Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. febrúar 1992 - DAGUR - 5
Þorleifur Ingvarsson:
Loddaraleikur
Pað er alkunna að stjórnmála-
menn þrá ekkert heitar en að
komast sem oftast í fjölmiðla,
enda vita margir þeirra að verstu
örlög stjórnmálamanns eru þau
að gleymast, og umtal hvort held-
ur er gott eða illt eykur oftast
möguleika þeirra til frekari
frama.
Auglýsingaferð
Jóns Baldvins
Margir íslenskir stjórnmálamenn
eru sannkallaðir fjölmiðlafíklar
og láta ekkert tækifæri ónotað til
að koma sér á framfæri. Nýjasta
dæmið og eitt það albest heppn-
aða er auglýsingaferð Jóns
Baldvins Hannibalssonar um
GATT málin. Þar fór hann um
sveitir og sagðist gefa bændum
beina og milliliðalausa fræðslu
um þann mikla ávinning sem
íslendingum er boðinn með tilboði
Dunkels frá 20. desember síðast-
liðnum. Fór hann þar í nafni
utanríksráðuneytisins og á kostn-
að skattgreiðenda.
Ekki þarf Jón Baldvin að
kvarta yfir árangrinum hann hef-
ur verið aðalstjarna allra frétta-
tíma nú á aðra viku og lítið lát er
á umfjöllun um fundi Jóns
(28.01.) þó hann sé löngu farinn
erlendis og sé í óðaönn að stilla
til friðar í Miðausturlöndum.
Sérstakt fyrirkomulag
Ég var einn þeirra sem lagði leið
mína í Miðgarð í Skagafirði 23.
janúar síðastliðinn í þeim erinda-
gjörðum að fræðast um umrætt
málefni. Þar var Jón Baldvin
mættur ásamt fríðu föruneyti,
fundarstjóra, aðstoðarmanni sem
Jón sagði að væri sérfræðingur
um GATT og einnig sérstakur
aðstoðarmaður á vettvangi (Rót-
ari).
Fyrirkomulag fundarins var
dálítið sérstakt. Fyrst talaði Jón
Baldvin á annan klukkutíma, síð-
an voru leyfðar fyrirspurnir eða
stuttar ræður (5 mínútur hámark)
og síðan átti Jón Baldvin að Ijúka
fundinum og svara framkomnum
fyrirspurnum.
Eftir á að hyggja er þetta stór-
snjöll uppsetning á auglýsinga-
fundi, aðal stjarnan í þessu tilfelli
Jón Baldvin talar þannig mest af
fundartímanum og vegna þess
hve ræðutími annarra er stuttur
þá er lítil hætta á að þeir ræðu-
menn geri fundarboðanda neina
verulega skráveifu.
Ómálefnaleg framsaga
Málefnalega olli fundurinn tölu-
verðum vonbrigðum. Upphafs-
ræðu sinni eyddi Jón Baldvin að
mestu leyti, annars vegar í vafa-
saman samanburð á tilboði fyrr-
verandi ríkisstjórnar og samn-
ingsdrögum Dunkels og hins veg-
ar til að gera viðbrögð fory.stu-
manna bænda við samningsdrög-
um Dunkels tortryggileg. Hann
forðaðist að mestu eða öllu leyti
að ræða málefnalega samnings-
drögin og það sem mestu máli
skiptir, afleiðingar nýrra samn-
inga innan GATT á íslenskan
landbúnað og annað atvinnulíf á
íslandi.
Vantraust á Jón Baldvin
Á eftir Jóni fengu gestir fundar-
ins að skjóta að fyrirspurnum eða
stuttum ræðum, um fimmtán
manns tóku til máls. Það sem all-
ar þær ræður áttu sammerkt var
vantraust á Jón Baldvin. Endur-
speglast þar viðhorf flestra íbúa
sveitanna í landinu, því sveita-
fólk treystir Jóni Baidvin alls
ekki til að fara með þau mikils-
verðu mál sem GATT samning-
arnir eru á lífsafkomu þess og
framtíð.
Eftir fyrirspurnir heimamanna
talaði sérfræðingurinn um
GATT, áréttaði hann nokkur
atriði sem Jón Baldvin hafði
nefnt í samanburði á tillögu
Dunkels og tilboði fyrri ríkis-
stjórnar en að öðru leyti kom
sérfræðiþekking hans á GATT
ekki fram.
Ýjað að rógsherferðinni
I lokaræðu sinni svaraði Jón
Baldvin sumum af þeim fyrir-
spurnum sem fram höfðu komið í
ræðum heimamanna, en sneiddi
hjá mörgum spurningum og eink-
um þeim sem snertu aðalatriði
málsins, þ.e. áhrif fyrirliggjandi
samningsdraga á íslenskan land-
búnað, ef til framkvæmda kæmi.
