Dagur - 04.01.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 04.01.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. janúar 1992 BROT ÚR SÖGU BÆNDA Atli Vigfússon Hvernig verður saga sveitanna? Það hefur lengi verið venja að spá í framtíðina strengja heit um áramót eða í bvrjun árs. Sumir spá bara fyrir árinu en eigi að síður er líka gaman að reyna að ímynda sér hvaða þró- un verði á hinum ýmsu þáttum þjóðfélagsins þegar til lengri tíma er litið. Landbúnaðurinn og landsbyggðin munu eflaust eiga sína sógu á næstu áratug- um, en hvernig hún lítur út þeg- ar til baka verður litið er erfitt að segja til um, en víst er að eft- ir tuttugu ár verður margt breytt frá því sem það er í dag, ef heldur sem horfir. Margir eru þeir sem velta þess- um málum fyrir sér og hvernig megi hafa áhrif á þróunina þannig að hún verði jákvæð t'yrir land og þjóð og ný og breytt landsbyggð verði til þess að gegna miklu hlut- verki fyrir heildina. Störfum fækkar jafn og þétt í hefðbundnum búskap samfara aukinni tækni og þeir eru færri og færri sem geta afkastað því að brauðfæða þjóðina svo vel sé en líklega verður þróunin meira sú að í sveitunum búi fólk sem hefur ýmsa aðra vinnu en það að vera bændur en segja má að möguleik- arnir til atvinnu í dreitbýli séu margir hverjir mjög vannýttir og ekki þekktiren þetta er einmit það sem á eftir að taka miklum stakka- skiptum á næstu árum. Oft hefur svartsýni gætt á þess- um breytingatímum og ekki viður- kenna allir tilvist nokkurs annars en gömlu búgreinanna. Aðrir eru bjartsýnir og segja að sveitirnar eigi eftir að taka á sig aðra mynd og það vetði í tísku að búa úti á iandi og fólk sem þangað llytji beri með sér þekkingu og tjár- magn til nýsköpunar í utvinnulíf- inu. Þessu fylgi mikið framtak og öll þau samskiptanet sem alltaf eru að þróast til hins fullkomna eigi eftir að gera fólki kleift að búa annarsstaðar en það vinnur. Kosturinn sem jressu fylgir er að þetta fólk kemur til með að vera sveitunum hliðhollt og það mun styrkja byggðina þar sem búum hefur fækkað og fólki einnig. Mál málanna Eins og flestir hal'a orðið varir við |rá virðast umhverfismálin vera í tísku og allir stjórnmálaflokkar telja sig eitthvað „græna" ef marka má kosningabaráttuna s.l. vor. Þetta kemur til með að halda átfram en ekkert tímabil í sögu jarðarinnar. eins og sú öld sem við kveðjum bráðum. hefur leitt af sé jafn mörg umhverfisslys eins og raun ber vitni og jörðin þolirekki fleiri þannig tímabil. Vandamálin eru mörg og eru eyðing skóganna. ofnotkun eitur- og áburðarefna. þurrkar og tæm- ing grunnvatns dæmi um þetta og tveir milljarðar manna og millj- arðar dýra liafa engan aðgang að hreinu vatni. Bændur eiga þvf, ásanit fleirum. trúlega eftir að gegna mjög mikilvægu hlutverki sem umsjónarmenn jarðar og um- hverfis og hafa góða möguleika á því að verða leiðandi afl Itvað það snertir því mikið verk er að vinna. Hér á landi eru verkefnin ærin og nú þegar sjáum við mjög breytt viðhorf hjá bændum til umhverfis- mála og ber því að fagna. Má í þessu sambandi nefna þau mörgu verkefni sem í gangi eru í land- græðslu og skógrækt og einmitt bændur eru best í stakk búnir til að takast á við það því þeir hafa bæði tæki og þekkingu til ræktun- arstarfa. Af hverju viljum við landbúnað í eigin landi? Segja má að ýmislegt misjafnt haft verði skrifað um íslenskan landbúnað á síðasta áratug og upp hafí risið þjóðfélagsöfl sem reynst hafi innlendri framleiðslu óhlið- holl og er þá átt við þá sem flytja vilja inn þessar vörur sem bændur hér geta framleitt, en sem betur fer er þessi hópur minni og minni og komið hefur í Ijós að miklu fleiri vilja innlenda vöru sé þess kostur. Ef við veltum þessu fyrir okkur þá er útilokað fyrir sjálfstæða þjóð að framleiða ekki vissan grunn matvæla eigi hún að teljast sjálf- stæð. Maturinn flokkast undir frumþarfir þjóðarinnar og sé hann af einhverjum ástæðutn ekki til staðar þá getur þjóðin ekki lifað. Þetta virðist dálítið fjarlægt okkur að hafa ekki til daglegra þarfa en nú eru þjóðir nær því í svelti sent