Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 6. febrúar 1992 25. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Fundur fulltrúa ASI og VSI í gær: ASÍ vill samninga til eins árs - desember- og orlofsuppbót verði 24 þúsund hjá öllum farar verði samningsbundinn. Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði og Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar með terturnar girnilegu og bíða þess að Víkingur AK leggist að bryggju. Mynd: Golli Fyrsti loðnufarmurinn til Siglu^arðar í gær: „Aldrei fengið slíkar móttökur“ - skipverjum á Víkingi AK færðar tvær tertur er skipið lagðist að bryggju Fulltrúar vinnuveitenda og ASÍ hittust hjá sáttasemjara í gær þar sem hinir síðarnefndu lögöu fram kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Meö þessum fundi eru heildarvið- ræður að hefjast en skýrt kom fram að atvinnurckendur eru ekki til viðræðu um kostnaðar- aukningu fyrir fyrirtækin. ASI mun síðar leggja fram launa- kröfur en segja má að stærstu punktarnir í kröfugerðinni frá í gær séu að samningstími verði eitt ár og að ákvæði um rauð strik og launanefnd verði áfram í samningi þannig að endurskoðun fari þrisvar fram á samningstímanum. Þá vill ASÍ að samið verði um eftirfarandi almenn ákvæði: „Að desember- og orlofsupp- bót verði samræmd þannig að desemberuppbótin hækki hjá öll- um í 24 þús. kr. í dag er stór hluti félagsmanna í ASÍ með 10 þús. kr. desemberuppbót en ýmsir hópar innan ASÍ svo og flestir opinberir starfsmenn með 24 þús- und krónur. Orlofsréttur verði samræmdur þannig að 1 dagur bætist við þeg- ar ákveðnum aldri eða starfsaldri er náð og síðan fleiri dagar þang- að til 28 dögum er náð. Réttur til fráveru vegna veik- inda barna verði aukinn, þ.e. í 10 daga í stað 7 og að rétturinn nái einnig til fráveru vegna veikinda maka og nánustu ættingja. Réttur starfsmanna til að taka sér launalaust leyfi vegna jarðar- Gert er ráð fyrir sunnanátt og þíðviðri um vestanvert Norðurland í dag en trúlega verður hæg norðan- eða norð- austanátt með lítilsháttar snjókomu í Eyjafírði og austur um fram eftir degi en síðdegis gæti snúist til sunnan áttar og farið að rigna. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er lægð á leið upp að landinu úr suðvestri og mun hún valda sunnanátt með einhverri rigningu í dag og fram Samkvæmt upplýsingum frá Siglingamálastofnun ríkisins eru 7 skip nú í smíðum í er- lendum skipasmíðastöðvum. ÖII skipin utan eitt eru í smíð- um í Noregi en þrjú eru í smíð- um fyrir norðlenska aðila. Aunnin réttindi haldist þegar starfsmaður flyst á milli vinnu- staða. Uppsagnarréttur eldri starf- manna verði aukinn. Starfsmenn sem náð hafa 63 ára aldri og hafa verið 10 ár í starfi hjá sama atvinnurekanda njóta nú 6 mán- aða uppsagnarfrests. Allir sem náð hafa 16 ára aldri njóti fullra launa. Svo er ekki í dag hjá verslunarfólki og starfsfólki í veitinga- og gistihúsum. Lífaldurs- og starfsaldursálög verði betur samræmd. Matartími um helgar verði greiddur. Uppsagnarréttur sjómanna sem nú er 7 dagar verði sam- ræmdur því sem almennt gerist. Skýrt komi fram í samningi að útgerðarmanni sé óheimilt að krefjast þess að sjómenn taki þátt í kostnaði við kvótakaup." Á fundinum í gærmorgun kom fram að af hálfu ASÍ verða iagðar fram launakröfur síðar, m.a. með hliðsjón af framvindu sér- kröfuviðræðna en áhersla var þó lögð á kröfuna um sérstakar kauphækkanir til handa láglauna- fóiki. Vinnuveitendur ítrekuðu á fundinum að þeir hafni öllum kröfum sem auki á kostnað atvinnurekenda. Að öðru leyti var samningafundurinn í gær árangurslítill en annar fundur er boðaður á mánudag þar sem for- stjóri Þjóðhagsstofnunar mun gera grein fyrir nýrri þjóðhags- spá. JOH eftir nóttu en síðan gæti kólnað nokkuð á morgun. Ekki er þó búist við langvarandi kulda í bráð þar sem önnur lægð er væntanleg í kjölfar hinnar fyrri með áfram- haidandi hlýindum. Mjög kalt loft er hins vegar yfir Grænlandi og ef það næði yfirhöndinni má búast við nokkru frosti. Að sögn veðurfræðings er þó ekki hætta á slíku á meðan hlýjar lægðir halda áfram að koma upp að sunnan- verðu landinu þannig að frosta- kaflierekkisýnileguríbráð. ÞI