Dagur - 04.01.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 04.01.1992, Blaðsíða 9
Til umhugsunar Laugardagur 4. janúar 1992 - DAGUR - 9 Þórður Ingimarsson Hveijir koma til með að byggja strendur landsins í framtíðinni? ■Mjj -ptfOi,,.ic.!íS!aMll Bækistöðvar Útgerðarfélags Akureyringa - rekstur félagsins hefur gengið vel á undanförnuin áruin og cr félagið dænii uin á livern hátt þarl' að reka framkvæmdir er ljóst að við verð- Liðið ár hefur fyrir margra hluta sakir orðið viðburðaríkt - bæði á vettvangi hcinismál- anna og einnig hér á landi. Þegar litið er yfir farinn veg á árinu nema margir staðar við atburðina í austurvegi og minnast þá gjarnan mánudags- ins 19. ágúst - dagsins sem harðlínumennirnir í Moskvu reyndu að ræna völdum. Þessi dagur er mér sérstaklega minn- isstæður fyrir þá sök að þegar ég lenti á Akureyrarflugvelli um hádegissbil beið ellefu ára sonur minn eftir mér í flug- stöðinni. Hann hafði verið að fylgjast með sjónvarpsfréttum og það fyrsta sem liann spurði um var hvort ég héldi að mamma sín kæmi nokkurn tíma aftur en hún var þá stödd á ráðstefnu í Moskvu. Enginn furða var þótt barnshugurinn leitaði í þá átt eftir að hafa horft á skriðdreka og hermenn - gráa fyrir járnum fara um götur og torg Moskvuborgar. Eg greip til þess ráðs að segja barninu að mamma kæmi á laugardaginn og við tækjum á móti henni í Kaupmannahöfn. Endurfundir mæðginanna á Kastrupflugvelli fimm dögum síðar eru mér ekki síður minn- isstæðir og hin óvænta nálægð við valdaránstilraunina í Moskvu veldur því að eftir- minnilegustu atburðir ársins - bæði af persónulegum og alþjóðlegum vettvangi renna saman í þessari ágústviku. Eftir örar hreytingar í Austur- Evrópu á árunum 1989 og 1990 var orðið ljóst að einhver hnikk- ur myndi koma á þróunina í sjálfu móðurlandi sósíalismans og upphafslandi breytinganna sjálfum Sovétríkjunum. í upp- hafi árs var þó með öllu óljóst á hvern hátt hann kæmi og hefur Persaflóastríðið eflaust orðið til þess að atburðirnir í Sovétríkjun- um urðu ekki fyrr en síðsumars. Eduard Servadnase, fyrrum utanríkisráðherra, hafði þó þrá- faldlega varað við aðstæðum af þessu tagi og ljóst var að Gorbat- sjov reyndi endalaust að bera klæði á vopn harðlínumanna annars vegar og umbótasinna hins vegar. Harðlínumennirnir virtust vera erfiður ljár í þúfu og ekki annað vitað á Vesturlöndum en herinn stæði að mestu leyti með þeim. Pví bjuggust flestir við einhverju öðru þegar undir- sátar Gorbatsjovs reyndu að hrifsa völdin en að þeim mistæk- ist það svo gjörsamlega sem raun bar vitni. Fleiri báru því áhyggjur í brjósti þennan ágústmorgun heldur en ellefu ára barnið sem óttaðist um mömmu sína innan- um vígvélar rauða hersins á göt- um Moskvuborgar. Ríkjum heims mun fjölga Þrátt fyrir að hin eftirminnilega valdaránstilraun hafi farið út urn þúfur verður sá hluti heimsins er laut yfirráðum Moskvuvaldsins í sviðsljósinu enn um sinn. Löng þróun er framundan og margir hlutir eiga eftir að gerast áður en fyrrum kommúnistaríkin ná sér á strik - hvorki stjórnarfarslega eða efnahagslega. Nú í upphafi árs er einnig óljóst á hvern hátt landakortið verður strikað að ári liðnu. Flest bendir lil að ríkjum heims muni fjölga nokkuð á næstunni. Sovétríkin hafa liðast í sundur - að mestu án átaka enn sem komið er og mun efnahagur ráða miklu um hvort vopnin