Dagur - 28.12.1991, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 28. desember 1991
Dagskrá FJÖLMIÐLA
Sjónvarpið
Laugardagur 28. desember
14.00 Meistaragolf.
Svipmyndir frá móti atvinnu-
manna í Bandaríkjunum í
haust.
14.55 Enska knattspyrnan.
Bein útsending frá leik
Manchester City og Arsenal
á Maine Road í Manchester.
Fylgst verður með gangi
mála í öðrum leikjum og
staðan birt jafnóðum og
dregur til tíðinda.
16.45 Landsleikur í körfu-
knattleik.
Ísland-Pólland.
Bein útsending frá leik þjóð-
anna í karlaflokki í Reykja-
vík.
18.00 Múmínálfarnir (11).
18.25 Kasper og vinir hans
(36).
(Casper & Friends.)
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Ron og Tanja (4).
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Manstu gamla daga?
Lokaþáttur: Söngkvenna-
fans.
í þættinum koma fram Ingi-
björg Smith, Sigrún Jóns-
dóttir, Erla Þorsteinsdóttir,
Ingibjörg Þorsteins, Helena
Eyjólfsdóttir og Nora
Brocksted.
21.30 Fyrirmyndarfaðir (12).
(The Cosby Show.)
22.00 Babette býður til veislu.
(Babettes gæstebud.)
Dönsk verðlaunamynd frá
1987, byggð á sögu eftir
Karen Blixen.
í myndinni segir frá franskri
konu, Babette, sem flúið hef-
ur frá París og leitað skjóls
hjá guðhræddu fólki á Jót-
landi. Þegar henni áskotnast
happdrættisvinningur
ákveður hún að halda
heimafólki og vinum veg-
lega veislu.
Aðalhlutverk: Stephane
Audran, Jean-Philippe
Lafont, Gudmar Wiveson,
Jarl Kulle og Bibi Anderson.
23.45 Kóngurinn á Borneó.
(Farewell to the King.)
Bandarísk bíómynd frá 1989.
í myndinni segir frá banda-
rískum liðhlaupa sem gerist
leiðtogi þjóðflokks á Bomeó í
seinna stríði.
Aðalhlutverk: Nick Nolte,
Nigel Havers og James Fox.
01.40 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok.
Sjónvarpið
Sunnudagur 29. desember
14.25 Stúlkan í villta vestr-
inu.
(La Fanciulla del West.)
Ópera eftir Giacomo Puccini
í flutningi Scalaópemnnar í
Mílanó. Óperan fjallar um
ástir og örlög í námabæ í
villta vestrinu um 1850.
Aðalsöngvarar eru þau
Placido Domingo, Mara
Zampieri og Juan Pons.
16.55 Arni Magnússon.
Fyrri hluti.
Heimildamynd um fræði-
manninn og handritasafnar-
ann Árna Magnússon.
Áður á dagskrá 27. okt. sl.
17.35 í uppnámi (9).
Skákkennsla í tólf þáttum.
Höfundar og leiðbeinendur
em stórmeistararnir Helgi
Ólafsson og Jón L. Árnason
og í þessum þætti verður
m.a. fjallað um mát með
riddara og biskup, biðleik og
hegðun við skákborð.
17.50 Sunnudagshugvekja.
Ágústa Snæland teiknari
flytur.
18.00 Jólastundin okkar.
Endursýndur þáttur frá jóla-
degi.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Ron og Tanja (5).
Þýskur myndaflokkur.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Sverrir Haraldsson list-
málari.
Heimildamynd um þennan
kunna myndlistarmann sem
fæddist 1930 og lést 1985.
Meðal þeirra sem koma fram
í myndinni eru Elías Mar,
Eiríkur Smith, Þóra Kristjáns-
dóttir, Sigurður Guðmunds-
son, Þorsteinn Gylfason og
Sigfús Daðason.
21.25 í góðu skyni (3).
