Dagur - 28.12.1991, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 28. desember 1991
Fréttaannáll ársins
ar fréttir af stórsöngvaranum,
Kristjáni Jóhannssyni, en frægð-
arsól hans skín skært og var and-
lit hans greipt á bak minningar-
penings um stórsöngvarann Car-
usó. Og á annað þúsund þátttak-
endur voru í tveimur „pollamót-
um“ í knattspyrnu á Akureyri.
Um var að ræða tvö mót, á öðru
voru pollarnir í 5. flokki en hinir
máttu ekki vera yngri en 35 ára
gamlir.
9. A forsíðu Dags þennan dag
er sagt frá óvenjulegri fæðingu,
en hún átti sér stað í sjúkrabíl á
leiðinni frá Dalvík til Akureyrar.
Fæðinguna bar skjótar að en von
var á og fæddist myndarlegur
drengur, sem nefndur var Leifur.
Pá fuku nokkur hitamet á Norð-
urlandi þessa helgi, hitinn fór t.d.
í 27,9 stig í Reynihlíð í Mývatns-
sveit. Hitabylgjunni fylgdu ferða-
mennirnir og var að sögn, brjáluð
traffík á tjaldstæði Akureyrar.
10. Skemmtileg mynd prýðir
forsíðu Dags þennan dag, en hún
er af hesti, sem ekki er í frásögur
færandi ef hann væri ekki í mjög
svo óvenjulegri aðstöðu. Hann er
þarna kominn á Sjúkrahúsið á
Húsavík og er í röntgengmynda-
töku og geri aðrir betur. Þá segir
frá því að í Kaupmannahöfn hafi
öll íslensku refaskinnin selst
á uppboði og eru loðdýrabændur
bjartsýnir um batnandi tíð.
11. Ákveðið hefur verið að
selja Síldarverksmiðjur ríkisins.
Mikill vilji er fyrir hendi hjá
heimamönnum á Siglufirði og
Raufarhöfn að kaupa verksmiðj-
urnar.
12. Mikil eftirspurn er eftir
hlutabréfum í ÚÁ hjá Hluta-
bréfamarkaði íslandsbanka og
hafa þau hækkað um 46% frá
áramótum.
16. Akureyrabær selur hópi
manna, gömlu Kaupfélagsbygg-
ingarnar í Grófargili. Þar með er
Listagil orðið að veruleika.
18. Rækju- og hörpudiskfram-
leiðendur funda með forsætisráð-
herra um vanda vinnslunnar.
Ákveðið var að Byggðastofnun
geri nákvæma úttekt á fjárhags-
stöðu fyrirtækjanna.
20. Ánægjuleg frétt er á bak-
síðu Dags þennan dag. Segir þar
frá mikilli fjölgun kirkjulegra
brúðkaupa og var nefnt dæmi um
það, að þennan dag ætluðu fimm
pör að ganga í það heilaga í
Akureyrarkirkju einni.
25. Skeggprúðir Þórsarar létu
mynda sig fyrir forsíðu Dags en
þeir hugðust ekki raka sig fyrr
enn þeir féllu út úr bikarkeppn-
inni. Pennan dag mættu þeir KR-
ingum og viti menn, þeir slógu þá
út og máttu gjöra svo vel að
halda skegginu. Á baksíðu er
Skeggprúðir Þórsarar í ham en þeir lögðu KR-inga að velii í bikarkeppninni í knattspyrnu eftir að þessi mynd var tekin og þurftu því að halda skegginu,
líklega margri eiginkonunni til ama... eða hvað?
Dæmigerð mynd fyrir hinn „svarta“ júnímánuð á Akureyri. Þarna má sjá Álafossmennina, Viðar Má Matthíasson,
lögfræðing og Ólaf Ólafsson, forstjóra koma frá bæjarfógetanum á Akureyri vegna gjaldþrots fyrirtækisins, en þeir
eru þarna að ræða við Guðmund Stefánsson hjá ístess, sem var á leiðinni til bæjarfógeta vegna gjaldþrots ístess.
áramót námu 244 milljónum
króna á meðan eignir eru metnar
á um 80 milljónir.
13. Hjá Kísiliðjunni í
Mývatnssveit eru fyrirhugaðar
breytingar á eignaraðild, en Man-
ville hefur ákveðið að selja hlut
sinn bandarísku fyrirtæki. Þá
ákvað hluthafafundur í ístess að
óska eftir að fyrirtækið verði gert
upp, en fyrirhugað er að halda
rekstri þess áfram undir öðru
nafni. Og þótt langt sé liðið á
sumar, hefur verið kalt í veðri og
gróður er farinn að láta á sjá.
