Dagur - 04.01.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 4. janúar 1992
Stjörnuspá
Sigfús E. Arnþórsson
55
An ábyrgöar
T
■hl mtup*
21. mars - 19. apríl
Þetta er varasöm helgi. Haltu þig sem
mest innandyra og passaöu þig sérstak-
lega á öllum vélum og tækjum. Á mánu-
dagsmorgun skiptir alveg yfir og þú veröur
í feikna stuöi byltandi og endurskapandi
allt umhverfi þitt fram á miðvikudagskvöld.
Á föstudag lýkur ákveönu velgengnis-
tímabili í vinnunni/skólanum og viö tekur
átakatími.
ö
/\)au+
20. apríl - 20. maí
Á næstkomandi föstudag upphefst nýtt
framfaratímabil hjá nautum. Feröalög og
stööuhækkun o.fl. í dag og til morguns
ertu í rómantíska skapinu, á mánudag,
þriöjudag og miövikudag þarftu aö glíma
viö óvænt vandamál, rafmagnstruflanir
o.fl. en á fimmtudag og föstudag leikur allt
í lyndi aö nýju.
n
21. mai - 20. júní
Erfiðleikum þínum í vinnunni/skólanum
sem og spennunni í almennum samskipt-
um lýkur næstkomandi föstudag. Enn eru
þó válynd veöur í ástamálunum og þeim
lýkur ekki fyrr en tuttugasta og fimmta.
Mánudagur, þriöjudagur og miövikudagur
eru allt afbragösdagar til framkvæmda af
öllu tagi, fimmtudag og föstudag fer flest
úrskeiöis.
21. júní - 22. júlí
Þaö er dökkt framundan hjá kröbbunum
og helgin sem nú fer í hönd verður ein sú
hættulegasta í langan tíma. Ef þú leggst
ekki beinlínis í flensu þá er slysahættan
alls staöar. Passaöu þig sérstaklega á bíl-
um og öörum vélbúnaði. Á fimmtudag eöa
föstudag veröa gamlir draumar endur-
vaktir og veröa þaö bestu dagar vikunnar.
cíl
J—.jóv\
23. júli - 22. ágúst
Á mánudag, þriöjudag og miövikudag ert
þú í ákveðinni slysahættu, sérstaklega af
rafmagni. Ekki fikta í rafmagnstækjum.
Þaö er raflost í loftinu. Þá gæti rafmagnaö
fólk meö ofsafengnar hugmyndir stuöaö
þig illilega. Haltu stillingunni og faröu þér
hægt, minnug(ur) oröa skáldsins: „Kærri
eru kertaljós en kenjótt perustæöi."
W
AÁeyja
23. ágúst - 22. september
Þótt þessi helgi veröi aö sönnu ágæt fyrir
meyjur, heföbundin og jafnvel ábatasöm,
eru þó stærstu breytingarnar aö gerast
næsta föstudag. Þá léttir ákveöinni hug-
lægri spennu sem varað hefur síöan í
byrjun nóvember en viö taka ólíkt
skemmtilegri tímar. Passaöu þig á vatni
fimmtudag og föstudag.
fyrir vikuna 4.-10. janúar 1992
°9
23. september - 22. október
Haltu þig innandyra í dag og á morgun.
Áttu ekki einhverjar jólabækur ólesnar? Á
mánudag, þriöjudag og miövikudag lifnar
heldur betur yfir þér þegar löngu þarfar
breytingar veröa drifnar í framkvæmd.
Ástin blómstrar enn um sinn en nú fer
ferðalögum aö fækka.
%
■Spopðdreki
23. október - 21. nóvember
Þetta verður einstaklega ánægjuleg helgi
hvort sem þú ferö út á lífið eöa situr
heima. Faröu varlega, sérstaklega í sam-
bandi viö rafmagn, á mánudag, þriöjudag
og miövikudag. A fimmtudag og föstudag,
sem reyndar veröa bestu dagar vikunnar,
fæstu við einhverja listræna sköpun.
