Dagur - 30.01.1992, Síða 7
Fimmtudagur 30. janúar 1992 - DAGUR - 7
Mikill kynjamunur kemur fram í sjálfsvígum ungmenna. Á árunum 1971-90 féliu 114 ungmenni fyrir eigin hendi héi
á landi - 106 piltar og 8 stúlkur. Hins vegar eru stúlkur mun fleiri mcðal þeirra sem reyna sjálfsvíg.
(Myndin er fengin að láni frá Heilbrigðismálum).
hversu langt er rétt að ganga. Það
er ekki mikil hefð fyrir því sem
kalla mætti „ágenga læknisfræði"
hér á landi. Við verðum að sjálf-
sögðu að virða lög um friðhelgi
einkalífsins, en spurningin er
hvort rétt sé að líta á sjálfsvíg
sem einkamál hvers og eins. Hér
eru líka í gildi barnaverndarlög,
en samkvæmt þeim er öllum skylt
að fylgjast með því hvort vandi
foreldranna bitnar á börnunum.
Þegar slíkt gerist er fólki skylt að
leita aðstoðar.
Akureyri er raunar bær af
heppilegri stærð til þess að gera
tilraunir með fyrirbyggjandi
aðgerðir. Hér er talsverð sérhæf-
ing í heilbrigðisþjónustunni en
bærinn er ekki of stór til þess að
allir þeir sem stunda meðferð
þekkjast. Hér eru því góðar
aðstæður til að finna aðferðir til
að bæta þjónustuna við þá sem
eru í vanda. Ég vildi gjarnan að á
heilsugæslustöðvunum væri unn-
ið að því að uppgötva tilfinninga-
legan vanda og samskiptavanda-
mál hjá fólki. Þar mætti reyna
meira til að finna þá sem eru að
hugleiða að vinna sjálfum sér
mein. Ég vildi einnig að geðlækn-
ar nýttust betur sem ráðgjafar á
heilsugæslustöðvunum en raunin
er. Þeir eiga að starfa þar sem
fólkið býr.
Ástæðan fyrir því að fag-
menntuðum ber að reyna að
hjálpa fólki eftir mikil áföll og
missi er m.a. sú að til geðheil-
brigðisþjónustunnar leitar oft
fólk sem er að glíma við
afleiðingar gamalla áfalla, t.d.
sjálfsvíg ástvinar sem átti sér stað
fyrir 30-40 árum. Þegar slíkt
hendir er algengt að fjölskylduna
skorti frumkvæði til að leita sér
hjálpar og einangrist jafnvel.
Þetta þykir sumum skömm sem
ekki má tala um. Hlutverk hjálp-
armannsins er þá að koma fólki
af stað í að vinna úr sorginni. Og
ekki bara sorginni því sjálfsvíg
geta vakið alls konar tilfinningar,
jafnvel reiði, að ekki sé minnst á
sjálfsásökunina sem oft er ótrú-
lega mikil. Við það getur heil-
brigðis- og félagsþjónustan orðið
að miklu liði. Einnig prestar sem
sumir hverjir hafa aflað sér sér-
stakrar menntunar í að hjálpa
fólki með kreppumeðferð og
úrvinnslu sorgar.
Ég held að fólk myndi taka því
vel ef heilsugæslulæknar færu að
ræða við það um andlega líðan
fjölskyldunnar. Oft er mikil sjálfs-
ásökun í gangi og fólk áttar sig
ekki á því að það eru fleiri en
nánustu aðstandendur sem bera
ábyrgð á velferð barna og ungl-
inga. Jafnvel skólastofnanir geta
verið misjafnlega hollar. Ég vil
ekki segja að kennarar eigi að
axla ábyrgð í svona málum, en
þeir geta haft afgerandi áhrif ef
þeir grípa inn í vandamál á rétt-
um tíma. Þeir hafa börnin fyrir
augunum alla daga og geta komið
auga á hvar skórinn kreppir."
Nauðsynlegt
að opna umræðuna
- Lengi vel ríkti um það óform-
legt samkomulag í þjóðfélaginu
að ræða ekki opinberlega um
sjálfsvíg. Þetta hefur verið að
breytast, en samt eru margir á því
að ekki sé rétt að ræða þetta við-
kvæma mál. Hver er þín skoðun
á því?