(Den goda viljan)
Norræn framhaldsmynd eftir
Ingmar Bergman.
Aðalhlutverk: Samuel
Fröler, Pernilla August, Max
von Sydow og Ghita Nörby.
22.40 Skaftafell.
Steinni hluti.
Heimildamynd um eina af
perlum íslenskrar náttúru.
23.10 Jólatónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands.
Sálumessa Mozarts.
Sinfóníuhljómsveit íslands
flytur ásamt einsöngvurun-
um Sólrúnu Bragadóttur,
Elsu Waage, Guðbirni Guð-
björnssyni og Viðari Gunn-
arssyni og Kór Langholts-
kirkju.
Stjórnandi er Petri Sakari.
Sveinn Einarsson dagskrár-
stjóri flytur inngangsorð.
00.10 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok.
Sjónvarpið
Mánudagur 30. desember
18.00 Töfraglugginn.
Blandað erlent barnaefni.
Endursýndur þáttur.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Ron og Tanja (6).
Lokaþáttur.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Svartur sjór og síld.
Fyrsti þáttur af þremur um
síldarævintýri íslendinga
fyrr á öldinni.
21.30 Sterkasti maður heims
1991.
Svipmyndir frá keppni afl-
raunamanna sem fram fór á
Tenerife á Spáni á haust-
mánuðum.
22.30 í góðu skyni (4).
Lokaþáttur.
(Den goda viljan.)
Norrænn myndaflokkur eftir
Ingmar Bergman.
Aðalhlutverk.' Samuel
Fröler, Pernilla August, Max
von Sydow og Ghita Nörby.
00.00 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok.
Sjónvarpið
Þriðjudagur 31. desember
Gamlársdagur
12.00 íþróttaannáll barnanna.
12.30 Hvernig verða knöll til?
(Hvor kommer tingene fra? -
Festknallerter)
Lesarar: Elfa Björk Ellerts-
dóttir og Bjöm Börkur Eiríks-
son.
12.50 Táknmálsfréttir.
13.00 Fréttir og veður.
13.20 Á síðustu stundu.
Bein útsending úr Perlunni í
Reykjavík þar sem gerð
verður úttekt á árinu 1991.
Umræðum stýrir Stefán Jón
Hafstein.
16.00 Lóa litla Rauðhetta.
íslensk sjónvarpsmynd gerð
eftir smásögu Iðunnar
Steinsdóttur.
Aðalhlutverk: Linda
O’Keefe, Vilborg Halldórs-
dóttir, Sigurður Skúlason,
Herdís Þorvaldsdóttir og
Þórdís Arnljótsdóttir.
Sögumaður: Edda Heiðrún
Backman.
Síðast sýnd 31. des. 1987.
16.30 Beint í mark.
Upptaka frá uppskeruhátíð
íþróttadeildar Ríkisútvarps-
ins. Litið verður á helstu við-
burði í heimi íþróttanna á
árinu sem er að líða. Fjöl-
margir afreksmenn koma í
heimsókn og sumir þeirra
sýna á sér nýjar hliðar. Þá
verða sýnd spaugileg atvik
úr íslensku íþróttalífi 1991.
17.55 Hlé.
20.00 Ávarp forsætisráðherra,
Davíðs Oddssonar.
20.20 Svipmyndir af innlend-
um vettvangi.
21.10 Svipmyndir af erlend-
um vattvangi.
22.00 í fjölleikahúsi.
Sýnd verða valin atriði frá
heimsmeistarakeppni fjöl-
listamanna.
22.25 Áramótaskaup Sjón-
varpsins.
Stjömur og stórmál ársins í
spéspegli.
Leikendur: Erla Ruth Harð-
ardóttir, Gísli Halldórsson,
Guðfinna Rúnarsdóttir,
Hilmar Jónsson, Hjálmar
Hjálmarsson, Jóhannes
Kristjánsson, Júlíus Agnars-
son, Magnús Ólafsson, Rúrik
Haraldsson, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þórhallur Sigurðsson
og Öm Árnason.