verða látin tala í viðskiptum þeirra á komandi tímum. Júgó- slavía er að liðast í sundur í borg- arastríði og enginn getur á þessu stigi sagt fyrir um hvaða ríkja- skipan muni verða á Balkanskaga í framtíðinni. Eitt geta menn þó séð fyrir - að efnahagur þessara ríkja er í rúst og nokkur tími mun líða áður en þau ná sér á strik á grundvelli vestrænna við- skiptahátta. Því er ljóst að þótt menn telji sig eygja stóra mark- aði og mikla viðskiptamöguleika í austri verður að bíða um sinn eftir að þeir verði að veruleika. Yiðskipti við EB en einnig önnur lönd Af vestur-evrópskum vettvangi ber hæst brölt fríverslunarríkj- anna EFTA til að tengjast yfir- þjóðlegum ráðúm Evrópu, sem Evrópubandalagið er að mynda. Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið er nú í algjörri óvissu eftir að dómarar EB komust að þeirri niðurstöðu að ákvæði í honum brytu í bága við Rómar- sáttmálann - sjálfa stofnskrá Evrópubandalagsins. Verði ekk- ert úr myndum Evrópska efna- hagssvæðisins munu fríverslunar- ríkin knýja á einn eða annan hátt á um aðgöngu eða tengsl við bandalagið. Ekkert bendir til aö Islendingar eigi erindi inn í ríkja- heild af því tagi. Spurning er um hvort slíkt evrópskt stórríki geti staðist til frambúðar með svo mikilli sameiginlegri yfirstjórn sem gert er ráð fyrir og einnig má spyrja að því hver áhrit' okkar yrðu í því fjölmenni sem myndar Evrópubandalagið. Talsmenn Evróputengsla benda gjarnan á að um 70% útflutningsverðmæta okkar fari á markaði í bandalags- ríkjunum og því séum við nauð- beygð undir Brusselvaldið cf við ætlurn að losna við sjávarafurðir okkar í framtíðinni. I því sam- bandi má minna á að hingað til höfum við getað selt framleiðslu- vörur okkar og ekkert bendir til þess að offramboð verði á fisk- afurðum í náinni framtíð - hvorki í Evrópu eða annarsstaðar þar sem fólk þarf að borða. íslendingar verða því fyrst og fremst að huga að viðskiptasam- böndunt um víða veröld - bæði við ríki Evrópubandalagsins og önnur lönd. Bandaríkjaforseti þarf að varðveita ímynd sína Nýlega var lokið við gerð kvik- myndar í Bandaríkjunum um ntorðið á Kennedy forseta haust- ið 1963. í rauninni er morðið á Kennedy á sama báti og Geir- finnsmálið hið íslenska - aldrei hefur tekist að upplýsa tildrög þeirra að fullu. í myndinni er lát- ið að því liggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi sjálf lagt á ráðin um að losa sig við hinn frjálslynda forseta, sem ýmsum aðilum í fjármálaveldinu vestan hafs fannst að skaðaö gæti hags- muni sína að óþörfu. Er þar eink- um átt við aðila er tengjast vopnaframleiðslu og hergagna- iðnaði. Kennedy hafi hreinlega ekki vcrið nægilega herskár og of hallur undir vinstrisjónarmið. Sú staðreynd að Goerge Bush, bandaríkjaforseti þarl' að láta endurkjósa sig á þessu ári vekur upp hugsun um hvaða áhrif for- setakjörið muni hafa á framgang heimsmála. Af reynslu undan- farinna ára er ljóst að Republik- sjávarútvegsfyrirtækin i framtíðinni. Nútima bissnissnienn í Moskvu - hugsa sér gott til glóðarinnar eftir valdaránið en verður það þeirra að reisa efnahag austursins úr rúst. anar svífast nær einskis til þess að halda völdum og kosningabarátt- an kostar auk þess mikið fé. Forsetanum er einnig mjög mikil- vægt að viðhalda ímynd sinni scnt hetju í augum þjóðarinnar. Reynslan sýnir að þjóðarleiðtog- um