Dagur - 28.12.1991, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 28. desember 1991
Fréttaannáll ársins
leysismörk. A sama tíma er mik-
ill áhugi'á hlutabréfum U.A. á
Verðbréfamarkaði íslandsbanka.
22. Fimmtán ára gömul stúlka
hljópst að heiman og umfangs-
mikil leit var gerð að henni á
Akureyri. Hún kom fram í
skólanum daginn eftir. Fóður-
verksmiðja ístess skilar hagnaði
af reglulegri starfsemi árið áður,
en jafnframt segir að tapaðar
kröfur geri að verkum að heildar-
rekstrardæmið sýni tap. Þá dreg-
ur nær alþingiskosningum og
utankjörfundakosning er hafin.
23. Ú.A. tekur upp viðræður
við áhafnir í sjómannadeilunni
og í annarri frétt segir, að aðeins
einn ísfisktogari Ú.A. nái lands-
meðaltali þegar hásetahlutur er
annars vegar.
26. Fyrsti togari Ú.A. stöðvast
vegna uppsagnanna hjá Ú.A. og
vantar tólf menn til að Harðbak-
ur komist út. Þá er þennan dag
undirritaður rammasamningur
um byggingu íþróttahúss á félags-
svæði K.A., en áætlað var að
taka húsið í notkun fyrir 1. októ-
ber. Þá segir að rækja sé á borði
stjórnar Byggðastofnunar, ekki
með kaffinu, heldur er áætlað að
úthluta rækjuvinnslustöðvum i
landinu, 200 milljónum króna
samkvæmt ákvörðun Alþingis til
að hlaupa undir rekstrarvanda
fyrirtækjanna.
27. Mikilvægt skref var stigið í
uppbyggingu Háskólans á Akur-
eyri þegar heimiluð var stofnun
gæðastjórnunarbrautar og segir
forstöðumaður rekstrardeildar
þessa ákvörðun í samræmi við
björtustu vonir. Á baksíðu segir
af sannkölluðum farfugli, en þar
var á ferðinni svissneskur tjald-
ferðalangur sem stakk tjaldi sínu
niður á stéttinni við tjaldstæði
Akureyringa, langt utan hefð-
bundins ferðamannatíma. Þá
eykur Fjallalamb hf. á Kópaskeri
verðmæti lambakjöts um 50%
með því að selja úrbeinað og
hlutað lambakjöt til veitingahúsa
og mötuneyta.
Apríl
3. Páskahátíðin er nýafstaðin og
fyrsta frétt er um stórbruna á
Klöpp á Svalbarðsströnd þar sem
íbúðarhús fór illa í bruna. Mikið
annríki var hjá Slökkviliði Akur-
eyrar um páskana. Þá er komin
aukin harka í deilu Ú.A. og sjó-
mannafélagsins og hafa stöður
háseta á ísfisktogurum verið aug-
lýstar lausar.
4. Starfsfólk Fiskiðjusamlags
Húsavíkur safnar undirskriftum
og vill kauphækkun í takt við
hækkun á aflahlut sjómanna á
Kolbeinsey, en útgerðarfyrirtæk-
ið samdi við þá um hækkun heima-
löndunarálags nokkrum dögum
fyrr. Þá er farið að gæta tauga-
veiklunar vegna komandi kosn-
inga og var Framsóknarflokknum
bannað að auglýsa á strætisvögn-
um Akureyrarbæjar.
5. Samningar í sjómannadeil-
unni við Eyjafjörð eru í höfn og
virðast allir aðilar ánægðir með
niðurstöðuna sem sögð er marka
tímamót í sögu Verðlagsráðs. Þá
segir í fyrirsögn á forsíðu að þing-
menn verði að mæta með sól-
gleraugu; ekki er það vegna
veðurblíðu á Norðurlandi, held-
ur svo þeir þurfi ekki að horfast í
augu við kjósendur. Vildu sumir
sveitastjórnarmenn meina að
þingmenn hafi gert í bólið sitt
þegar þeir skiptu 100 milljónum
króna milli sveitarfélaga vegna
loðnubrests og töldu skiptinguna
ámælisverða.
