Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 6. febrúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGI8JÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓ.RSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Verður menntunin eign útvaldra í framtíðinni? Á undanförnum árum hafa stjórnmálamenn haft mörg og fögur orð um þekkinguna sem hina þriðju auðlind þjóðar- innar. Menn hafa talið að með góðri menntun - bæði almennri og sérhæfðri megi virkja öfl sem geti skapað auð á mörgum sviðum. Bæði hvað varðar aukna verðmæta- sköpun og markaðsleit fyrir framleiðsluvörur landsmanna og einnig að þekkingin geti nýst okkur á margan hátt í samstarfi við aðrar þjóðir. Við höfum líka verið að leggja grunninn að aukinni menntun þjóðarinnar. Með þróun skólakerfisins á undanförnum árum hafa opnast nýir möguleikar til náms er áður voru óþekktir. Framhaldsnám unglinga að loknum grunnskóla er nú mikið algengara en fyrir einum til tveimur áratugum og fjöldi háskóla- menntaðs fólks hefur farið vaxandi ár frá ári. En nú virðist eiga að hverfa af þessari braut. í þeim niðurskurðaráformum sem stjórnvöld hyggjast beita á næstu vikum og mánuðum beinast spjótin ekki síst að skólakerfinu. Ákveðið hefur verið að leggja skólagjöld á háskólanám auk þess sem setja á háskólastarfsemina í landinu í þvílíkt fjársvelti að óljóst er hvort unnt verður að veita nema mjög takmörkuðum fjölda nýnema skólavist á næstu árum. Einnig er fyrirhugað að þrengja að framhalds- skólastiginu þótt hætt hafi verið við að halda skólagjöldum á mennta- og fjölbrautarskólanema til streitu. Alvarlegast af öllu er þó á hvern hátt ráðist er að grunnskólunum - þeirri undirstöðumenntun sem öll önnur þekkingarleit byggist á. í fjárlögum þessa árs er kveðið á um að skerða framlög til grunnskólanna í landinu um 180 milljónir króna á fjárlagaárinu, sem þýðir að þessum samdrætti verður að ná á haustönninni einni saman. Hvernig unnt verður að framkvæma svo afdrifaríka samdráttaraðgerð er með öllu óljóst. Eitt er þó víst að slíkt næst ekki fram nema með verulegri fækkun kennara, sem þýðir ekkert annað en fjölgun nemenda í bekkjardeildum og færri kennslustund- ir. Með öðrum orðum minnkandi skólastarf og þar með menntunarmöguleika margra barna og ungmenna. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, segir í grein í Degi í gær að kennslustundum í grunnskólum hafa fækkað verulega á undanförnum árum. Ef gert sé ráð fyrir að kennslustundum fækki um tvær á viku á þessu ári hafi þeim alls fækkað um sex hjá 14 til 15 ára unglingum og um fimm og hálfa hjá 10 til 11 ára börnum frá árinu 1974. Síðan segir Valgerður: „Þetta segir okkur að ríkisstjórnin er að fara út á hættulega braut þegar hún nú ákveður að fækka kennslustundum í grunnskólum, og er það þvert á þá laga- setningu sem samþykkt var af öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi á síðastliðnu vori með nýjum grunnskólalögum. “ Sú árás sem ríkisstjórnin er nú að gera á menntakerfi þjóðarinnar gengur þvert gegn öllum hugmyndum íslend- inga um mátt menntunar og þekkingar í framtíðinni. Með árásum á skólakerfið er verið að draga úr getu þjóðarinnar til þess að efla hina þriðju auðlind. Með samdrætti í fram- halds- og háskólanámi er verið að fækka þeim tækifærum sem við höfum til að gera þekkinguna að útflutningsvöru og með samdrætti á grunnskólastigi er beinlínis verið að stefna að fjölgun ómenntaðs fólks í framtíðinni. Er þjóðin að óska eftir slíku eða vilja stjórnvöld aðeins gera þekking- una að eign útvaldra í framtíðinni eins og var á fyrri ára- tugum aldarinnar? ÞI íslensk póststofnun Það er ekki fyrr en 3. dag maí mánaðar á því herrans ári 1872, að út er gefin: „Auglýsing um póstmál á Islandi.“ Hún er gefin út í dómsmálaráðneytinu af Fr. Krieger og Fr. Reinhardt og „Eptir þessu eiga allir hlutaðeig- endur sjer að hegða.