ekki búa langt frá okkur eins og mörg ríki fyrrverandi Sovétríkja og víst brygði okkur við ef við þyrftum að bíða heilu og hálfu dagana við búðirnar og vera ekki einu sinni viss um að fá nokkuð handa okkur né okkar fólki. Því ber ekki að gleyma að landið er útkjálki Evrópu og ekki útséð að alltaf væru matvörur frá öðrum löndum á borði í tíma. Margt getur hagað því svo til að vörur fáist ekki og ekki sé hægt að fá þær en langt er síðan hafísinn hefur heimsótt landið og minnt okkur á landfræðilega legu okkar og það að landið er harðbýlt og ekki alltaf liægt að afla gjaldeyris úr sjó. en eitthvað þarf að hafa af honum ef brauðfæða á þjóðina með aðfluttum mat. Viðskiptabönn annarra þjóða gætu líka hagað því svo til að við fengjum ekki það sem samið hefði verið um. en þeim er beitt enn þann dag í dag eins og við þekkj- utn og ekkert útlit fyrir að því verði hætt. Þar beita þjóðir valdi sínu til þess að beygja aðra til hlýðni því allir vita að án matar geturengin þjóð verið. Þá geta mengunarslys valdið usla í matvælaframleiðslu þeirra þjóða sem mest hefur verið horft til livað varðar innflutning land- búnaðarvara. Ekki má heldur gleyma þeim fjölmörgu störfum sem landbún- aðurinn skapar í þéttbýli og hvar ætti að finna störf handa öllu því fólki ef framleiðslan flyttisi úr landi. Gæðin þekkja allir Ekki þarf að lýsa fyrir Islending- um gæðum þeirra vara sem bænd- ur hér framleiða. Islenskur landbúnaður hefur stefnt hátt í þeim efnum og stend- ur víða framar öðrum þjóðum í Evrópubandalaginu. Landið okkar kalda hefur þann kost að hér þríl'st ekki margt það sem þrífst í heitu löndunum sem gerir að eiturefnanotkun hjá okkur er hverfandi. Þar að auki vitum við um upp- runa matarins hér. bæði hvað varðar gæðamat og vörumeðferð. Öðruvísi væri því farið með inn- fluttan mat þar sem of lítið væri vitað um aukaefni og meðferð vörunnar og mikil hætta væri á að ýmsir kaupsýslumenn erlendis myndu reyna að losna við lélegri vörur hingað en nokkur reynsla er fyrir því. Bændur vilja að vöru- verð sé neytendum í hag Það hafa margar raddir lálið það í Ijós að matvaran sé of dýr og það sé ástæðan fyrir því að kallað sé á innflutning. I sunium tilfellum hefur sú gagnrýni verið réttmæt en nú er það stefnan að landbúnaðar- vörur lækki eftir því sem kostur Sannleikurinn er sá að bændur hafa ekki staðið í því að leika ein- hverja gróðahyggjumenn í þessu landi en þeirra starfsgrundvöllur hefur verið samvinnuhyggja. A þessu er mikill munur því gróða- hyggjan tekur hvorki tillit til mannlegra né neinna annarra þátta og þar er einungis stefnt að ein- hliða gróða. Samvinnuhyggja tekur hins vegar tillit til hins mannlega og samvinna getur aldrei stefnt að gróðanum einum. Milliliðirnir bera nokkra sök og á leið sinni frá bóndanum til neyt- andands hafa oft á tíðum margir matað sig og tfmi er kominn til að þessir liðir skipuleggi upp á nýtt rétt eins og framléiðendur sjálfir. Matarskatturinn er líka alltof hár og vekur furðu að stjórnmálaöfl hafi ekki gengið betur fram í því að fá fram lækkun lians á helstu vöruflokkum landbúnaðarvara til þess að kotna á móts við fjöl- skyldufólk sem óhjákvæmilega þarf mikið til sín. Afneitum ekki sögu okkar Þó vöruverð lækki verður það aldrei svo að það verði ókeypis að borða. Sú var tíðin hér á landi að baráttan snerisl um brauðið. Landið okkar er þannig að fyrir því þarf að hafa að búa í því og hér eru engar þrjár metuppskerur á hverju ári. Oft má þakka fyrir ef það er ein. en f góðum árum gleyma allir þeim þætti sem brauðstrit kallast og horfa á út- troðnar búðir af mat. Okkur brygði við ef hér væru allar hillur tómar eins og er víst víða í heim- inum. Hér er allt hægt að fá og ekkert skortir og nú flytjum við inn um 50% þeirra hitaeininga sem við þörfnumst og er það ærið nóg. því nú þegar flytjum við inn ógrynni af landbúnaðarvörum sem ekki er hægt að framleiða hér. Velferð okkar er líka slík að við verðum elst flestra þjóða og kannski á okkar góði matur sinn þátt í því og auðvitað líka góð heilbrigðisþjónusta en samt kvört- um