Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 16
Hádegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuöu brauðum fylgja öllum aöalréttum og pizzum Frí heimsendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingahús VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • 26690 Parhúsið sem verið er að byggja á Þórshöfn. Á innfelldu myndinni er Grétar Hermundsson. Mynd: Goiii Byggingaframkvæmdir á Þórshöfn: „Þetta er skárra en verið hefur“ - segir Grétar Hermundsson hjá Trésmiðjunni Brú Matvörukaupmenn á landsbyggðinni argir: Heildsöluverð mun hærra en smásöluverð í Reykjavík - „einhvers staðar er maðkur í mysunni og jafnvel fleiri en einn“ Niðurstöður úr könnun Verð- lagsstofnunar á verðlagi í mat- vörurverslunum um land allt hafa smollið eins og blaut bekkjarýja í andlit margra kaupmanna á Iandsbyggðinni. Það er urgur í þeim vegna þess að svo virðist sem stórmarkað- ir á höfuðborgarsvæðinu fái sérstakan afslátt hjá heildsöl- um sem aðrir fá ekki að njóta. Eins og við höfum greint frá reyndist verðlag á landsbyggðinni vera að meðaltali 4,9% hærra en í verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Ef aðeins er miðað við stór- markaði á höfuðborgarsvæðinu var verðlag í verslunum á lands- byggðinni 10% hærra miðað við könnunina í október 1991. „Dæmi eru um að heildversl- anir og innlendir framleiðendur hafi veitt stórmörkuðum mun meiri afslátt á síðustu misserum en áður tíðkaðist. Hefur það í sumum tilvikum leitt til þess að innkaupsverð minni verslana, m.a. á landsbyggðinni, hefur ver- ið hærra en smásöluverð í stór- mörkuðum. Ýmsir kaupmenn halda því fram að víða sé afslátt- urinn til stórmarkaða orðinn óeðlilega mikill og mun Verð- lagsstofnun kanna það nánar.“ Verslunarstjóri einn í Norður- Þingeyjarsýslu tók undir þetta í samtali við Dag og sagðist stund- um fá vörur frá heildsölum á hærra verði en smásöluverð væri í stórmörkuðum. Hann nefndi gróft dæmi um eina vörutegund sem hann fékk á 548 krónur frá heildsalanum. Stuttu síðar rakst hann á það á neytendasíðu DV að meðalverð á sömu vöru út úr stórmarkaði í Reykjavík væri 285 krónur. „Það er eitthvað meira en lítið bogið við þessa álagningu þegar ég fæ vöru á 90% hærra verði en smásöluverðið er í Reykjavík. Einhvers staðar er maðkur í mys- unni og jafnvel fleiri en einn,“ sagði verslunarstjórinn. SS Á vegum Þórshafnarhrepps er nú verið að byggja tvær kaup- leiguíbúðir í parhúsi við Sunnu- veg. Framkvæmdir hafa geng- ið mjög vel enda hefur tíðarfar verið hagstætt. Húsið er fok- helt og verður það tilbúið með haustinu, en samkvæmt samn- ingi á að afhenda íbúðimar fullbúnar fyrir 15. desember. Að sögn Reinhards Reynisson- ar, sveitarstjóra, sótti Þórshafn- arhreppur um framkvæmdalán til að byggja tvær almennar og tvær félagslegar kaupleiguíbúðir á Hlutafélag Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðju- dag að Sauðárkrókskaupstað- ur tæki þátt í stofnun hlutafé- lags vegna uppbyggingar Tryggingar dráttarvéla: Allt að 40% lækkun Iðgjöld trygginga á dráttarvél- um í landbúnaði lækka nú um allt að 40%. Lækkunin er mis- munandi eftir tryggingafélög- um en lægst 25%. Ragnar Þ. Ragnarsson, deild- arstjóri hjá Tryggingaeftirliti ríkisins, segir að eftir ábendingu frá Stéttarsambandi bænda hafi verið farið ofan í saumana á tryggingum dráttarvéla. Könnun hafi leitt í ljós að mikill munur var á iðgjöldum og bótum vegna tjóna og í framhaldinu hafi trygg- ingafélögin lækkað iðgjöldin. „Það munar um þetta, sérstak- lega þar sem vélarnar eru margar," segir Ragnar. JÓH þessu ári. Hann sagði að skortur væri á leiguhúsnæði og íbúðum í kaupleigukerfi á Þórshöfn, en fólk hefði verið tregt til að fjár- festa í nýjum íbúðum á frjálsum markaði. Blaðamenn Dags voru staddir á Þórshöfn fyrir skömmu og litu þá á parhúsið sem er í byggingu. Trésmiðjan Brú í Þistilfirði og Trésmiðjan Þórshöfn hf., sem stofnuð var upp úr trésmiðju Kaupfélags Langnesinga, annast framkvæmdirnar. Grétar Hermundsson hjá Trésmiðjunni Brú sagði að vel hefði gengið að steypahúsið upp. Tíðin hefði verið svo góð í vetur að hægt hefði verið að steypa í hverjum mánuði og hann sagði að auk parhússins hefði verið steyptur grunnur að öðru húsi. „Við sjáum fram á þó nokkur verkefni og þetta er skárra en verið hefur. Maður er að minnsta kosti bjartsýnn upp á vinnuna að gera. Við hjá Brú höfum líka ver- ið með kennaraíbúðir á Sval- barði, nýbyggingu að Holti, þess- ar íbúðir með