Dagur - 04.01.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 04.01.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 4. janúar 1992 Matarkrókur Matarkrókur vikunnar: Stroganoff af keflvískum ættum - Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóri, býður í mat Júlíus Guðmundsson, versl- unarstjóri í KEA-Sunnuhlíð, er í rnatarkrók vikunnar. Hann tók áskorun systursinn- ar fyrir hálfum mánuði og œtlar að bjóða lesendum að matborðinu í stroganoff-rétt, œttaðan úr Keflavík. „Nei, þetta er ekki uppskrift sem ég samdi sjálfur. Þetta er gömul uppskrift sem ég held að sé ættuð úr Keflavík,“ segir Júlíus. Hann segist borða nautakjöt tvisvar til þrisvar í mánuði og þessi uppskrift sé í miklu uppá- haldi. Sjálfur segist hann ekki hafa oft tíma fyrir eldamennsk- una enda mikið að gera við verslunarstörfin og sönginn um helgar en Júlíus er söngvari í hljómsveitinni Namrn. Hann segist hafa farið á svokallað sjókokkanámskeið í Verk- menntaskólanum fyrir nokkrum árum og blási því stundum ryk- ið af kunnáttunni í eldhúsinu. „Yfirleitt reyni ég þá að nostra dálítið við matargerðina og hef gaman af að prófa mig áfram. Ég held að með aldrin- um fari maður að meta það og hafa meira gaman af að fá virki- lega góðan mat,“ segir Júlíus. Og þá yfir í rétt dagsins. Stroganoff 750 g nautakjöt salt pipar 1 stk. laukur 200 g sveppir 1 ds. tómatpure (70 g) 1 dl vatn 3 dl rjómi 1 stk. paprika 'A tsk. múskat Aðferð: Kjötið er steikt upp úr smjöri. Salti og pipar stráð yfir eftir smekk. Sveppirnir og laukurinn eru brúnaðir og bætt út í kjötið ásamt tómatpure, vatni, rjóma, papriku og múskati. Rétturinn síðan látinn sjóða við vægan hita. Gott er að bera fram með réttinum soðin hrísgrjón, hrásalat og snittu- brauð. Júlíus fór ekki langt þegar hann skoraði á næsta þátttak- anda í matarkrók því hann er Þórður Jakobsson, knatt- spyrnu- og matreiðslumaður í KÉA-Sunnuhlíð. Hann mun veita lesendum innsýn í upp- skriftabók sína að hálfum mán- uði liðnum. JÓH VíSNAÞÁTTUR Jón Bjamason fiá Gaiðsvíls Athugasemd frá ritstjóra Jón Bjarnason frá Garðsvík, umsjónarmaður vísnaþáttar Dags uin margra ára skeið, lést í byrjun síðasta mánaðar. í starfi sínu fyrir Dag hafði Jón jafnan þann háttinn á að skila inn efni nokkra mánuði fram í tímann. Fyrir um tveimur árum hafði hann ein- mitt orð á þessari vinnutil- högun sinni við undirritaðan. Hann sagði þá að það væri aldrei að vita hvenær maður á hans aldri kveddi þennan heim og þess vegna væri gott fyrir okkur á blaðinu að eiga „nokkurra vikna birgðir til góða“ eins og Jón orðaði það. Hann sagði jafnframt að við skyldum ekki vera smeyk við að ganga á „birgðirnar“ ef þannig færi; það væri hon- um síst á móti skapi. Að fengnu samþykki að- standenda Jóns Bjarnasonar hefur ritstjórn því ákveðið að birta þau handrit að vísna- þáttum Jóns sem enn eru óbirt. Þar með fá hinir fjöl- mörgu, tryggu lesendur vísna- þáttarins að njóta enn um sinn leiðsagnar Jóns Bjarna- sonar um heim hagyrðing- anna. Ritstjóri. Steingrímur Baldvinsson í Nesi sendi Agli Jónassyni hangikjötslæri og vísa fylgdi: Ég læt þess getið og læt á blað að lærið