14. Á Raufarhöfn hafa menn
áhuga á að eignast verksmiðju
Síldarverskmiðja ríkisins en sjáv-
arútvegsráðherra hafði lýst yfir
vilja sínum til þess að selja þær.
Fleiri fréttir berast frá Raufar-
höfn, en þar var safnað undir-
skriftum til stuðnings sveitar-
stjóranum sem sagt hefur verið
upp störfum. Þá hefur Sjallinn á
Akureyri verið opnaður aftur eft-
ir tveggja mánaða hlé.
19. Rothögg fyrir atvinnulífið
á Akureyri, segir í fyrirsögn á
forsíðu Dags og er átt við
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
loka fyrir frekari opinbera aðstoð
til Álafoss hf. Fyrstu hjúkrunar-
fræðingarnir hafa verið útskrifað-
ir frá Háskólanum á Akureyri og
í Ólafsfirði hefur undirskriftum
iverið safnað til stuðnings bæjar-
stjóranum.
20. Stjórn Álafoss hf. hefur
ákveðið að láta taka fyrirtækið til
gjaldþrotameðferðar og kemur
þessi ákvörðun í kjölfar ákvörð-
unar ríkisstjórnarinnar að veita
ekki meiru af opinberu fé í fyrir-
tækið. Nánar er skýrt frá gjald-
þroti fyrirtækisins í samantekt.
22. Aðalfundur Dags/Dags-
prents ákveður að gera fyrirtækið
að almenningshlutafélagi og í
undirbúningi er stofnun rekstrar-
félags á rústum Álafoss hf.
25. Framkvæmdir við sund-
laugina í Glerárhverfi eru komn-
ar 4-5 milljónum fram úr áætlun
ársins og er óánægja í íþrótta- og
■tómstundaráði með hönnuði. KÞ
á Húsavík hefur keypt Efnagerð-
ina Sanitas. Og deilan í bæjar-
stjórn Ólafsfjarðar tekur sífellt á
sig nýjar myndir, en nú hefur fé-
lagsmálaráðuneytið fengið til úr-
skurðar, réttmæti skipunar vara-
manna í stjórnina, en þeir þrír
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem
vildu reka bæjarstjórann, ákváðu
að taka sér frí til áramóta og var
kallað á varamenn úr 8., 9. og
14. sæti framboðslistans. A
Húsavík var flestum starfsmönn-
um Fiskiðjusamlags Húsavíkur
boðin fastráðning á ný eftir upp-
sagnir um síðustu mánaðamót.
Alls munu þó tíu manns missa at-
vinnuna.
26. Bág staða rækjuframleið-
enda er rædd á fundi meðal
þeirra og skora þeir á ríkisvaldið
að gera ráðstafanir svo hægt sé
að hagræða í rekstrinum. Hey-
skapur á Norðurlandi er snemma
á ferðinni þetta sumarið og fyrstu
bændur eru að ljúka slætti um
þessar mundir.
27. Grásleppuvertíð er lokið
undan Norðausturlandi og segja
menn þetta lélegustu vertíð sem
menn muna eftir. Þá hefur verið
ákveðið að skera allt fé á Húsa-
vík niður og leyfa nýtt fé að ári.
29. Fóðurverksmiðjan Laxá
hf. hefur verið stofnuð á rústum
ístess hf. á Akureyri. Stærstu
hluthafar eru Akureyrarbær,
KEA og Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar hf.
JÚIÍ
2. Slæmar horfur eru í rækjuiðn-
aði og hefur starfsfólki hjá rækju-
verksmiðjunum á Blönduósi og
Sauðárkróki, alls á þriðja tug
manna, verið sagt upp störfum.
Segja menn þetta eins og við var
að búast og er jafnvel búist við
uppsögnum hjá fleiri fyrirtækj-
um. Þá ákvað aðalfundur Iðn-
þróunarfélags Eyjafjarðar að
þrengja starfssvið félagsins þann-
ig að megin hlutverk þess verði
ráðgjöf og upplýsingamiðlun
fyrir aðila sem hug hafa á stofnun
og rekstri nýrra fyrirtækja.
