Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 30.01.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. janúar 1992 - DAGUR - 5 Lesendahornið Sviplítil verðlaunamerki SJALUNN MÓÐI skrifar: „Nýlega var efnt til samkeppni um einkennismerki handa Eyja- fjarðarsveit og þrennum verð- launum heitið fyrir bestu hug- myndir að áliti dómnefndar og hreppsnefndar. Að lokum var haldin sýning í Hrafnagilsskóla á verðlaunamerkjunum og öðrum innsendum hugmyndum (á annað hundrað). Ég fór á þessa sýningu, en varð fyrir verulegum vonbrigðum með verðlaunamerkin. Þau eru að vísu allvel teiknuð og snoturlega útfærð, en ákaflega fjarri því að vera sérstaklega einkennandi fyr- ir Eyjafjarðarsveit. Duga þá lítt útskýringar höfundanna á tákn- rænni þýðingu myndanna, sem þeir virðast hafa látið fylgja hug- myndum sínum. Varla verða þær prentaðar eða hafðar með í hvert sinn sem merki er notað. Gallinn er sá, að verðlauna- merkin skera sig mjög ógreini- lega úr mörgum öðrum merkjum sveitarfélaga, en eiga það samt sammerkt með ýmsum þeirra, að vera fremur sviplítil og lítt eftir- minnileg. Hin blómlega Eyja- fjarðarsveit hefði að mínum dómi átt eitthvað betra skilið. Ég er þó ekki frá því, að á meðal innsendra hugmynda, sem hafn- að var, hafi verið nokkur snjallari og táknrænni merki. Mér hefur raunar fundist, að oft og einatt hafi ekki gætt nægi- legs metnaðar og nægrar íhygli við gerð sveitarfélagsmerkja af þessu tagi og árangurinn því orð- ið Iágkúrulegri en vert hefði verið. Kannski er það þess vegna sem félagsmálaráðuneytið ætlar að fara að setja einhverjar almennar reglur um gerð slíkra merkja. Hefði maður þó freistast til að halda, að Jóhanna ráðherra hefði nóg annað á sinni könnu þessa dagana. Reyndar er varla við því að búast, að miðstýring ein verði hér til bjargar fremur en endranær.“ Fagna bókaútgáfurmi fyrir jólin „Ég fagna því hve mikið var gefið út af góðum bókum fyrir jólin og hve ódýrar þær voru. Fólk getur gefið bækur í jólagjöf og það er gott fyrir íslenskt mál. Ekki veitir okkur af að varðveita tungumál- ið. Ég hef verið að lesa tvær af þeim bókum sem komu út fyrir jólin, þ.e. Spillvirkja eftir Égil Egilsson og Fyrirgefningu synd- anna eftir Olaf Jóhann Olafsson. Síðarnefndu bókina las ég mér til mikillar ánægju. Þetta er geð- þekk bók, Ijóðrænn stíll og í heild finnst mér hún vel unnin. í Spillvirkjum finnst mér afturá móti gæta grunnhyggju af hálfu höfundarins. Efnismeðferðin er kæruleysisleg og það einkennir hana. Á köflum finnst mér hún smekklaus. Þessar tvær bækur las ég í einu og muninn á þeim hefði ég ekki séð eins vel ef ég hefði ekki gert það. Það er því kostur að hafa tvær bækur í takinu í einu.“ Halldóra Briem Hljómskólatónleikar Ingibjörg Jónsdóttir hafði sam- band við Dag og vildi kvarta yfir umfjöllun um Hljómskólatón- leika sem birtist í Degi 18. des. sl. „Þó mér finnist mjög hæpið að skrifa listagagnrýni um svona tónleika, fannst mér vanta að minnst væri á hlut forskólans í umfjöllunni. Hins vegar langar mig að geta þess að þetta framtak Hljómskól- ans, að halda áðurnefnda tón- leika var virkilega skemmtilegt." Kristinn Þorleifsson: Um pistlahöfunda Pressimnar, rétt og rangt