23.30 Ávarp útvarpsstjóra,
Heimis Steinssonar.
00.10 Ungur í annað sinn.
(Young at Heart).
Bandarísk bíómynd byggð á
söngleik eftir Fannie Hunt
um tónlistarmann sem verð-
ur ástfanginn af stúlku í
smábæ.
Aðalhlutverk: Frank Sinatra,
Doris Day, Gig Young, Ethel
Barrymore og Dorothy
Malone.
02.10 Dagskrárlok.
Sjónvarpið
Miðvikudagur 1. janúar
Nýársdagur
13.00 Ávarp forseta íslands,
Vigdísar Finnbogadóttur.
Að ávarpinu loknu verður
ágrip þess túlkað á tákn-
máli.
13.30 Svipmyndir af innlend-
um og erlendum vettvangi.
Endursýning frá deginum
áður.
15.20 Svanavatnið.
Upptaka frá Maryinsky-
leikhúsinu, áður Kirov-
leikhúsinu í Pétursborg í
desember 1990.
Dansarar úr Kirovballettin-
um undir stjórn Olegs
Vinogradovs. Tónlistin er
eftir Tsjækovskij en hljóm-
sveitarstjóri er Viktor
Fedotov. Aðaldansarar eru
þau Yulia Makhalina og
Andris Liepa.
17.20 Gamla brúðan.
Ung telpa kemst að því að
amma hennar ætlar að gefa
henni nýja brúðu í jólagjöf.
Hún ákveður að fleygja
gömlu brúðunni sinm en
þegar hún er sofnuð á
aðfangadagskvöld sækja á
hana vondir draumar.
Leikarar: Bergþóra Aradótt-
ir, Elva Ósk Ólafsdóttir og
Sigríður Hagalín.
117.45 Sögur Elsu Beskow.
Jól hjá Pétri og Lottu -
Seinni hluti.
(Elsa Beskows sagor - Peter
och Lottas jul.)
Sænsk barnamynd.
18.15 Táknmálsfréttir.
18.20 Ungir einleikarar.
Börn af ýmsu þjóðerni fara
með einleikshlutverk í
sígildum tónverkum eftir
Carl Nielsen, Haydn,
Mozart, Carl Maria von
Weber og fleiri. Danska
útvarpshljómsveitin leikur
undir.
20.00 Fréttir og veður.
20.20 Klukkur landsins.
Umsjón: Séra Bernharður
Guðmundsson.
20.40 Svartur sjór af síld.
Annar þáttur.
Þáttaröð um síldarævintýrið
á íslandi.
21.30 Leiðsla.
Heimildamynd um ævi og
starf Jóns Nordals tónskálds
eftir Guðmund Emilsson og
Baldur Hrafnkel Jónsson.
22.00 Skammdegisbrúður.
(December Bride.)
írsk bíómynd frá 1990.
Ung kona fer að búa með
manni sem á tvo uppkomna
syni. Eftir að sambýlismað-
urinn deyr heldur hún
heimili fyrir synina þrátt
fyrir mikla andstöðu fjöl-
skyldunnar.
Aðalhlutverk: Saskia
Reeves, Donal McCann og
Ciaran Hinds.
23.30 Whitney Houston á tón-
leikum.
Af erlendum vettvangi
Spói sprettur
Loksins góðar vonir
fyrir blæðara
Nýtt lyf; sem stöðvar blæðingar
hjá þeim, sem eru blæðarar
(Hæmofili, dreyrasýki), hefur
vakið mjög góðar vonir. Peim
lyfjum, sem til þessa hafa verið
notuð, hefur fylgt ákveðin hætta
á alvarlegum aukaverkunum, en
því er ekki til að dreifa með þetta
nýja lyf.