hefur meðal annars tekist það með stríðsrekstri. Vinsældir Margaretar Tatchers jukust veru- lega bæði eftir Falklandseyja- stríðið og einnig í kjölfar loft- árásanna á Líbíu. Bandaríkja- mönnum þótti Buch standa sig bærilega í stríðinu við Saddam Hussein þótt honum tækist ekki að fullkomna vcrk sitt og Saddam sitji enn við völd í vininni á milli fljótanna Efrat og Tigris. Ef for- seti Bandaríkjanna þarf að hressa upp á ímynd sýna heima fyrir vegna komandi kosninga er ljóst að hann á tromp á hendi með því að berja betur á ógn- valdinum við Persaflóa. Með því styrkir hann einnig hergagnaiðn- aðinn og innheimtir jafnvel fé í kosningasjóði sína. Saddam Hussein er þvílíkt óargadýr í augum mikils hluta mannkyns að ólíklegt má teljast að Bush fái heiminn í fangið þótt hann láti nokkurt magn af sprengjum rigna yfir írak í kosningabaráttunni. Svartagallsraus leysir ekki efnahagsvandann Af innlendum vettvangi ber hæst versnandi efnahagsmál þjóðar- innar og það svartagallsraus sent talsmenn núverandi ríkisstjórnar telja okkur til framdráttar á tím- um þegar þjóðin þarf að taka á og vinna sig út úr ákveðnum erf- iðleikum. Ekki verður neitað að ákveöin áföll hafa dunið yfir og bera þar að nefna minnkandi fiskigengd á miðumum við landið og frestun framkvæmda við bygg- ingu álvers. Þrátt fyrir að báðir þessir þættir skapi okkur erfið- leika eigum við einnig að geta dregið af þeim ákveðna lærdóma er verða okkur til hagsbóta í framtíðinni. Varðandi stóriðju- um að grípa gæsina þegar hún gefst. Markaðsverð á framleiðslu- vörum stóriðjufyrirtækja sveiflast og fjárfestingar ráðast að miklu leyti af markaðsmálum á hverj- um tíma. Þegar erlendir sam- starfsaðilar eru í fjárfestingarhug þurfum viö að vera tilbúnir með þá kosti er við ætlum að bjóða en ckki eyða dýrmætum tíma í karp. Við höfum áður tapað möguleik- um vegna þessa og sagan mun endurtaka sig ef viö tileinkum okkur ekki nýja starfshætti í þessu efni. Því verðum við að vaka vel yfir öllum möguleikum á hverjum tíma og vera tilbúnir að hefjast handa strax og tækifæri bjóðast. Ef þannig er staöið að málum verður síður snúið til baka eins og nú hefur orðið að veruleika að minnstá kosti um sinn í álversmálinu. Sjávarútvegsfyrirtækin skili arði og laði til sín fjármagn Sjávarútvegurinn verður að bregðast við fyrirsjáanlegum hráefnisskorti á þann hátt einan að skapa aukin verðmæti úr minnkandi afla. Fyrst þarf þó að nást samkomuleg um aö mynda hagkvæmar rekstrareiningar til þess aö stunda veiðar á hafinu og vinna sjávarafla í byggðum landsins. Skipaflotinn er of stór og enginn grundvöllur er til þess að nýta sumar af þeim fjárfest- ingum, sem kontið hefur verið upp. Byggðastefna þessa árs og raunar þess tíma sem eftir cr af öldinni verður að miðast við að byggja upp öflug útvegsfyrirtæki, sem skila nægilegum hagnaði til að draga til sín sparifé í almenn- ingseign og greiða af því arð. Að öðrum kosti verður ekki um neina byggöastefnu að ræða og einnig mun verða lítið úr nauð- synlegri viðreisn efnahagslífsins í heild sinni. Ef endurskipulagning sjávarútvegsins verður látin hjá líða má segja aö boðskapurinn um að framundan sé svartnætti fari að eiga fullan rétt á sér. „Við erum bara frá...