Ég hef nú um nokkurt skeið reynt að lesa dagblaðið á lands- byggðinni nokkuð reglulega. Hefur oft glatt mig hversu hófsam- lega er þar tekið á málum, sér- staklega hafa kurteislegar og málefnalegar greinar Braga Berg- mann heillað mig. Þess vegna þótti mér leiðinlegt að lesa fjöl- miðlagrein Þrastar Haraldssonar frá því á laugardaginn var (25.1.). Þar er þessi fyrrum starfsmaður Þjóðviljans - ánægjulegt að hann er nú kominn í öruggari vist - að skrifa um fjöl- miðla. Þegar Þröstur hefur fjallað nokkuð um Tíma og Þjóðvilja beinir hann talinu að helgarblað- inu Pressunni. Þar segir hann að hinn nýi ergandi blaðsins, Friðrik Friðriksson, sé nú að fylla blaðið af frjálshyggjupennum. Hið rétta er að blaðið hefur ráðið fimm fasta pistlahöfunda. Þeir eru Már Guðmundsson, fyrrverandi efna- hagsráðgjafi Olafs Ragnars Grímssonar; Óli Kárason, fram- kvæmdastjóri; Mörður Árnason, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Ólafs Ragnars Grímssonar; Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur. Vona ég að ég geri engum upp skoðanir eða skoðanaleysi þegar ég fullyrði að a.m.k. þrír þessara fimm manna hafa aldrei í Sjálf- stæðisflokknum verið, hvað þá frjálshyggjumenn. Ég vona að Dagur hafi rúm undir þessa leiðréttingu um leið Heimildarmynd um Jón Sigurðsson forseta Saga Film hefur ákveðið að gera leikna heimildarmynd um Jón Sigurðsson forseta. Jón starfaði lengst af í Kaup- mannahöfn við skjalavörslu og ritstörf, auk þess að vera helsti baráttumaður íslendinga í frelsis- baráttunni. Jón var forseti Alþingis þau þing sem hann sat á árunum 1845-1879. Hann var auk þess forseti Hafnardeildar Bók- menntafélagsins. Jón Sigurðsson lést í Kaupmannahöfn 1879 og var jarðsettur í Reykjavík. Vandað verður til myndarinn- ar eins og kostur er og hefur Guðmundur Magnússon sagn- fræðingur verið ráðinn að verk- efninu og er undirbúningur að handritsgerð þegar hafinn. Umsjón með sjónvarpsgerð hef- ur Björn G. Björnsson. Fyrirhug- uð er samvinna við íslenska og danska sjónvarpið. Áætlað er að myndin verði tiíbúin til sýningar í sjónvarpi 1994 á 50 ára afmæli lýðveldisins. og ég vona að þessu blaði muni í auknum mæli takast að greina á milli þess sem er satt og þess er það vildi gjarnan að væri satt. Kristinn Þorleifsson. Höfundur cr Reykvíkingur. Föstudagur og laugardagur Stjómin, Sigga og Grétar Húsið opnað kl. 23.00 Kjallarinn: Fyrirtækj akeppni í karaoke kl. 22.00 ✓ Islandsmeistarinn í karaoke * * Ottar Ottarsson syngur Skráning í keppnina í síma 22770 Rúnar Þór og félagar í Kjallaranum föstudag, laugardag og sunnudag Einingabréf Skammtímabréf Tveir góðir kostir til að ávaxta fé Ejningabréf henta þeim sem vilja ávaxta sitt fé til lengri tíma, en vilja jafnframt geta losaö þaö meö skömmum fyrirvara. Skammtímabréf henta þeim sem eru meö laust fé í skamman tíma, 1-6 mánuöi og þau eru einnig laus með skömmum fyrirvara. Ávöxtun sl. 12 mánuði Raunávöxtun Nafnávöxtun 6,9% 5,0% 6,9% 6,1% Einingabréf 1 Einingabréf 2 Einingabréf 3 Skammtímabréf 15,1% 13,0% 13,0% 14,2% KAUPÞ/NG NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími 96-24700, fax 96-11235.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.