Þau fiskiskip sem nú eru í smíðum erlendis fyrir íslenska aðila eru 6 talsins. Auk þess er Vestmannaeyjaferjan Herjólfur í smíðum í Noregi. í Portúgal er nú í smíðum skip fyrir Borg hf. í Hrísey, Samherji hf. á fiskiskip í smíðum í Flekke- „Nei, ég hef aldrei fengið slík- ar móttökur,“ sagði Guðjón Bergþórsson, skipstjóri á loðnuskipinu Víkingi AK þeg- ar það lagðist að bryggju á Siglufírði um hádegisbil í gær með fyrstu loðnuna sem kemur til Siglufjarðar á þessari vertíð. Óhætt er að segja aö Siglfirð- ingar hafi beðið lengi eftir þess- um fyrsta loðnufarmi og því lá vel á þeim í gær. Björn Valdi- marsson, bæjarstjóri, færði skip- verjum á Víkingi tertu úr Leifs- bakaríi, fyrir hönd Siglfirðinga, og Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar, bætti um betur og stóð við gefið loforð um að færa áhöfn fyrsta loðnuskipsins sem kæmi til Siglufjarðar á þessari vertíð veg- lega heimabakaða rjómatertu. „Við vildum hafa terturnar tvær, annars vegar vegna þess að við erum búnir að bíða lengi eftir loðnunni og hins vegar vegna þess hve mikinn farm þið eruð með,“ sagði Kristján Möller um leið og skipverjum á Víkingi voru afhentar rjómaterturnar. Kristján var ófús að gefa upp hráefni í tertuna góðu sem var hin veglegasta en sagði að skip- verjar yrðu ekki sviknir af henni. Hann var bjartsýnn á að þessi fyrsti farmur á vertíðinni væri bara byrjunin, hann væri þess fjord í Noregi og sömuleiðis á Skagstrendingur á Skagaströnd skip í smíðum í Bergen í Noregi. Þá á Ögurvík skip í smíðum í Flekkefjord og fyrir Kristján Guðmundsson í Grundarfirði er verið að smíða tvö skip í Torme- fjord. JÓH fullviss að peningalyktina legði yfir Siglufjörð næstu vikurnar. Þórður Andersen, verksmiðju- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, sagðist einnig vera vongóður um framhaldið en það fari vitanlega eftir aflabrögðum og veðri. Loðna hefur ekki verið brædd hjá SR á Siglufirði frá því um mánaðamótin febrúar-mars í fyrra og séu menn farnir að ryðga Rafeindafyrirtækið DNG á Akureyri er að kanna með sölu á móturum og stýribúnaði til fínnskra aðila, í gegnum Pálma Stefánsson, sem var verk- fræðingur hjá Islenska álfélag- inu. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar, framkvæmda- stjóra DNG, er hugmyndin að nota mótorinn og stýribúnað- inn í álver í Rússlandi en Pálmi er að vinna að sérstöku álvers- verkefni fyrir þessa fínnsku aðila. Um er að ræða sérhannaðan mótor sem framleiddur er hjá DNG og drífur færavindur fyrir- tækisins. Við mótorinn er sett sérstök stýring fyrir mötunarkerfi á súráli. „Málið er á frumstigi og engar endanlegar ákvarðanir verið teknar um hversu mikið af í hvernig ætti að bera sig að við bræðsiuna. Þórður sagðist reikna með að það taki hálfan annan sólarhring að bræða þau 1350 tonn sem Víkingur kom með. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri, sagði það skipta gífurlegu máli fyrir Siglufjörð að hjól loðnubræðslunnar séu farin að snúast. Létt sé yfir Siglfirðingum á slíkum dögum. óþh - Siglufirði móturum við gætum hugsanlega selt. Það hefur verið talað um 2000 mótora, sem er þá sala upp á rúmar 200 milljónir króna en það á enn eftir að hnýta marga lausa enda áður en það gengur í gegn. Við munum vinna áfram af fullum krafti í málinu og vonum að sjálfsögðu að þessi viðskipti gangi í gegn.“ Kristján segir að búið sé að vinna ákveðna þróunarvinnu og Pálmi Stefánsson sé farinn með mótor og stýringu við hann til Finnlands og þar verður hann prófaður. „Það er komin mjög mikil reynsla á þennan mótor frá okkur, við ákaflega erfiðar aðstæður og það er þess vegna sem verið er að kanna með notk- un á honum í álverum. Mótorinn er til hjá okkur og það er hægt að framleiða hann í miklu magni með litlum fyrirvara.“ -KK Veðurhorfur: Hlýnar í dag - kólnar á morgun - frostakafli ekki fyrirsjáanlegur í bráð Skipasmíðar: Sex íslensk skip í smíðum í Noregi Rafeindafyrirtækið DNG á Akureyri: Möguleiki á sölu á færavindumótorum í álver í Rússlandi - „það hefur verið talað um 2000 mótora fyrir rúmar 200 milljónir króna,“ segir Kristján Jóhannesson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.