahús á Akur-
eyri væri lífsnauðsyn. Nokkrum
mánuðum síðar minntist Ólafur
Magnússon á það í Degi hvílíkt
döngunarleysi skini af því fyrir
um 5000 manna bæ að eiga ekk-
ert íþróttahús. Hvatti hann borg-
ara bæjarins til að gerast félagar
í íþróttahúsfélagi sem stóð fyrir
dyrum að stofna. Átti það að róa
að því öllum árum að upp risi á
Akureyri nýtísku íþróttahús.
Einn ötulasti talsmaður hinnar
nýju íþróttahússbyggingar var
vafalítið prentarinn Jón
Benediktsson. Hann var vakinn
sem sofinn í starfinu og á tímabili
kom varla svo út blað á Akureyri
að ekki væri í því grein eftir Jón
þar sem hann minnti bæjarbúa á
íþróttahúsið, sem þeir ekki ættu,
og jafnframt hvað miðaði að
koma því upp. Hann gaf einnig
út smárit í sarna tilgangi er hann
kallaði „Sumar gengur í garð“.
Akureyringar fengu ekki cinasta rafinagn frá Laxárvirkjun, í scptember 1922 var Glerárvirkjun tekin í notkun en
smíði hennar liafði hafist árið áður. Ljósm. Minjasafnið á Akurcyri