“ Kröftugt og langvarandi erfið- leikahjal hefur margvíslegar afleiðingar. Eitt af hugstæðum málefnum liðins árs er vonleysið, sent virðist vera að ágerast á landsbyggðinni. Að undanförnu hefur verið varað við að tvær þjóðir séu að myndast í landinu. Þjóð þeirra er betur mega sín og hinir sem ekki hafa möguleika til þess að vinna sig áfram. Ljóst er að við stefnum nú til aukinnar breiddar á milli fólks eftir því hvaða tök það hefur á að bæta eigin efni. En eru þjóðirnar sem byggja landið ekki að verða fleiri. Eru ekki að vaxa upp tvær þjóöir á höfuðborgarsvæðinu auk þeirrar þjóðar sem byggir aðra landshluta en þéttbýlið við Faxa- flóa. Fyrir jólin kom sá kvittur upp á Akureyri að jólaverslunin hefði hrunið og ferðum fólks til norðurhluta Bretlandseyja kennt um. Nokkuð mun hafa ræst úr kaupglcði fólksins við Eyjafjörð síðustu dagana fyrir jólin. Hins vegar er ótrúverðugt að halda því fram að þótt allt að þúsund manns úr tuttugu þúsund manna byggðarlagi skreppi í eins til þriggja daga ferðir til Bretlands- eyja leggist öll verslun í rúst. Minnkandi verslun á Akureyri og annarsstaðar á landsbyggðinni á fyrst og fremst rætur í Reykjavík. I góðviðrinu á tveimur undan- förnum mánuðum hefur fjöldi fólks skroppið suður. Fólk hefur ekið á einkabílum sínum. Margir eiga vini og ættingja í borginni - jafnvel afkomendur, sem þeir gista hjá í tvær til þrjár nætur. Þessar suðurferöir mælast því ekki á neinar mælistikur ferða- mála og enginn veit raunar hvert umfang þeirra er eða hvað marg- ar jólagjafir, sem teknar voru úr pökkum á landsbyggðinni voru keyptar í verslunum í Kringlunni eða við Laugaveginn. Fólk held- ur oft að kaupin gerist betri fyrir sunnan og það hefur einnig gam- an af að fara um verslunartorg höfuðborgarinnar - oft í fylgd náinna ættingja, sem vilja sýna landsbyggðarfólkinu gestrisni á meðan heimsókn þess til borgar- innar stendur. Erfiðleikunum í byggðamálum fylgja einnig fleiri vandantál. Hugsunarhátturinn breytist - því ntiður oft í þá veru að minnimáttarkenndin vex. Setningar á borð við - „Við eru bara frá...,“ gera vart við sig í auknum næli. Hugsunarháttur af þessum toga er stórhættulegur. Að skammast sín fyrir að búa á landsbyggðinni er betur til þess fallið en annað að draga kjarkinn úr fólki og ýta undir tlutning þess til Faxaflóans. En hverju veldur umræðan um að allt sé ómögu- legt og að fara til fjandans. Hún veldur einmitt vonleysi af þessu tagi. Hverjir koma til með að byggja strendur landsins Því er margt til unthugsunar um þessi áramót. Verður heims- myndin sú sama að ári og hvaða afleiðingar hafa þær hræringar sem nú eiga sér stað fyrir mannkynið. Erum við að sigla inn í eitthvert framtíðar skamm- degi eða eigum við möguleika á að vinna okkur út úr því. Erum við að verða bogríki við Faxa- flóa og hverjir koma þá til með að byggja strendur landsins þegar búið er að efla minnimáttar- kennd og hégómaskap íslensku þjóðarinnar svo að hún kýs að þjappa sér saman eins og fé í rétt. í ólgusjó umheimsins er til nægi- lega margt fólk til að fylla flest pláss á þessu landi ef þau verða yfirgefin. Undir okkur sjálfum er komið hvort annes og firðir landsins byggjast íslendingum um framtíð eða verða nýju land- námi að bráð. Vissulega blæs ekkert of byrlega í byrjun ársins 1992 og þeint mun meiri ástæða til þess að tala kjark í landsmenn og hvetja þá til þess að vinna sig út úr aðsteðjandi vanda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.