“ Þetta sama ár eða nánar tiltekið þann 26. febrúar hafði verið gefin út til- skipun um póstmál á íslandi. Þar er stiftamtmaður enn æðsti yfir- maður póstmála og póstmeistar- inn í Reykjavík undir landshöfð- ingja. Póstafgreiðslur og þar með póstafgreiðslumenn skulu vera á 15 stöðum á landinu og eru laun þeirra ákveðin frá 15 ríkisdölum á ári til 35 ríkisdala í Stykkis- hólmi og á Akureyri. 25 ríkisdali fá afgreiðslumenn í Berufirði og Ísafirði, á Barðaströnd og Egils- stöðum 20 ríkisdali og annars- staðar minna eða 15 ríkisdali. Þetta eru árslaun. í fyrstu grein kemur fram að nú loks er pósturinn að verða alíslenskur, en þar segir svo: „1. grein. Póstmeistarinn í Reykja- vík hefir umsjón yfir öllum póstafgreiðslumönnum og brjefhirðingarmönnum und- ir yfirstjórn landshöfðingja (en fyrst um sinn hefir stipt- amtmaður þetta vald á hendi, samanbr. tilsk. 26. febr. þ. á. um póstmál á ís- landi, 18. gr.). í sameining með hlutað- eiganda amtmanni ber hann upp fyrir landshöfðingja uppástungur um, hverja skipa skuli póstafgreiðslu- menn, og skal hann sjá um, að sýslunum þessum sje veitt forstaða um stundar sakir, er þær losna. Ef tjeðir embættismenn geta ekki komið sjer saman um, hvern setja skuli um stund, þegar póstafgreiðslu-þjónusta er laus, skal amtmaður ráða fyrst um sinn. Eptir uppástungu hlutað- eiganda póstafgreiðslu- manns ræður hann brjef- hirðingarmenn með samn- ingum, og þannig að segja megi þeim upp með 1/2 árs fresti. Ef þess þykir þurfa, og önnur störf hans leyfa, skal hann ferðast um landið til þess að sjá um, að póstþjón- ustunnar sje gætt til hlítar, og til þess að kynna sjer, A u g I j s i n <r, póstmiii á Islandi. „Fæðingarvottorð“ íslenska póstsins. hvernig hagar til á hverjum stað. A þessum ferðum skal hann hafa í fæðispeninga 2 rd. um daginn, og skal ferða- kostnaður endurgoldinn honum eptir reikningi, sem landshöfðingi samþykkir". Síðan er einnig í 15. grein ákveðið að gefa út íslensk frí- merki. Þetta eru hin svonefndu skildingafrímerki og þar sem þau eru orðin alíslensk, má ekki leng- ur nota „dönsk eða útlend frí- merki á íslandi." í þessari grein segir svo: „15. grein. 1. Póststjórnin gefur út fyrst um sinn til almennings nota frímerki: 1) með bláum lit á 2 sk 2) með rauðum litá 4 sk 3) með mórauðum lit á 8 sk 4) með gulum lit á 16 sk Þegar keypt er fullt hundrað af frímerkjum í einu, fær kaupandi 4% afslátt“. Þarna má sjá að það borgar sig að gera magninnkaup á frímerkj- um. í þessari auglýsingu er einnig kennt, hvernig gera skuli umslög til að slá utanum póstsendingar. Um það hljóðar b) liður 13. greinar auglýsingarinnar. Þá er c) liður sömu greinar um meðferð peningabréfa og fylgja myndir svo ekki sé nokkur vafi á hvernig með skal fara. Þarna kemur einnig inn ákvæði sem enn í dag gildir um póstsendingar. „Þar sem taka skal skilmálalaust allar brjefsendingar með þeim pósti, sem fyrstur fer af stað, ept- ir að sendingum er skilað til flutnings..." Um umslög og innsiglan segir svo í 13. grein auglýsingarinnar, í liðunum b) og c): b. Umslagið skal vera úr grápappír eða öðru jafn- sterku efni. Áður en búið er að brjóta það saman, skal það vera í lögun eins og uppdrátturinn A, og saman- brotið og lakkað eins og uppdrátturinn B; skal um- slagið vera svo stórt að það haldi fast að á allar hliðar. A. c. Á sjerhvert peningabrjef, sem einhver skilar til flutnings, án þess að telja eigi peningana, skal sá, sem sendir, setja 5 innsigli úr lakki, og skal þeim vera komið svo fyrir, sem sýnt er á uppdrættinum B. Ef pen- ingarnir verða taldir, er brjefinu, sem þeir eru í, er skilað til flutnings, skal láta á það 3 innsigli einhvers einstaks manns og 2 póstinn- sigli“. Nú fer að líða að stórstígum framförum hjá póstinum og er kemur fram um aldamótin 1900, þá skal taka upp vagna til að flytja „Póst, persónur og vörur“ með, allt austur að Odda. Þarna erum við þá loks komin með alíslenskan póst. Sigurður H. Þorsteinsson. Póstvagnar á leið austur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.