Dagur - 28.12.1991, Page 5
Laugardagur 28. desember 1991 - DAGUR - 5
Efst í huga
Óskar Þór Halldórsson-
Hættið þessu svarta-
gallsrausi!
Þjóöin virðist kvíðin um þessar mundir. Á degi
hverjum sjá fjölmiðlar henni fyrir fréttum um að
efnahagslífið sé slæmt og stefni bara á einn veg;
norður og niður. Þetta er niðurdrepandi og dreg-
ur allan mátt úr landsmönnum. Stjórnmála-
mennirnir hafa heldur ekki verið barnanna bestir
við svartagallsrausið, að ekki sé nú talað um
talsmenn atvinnurekstrar í landinu. Þeir koma
fram hver á fætur öðrum í útvarpi, sjónvarpi og
blöðum og halda langar grátbólgnar ræður um
að menn verði að hætta öllu peningasukkinu og
snúa sér að því að herða sultarólarnar.
Ég hygg að hverjum einasta íslendingi sé Ijóst
að við horfum fram á þrengingar á næsta ári. Við
vitum að helsta björg okkar, þorskurinn, færir
okkur færri krónur í sameiginlegt launaumslag
og við vitum líka að álverið suður með sjó, sem
mér skilst að hafi átt að bjarga öllu sem hægt er
að bjarga, kemur ekki á næsta ári. Grátkór
stjórnmálamannanna og hagfræðinganna í
sukkhöllunum í Reykjavík er því í essinu sínu
þessa dagana. Og meira að segja forsætis-
ráðherra, sem ég taldi í einfeldni minni að ætti
einmitt að stíga á stokk og reyna nú að stappa
stálinu í þjóðina, grætur manna hæst.
Landinn hefur margoft sýnt það að á þreng-
ingatímum er hvað mestur dugur í honum. Hann
lætur ekki beygja sig niður í svaðið vegna orða
misvitra manna. Hann bítur á jaxlinn, bölvar
kannski í hljóði og horfir björtum augum fram á
veginn. Þannig er hægt að vinna sig út úr erfið-
leikunum. En innst inni gremst honum að þurfa
að taka á sig auknar byrðar, vegna þess að hann
veit vel að í þessu landi er til meira en nóg af
peningum. Hann spyr sig þeirrar spurningar af
hverju byggt hafi verið hótelígildi fyrir fleiri hundr-
uð milljónir króna uppi í Blönduvirkjun. Hann
spyr sig líka hvernig í ósköpum þjóðin hafi haft
efni á því að setja marga milljarða króna í ráðhús
í Tjörninni í Reykjavíkog veitingahús í Öskjuhlíð
í Reykjavík? Nú kunna menn að andmæla og
segja að þessar tvær stórbyggingar séu alfariö
mál Reykvíkinga og landsbyggðarfólk hafi ekkert
um þær að segja. Kann að vera rétt, svo langt
sem það nær. En það er nú svo að við borgum
risavaxnar upphæðir á ári hverju beint í kassa
Reykjavíkurborgar í formi aðstöðugjalda og
ýmissa fleiri gjalda í gegnum stórfyrirtæki, með
höfuðstöðvar í höfuðborginni, sem við öll skipt-
um við. Nefna má tryggingarfélögin, skipafélögin
o.m.fl.
Kannski er ráðuneytismönnunum óvenju mikið
niðri fyrir þessa dagana vegna þess að þeir sjá
fram á að samdrátturinn kemur ekki síst við þá
sjálfa og nánasta umhverfi. Það er nefnilega
borðliggjandi að nú fyrst þarf höfuðborgin að
„blæða“, samdrátturinn mun leggjast af fullum
þunga á þjónustuna í Reykjavik. Menn munu
trúlega komast að raun um að peningarnir verða
ekki til í Kringlum, Borgarkringlum eða öðrum
bruðl byggingum.
Landsbyggðin hefur gengið í gegnum sam-
drátt í atvinnulífi í mörg undangengin ár og er
því fyrir löngu búin að læra að lifa við slíkar
aðstæður. Hún mun ekki kippa sér upp við þótt
móti blási enn eitt árið. Hún fyllist ekki þunglyndi,
þótt ráðamenn vorir hafi gefið út tilskipun um
slíkt. Hún brosir mót nýju ári.