Trésmiðjunni og svo ýmis tilfallandi verkefni," sagði Grétar. SS Sauðárkrókur: um stjómsýslumiðstöð stjórnsýslumiðstöðvar á staðnum. Reiknað er með að aðrir hluthafar verði Kaupfé- lag Skagfirðinga, Héraðsnefnd Skagafjarðar og Byggðastofn- un. „Verið er að tala um að útibú Byggðastofnunar verði þarna til húsa og rætt hefur verið um að Héraðsnefnd verði þar líka,“ seg- ir Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri, en að hans sögn eru heimaaðilar sammála í þessu máli og búnir að fá augastað á húsi undir stjórnsýslumiðstöðina. bæjarins er ekki endilega það að við náum þarna í framtíðarhús- næði fyrir bæinn, heldur viljum við tryggja því brautargengi að til verði húsnæði hér á Króknum sem tekið geti við opinberum stofnunum," segir Snorri Björn. SBG Forseti Alþýðusambands Norðurlands segir enga kjarasamninga í sjónmáli: Hirninn og haf milli aðUa samningum. Á þessum tíma hafa ,Viðræðurnar eru að fara á einhvern skrið en menn vita hvernig landið liggur. Það er ekki fyrirsjáanlegt neitt sam- komulag, svo mikill munur er á því sem í boði er og því sem farið er fram á. Þarna á milli aðila er himinn og haf,“ sagði Kári Arnór Kárason, forseti Alþýðusambands Norður- lands, um komandi viðræður um kjarasamninga á vinnu- markaði. Kári segir uppi mismunandi sjónarmið gagnvart þeim viðræð- um sem framundan eru og því spurning hversu hratt þær fari af stað. Lítill árangur hafi náðst í sér- kjaraviðræðum og margir sjái fram á að missa af öllum sérmál- um ef heildarviðræður hefjist. „Það sem vinnuveitendur vilja er að ná sérmálum út af borðinu 1 eins og gerðist í síðustu tveimur aðstæður breyst í mörgum starfs- greinum og því brýnt að ræða ýmis sérmál en aðferðin til að koma í veg fyrir kauphækkanir er að ræða ekki neitt,“ sagði Kári. Hann segir mikla óánægju hjá fólki þessa dagana og margir til- kynni sér að þeir séu tilbúnir í verkfall. Þessi óánægja sé fyrst og fremst út í ríkisstjórnina og hennar aðgerðir. „Ég held líka að þessar sparnaðaraðgerðir séu enn harkalegri en þeir gerðu sér sjálfir grein fyrir,“ sagði Kári. „Núna er enginn jarðvegur fyr- ir neina sátt en menn verða ein- hvern veginn að lenda málinu. Allir samningar eru málamiðlanir og þó ekki væru allir hrifnir af þjóðarsáttinni þá var mönnum þrýst inn í hana. Það vilja vinnu- veitendur gera núna,“ sagði Kári. JÓH Kópasker: Rofar til í verslimarmálum - verslanir á Akureyri hafa hagnast á góðri færð Stjórn Byggðastofnunar tók málið einnig fyrir á fundi sl. þriðjudag og að sögn Bjarka Bragasonar, hjá Byggðastofnun, var tekið jákvætt í hugsanlega þátttöku, en forstjóra stofnunar- innar falið að vinna áfram að málinu. Hlutafé í félaginu á að vera 20 milljónir króna og leitað hefur verið eftir því við Byggðastofnun að hennar hlutur verði 40%. Heimaaðilarnir þrír munu síðan skipta afgangnum, 60% jafnt á milli sín. „Markmiðið með þátttöku Verslunarmál á Kópaskeri munu komast í betra horf inn- an tíðar en ung hjón að sunnan, Guðlaug Traustadótt- ir og Omar Jónsson, hafa ákveðið að setja þar á fót verslun með bónusfyrirkomu- lagi. Verslunin verður í sama húsnæði og verslun Kaupfélags Þingeyinga var í áður. Eins og Dagur hefur greint frá voru uppi hugmyndir í þessa veru en Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps, staðfesti að hjónin hefðu ákveðið að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd og hafa þau m.a. notið aðstoðar Trausta Þorlákssonar, atvinnufulltrúa. „Þau hyggjast vera með bónus- fyrirkomulag sem byggist á stað- greiðslu vörunnar, bæði frá þeim gagnvart heildsöluaðila og frá viðskiptavinum gagnvart þeim,“ sagði Ingunn. Eftir á að ganga frá ýmsum endum áður en nýju versluninni verður komið á laggirnar en væntanlega geta íbúar hreppsins lagt leið sína þangað innan nokk- urra vikna. Rekstri verslunar Kaupfélags Þingeyinga var hætt um síðustu áramót. Tveir heiðursmenn hafa þó tekið við pöntunum í mjólkur- vörur og afgreitt þær úr kæli verslunarinnar. Þá hafa íbúar í Öxarfjarðarhreppi getað keypt nauðsynjar í söluskála Olíufé- lagsins á Kópaskeri og í Versiun- inni Ásbyrgi í Kelduneshreppi, rétt við hreppamörkin. Samkvæmt upplýsingum Dags hefur það líka færst í vöxt að fólk af þessu svæði, og reyndar líka frá Raufarhöfn og jafnvel Þórshöfn, fari í verslunarferðir til Akureyrar og hafa menn rakið þessa þróun að stærstum hluta til sumarfærðarinnar sem verið hef- ur í mest allan vetur. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.