Dagur - 28.12.1991, Page 3

Dagur - 28.12.1991, Page 3
Fréttir Laugardagur 28. desember 1991 - DAGUR - 3 Byggðastofnun: Leggur fram styrk í Laxós hf. í stað hlutaíjár Byggðastofnun mun ekki leggja fram 800 þúsund í hlutafé í eldisstöðina Laxós hf. í Ólafs- firði, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Þess í stað hefur stofnunin samþykkt að leggja fram sömu upphæð til félagsins í formi styrks. Þorsteinn Ásgeirsson, stjórn- arformaður Laxóss hf., segir að þessi ákvörðun Byggðastofnunar hafi verið tekin fyrir stuttu og því ekki gefist tími til að huga að því að fá aðila til að leggja fram hlutafé í félagið. Eins og kunnugt er var fisk- eldisstöðin Óslax hf. úrskurðuð gjaldþrota í haust og í kjölfarið Háskólinn á Akureyri: Friðrik með heimild til var stofnað hlutafélagið Laxós hf., sem tók eldisstöðina á leigu. Stofnhlutafé var ákveðið 4 millj- ónir króna. Að sögn Bjarna Kr. Grímssonar, bæjarstjóra, hefur Ólafsfjarðarbær ekki áhuga á að eiga meirihluta í atvinnufyrir- tækjum og það sama gildi um Laxós hf. og önnur fyrirtæki. Bjarni segir að bærinn hafi lýst sig reiðubúinn að leggja fram 1,6 milljónir króna í hlutafé. Á móti leggur Kaupfélag Eyfirðinga fram 1,1 milljón, Veiðifélagið 500 þúsund og því vantar 800 þúsund upp á að náist að safna 4 milljónum í hlutafé. „Við teljum að þrjú síðustu ár hafi ekki verið marktæk. Þau hafa allsstaðar verið léleg í haf- beitinni. Við bindum vonir við að ástandið sé að lagast og útkoman verði betri næsta sumar og sumarið 1993,“ sagði Þorsteinn. óþh Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. Meö kaupum á hlutabréfum Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. fyrir 100.000 krónur getur einstaklingur lækkað skattana um 40.000 krónur. (Fyrir hjón er upphæðin 200.000 krónur og skattaafslátturinn 80.000 krónur.) Höfum opið í dag til kl. 16.00 og á gamlársdag til kl. 14.00. Kaupþing Norðurlands hf. Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími 96-24700, fax 96-11235. að kaupa eða leigja húsnæði Við lokaafgreiðslu fjárlaga komu inn nokkrir nýir liðir undir liðnum „Fjármálaráð- herra er heimilt:“ Undir undirliðnum „ráðstöfun eigna“ er komin inn heimild fjármálaráðherra til að selja fast- eignina Svarfaðarbraut 20 á Dalvík. Undirliðnum „fasteigna- kaup, lántökuheimildir o.fl.“ er komin inn heimild ráðherra til að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Háskólann á Akureyri og taka til þess nauðsynleg lán. Eftir því sem næst verður komist mun þarna vera um að ræða leigu fyrir húsnæði skólans við Glerárgötu. Pá er undir þessuin lið komin heimild til fjármálaráðherra að kaupa húsnæði fyrir heilsugæslu- stöð á Akureyri og taka til þess nauðsynleg lán og að kaupa húsnæði fyrir héraðslækni á Þórs- höfn og taka til þess nauðsynleg lán,__________________óþh Stjórn Félags sauðpr- bænda við Eyjaijörð: Mótmæhr svívirðilegri árás á kjör bænda Stjón Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð sendi nýverið Halldóri Blöndal, landbúnað- arráðherra, bréf, þar sem stjórnin mótmælir svívirðilegri árás á kjör bænda þ.e. þeirrar stéttar sem hefur litla mögu- leika til að bera hönd fyrir höf- uð sér t.d. með verkföllum. í bréfi til ráðherrans stendur: „Stjórnarfundur í Félagi sauð- fjárbænda við Eyjafjörð haldinn 16. desember 1991 mótmælir harðlega hugmyndum ríkis- stjórnarinnar um að fara ekki eft- ir ákvæðum í búvörusamningi frá 11. mars 1991, grein 5.2.1., um beinar greiðslur ríkisins til bænda, með því að fresta 1/6 af þessum greiðslum á árinu 1992 þar tii í janúar og febrúar 1993“. Jafnframt er bent á í bréfinu að upphæð þessi nemur rúmlega þriggja mánaða launum bóndans í verðlagsgrundvelli. ój HjáiparsveVa ****** Flugeldar! Flugeldamarkaðir okkar eru: Stórmarkaöur, Lundi v/Viðjulund Stórmarkaður, Bílasalan Stórholt-Toyota Söluskúrvið FHagkaup Söluskúrvið FHita hf. v/Draupnisgötu FlugeWas'/n,nS 28- desembe kl."'7'00 v\ð Lund VISA *Opið 27.-30. desember kl. 9-22.00 og 31. desember kl. 9-16.00

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.