9. Kaupfélag Eyfirðinga skil-
aði góðum hagnaði árið 1989 en
stjórnarformaður KEA segir
Stórum áfanga var náð í samgöngusögu landsmanna í mars þegar göngin gegnum Ólafsfjarðarmúla voru formlega
vígð. Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri, hjálpuðust að við að
klippa á borðann og vígja þar með þetta mikla mannvirki.
Fjóla Pálmadóttir var krýnd Ungfú Norðurland í febrúar og fær hér kórónuna eftirsóttu.
ismál Slökkviliðs Akureyrar leyst
með kaupum Akureyrarbæjar á
Árstíg 2. Áætlað er að Slökkvi-
liðið flytji í nýja húsnæðið fyrir
áramót.
20. Óvenjulegt tíðarfar með
litlum snjó dregur úr komu ferða-
manna norður um heiðar og aðrar
afleiðingar voru m.a. að meiri
ásókn var eftir reiðhjólum en
skíðum í verslunum.
22. Óvenjulegur þjófnaður
var kærður á Akureyri, þegar bíl-
stjóri hjá BSO kærði ökumann
Glæsibíla fyrir farþegaþjófnað.
Farþeginn, sem var Bandaríkja-
maður, var grunlaus um stríðið
milli stöðvanna og taldi sig sitja í
bílnum sem hann hafði pantað.
23. Húsvíkingar munu líklega
leggja leið sína oftar í fatahreins-
un bæjarins en áður, því þar hef-
ur verið ákveðið að opna áfeng-
isverslun á komandi vori. Þá
virðast atvinnulausir ekki vilja
vinna í fiski á Sauðárkróki.
26. Fjóla Pálmadóttir, nýkjör-
in Ungfrú Norðurland, brosir
breitt við lesendum Dags á for-
síðu og ný hringrotstilfelli finnast
á átta bæjum kartöfluræktenda í
Eyjafirði. Þá er áformað að opna
skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli og
segir fvar Sigmundsson brekk-
urnar ekki þola einn hlákudag.
Allar þrær á Siglufirði eru fullar
af loðnu en Krossanes gat ekki
tekið við meiru í bili.
27. Steinullarverksmiðjan á
Sauðárkróki skilar hagnaði árið
áður í kjölfar rekstrarbata og
Dalvíkurbær hefur 130 milljónir
króna til ráðstöfunar samkvæmt
nýrri fjárhagsáætlun.
28. Spurt er á forsíðu, hvort
veitingahúsið Uppinn hafi fengið
greiddar 5 milljónir króna fyrir
það eitt að skipta um bjórtegund,
en hörð samkeppni ríkti á milli
Viking Brugg og Vífilfells á
Akureyri í bjórstríði. Þá fæddust
fimm börn, þar af tvennir tvíbur-
ar, á einni viku í Svarfaðardal,
sem gerði að verkum að dalbúum
fjölgaði um 2% í einni svipan.
1. Samgöngubyltingu er fagnað í
sérstakri útgáfu af Degi, daginn
sem Múlagöngin voru vígð. Tal-
að er um stórvirki í íslenskri
vegagerð og Bjarni Grímsson,
bæjarstjóri í Ólafsfirði segir að
Ólafsfirðingar séu vel að göngun-
um komnir. Steingrímur J. Sig-
fússon, samgönguráðherra sagði
í ávarpi í tilefni dagsins að
draumur hefði ræst og í blaði
Dags er rætt við ýmsa aðila sem
komu nálægt byggingu ganganna.
Þá er risin deila á milli bygg-
ingamanna á Akureyri og bygg-
inganefndar Akureyrarbæjar um
fyrirkomulag við úthlutun lóðar-
innar, Skipagötu 9. Telja þeir að
nefndin hafi farið út fyrir verk-
svið sitt með spurningum sem
hún lagði fyrir umsækjendur um
lóðina.
5. Á baksíðu er áfram fjallað
um úthlutun lóðarinnar og gefið í
skyn, að Aðalgeir Finnsson hf.
hafi fengið vilyrði hjá bygginga-
nefnd fyrir lóðinni.
6. Kristján Jónsson, verk-
smiðjustjóri hjá Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónsson á Akureyri,
segir pólitíkusana hafa líf fyrir-
tækisins í hendi sér, en viðskipti
þess lá niðri á meðan yfirvöld
gerðu ekki viðskiptasamning
milli þjóðanna. Og á baksíðu er
haft eftir Sævari Frímannssyni,
formanni Einingar á Akureyri að
verkalýðshreyfingin sé farin að
undirbúa gerð kjarasamninga
sem fólk vilji að verði framleng-
ing á þjóðarsátt.