Það er líffræðistofnun í Berkel-
ey í Kaliforníu, sem hefur þróað
þetta lyf og reynt það á á annað
hundrað blæðurum. Þetta er
nákvæm eftirlíking af svonefnd-
um „faktor VIII“, náttúrlegu
efni, sem veldur því að blóð
ntanna storknar, en er ekki fyrir
hendi hjá blæðurum. Samkvæmt
skýrslu, sem birt var í tímaritinu
New England Journal of Medi-
cine, ættu blæðarar innan fárra ára
að geta notað lyf þetta nánast án
nokkurrar hættu á aukaverkun-
um.
Allt frá því um miðjan sjöunda
áratuginn hafa læknar getað
hjálpað blæðurum með því að
gefa þeim „faktor VIII“ úr venju-
legu mannsblóði. En þeirri með-
ferð fylgir nokkur hætta á smitun
af alnæmi eða öðrum vírussjúk-
dómum, og því hafa læknar hald-
ið áfram að leita annarra leiða.
Árið 1984 fundu tveir hópar vís-
indamanna, hvor í sínu lagi,
aðferð til að framleiða „faktor
VIII“ í efnafræðistofum, og í
júní 1988 gerðu þeir fyrstu til-
raunirnar á mönnum.
Tilraunirnar á líffræðistofnun-
inni í Cutter í Kaliforníu sýna, að
fyrir 74% blæðara nægir ein með-
ferð með þessu nýja lyfi til að
stöðva ósjálfráðar blæðingar.
Vísindamennirnir hafa einnig
reynt lyfið við uppskurði, en
þeim fylgja oftast miklar blæð-
ingar. Arangurinn er „stórkost-
legur“, segir í skýrslunni. Aðeins
örfáir fengu einhverjar aukaverk-
anir af meðferðinni, og þær voru
í engu tilviki alvarlegs eðlis.
(Fakta 4/91. - Þ.J.)
Framfarir við smíði
raflmíimna bifreiða
Innan fárra ára mun amerískum
vísindamönnum takast að fram-
leiða nýja tegund rafgeyma úr
plasti, sem verða bæði léttari og
kraftmeiri en venjulegir rafgeym-
ar. Vísindamennirnir hafa ekki
gefið upp í smáatriðum, hvernig
hönnun rafgeymisins er, en það
er aðeins tímaspursmál hvenær
þessir nýju rafgeymar verða full-
skapaðir. Prófessor Duward
Shriver við Nortwestern háskól-
ann, segir að á næstu tíu árum
muni bílar, sem knúðir eru áfram
með orku frá rafgeymum yfirtaka
mikinn hluta umferðarinnar í
stórborgum heimsins.
í Bandaríkjunum eru verk-
smiðjur General Motors komnar
lengst áleiðis með þróun rafbíla.
En meira að segja bíll General
Motors þarf ennþá 32 blý-raf-
geyma til að fá nægjanlega orku.
En svo margir rafgeymar eru
fyrirferðarmiklir. Rafgeymarnir
úr plastinu verða minni, léttari og
umhverfisvænni í framleiðslu.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum
samþykktu fyrir skömmu lög,
sem mæla svo fyrir, að í síðasta
lagi árið 1998 skuli því marki
náð, að ekki minna en tvö prós-
ent allra bifreiða, sem seldar eru
í Kaliforníu, gangi fyrir raf-
mótorum. (Fakta 4/91. - Þ.J.)
Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri,
Hver kannast
við fólkið?
Ef lesendur Dags telja sig
þekkja fólkið á myndinni hér
eru þeir vinsamlegast beðnir að
koma þeim upplýsingum á
framfæri við Minjasafnið á
Akureyri (pósthólf 341, 602
Akureyri) eða hringja í síma
24162.
Hausateikningin er til að auð-
velda lesendum að merkja við
það fólk sem það ber kennsl á.
Þótt þið kannist aðeins við
örfáa á myndinni eru allar
upplýsingar vel þegnar. SS