við yfir henni á opinberum vettvangi þó svo að hún sé með þeim betri í heiminum. Nei. það er ekki hægt að líkja saman kjörum fólks nú og fyrr á öldinni hvað þá á síðustu öldum. Við megum ekki deyja innanfrá Oft er það sem landsbyggðar- kvartið hefur gengið alveg út í öfgar og fólk kvartar yfir engu. Rétt er að margir liafa farið á hausinn og orðið gjaldþrota en því miður hefur það oft vcrið vegna slæms skipulags og öf mikilla fjárfestinga og hefðu slfk gjalþrot aldrei þurft að koma til el' nægi- lega vel hefði verið á málum hald- ið. Landsbyggðin þarf ekki að kvarta svona mikið og horfa ein- hverjum ofsjónum á Reykjvíkur- valdið en til þess býr byggðafólk- ið við alltof marga kosti fram yfir borgarbúana. en Reykjavíkur- svæðið er mjög farið að hafa á sér ýmis stórborgareinkenni og ekki eftir öllu að sækjast. Þá hefur sumt dreifbýlisfólk farið að halda það að það væri baggi á þjóðinni vegna þess að einhver skrifaði um það í blaði eða öðrutn fjölmiðli, og ekkert gert til þess að mótmæla. Nei. öðru nær, því hvert starf sem við- helst f landbúnaði er blóm í líf sveitanna og um leið alls landsins. Hugsum okkur land þar sem enginn býr. það er dautt og þang- að hafa ekki margir gaman að koma því þar er ekkert líf. Það sem gel'ur landinu líf er fólkið. gróðurinn. skepnurnar og öll sú starfsemi sem fólki fylgir því það verður óhjákvæmilega umsjónar- nfenn umhverfisins ef vel a að fara. Því miður liafa nokkur byggð- arlög látið undan síga að undan- förnu en við megum ekki horfa upp á heilar sveitir fara í eyði án þess að sporna við. því með þeim hverfur svo margt sem mikils virði er. þó ekki sé hægt að mtela það í beinum seðlum. Menningin er samofin sveitunum Frá örófi ajda vorum við bænda- samfélag sem nú hefur breyst á skömmum tíina og á sennilega enn eftir að breytast. En það er vandi að vera nútímalegur og vilja um leið viðhalda menningu laiuls- ins sem er í svo mörgu tengd byggðunum dreifðu. Bókmenntir okkar og tunga hafa í meira en ellefu aldir mótast af þessu og einmitt þessi atriði viljum við nekta. Sumir kalla það einangrunar- stefnu að vilja ekki ganga í lið með Evrópubandalaginu og njóta þeirra gteða sem það býður upp ;í. Það væri hins vegar mikil þröng- sýni að fara að flyja inn þeirra matvörur og Itafa ekki þá víðsýni að sjá að það eina sem gildir er að þjóðin sé eins aflögúfter með inat- væli sem kostur er. Gæði Evrópubatulalagsins gætu verið stundargróði ef gróða ætti að kalla því öruggt er að þeir háu herrar hugsa um það eitt að komast yfir auðlindir landsins en láta sér látt um annað finnast. en hætt er við að oft myiuli þessi út- kjálki okkar gleymast í stjórnar- ráði hinnar stóru Evtópu. Skynsamlegir viðskiptasamn- ingar eru allt annað mál en við megum ekki afsala okkur því sjálfstæði sem við höfum því það er það besta og mikilsverðasta sem við höfum eignast og það var stórkostlegur áfangi þegar þessi litla þjóð náði að ráða ölln sínum málum sjálf og þetta frelsi þurfum við að varðveita og rækta og við- halda okkareigin menningu. Gefum byggðunum líf Það er engin leið að sjá IVam í tímann og skrá siigu sveitanna fyt- irfram. en við getum sjálf mótað liana ef viljinn er fyrir hendi og ef við vinnum saman. Það hefur sýnt sig að margt er hægt að gera. enda er ekki annað að sjá en að l'ólk sé að farið að skilja það betur og betur hvers virði byggðirnar eru okkur. Það var óneitanlega mikill kraftur í því fólki sem hingað flutti fyrir mörgum öldum og þraukaði fátækt og harðræði og lifði af i landinu við engin efni. Þessum forfeðrum okkar eigum við mikið að þakka. en í dag erum við allt í einu orðin rík þjóð og bertnn okkur saman við það mesta og bésta. Sveitirnar og hinar dreifðu byggðir skipta höfuðmáli í því að viðhalda sjálfstæði þjóðarinnar svo og menningu og þjóðarein- kennum. - Gefum því byggðimum líf. annars deyr landið. er. Sveitirnar eru samspil dýra, gróðurs og manna sem ekkert þjóðfélag get- ur verið án og ekki þarf að fjólyrða um þátt húsdýranna í okkar samfélagi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.