7. Á baksíðu er skýrt frá því
að Aðalgeiri Finnssyni hf. hafi
verið úthlutað lóðinni Skipagötu
9, bæjarfógeti hafi lokað Hótel
Stefaníu og gefið Hótel Norður-
landi frest til að Ijúka frágangi
öryggismála. Fógeti segir að
Hótel Stefanía verði ekki opnað
aftur fyrr en bætt hafi verið úr
atriðum sem slökkviliðsstjóri
Akureyrar hafi gert athugasemd-
ir við. Daginn eftir var innsiglið
rofið á ný og Stefán Sigurðsson
segir slökkviliðsstjóra tillitslaus-
an þar sem unnið hafi verið að
úrbótum.
9. Nokkrir hjúkrunarfræðing-
ar á skurðdeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri segja upp
störfum og er ástæðan sögð sú að
ársleyfi yfirlæknis deildarinnar
ljúki 1. júní. Fullyrt er að fleiri
uppsagnir komi í kjölfarið ef
læknirinn komi aftur til starfa.
10. Byggingafyrirtækið Har-
aldur og Guðlaugur hf. hefur far-
ið fram á gjaldþrotaskipti og var
beiðnin samþykkt. Fyrirtækið
hefur verið umsvifamikið og kom
gjaldþrotið mönnum á óvart.
14. Sjómenn á ísfisktogurum
ÚA vilja hækkun á heimalöndun-
arálagi og fiskverði og hóta hörð-
um aðgerðum ef skiptaverð til
þeirra verður ekki endurskoðað
og hækkað. Pétur Bjarnason,
stjórnarformaður fyrirtækisins
segir stjórnina vera að skoða
málið. Daginn eftir er sagt frá
atkvæðagreiðslu um borð í togur-
unum þar sem fram kemur að
alger samstaða ríki meðal áhafna
um kauphækkun.
16. Dagvistarfulltrúi Akureyr-
arbæjar sakar starfsmenn emb-
ættis húsameistara um að hafa
ekki meira vit á kaupum á leik-
tækjum og húsgögnum en fóstr-
ur, en búnaður á Holtakot og á
skrifstofur bæjarins var keyptur
að sunnan.
20. Allir sjómenn á ísfisk-
togurum Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf., Ú.D. á Dalvík og
áhöfn Súlnafellsins í Hrísey segja
störfum sínum lausum og er ástæð-
an sú að útgerðarfyrirtækin hafi
ekki hafið samningaviðræður við
áhafnirnar um bætt kjör. Þá er
fyrirhuguð vinnustöðvun í sjö
frystihúsum á Norðurlandi vegna
óánægju fiskverkafólks með kjör
sín og það vill líka hækka skatt-
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Norðurlandskjördæmi eystra fylgjast með
tölum af sjónvarpsskjá á kosninganóttina.
skuldir félagsins óþægilega háar.
Framboðslistar til alþingiskosn-
inga hafa verið samþykktir af
yfirkjörstjórn.
10. Niðurstöður búsetukönn-
unar við Eyjafjörð hafa verið
lagðar fram og þar kemur fram
að Eyfirðingar séu upp til hópa
ekki á þeim buxunum að „flytja
suður“, menningarlíf skipti litlu
máli fyrir búsetu íbúa við Eyja-
fjörð, Akureyringar eru miklir
fjölskyldumenn og Dalvíkingar
ánægðir með atvinnuástand á
staðnum. Þar höfum við það.
11. Skeljungur kaupir hlut
Ólafsfjarðarbæjar í Hótel Ólafs-
firði en hluturinn er um 70%.
Heilsufar á þjónustusvæði Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri var
slæmt í mars samkvæmt skýrslu
um smitsjúkdóma og lá fólk
almennt í flensu og hálsbólgu.
12. Landbúnaðarráðherra ætl-
ar ekki að skjóta niður mjólkur-
bú, segir í fyrirsögn í Degi, og
sem betur fer enda er hann að
tala um hagræðingu í mjólkur-
iðnaði og átti við að hann vilji
ekki endilega fækka mjólkurbú-
Mars