Dagur - 28.12.1991, Side 17

Dagur - 28.12.1991, Side 17
Laugardagur 28. desember 1991 - DAGUR - 17 Aramótabrennur á Að vanda kveðja Norðlend- ingar gamla árið með viðeig- andi bálköstum. Dagur hefur tekið saman yfirlit yfir brennur vítt og breitt um Norðurland. Hvammstangi Björgunarsveitin Káraborg stendur fyrir áramótabrennu og verður hún á Höfða. Þar verður einnig hefðbundin flugeldasýning Skagaströnd Að venju verður efnt til hefð- bundinnar áramótabrennu á veg- um félagasamtaka á melunum ofan kauptúnsins. Blönduós Að venju verður áramótabrenna á Blönduósi að Miðholti og einnig ber að geta brennu að Bakkakotsmelum á þrettándann en sú brenna er á vegum Vorboð- ans í Engihlíðarhreppi. Sauðárkrókur Sauðkrækingar halda sína árlegu áramótabrennu. Það er Sauðár- króksbær sem stendur fyrir að brenna gamla árið út á viðeigandi hátt. Akureyri Á Akureyri verður ein gamlárs- brenna í ár. Hún verður skammt sunnan Gúmmívinnslunnar. Stefnt er að því að kveikja í brennunni um kl. 20 á gamlárs- kvöld. Eyjafjarðarsveit Fyrsta ár hins nýja sveitarfélags verður brennt út með áramóta- brennu sem haldin verður norð- an og neðan við íþróttahúsið á Hrafnagili. Þeim sem luma á góðu efni í brennuna er bent á að koma því á brennustaðinn hið fyrsta. Ólafsfjörður Það eru kiwanismenn sem hafa umsjón með gamlársbrennu í Ólafsfirði. Þeir ráðgera að kveikja í brennunni, sem er stað- sett fyrir vestan Ósinn, um kl. 20 á gamlárskvöld. Dalvík Eins og mörg undanfarin ár verð- ur kveikt í áramótabálkesti aust- ur á sandi á gamlársdag. Verði veður skaplegt er gert ráð fyrir að tendra bálið um kl. 16.30. Ef að líkum lætur sjá skátarnir um að staðfesta áraskiptin með kyndlum í Böggvisstaðafjalli. Siglufjörður Ef veður leyfir er gert ráð fyrir að kveikt verði í áramótabrennu á innri höfninni um kl. 20.30 á gamlárskvöld. Það er Siglufjarð- arbær sem stendur fyrir brenn- unni. Hrísey Áramótabrenna er fastur liður í Hrísey og verður brennan ofan þorpsins sem fyrr. Gert er ráð fyrir að tendra bálið um kl. 16.30. Húsavík Sótt hefur verið um leyfi fyrir einni áramótabrennu á Húsavík. Það er Húsavíkurbær og íþrótta- félagið Völsungur sem standa fyrir brennunni og verður hún norðan við bæinn, á hefðbundn- um stað rétt hjá skeiðvellinum. Kveikt verður í brennunni kl. 20. Mývatnssveit Iþróttafélagið Eilífur í Mývatns- sveit stendur fyrir áramóta- brennu á íþróttavellinum við Reykjahlíðarþorp. Kveikt verður í brennunni um kl. 21. Reiknað er með að smábrenna verði við Álftagerði, en heimafólk á bæjunum þar er vant að safnast saman við bálköst á gamlárs- kvöld^ Oft eru einnig smábrenn- ur á fleiri stöðum stöðum í sveit- inni og víða í Suður-Þingeyjar- sýslu mun fólk vant að vera með smábrennur um kvöldið. Kópasker Samkvæmt venju verða Kópa- skersbúar með áramótabrennu og reikna með að kveikja í henni um kl. 21. Raufarhöfn Á Raufarhöfn verður áramóta- brenna að venju á Höfðanum. Þórshöfn Áramótabrennan verður á hefð- bundnum stað innan við þorpið. Vopnafjörður Áramótabrennan á Vopnafirði verður með hefðbundnum hætti og er kösturinn á Búðaröxl. ój Norðurlandi Öska viðskiptavinum mínum glébilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu. Svalbarðseyri Frá æflngu í Gígjökli. Flugbj ör gunar s veitin á Hellu 40 ára Um þessar mundir eru 40 ár frá stofnun Flugbjörgunarsveitarinn- ar á Hellu. Ákveðið var að stofna sveitina eftir að flugvélin Geysir fórst á Bárðarbungu. Þá kom í ljós þörfin á að ávallt væru til staðar öflugar björgunarsveitir, sem brugðist gætu við í erfiðum neyðartilfellum. Sveitin hét í fyrstu Flugbjörg- unarsveit Rangæinga, en síðar var nafninu breytt. Fyrirmynd að stofnun sveitarinnar var sótt til Reykjavíkur, en þar hafði nýlega verið stofnuð flugbjörgunarsveit. Flugbjörgunarsveitirnar voru strax í byrjun sérhæfðar í björg- un fólks úr flugslysum, en hafa ávallt unnið jafnhliða að öðrum björgunarstörfum. Sveitin á Hellu leggur sérstaka áherslu á þjálfun félaga í hálendis- og öræfaferðum, enda sinnir hún útköllum á hálendinu oft á ári hverju. Flugbjörgunarsveitin á Hellu er með best búnu björgunarsveit- um landsins. Hún á öfluga snjó- bifreið, tvær björgunar- og sjúkrabifreiðar, vörubifreið og fjóra vélsleða. Þá á sveitin margs konar annan búnað m.a. ágætan fjarskiptabúnað. Tæplega 100 félagar eru í sveitinni. Nýlega var lokið við byggingu 450 fm björg- unarstöðvar að Dynskálum 34, Hellu. Nýja björgunarstöðin, sem er í alla staði vel búin, hýsir alla starfsemi sveitarinnar. Sveitin hélt upp á afmælið m.a. með því að bjóða öðrum björg- unarsveitum á svæðinu til samæf- ingar, sem þótti takast ágætlega. Formaður er Óskar Jónsson framkvæmdastj óri. Flugeldasala í Hamri Opið: Laugardag 28. desember kl. 10—18 Sunnudag 29. desember kl. 10—18 Mánudag 30. desember kl. 13—23 Þriðjudag 31. desmber kl. 9—16 Jólatrésfagnaðu r laugardaginn 28. desember kl. 15 Gamlárskvöld Opið hús í Hamri eftir miðnætti Gleðileg jól farsælt komandi ár! íþróttafélagið Þór 4**1

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.