Bc
ogmaðuP
22. nóvember - 21. desember
Enn um sinn gengur allt eins og í sögu hjá
bogmönnum, jafnt í leik sem í starfi. Á
mánudag, þriöjudag og miðvikudag færöu
aö heyra nýstárlegar hugmyndir og hjálp-
ar til viö aö hrinda þeim í framkvæmd. Á
fimmtudag og föstudag veröa einhverjar
væringar í fjölskyldunni, svo aö þín al-
þjóðlega hugsun („global thinking") veröur
aðeins aö víkja.
vr
Sie. mgeit
22. desember- 19.janúar
Þetta er þín helgi og í kvöld er þitt kvöld.
Þar sem hin verklega hlið hátíöahaldanna
aö undanförnu hefur án efa hvílt á þér aö
miklu leyti er núna loksins tími fyrir pásu
hjá steingeitunum. Fimmtudag eöa föstu-
dag lendir þú í óvenju skemmtilegum fé-
lagsskap og einhverjir draumar rætast.
Va+nsb
eri
20. janúar- 18. febrúar
Enn um sinn leikur allt í lyndi hjá vatnsber-
unum. Á mánudag, þriöjudag og miöviku-
dag þarftu aö hreinsa til í kringum þig, í
vinnunni sem heima fyrir og í þetta sinn
gengur allt upp og allir samþykkja þínar
skynsamlegu tillögur. Enda ert þú í
diplómatíska skapinu þínu nú um stundir.
X
Biskar
19. febrúar - 20. mars
Þótt vissulega veröi líf og fjör í kringum þig
nú um helgina, jafnvel dufl og dans, er það
þó næsta föstudag sem jákvæöustu breyt-
ingarnar veröa. Þá léttir ákveöinni hug-
lægri spennu sem varaö hefur síðan í byr-
jun nóvember og erfiðleikarnir í vinnunni/
skólanum, sem varað hafa síöan í lok nóv-
ember, veröa líka á bak og burt, en viö
taka gjöfulli og skemmtilegri tímar.
Skatthlutfall og
skattafsláttur árið 1992
Skatthlutfall staðgreiðslu
er 39,85%
Á árinu 1992 verður skatthlutfall
staðgreiðslu 39,85%. Skatthlutfall
barna, þ.e. sem fædd eru 1977 eða
síðar, verður 6%.
Persónuafsláttur á
mánuði er 23.922 kr.
Persónuafsláttur fyrstu sex mánuði
ársins verður 23.922 kr. á mánuði.
Sjómannaafsláttur á dag
er 660 kr.
Sjómannaafsláttur fyrstu sex
mánuði ársins verður 660 kr. á dag.
Frá og með 1. janúar 1992 eru fallin
úr gildi eftirfarandi skattkort: Skatt-
kort með uppsöfnuðum persónu-
afslætti og námsmannaskattkort
útgefin á árunum 1988 - 1991.
<
'cn
q
(/>
o
X
<
>
X
Töfalt albúm
Óðmanna
endurútgefið
Skífan hf. hefur endurútgefið á
diski samnefnda plötu Óðmanna
sem gekk undir nafninu „tvöfalda
albúmið“, þar sem það var fyrsta
tvöfalda albúm (tvær plötur) sem
gefið var út á íslandi.
Nútíma tækni gerir það að
verkum að hægt er að setja yfir
70 mínútur af efni á einn geisla-
disk. Þannig kemst „tvöfalda
albúmið“ fyrir á einum geisla-
diski. „Þessi plata Óðmanna þyk-
ir ekki bara merkileg fyrir þær
sakir að vera fyrsta tvöfalda
íslenska albúmið heldur einnig
þykir tónlistin með því merki-
legra sem átti sér stað á sjöunda
áratugnum á Norðurlöndum,"
segir í frétt frá útgefanda.
„Tvöfalda albúmið“ var fyrst
gefið út árið 1970 og er nú fyrir
löngu ófáanlegt.