Fjölmiðlar
Þröstur Haraldsson
Alvarleg tilraun til
aramótauppgjörs
Nú áriö er iiöiö í aldanna skaut og aldrei þaö
kemur til baka. Þetta hefur verið viöburöaríkt ár
í fréttum og fjölmiölun, jafnt innanlands sem
utan. Erlendis hafa heimsveidi riöaö til falls og
ríki fæöst eöa endurfæðst, hinn vestræni heimur
fór meö stríö á hendur holdgervingi hins illa,
Saddami nokkrum Hussein af írak, og haföi
sigur, þótt menn greini á um ávinninginn.
Innanlands hefur einnig gengið ýmislegt á.
Hér var kosið til þings og skipt urn stjórn, gjald-
þrot og minnkandi þorskgengd hafa oröiö til
þess aö efla svartagallsraus en þjóöin hefur sér
til afbötunar og endurlausnar getaö sopiö úr
Bermúdaskálum og hnyklaö vöövana. Og svo
má ekki gleyma því aö Hekla gaus.
Vel á minnst, Hekla. Þaö var á einum anna-
samasta degi í sögu íslenskrar fjölmiölunar sem
Hekla hóf að gjósa. Svo vildi til ,að sama dag
hófst Flóabardagi hinn síðari og Ólafur Noregs-
konungurlést. Ég heyröi sögu af Norömanni bú-
settum í Reykjavík sem er aö aukastarfi fréttarit-
ari norska ríkissjónvarpsins. Þegar Hekla byrj-
aöi aö gjósa aö áiiðnum þessum viðburöaríka
degi hringdi hann aö sjálfsögöu til Osló. Þar
kom þreyttur og úttaugaður maöur í símann og
þegar okkar maöur haföi sagt honum tíöindin
voru fyrstu viöbrögö fréttastjórans þessi: Æ, nei,
ekki meira!
Þannig hefur þetta ár verið í fréttunum. AÖ
sjálfsögðu er ekki bara þreytandi aö vera frétta-
maöur á slíkum tímum. Þótt stríösfréttir og and-
látsfregnir séu aldrei skemmtilegar þá fylgir því
óneitanlega spenna aö horfa á mannkynssög-
una gerast fyrir augum manns, í beinni útsend-
ingu eins og sagt er.
Þannig hefur ástandiö veriö á þessu ári. Þaö
er verið aö skrifa nýjan og mikilvægan kafla í
sögu Evróþu og alls heimsins f austanveröri álf-
unni. Þar hefur ferliö sem hófst fyrir tæpum sjö
árum meö valdatöku Gorbatsjofs leitt til upp-
lausnar víölendasta stórveldis okkar tíma.
Heimsmyndin sem langflestir ibúar Vesturlanda
ólust upp viö er hrunin. Kaldastríöinu lokiö meö
brottgöngu annars striösaðilans. Eftir stendur
hinn og veit ekki sitt rjúkandi ráö. Hvaö á hann
aö gera viö allar bomburnar sem búiö er aö
hrófla upp á hálfri öld?
Um leið erum viö áþreifanlega minnt á þau
gömlu sannindi aö fáir njóta eldanna sem fyrstir
kveikja þá. Maöurinn sem eigin hendi hefur
breytt gangi mannkynssögunnar og kollvarpaö
Sovétríkjunum kom f sjónvarpiö á jóladag og
sagði af sér. Honum hefur veriö skákað til hliðar,
eöa kannski hefur hann sjálfur málaö sig út í
horn. Um þaö var deilt í jólaboöi sem undirritaö-
ur sótti og sýndist sitt hverjum hvort Gorbatsjof
heföi ætlað sér aö varðveita völd flokksins sem
nú er búiö aö banna eða hvort hann sá fyrir þá
skriöu sem hann setti af staö og hefur nú hrifiö
hann sjálfan meö sér.
