Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. febrúar 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
íþróttabandalag Akureyrar:
Unnið að mótun steftiu og framtíðarsýnar
- aðferðum altækrar gæðastjórnunar beitt til að móta framtíðarstefnu fyrir íþróttahreyfmguna á Akureyri
Um síðustu helgi lauk síðustu
lotu átaks sem forystumenn
íþróttahreyfíngarinnar á Akur-
eyri hafa staðið í síðan í
nóvember. Það felst í því að
beita aðferðum altækrar gæða-
stjórnunar við mótun stefnu og
framtíðarsýnar fyrir íþrótta-
bandalag Akureyrar. Þessum
aðferðum hefur verið beitt
með góðum árangri í atvinnu-
lífinu en þetta mun vera í
fyrsta sinn sem íþrótta-
hreyfingin notfærir sér þær.
Gunnar Ragnars formaður
fulltrúaráðs ÍBA greindi blaða-
manni frá því að á undanförnum
ársþingum bandalagsins hefði
verið rætt um þörfina á því að
ÍBA mótaði sér framtíðarsýn og
stefnu, skilgreindi hlutverk sitt.
„ÍBA er einskonar samnefnari
fyrir íþróttahreyfinguna í bænum
og starf þess þarf að vera
markvisst. A síðasta ársþingi sem
haldið var í fyrravor var ákveðið
að ráðast í þetta starf og tilnefnd-
ur einn fulltrúi frá hverju félagi í
lið sem á að vinna þetta verk.“
Gunnar sagðist hafa kynnst
altækri gæðastjórnun í starfi sínu
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa
og því lagt til að stefnumótunin
yrði unnin eftir aðferðum
hennar. Altækri gæðastjórnun
væri mest beitt í atvinnulífinu,
við framleiðslu og þjónustu, en
hún gengur út á að virkja alla til
að stefna að sama marki. „Pess-
um aðferðum er hægt að beita
hvar sent er og það varð úr að við
fengum Halldór Árnason til að
leiða vinnuna en hann hefur inn-
leitt þessar aðferðir í nokkrum
frystihúsum. Við unnum í þrem-
ur lotum, þeirri fyrstu í endaðan
nóvember, síðan í byrjun janúar
og lokahnykkurinn var um síð-
ustu helgi. Það fóru í þetta þrír
laugardagar auk nokkurrar vinnu
á milli.“
- Og hvað liggur eftir ykkur?
„Við erum búin að semja drög
að stefnumótun sem við munum
nú kynna fyrir fulltrúaráðinu og
formönnum félaganna. Síðar
verða þau kynnt fjölmiðlum. í
þessunt drögum er að finna áætl-
un sent byggir á ákveðinni fram-
tíðarsýn um þróun íþróttahreyf-
ingarinnar hér á Akureyri. Þegar
hún hefur verið samþykkt er
hægt að ganga skipulega til verks
við að nálgast þau markmið sem
hreyfingin setur sér.“
Hermann Sigtryggsson íþrótta-
fulltrúi Akureyrarbæjar tók þátt í
vinnunni og segir þetta spenn-
andi verkefni. „Þetta starf á eftir
að koma öllum félögunum tólf til
góða, ekki síst þeim smærri. í
drögununt er ma. rætt um að
ÍBA þurfi að ráða sér starfsmann
og sú hugmynd hefur þegar verið
rædd í íþrótta- og tómstundaráði
bæjarins. Þótt ekki hafi verið
beint gert ráð fyrir því í fjárhags-
áætlun er það einróma álit ráðs-
ins að gera eigi ÍBA kleift að
ráða sér starfsmann.
Samvinna íþrótta- og tóm-
stundaráðs og ÍBA hefur verið
góð og það er bæjarfélaginu til
hagsbóta að hreyfingih sé sem
sterkust. Þetta er stærsta æsku-
lýðshreyfingin í bænum og hún
hefur unnið þrekvirki í félags-
málum og margháttaðri uppbygg-
ingu hér á Akureyri. Þetta á ekki
síst við núna þegar íþrótta-
hreyfingin er að útvíkka starfs-
svið sitt og ætlar að láta almenn-
ingsíþróttir meira til sín taka.“
Frá lokatörninni þcgar gengið var frá drögum að framtíðarsýn íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.
Mynd: Golli
Gunnar bætir því við að með
starfi hópsins hefði verið reynt að
virkja sem flesta til að vinna að
sama marki. Ekki bara innan
hreyfingarinnar heldur einnig
utan hennar, td. í heilbrigðisgeir-
anum. Hermann tekur í sama
streng og bendir á að í nútíma-
þjóðfélagi ýti allt á það að við
þurfunt á meiri hreyfingu og úti-
vist að halda. „Þetta starf stuðlar
að samvinnu ntargra að sama
rnarki sem er heilbrigð þjóð,“
sagði Hermann. -ÞH
Nýtt gistíheíiruli opnað á Raufarhöfn
- ýmsar skemmtiferðir í boði
Um þessar mundir er verið að
taka í notkun nýtt gistiheimili á
Raufarhöfn. Hluthafar í Versl-
unarfélagi Raufarhafnar, sem
tóku við rekstri matvöruversl-
unarinnar við Aðalbraut af
Kaupfélagi Langnesinga, hafa
unnið við að innrétta gisti-
heimili á efri hæð hússins og
verður það opnað á næstu
dögum.