4. Húsnæðismálastjórn hefur
samþykkt lánveitingar úr Bygg-
ingarsjóði verkamanna og fékk
Norðurland vestra aðeins 8 íbúð-
ir til úthlutunar. Norðurland
eystra fékk álíka og áður, eða 87
íbúðir. Á baksíðu eru ánægjuleg-
22. Skýrsla skoðunarmanna
Ólafsfjarðarbæjar vegna Fisk-
mars var rædd á lokuðum fundi í
bæjarstjórn Ólafsfjarðar, en deil-
ur hafa staðir um ábyrgðarveit-
ingar og þykir ljóst að bæjarsjóð-
ur tapi verulegu fjármagni vegna
gjaldþrotsins. Þá er horft fram á
erfiðan rekstur hjá Slippstöðinni
og óvissa er um framtíð Istess eft-
ir að Skretting í Noregi sagði upp
samstarfssamningi við fyrirtækið.
24. Vaxtarræktarmenn stefna
Pétri Péturssyni, lækni á Akur-
eyri. Þeir krefjast 10,5 milljóna í
skaðabætur og að ummæli hans í
útvarpsþætti séu dæmd dauð og
ómerk, en þar sagði Pétur m.a.
„Mér skilst að þeir sem stunda
vaxtarrækt, að það heyri til
undantekninga ef þeir karlmenn
séu ekki á sprautum.“
29. Dagsmenn fengu ánægju-
lega niðurstöðu úr könnun á
útbreiðslu Dags á Norðurlandi.
Þar kom fram að 73% íbúa Norð-
urlands eystra lesi Dag reglulega,
þar af 56% daglega.
30. Einfrumungum sem þríf-
ast í innyflum katta er kennt um
mikið lambalát á tveimur bæjum
í Glæsibæjarhreppi.
31. Stjórn Fiskiðjusamlags
Húsavíkur ákveður víðtæka
endurskipulagnigu á rekstri og
efnahag. Segja á upp 30-40
manns þessi mánaðamót en
stefnt að endurráðningu margra í
næsta mánuði. Þá var haldinn
aðalfundur hjá Kísiliðjunni hf. í
Mývatnssveit og skilaði verk-
smiðjan rekstrarhagnaði sjöunda
árið í röð.
Júní
4. Álafoss hf. á Akureyri hefur
sagt upp 188 starfsmönnum vegna
mikilla erfiðleika hjá fyrirtækinu.
Veldur þetta mikilli óvissu á at-
vinnumarkaðinum. Sagt er að til
þurfi algjöra uppstokkun eða
gjaldþrot en málefni fyrirtækisins
eru á þessum tíma til sérstakrar
athugunar hjá ríkisstjórninni. Þá
hefur ístess sömuleiðis sagt upp
öllum sínum starfsmönnum, 17
að tölu og er ástæðan sögð vera
slit Skretting í Noregi á samstarfs-
samningi við fyrirtækið.
5. Daginn eftir eru málefni
fyrirtækjanna vitanlega enn í
fréttum og segir að uppsagnir
þeirra hafi verið ræddar í bæjar-
stjórn Akureyrar enda atvinnu-
horfur á Akureyri mjög dökkar.
Þegar er farið að ræða um hvort
bærinn geti hugsanlega komið
inn í rekstur Álafoss með ein-
hverjum hætti. Þá hefur verið
gengið frá kaupum Akureyrar-
bæjar á húseignum KEA í Gróf-
argili.
6. Enn rísa deilur í Ólafsfirði,
nú vegna þess að meirihluti bæjar-
stjórnar gerði Bjarna Grímssyni,
bæjarstjóra, tilboð um verulega
skert starfssvið, en ástæðuna
vildu menn ekki ræða við fjöl-
miðla. Þá hafa uppsagnirnar hjá
Álafossi valdið ótta hjá litlum
prjónastofum sem segja atvinnu
fjölda starfsmanna stefnt í hættu
vegna rekstrarvanda fyrirtækis-
ins. Og tveir piltar kærðu rann-
sóknarlögregluna á Akureyri fyr-
ir innbrot, en um var að ræða
húsleit sem rannsóknarlögreglan
sagði hafa verið fyllilega löglega.
7. Meirihluti bæjarstjórnar
Ólafsfjarðar er klofinn vegna af-
stöðu til uppsagnar bæjarstjórans
og eru þegar hafnar þreifingar til
myndunar nýs meirihluta í bæjar-
stjórn. Rætur þessa máls segja
heimildarmenn Dags, að megi
rekja til Fiskmars-málsins svo-
kallaða.
8. Alifuglabúið Fjöregg á
Svalbarðsströnd hefur verið lýst
gjaldþrota og segir Jónas Hall-
dórsson kjúklingabóndi ástæð-
una þá, að afurðir hafi verið seld-
ar of ódýrt, en skuldir um síðustu