Dagur


Dagur - 23.11.1991, Qupperneq 6

Dagur - 23.11.1991, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 23. nóvember 1991 BROT ÚR SÖGU BÆNDA Atli Vigfússon Er hornabúið að fara í eyði? Mikil er sú breyting sem hef- ur orðið á leikföngum barna nú síðustu ár. Það ægir sam- an öllum gerðum af hinum ótrúlegustu hlutum sem eru ýmist rafdrifnir eða tölvu- stýrðir, og nokkra þekkingu þarf til við notkun þessara nýtísku „gulla“. Ég játa á mig að vera gamaldags, því ég var eins og margir góðir menn hér í landi, að ég lék mér í hornabúi, þessum „þroskaleik kynslóðanna um aldir“ og eignaðist aldrei geimverur og geimflaugar, né heldur stríðsskip. Það var virkilega búsældarlegt á bæjarhólnum í þá tíð enda mynd- arlegur búsmali á beit, raunar hvert sem var litið, og búið var stórt. Þessi búskaparleikur tók mikinn tíma enda verkefnin ærin. Gripa- hús voru byggð úr múrsteinum og girt var með girðingarstaurum úr tré og bönd höfð fyrir gaddavír. Uppáhalds tíminn var haustið þegar ný horn komu og var þá far- ið með grisjupoka niður í kjallara á sláturhúsinu þar sem hornin voru afhöggvin og engin horn vildi ég nema af þeim kindum sem frá okk- ur komu. Homin fengu síðan nöfn ærinnar sem þau voru af og hétu t.d. Surtla I og Surtla II því hver ær gaf af sér tvö hom, eins og gefur að skilja. Þá var einnig mikil hátíð þegar svið voru í sunnudagsmat því þá bættust nýjar kýr í fjósið, sem voru kjálkamir og ný hænsni bættust við, en það voru málbeinin. Hesta hafði ég nokkra, en það voru leggir af fullorðnum ám og folöld fengust af lambaleggjum. Sjaldan voru sviðafætur til matar og var því stundum leitað „hesta“ út í móurn ef einhvers staðar var dauð kind. Mjólkurframleiðsla var mikil og meðalaglös voru höfð sem brúsar. Þá var tankvæðingin ekki komin og bættist mikið við brúsa- eignina á bólusetningardögum. „Gullinkambur“ og fleiri í heimsókn Ræktun og heyskapur tóku langan tíma. Þurrkað var úti á góð- Skelja- búið Aldrei var það svo að maður fengi að hafa horn og kjálka inni t.d. á vetrum er snjór var yfir jörð. Var þá brugðið á það ráð að búa með skeljar sem fengust í fjörunni úti við flóann. Var það siður að hafa með sér fötu er þangað var farið og safna saman ýmsum gerðum af skeljum. Voru þær síðan þvegnar og bú- skapur hafinn. Kúskeljar voru algengastar, síðan voru bláskeljar, „hrúta- skeljar" og „forystuskeljar", en hörpudiskar og kuðungar voru ekki finnanlegir. Nokkuð var það misjafnt hvaða skeljar táknuðu hvað og fór það nokkuð eftir landshlut- um, einnig hugmyndaflugi á hverjum stað. Það sama var um homabúið að mjög misjafn var hvaða tákn börn höfðu fyrir dýr- in og á bæ einum í Ámessýslu voru nautgripakjálkar látnir tákna fíla og í Flóanum voru heilar hauskúpur látnar tákna bjamdýr eða skrímsli, sem sóttu á búfénaðinn. um dögum og sáð var í flag, bæði höfmm og káli. Einn morguninn var ekki fallegt um að litast á búinu því heimilishaninn hann Gullinkambur og konur hans höfðu verið snemma á fót- um samkvæmt venju og fundið flagið, sem ég var nýbúinn að sá í, og höfðu étið allt hafrafræið og síðan baðað sig í moldinni og þeytt henni út í all- ar áttir. Þar með var allt sem átti að vera haustbeit horfið og varð ekki meir úr því það sumarið. Fleiri gestir gerðu sig heimakomna í bú- inu, en það voru flækingshundar sem stundum komu og fengu sér máltíð og einn dag missti ég átta kýr og enginn bjargráðasjóður bætti það