Jón Eiður Jónsson hjá Versl-
unarfélagi Raufarhafnar sagði að
í nýja gistiheimilinu væri hægt að
taka við sex manns í gistingu í
þremur herbergjum. Heimilið
verður starfrækt allan ársins
hring og aukast þá möguleikar
aðkomumanna á gistingu því
Hótel Norðurljós, sem hreppur-
inn rekur, er aðeins opið yfir
sumarmánuðina.
„Við ætlum að hafa þetta
frjálslegt gistiheimili. Fólk getur
látið eins og heima hjá sér og hér
verður eldunaraðstaða. Við get-
um boðið fólki upp á sjóstanga-
veiði yfir sumarið, veiði í
vötnum, jeppaferðir, rjúpnaveiði
á haustin og margt fleira sem við
höfum á prjónunum," sagði Jón
Eiður.
Meðal þess sem eigendur gisti-
hússins eru með í bígerð er að
bjóða fjölskyldum í sumardvöl, í
vikutíma eða jafnvel lengur, og
búa þá til skemmtilega pakka,
skipuleggja göngu- og veiðiferð-
ir, fjallaferðir og fleira.
„Við erum bjartsýnir og fljót-
um á henni,“ sagði Jón Eiður og
átti þá bæði við verslunina og
gistiheimilið. SS
Blönduós:
Bæjarmála-
punktar
■ Hjörleifur Júlíusson hefur
reifað við bæjarráð hugmynd
um húsastærðina 12x25 m sem
mögulegan kost fyrir bæjar-
skrifstofur. Einnig hefur hann
bent á heppilegar lóðir fyrir
bygginguna, byggingarefni,
hugsanlegt leigugjald o.fl.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
samningsdrög vegna ráðningar
Ágústs Friðgeirssonar til hafn-
arvörslu og eftirlits með urð-
unar- og söfnunarsvæði.
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá stjórn og trúnaðar-
mannaráði Verkalýðsfélags
Austur-Húnvetninga, þar sem
lýst er yfir óánægju með að
ekki skuli vera búið að gera
alla Austur-Húnavatnssýslu
að einu atvinnusvæði.
■ Tekið hefur verið upp að
nýju erindi Jónasar Skaftason-
ar um heimild til að reka
bjórkrá að Blöndubyggð 10.
Bæjarráð tekur jákvætt í
erindið og vísaði því til af-
greiðslu í áfengisvarnanefnd.
Ennfremur felur það bæjar-
stjóra að kynna umsækjanda
reglur og skilyrði varðandi
áðurnefndan rekstur.
■ Æskulýðs- og íþróttanefnd
hugar að leiðunt til að endur-
vekja skátastarf, en Hjálpar-
sveit skáta á Blönduósi hefur
lýst yfir að hún sé tilbúin að
kynna starfsemi sína fyrir
nemendum grunnskólans.
■ Nefndin hefur mælst til
þess að bæjarstjórn Blönduóss
leggi fram fé til hönnunar-
vinnu vegna íþróttavallar.
■ Á bæjarstjórnarfundi var
fjárhagsáætlun tekin til fyrri
umræðu og samkvæmt henni
verða skatttekjur bæjarins 110
milljónir króna á árinu. Rekst-
ur málaflokka mun taka til sín
77 milljónir króna og vegna
framkvæntda við íþróttamið-
stöð, sem kosta um 60 milljón-
ir króna, þarf bærinn að taka
35 milljón króna lán til að
rekstrardæmið gangi upp.
Sauðárkrókur:
Stálu flekamótum
Þjófnaður á flekamótum úr áli
og krossvið sem notuð eru við
uppsteypu, hefur verið kærður
til lögreglunnar á Sauðárkróki.
Mótunum var stolið af bygg-
ingarsvæði Hlyns hf. við bók-
námshús Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra.
Að sögn lögreglu eru fleka-
mótin sem stolið var metin á um
eina milljón króna. Talið er full-
víst að þjófnaðurinn hafi átt séf
stað að kvöldi fimmtudagsins 30
jan. sl., en vitni segist hafa séð
hvítan vöruflutningabíl á bygg-
ingarsvæðinu það kvöld milli
klukkan átta og níu. Aftur á móti
komst ekki upp um verknaðinn
fyrr en á mánudag og kom þá í
ljós að þjófarnir höfðu klippt í
sundur hengilás sem var á hliði
inn á byggingarsvæðið.
Málið er í rannsókn hjá lög-
reglunni á Sauðárkróki og biðja
þeir hvern þann er telur sig geta
veitt upplýsingar varðandi þjófn-
aðinn að hafa samband hið
fyrsta. SBG
DAGIIR
S 96-24222
Norðlenskt dagblað
HÚSBRÉF
Kaupum og seljum HÚSBRÉF
Ávöxtun við kaup 8,3% og við sölu 8,1%
éál KAUPÞING__
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími 96-24700, fax 96-11235.