er á réttum stað hjá þér vinur, af því að ærin er hætt að nota það. Og Egill svaraði: Nú hirði ég ei um frost né fjúk fyrst það er hlaupið á snærið. Af lyktinni einni er sálin sjúk og Sigfríður klappar á lærið. Sagt er mér að þessi sé síð- asta vísa Jóns Friðrikssonar á Hömrum í Reykjadal: Bráðum kveð ég bleikur nár. Búið um mig í kistu. Ætli það felli einhver tár afþeim sem að misstu? Næsta vísa er ort á þeim tíma er hrossakjötsneysla var illa séð af flestum og þótti jaðra við glæp: Pétur í Holu píkum ann. Pilturinn einn sá versti. Lifandi og dauður liggur hann í limunum af hesti. Ekki veit ég betur en að næsta vísa sé eftir Pál Ólafs- son skáld: Undan Kollu á ég Koll, ég skal kolli veðja afhenni Kollu og honum Koll ég skal kollinn gleðja. Benedikt Björnsson á Víði- hóli sendi vini sínum þessa vísu. Pípan er tóm og geðið grátt gömlum eftir vana. Sendu mér nú, ef þú átt einu sinni í hana. Sigurður Halldórsson dvaldi um skeið í Bólstaðarhlíð. Hann kvað er sól kom upp: Ylrík sólin okkur hjá alla þýðir glugga, en Botnastaðabæinn á breiðir fjallið skugga. Hér koma vísur eftir Jónas Jónasson frá Hofdölum: Sjálfslýsing. Að öðrum þræði er ég barn ekki um dægurmálin skeyti, en uppreisnar- og efagjarn er ég svo að hinu leyti. Ef mér finnst ég kulda kenna, kæra, þinn ég sæki fund. Ég er vinur víns og kvenna, verð fram á dauðastund. Unað getur vínið veitt, veit ég engan meiri, en þegar boðorð braut ég eitt, brýt ég oftast fleiri. Vísa um vísu. Vísan þessi verðlaun á - varman koss hjá sprundum. Þó ég segi sjálfur frá syng ég hana stundum. Vísa. Ég er ekki orðinn mát enn við dægurþrasið, meðan æskan ör og kát að mér réttir glasið. Dægurflugur. Þegar vínið vermir blóð, vex mér kvæðadugur. Eitt er verst, að öll mín Ijóð eru dægurflugur. Staka. Sólin hellir hitageislum hér á glaðan sveitalýð. Boðflenna í vorsins veislum verð ég alla mína tíð. Þegar skáldið flutti aldrað til Sauðárkróks: Hvergi áður kenndi grunns, keppnin brýndi sinni. Skyldi ég ráða hér til hlunns hrakningsferju minni? Eyjólfur Þorgeirsson frá Króki kvað á heimleið: Engu kvíðir Iéttfær lund, Ijúft er stríði að gleyma. Blesa ríð ég greitt um grund. Guðný bíður heima. ísleifur Gíslason orti svo um sérstætt óhapp: Þú hefur liðið þrautakast þarna fram á teygnum þegar endinn á þér brast undan vasafleygnum. Næstu vísu mun hafa verið beint að forstjóra elliheimilis, auðvitað í gamni: Ellistyrkinn okkar þú árum saman hirtir. Hér við söfnumst saman nú sem þú ekki myrtir. Bjarni frá Gröf kvað: Sumir prestum sýna traust sálina að náða en ég vil milliliðalaust láta Drottinn ráða. Þá kemur vísa eftir Rósberg Snædal. Sárið grær en svíður þó sorgir Ijær og kvíða. Tækifæri í tímans sjó tapast ærið víða. Gísli Ólafsson kvað: Lýsa þjóðum Ijósin hlý lífs á slóðum beinum. En aðrar glóðir geymast í gömlum hlóðarsteinum. Vorvísur þessar kvað Sæ- mundur G. Jóhannesson. Hýrnar loftið hækkar sól hvetur margur sporið. Jörðin fer úr klakakjól, kemur blessað vorið. Vorið græðir veika best, vorið fræðir spaka. Vorið glæðir vonum flest. Vorið bræðir klaka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.