En þótt Gorbi sé farinn frá um stundarsakir
þá hlýiur hann aö komast á spjöld sögunnar
sem eitt af stórmennum þessarar aldar. Banda-
ríska fréttaritið Time valdi hann á sínum tíma
ekki einungis mann ársins heldur mann níunda
áratugarins. Ég held aö hann komi einnig til
greina þegar fariö veröur aö huga aö manni ald-
arinnar eftir rétt átta ár. Að vísu má hann etja
kappi við menn á borö viö forvera sína í emb-
ætti, Lenín og Stalín, aö ógleymdum Adólfi hin-
um austurriska. Sagan mun svo skera úr um
þaö hvort verk Gorbatsjofs standa til frambúðar
eöa verða einungis skammvinnt innskot í mann-
kynssöguna eins og verk hinna þriggja.
Aö sumu leyti má segja aö hér á Islandi séu
aö veröa örlagaríkar breytingar sem munu
skipta sköpum um framtíð okkar, f það minnsta
á sviöi efnahags- og atvinnumála. Viö erum í
hreinsunareldinum miöjum og ekki útséö um
þaö hvort viö sleppum úr honum meö alla limi
heila. Þaö dregur óneitanlega úr sigurlfkum
okkar aö hér skortir menn meö hugrekki og víö-
sýni Gorbatsjofs. Viö höfum hins vegar nóg af
Brésnefum sem óttast svo mjög aö aðrir njóti
eldanna aö þeir þora ekki að kveikja neitt bál.
Ég ætla því ekki aö gera neina uppástungu
um mann ársins á íslandi en óska lesendum árs
og friöar.
Viðskiptavinir
athugið!
Lokað vegna vörutalningar
30. og 31. desember.
Opnum aftur 2. janúar
IIIEYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275
Happdrætti
Blindrafélagsins
Dregið 17. desember 1991.
Vinningsnúmer:
2350 8981 12976 4895 13782
384 6693 2066 2317 2712
4618 7438 9050 9642 11032
11822 12779 13118 13120 892
1174 1486 1936 4272 4812
6556 6895 6967 7192 8395
9536 10803 11851 12804 13728
13859 14239 14560 14928
Blindrafélagið, Samtök blindra og sjónskerta:
Símsvarinn er 91-38181.
Ódýrar sumarorlofsferðir!
m Einingar-
w félagar!
Fulltrúar stærstu samtaka launafólks og Sam-
vinnuferðir-Landsýn hf. hafa nýverið gengið frá
samningi við Flugleiðir hf. um orlofsferðir launa-
fólks sumarið 1992, sem dreifist á tímabilið frá
25. maí til 15. september. Tímalengd ferða er 7
til 30 dagar. Vegna innanlandsflugs í tengslum
við þessar ferðir er veittur 50% afsláttur af fullu
verði. Sölutímabil verða tvö með tvenns konar
fargjöldum eins og taflan hér að neðan sýnir.
Barnaafsláttur miðast við börn 2ja til 11 ára.
Börn yngri en 2ja ára greiða 10% af fullu far-
gjaldi.
Öll verð miðast við staðgreiðslu.
Athygli skal sérstaklega vakin á því að sala
farseðla hefst mun fyrr nú en við síðustu sölu
orlofsferða, eða jDann 6. janúar 1992. Ennfrem-
ur er stysta ferðin nú 7 dagar í stað 14 daga
áður.
Áfangastaðir
Sala frá 6. jan-20. febr. Salafrá20.feb.-15. maí
fullorðnir börn fullorðnir börn
Kaupmannahöfn 15.900 10.335 18.600 12.090
Oslo 15.900 10.335 19.600 12.750
Glaskow 13.900 9.040 15.900 12.720
Stokkholmur 23.000 14.950 23.000 14.950
Gautaborg 17.600 11.440 19.600 12.750
London 16.900 10.990 18.900 12.285
Luxemburg 19.200 12.480 19.200 12.480
Amsterdam 18.900 12.290 20.900 16.720
París/Salzburg 22.300 14.495 22.300 14.495
Baltimore 37.500 28.130 37.500 28.130
Allar nánari upplýsingar eru hjá Samvinnu-
ferðum-Landsýn hf.
Söluskrifstofa Samvinnuferða-Landsýnar
hf. er í Alþýðuhúsinu á Akureyri, sími 27200.
Verkalýðsfélagið Eining.