tjón. Bylting í búinu Einu sinni varð bylt- ing í búinu en það var þegar jafngömul frænkan mín að sunn- an kom til dvalar. Hún var mikið fyrir leiki og vildi strax koma upp í hornabú til mín og gera eitt- Hornabú. hvað skemmtilegt. Eg beið spenntur í búinu eftir frænku því við höfðum aldrei leik- ið neitt saman áður. Dálítið varð ég hissa þegar hún kom því hún var búin að fá lánuð föt af ömmu og þóttist vera fín frú. Hún sagðist vera leikkona frá útlöndum og væri hér á ferðalagi. Hún leit hvorki á kindumar né kýinar í hornabúinu heldur sagði að ég ætti að leika frægan söngvara og syngja fyrir leikkonuna. Hún fékk mig síðan til þess að smíða gítar úr mótatimbri í vélageymsl- unni og negla á hann spotta fyrir strengi. Ég kunni samt voða lítið að spila fannst mér, en það fannst „leikkonunni“ ekkert mál, bara að hún hitti einhvem sem væri í hljómsveit. Hún sagði líka að allir söngvar- ar hefðu sítt hár og ekki svona sveitalega klippingu eins og ég og tók bút af ullarreifi og setti á haus- inn á mér. Síðan vildi hún halda veislu og bjóða forsetanum, for- setafrúnni og ráðherrum. Það var „þykistunni“-veisla og varð ég að vera eins og maður með mönnum og sitja með til borðs. Eiginlega var ég ekkert hrifinn af þessum leik og stakk upp á því að leika frekar Freyju og Rák sem væru á beit niður í „mýri“. En leikkona gat ekki breyst í neina Freyju enda sagðist hún vera að fara og myndi hún búa á frægu hót- eli í einni af stórborgunum. Svona var frænka. Eiginlega varð ég hálffeginn þegar hún fór og þá gat ég aftur farið að stunda minn venjulega „sveitabúskap" og lét frægt fólk og útlönd, lönd og leið. Enn fleiri gestir Tvisvar var það þó sem ég hélt að homabúið myndi vekja athygli frægra manna. í bæði skiptin var landhreinsun á bænum. í annað sinni var það Margrét drottning sem átti að aka framhjá í opinberri heimsókn sinni til Is- lands, en hins vegar var það Magn- ús frá Mel sem var á kosninga- Mynd: Atii vigfússon Að gamni mmu gekk ferðalagi og ætlaði að koma og hitta fólkið. Þessa daga var öllu stillt vel upp í homabúinu og kúm og kindum raðað skipulega í hús svo allt færi vel. Sjálfur sat ég svo á gamalli sláttuvél til þess að sjá föruneyti ég að þessu fyrrverandi seli í sumar, en sá þá lítil ummerki eftir þessa starfsemi, nema hvað sást í tvö horn upp úr grasinu og líklega er þar um að ræða fé sem aldrei kom af fjalli. Selið var í eyði, en áin rann ennþá eftir dalnum. Margrétar á bílum sín- um. Aldrei vissi ég hvort hún horfði nokkuð heim að bænum, hvað þá að hún sæi móta fyrir gamla hornabúinu. Líkt var þetta þegar Magnús frá Mel kom og drakk kaffi með fólkinu. Hann heilsaði mér en spurði ekkert um búið þótt ég hefði ver- ið til í að sýna honum Enn varð ég að láta frægt fólk lönd og leið. Hornabú í seli Eitt sumar var hornabú- skapurinn í seli. Ekki man ég að fyrir því hefði verið nein sérstök ástæða nema hvað beit hjá eyði- býli sem er í nágrenninu var mun betri og þar var einnig mikil friður fyrir almenn bústörf á svona búi. Var þá allur bústofn settur í hjólbörur og hon- um ekið til heiðar, upp í gildrag við eyðibýlið þar sem grösugt er og fallegt, með allstórum læk sem taldist vera áin í dalnum. Seinna var svo ekið byggingarefni til úti- húsagerðar ásamt efni í girðingar og fleiri nauð- synjar. Fóru horn, kjálk- ar, kjúkur og leggir vel með sig, enda rúmt í beitilandinu. Beinaleikir barna Á síðasta ári kom út