„Ég er kominn á þá skoðun að
rétt sé að opna umræðuna um
þessi mál. Því er oft haldið fram
að opinská umfjöllun um sjálfs-
víg geti hafa smitáhrif, en ég hef
ekki séð neina vísindalega sönn-
un fyrir því að fræðsla eða fræði-
leg umfjöllun geti haft slík áhrif.
Vissulega geta smitáhrif valdið
sjálfsvígum og þess eru dæmi frá
Japan að fordæmi þekktra manna
og umfjöllun fjölmiðla hafi sett af
stað bylgju sjálfsvíga. En ég held
að smithætta sé mest þegar vinir
og félagar hafa valið þessa leið.
Þá geta vaknað hugsanir um að
vilja sameinast þeim og lækkað
þröskuldinn sem viðkomandi þarf
að yfirstíga. Ég vil ekki halda því
fram að sjálfsvíg liggi í ættum
þótt þunglyndissjúkdómar geti
vissulega gert það. En vitneskjan
um að einhver nákominn hafi
valið þessa leið getur verið mikil
byrði.
Ég er á því að opna umræð-
una. Rétt eins og nú þykir sjálf-
sagt að ræða við börn og unglinga
um kynlíf og getnaðarvarnir,
áfengis- og fíkniefnamisnotkun
þá þarf að tala við þau um lífið og
dauðann. Þess ber líka að gæta
að umræðan er í gangi hvort sem
er. Fólk ræðir svona hluti sín á
milli. Ég vil ekki halda því fram
að opinská umræða sé til þess
fallin að draga úr tíðni sjálfsvíga
en hún getur dregið úr vanlíðan
og spennu, mildað sársaukann
hjá þeim sem eftir standa.
- Má ekki rekja þessa þróun
að einhverju leyti til örra breyt-
inga á samfélaginu?
„Jú, það hafa orðið miklar og á
köflum öfgafullar breytingar á
samfélaginu. Ég tek sem dæmi að
fyrir ekki mjög mörgum árum var
ísland með lægsta hlutfall smá-
barnamæðra á vinnumarkaði á
Norðurlöndum. Nú mun þetta
hlutfall vera hæst hér á landi.
Svipaða sögu má segja um fjölg-
un skilnaða. Breytingarnar hafa
verið svo miklar að það hefur
enginn yfirsýn yfir afleiðingarnar
lengur. Börn eru vissulega frakk-
ari í dag og þora að tala meira um
tilfinningar sínar. En þau skortir
mörg tilfinningalegt öryggi.
Og svo má ekki gleyma
íslensku forlagahyggjunni, hún
vefst fyrir okkur. Hér hugsa
menn sem svo að það fer sem fer.
- Það hafa alltaf verið slys og
verða áfram, segja menn. Þetta
viðhorf þvælist fyrir okkur þegar
við viljum takast á við vandann,"
segir Sigmundur Sigfússon geð-
læknir. -ÞH
Fluguhnýtinga-
námskeið
veröur haldið í Versluninni Eyfjörð, ef næg þátt-
taka fæst 3., 5. og 7. febrúar.
Námskeiðin hefjast kl. 20.00 öll kvöldin.
Þátttökugjald kr. 2.500, og allt efni innifalið.
Nánari upplýsingar í Versluninni Eyfjörð í síma
22275.
Ili EYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275
LEIÐ TIL
LAUSNAR
Þjónusta Hjálpræðishersins við aldraða og
öryrkja í heimahúsum.
Hefur þú þörf fyrir að tala við einhvern?
Viltu láta lesa fyrir þig?
Viltu láta laga eitthvað smávegis fyrir þig?
Hringdu þá í síma 11299. Opin símalína á
fimmtudögum kl. 18-20. Á öðrum tímum tekur
símsvari við skilaboðum.
HJÁLPRÆÐISHERINN
Hvannavöllum 10.
Stórglœsileg verðlaun
1. verðlQun
Utonlondsferb fyrir 2
og kvöldverður fyrir 20 monns
2. verblaun
Geislospilari ffó Hijómbæ
3. verblaun
Plötuverbloun fró Hljómdeild
KEA
Upplýsingar og skróning
í keppnina eru í síma 22770
SJALLINN
' mm
Verður til sýnis hjá Bílasölunni Stórholti,
laugardaginn 1. febrúar frá kl. 10-17.
Reynsluakstur föstudaginn 31. janúar.
Hagkvæmur bíll á ótrúlega góöu verði.
Bílasalan Stórholt
Óseyri 4, sími 23300