Einnig fór Jón Baldvin að ýja að
rógsherferðinni sem hann aug-
lýsti sig með í lok fundarferðar-
innar. Dró hann upp úr pússi sínu
blað sem hann sagði að kjark-
mikill bóndi á Suðurlandi hefði
laumað til sín og átti það blað að
sanna að einhverjir aðilar dreifðu
leyniplaggi með níði um hæstvirt-
an utanríkisráðherra Jón
Baldvin. Seinna upplýstist að
umrætt plagg var útdráttur úr
blaðagrein sem birst hafði undir
fullu nafni í Tímanum.
Sviðsljósið tryggt
í marga daga
Eftir að fundaherferðinni er lok-
ið upplýsir Jón Baldvin að hann
hafi í fundaferð sinni komist að
Tannverndarvika
Tannvemd heimilanna
í tilefni tannverndardagsins 7.
febrúar væri rétt að íhuga aðeins
þátt heimilanna í tannvernd.
Það eru foreldrar sem leggja
grunninn að góðri tannheilsu
barna sinna með því að hjálpa
þeim við að hirða tennurnar, tak-
marka sykurneyslu þeirra, stuðla
að réttu mataræði og fara með
þau reglulega í eftirlit hjá tann-
lækni.
Forvörn sú sem veitt er hjá
tannlæknum og í skólum skilar
takmörkuðum árangri ef tann-
vernd heimilanna bregst.
Tannhirða
Gott er að bursta bæði kvölds og
morgna um leið og fyrsta tönnin
kemur upp. Nota skal lítinn,
mjúkan bursta. Burstun á kvöld-
in eftir síðustu máltíð er mjög
mikilvæg. Á nóttinni dregur úr
munnvatnsrennsli og sýran, sem
tannsýklan myndar. þynnist síður
út. Þessi sýra leysir upp glerung-
inn og myndar tannskemmdir
með tímanum. Börn þurfa hjálp
við burstun til tíu ára aldurs því
fyrr hafa þau ekki fullt vald á
henni. Eftir það þurfa foreldrar
að hafa auga með framkvæmd-
inni.
Flúor
Mælt er með að nota flúortann-
krem og flúortöflur því flúorinn
styrkir glerunginn og gerir hann
þolnari gegn sýruárásum eftir
sykurneyslu.
Árni Páll Halldórsson.
2. grein
Heppilegt er að takmarka sætinda-
neyslu barna við sérstakan „nammi-
dag“.
Mataræði
Hollt mataræði skiptir líka miklu
máli í tannvernd. Ekki skyldi
venja börn of snemma á sætt.
Heppilegt er að takmarka
sætindaneyslu barna við sérstak-
an „nammidag". Neysla sætinda
á þennan hátt skaðar minna en
tíð neysla daglega. í hvert skipti
sem sykurs er neytt myndast sýra
umhverfis tennurnar í um það bil
30 mínútur. Færri bitar milli mála
minnka sýruáhrifin. Varast skal
að sykra snuð eða gefa sætan safa
í pelann því það getur skemmt
tennur á ótrúlega skömmum
tíma.
Eftirlit
Mikilvægt er að foreldrar fari
reglulega með börnin í eftirlit til
tannlæknis og er ágætt að byrja á
því við þriggja ára aldur. Meðan
ekkert er að, myndast traust
barns til tannlæknis og heimsókn-
in er leikur einn. Leitið upplýs-
inga hjá tannlækni ykkar um þá
tannvernd sem þið foreldrar get-
ið veitt á heimilum ykkar.
Góð tannhirða heimilanna,
ásamt stuðningi frá skólum og
tannlæknum, stuðlar að bættri
tannheilsu einstaklinganna í
framtíðinni, því lengi býr að
fyrstu gerð.
Árni Páll Halldórsson.
Höfundur er tannlæknir á Akureyri.
því að skipuleg rógsherferð hafi
verið farin á hendur honum og
nefnir til sögunnar bændasamtökin
og Framsóknarflokkinn í því
sambandi. Þetta var stórsnjallt
áróðursbragð hjá Jóni Baldvini
og félögum og tryggði honum
sviðsljós fjölmiðlanna marga
daga.
Leiksigur með
loddarabrögðum
Auðvitað veit Jón Baldvin að sú
óvild sem hann fann á fundunum
í sinn garð er sprottin af margra
ára níði og skítkasti þess sama
Jóns Baldvins í garð landbúnaðar
og bænda í landinu.
Ef meta á frammistöðu Jóns
Baldvins Hannibalssonar eftir
árangri af títtnefndri auglýsinga-
herferð þá verður að viðurkenn-
ast að hann hefur unnið veruleg-
an leiksigur og skilað hlutverki
sínu með afbrigðum vel. En sú
spurning er áleitin hvort íslensk-
ur almenningur eigi virkilega
skilið að einn af æðstu mönnum
þjóðarinnar beiti þvílíkum lodd-
arabrögðum til að koma sér í
sviðsljósið.
Skrifað 28.01. 1992.
Þorleifur Ingvarsson,
Sólheimum.
Höfundur er bóndi að Sólheimum í
Svínavatnshreppi.
---------------------------------------------------------------------------N
SKATTFRAMTÖL
fyrir einstaklinga og minni
fyrirtæki
Rolf Hannén, Norðurbyggð 15. Sími 27721.