bókin Bernskan, í útgáfu Amar og Ör- lygs, sem fjallar um líf, leiki og störf íslenskra barna fyrr og nú. Skráð hafa Símon Jón Jóhanns- son og Bryndís Sverrisdóttir. í þessu skemmtilega riti er rætt um hin ýmsu leikföng barna og búskaparleiki þeirra. Þar á meðal er vel lýst innileikjum bama með bein og þá bæði átt við bein úr húsdýrum og fiskbein og segir svo í kaflanum um innileiki bama með bein: „Leggir eru fyrirferðarlítil og snyrtileg leikföng og því fengu böm að hafa þá inn í baðstofu, en sjaldgæfara var að homin hlytu slíkan heiður. Völur og kögglar úr fótum sauðkindarinnar voru einnig innileikföng, því slík smá- bein vildu týnast og fara í hundana ef þau voru höfð úti við. Úr leggjum byggðu börn beina- borgir eða leggjalaupa. Það var gert þannig, að fyrst var lagður einn langur sauðarleggur á gólfið og tveir styttri sinn hvorum meg- in við hann. Svo voru aðrir tveir lagðir þversum yfir þessa og þannig koll af kolli, uns kominn var hár tum. Þá var listin sú að fara með höndina ofan í laupinn og taka um legginn í miðjunni lyfta öllu saman án þess að borg- in hryndi. Skemmtilegur innileikur var að stökkva yfir sauðarlegg. Þá var leggur lagður á gólfið og lista- maðurinn tók báðum höndum um tæmar á sér og reyndi að hoppa jafnfætis yfir legginn án þess að sleppa takinu. Þetta gat reynst erfiðara en virðist í fljótu bragði. Sauðarvölur voru látnar tákna ýmist sauðfé, hunda eða ketti. Sum böm áttu mikið safn af völ- um sem þau geymdu í sérstakri hirslu, sem kölluð var völuskrín. Sagt var að þeir sem geymdu völ- umar sínar ættu að verða vel fjáð- irogheppnirmeðbúfésitt. Böm- um hélst þó stundum illa á völun- um, því stúlkumar vildu gjaman vinda upp á þær band og þá gat farið svo að forystusauðurinn lenti inni í hnykli og yrði að dúsa þar í nokkum tíma. Þá var eig- andinn huggaður með því að völ- ur yrðu mjög gáfaðar af því að vera lengi inni í hnykli. Og valan var sannarlega ekk- ert venjulegt bein. Með henni var hægt að spá fyrir um óorðna hluti og var sérlega gott að grípa til hennar ef fara átti í ferðalag, því hún var veðurglögg. Þá var valan sett upp á hvirfilinn, eða á nef- broddinn, og farið með spáþulu." Æðarkollur úr ýsubeinum „Enn eru ótalin fiskbeinin, sem böm notuðu til leikja. Þar skal fyrst nefna ýsuklumbu eða eyr- uggabein ýsunnar. Hagir menn tálguðu úr ýsubeini fugla handa börnum og hafa þeir verið meðal algengustu leikfanga um allt land. Mest þótti varið í æðarkollur með unga á bakinu og eru dæmi þess að þær hafi verið með allt upp í níu unga. Stundum vom fuglarnir litaðir og reynt að gera þá sem líkasta fyrirmyndunum. Selir, tófur og önnur dýr voru einnig gerð úr ýsubeini og var margt af þessu hin listilegasta smíð. Sumir gerðu krumma úr baulubeini og kerlingarprjónum úr þorskhaus. I baulubeinið var stungið þremur kerlingarprjónum og stóð þá skepnan á þremur fótum. Slík fyr- irbæri höfðu reyndar fleiri nöfn, eins og Grýla, baulustrákar eða hrafnar. Kvamir úr þorskausum voru hirtar og notaðar sem spilapen- ingar í púkki eða í getruleik. Getruleikur var þannig að annar þátttakenda faldi nokkrar kvamir í lófa sér, lét hringla í þeim og sagði síðan: „Gettu margs í lófa mér áður en lófinn springur". Þá átti hinn að geta hvað kvarnirnar væru margar og ef hann gat rétt, fékk hann þær allar, en þurfti annars að borga hinum jafn marg- ar kvarnir“.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.