Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. febrúar 1992 - DAGUR - 15
ÍÞRÓTTIR
Jón Haukur Brynjólfsson
Pórsarar stöðvuðu sigurgöngu ÍR-inga:
„Það er engin spurning að við
erum með besta liðið í deildinni“
„Þetta var meiriháttar,“ sagði
Hermann Karlsson, markvörð-
ur og fyrirliði Þórs, eftir fræki-
legan sigur liðsins á IR-ingum í
toppslag 2. deildar í handbolta
í Seljaskóla á þriðjudagskvöld-
ið. Þórsarar unnu 24:22,
bundu þar með enda á sigur-
göngu IR-inga og eru nú eina
lið deildarinnar sem ekki hefur
tapað stigi. Leikurinn var æsi-
spennandi og ljóst er að bæði
þessi lið eiga fullt erindi í 1.
deild en Þórsarar eru sterkari í
dag og eiga alla möguleika á
sigri í deildinni.
„Við vissum að ÍR-ingar væru
sterkir en við vorum einfaldlega
Handknattleikur
2. deild
ÍR-Þór 22: :24
ÍR 12 11-0- 1 330:217 22
Þór 10 10-0- 0 270:183 20
HKN 12 9-0- 3 301:231 18
UMFA 11 7-0- 4 236:214 14
ÍH 10 6-0- 4 226:219 12
Armann 12 5-0- 7 264:253 10
KR 11 3-1- 7 243:243 7
Fjölnir 11 3-1- 7 218:257 7
Völsungur 12 2-0-10 241:305 4
Ögri 12 0-0-12 178:331 0
betri. Það er engin spurning að
við erum með besta liðið í deild-
inni og við spiluðum vel þótt við
getum gert betur,“ sagði
Hermann.
Jan Larsen, þjálfari Þórs, var
að vonum ánægður með sína
menn en sagðijjá samt hafa gert
sín mistök. „Eg er ánægðastur
með hvað leikgleðin og baráttan
var mikil,“ sagði Larsen sem hef-
ur tvímælalaust unnið frábært
starf fyrir félagið.
Leikurinn var æsispennandi
allan tímann og mátti halda að
liðin væru að leika til úrslita í
bikarkeppninni. í fyrri hálfleik
skiptust þau á að hafa forystuna,
Þórsarar yfir fyrri helminginn og
ÍR-ingar þann seinni. í leikhléi
hafði ÍR yfir 12:11. Þórsarar
mættu dýróðir til leiks í seinni
hálfleik og komust fljótlega yfir,
13:12, en ÍR-ingar hleyptu þeim
aldrei langt framúr og náðu
nokkrum sinnum að jafna. Þórs-
arar gáfust hins vegar ekki upp
og sjálfstraust þeirra virtist vaxa
á meðan taugar ÍR-ingar fóru að
titra. Þegar 10 mínútur voru til
leiksloka náðu Þórsarar þriggja
marka forystu, 21:18, og héldu
forystunni til leiksloka. Síðasta
mínútan var þó æsileg og þegar
staðan var 23:22 náðu ÍR-ingar
hraðaupphlaupi en Ole Nielsen
komst inn í sendingu þeirra,
sendi fram á Jóhann Samúelsson
sem skoraði og innsiglaði sigur
Þórs á síðustu sekúndunum.
Liðsheildin hjá Þór skóp sigur-
inn en ekki verður hjá því komist
að nefna sérstaklega Rúnar Sig-
tryggsson, Ole Nielsen og Jóhann
Samúelsson sem allir áttu stór-
leik. Hermann varði ekki jafn vel
og í síðustu leikjum en skilaði
sínu á mikilvægum augnablikum.
Hjá ÍR-ingum voru Róbert
Rafnsson og Sigfús Orri Bollason
skæðastir í annars jöfnu liði.
Gunnar Einarsson, þjálfari ÍR,
hafði þetta að segja í leikslok:
„Við vissum að Þór er með
skemmtilegt og gott lið og við
þyrftum toppleik til að vinna. Því
miður gerðum við allt of mörg
mistök og getum sjálfum okkur
um kennt. Þórsarar voru einfald-
lega betri en við getum unnið þá
á góðum degi og mætum þeim af
fullri hörku á Akureyri." -bjb
Mörk IR: Sigfús Orri Bollason 4, Magn-
ús Ólafsson 4, Róbert Rafnsson 4, Ólafur
Gylfason 4/2, Jóhann Ásbjörnsson 3,
Frosti Guðlaugsson 2, Matthías
Matthíasson 1. Hallgrímur Jóhannsson
varði 8 skot.
Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 8/2, Jó-
hann Samúelsson 6, Ole Nielsen 4, Ing-
ólfur Samúelsson 3, Sævar Árnason 2,
Atli Rúnarsson 1. Hermann Karlsson
varði 9 skot.
Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P.
Ólsen. Dæmdu erfiðan Ieik nokkuð vel.
Brad og Joe áfram
Bandaríkjamennirnir tveir hjá
körfuknattleiksdeild Þórs,
Brad Casey og Joe Harge,
verða áfram á Akureyri og
klára keppnistímabilið með
Þór. Eins og fram kom í Degi í
gær íhugaði körfuknattleiks-
deildin að rifta samningum við
þá en Birgir Torfason, formað-
ur deildarinnar, segir að náðst
hafi samkomulag á þriðjudags-
kvöldið sem allir aðilar séu
ánægðir með og engar breyt-
ingar verði gerðar.
Birgir sagði í samtali við Dag að
ekki hefði ríkt óánægja með Cas-
ey og Harge heldur væri rekstur
deildarinnar erfiður fjárhagslega.
„Deildin stendur í sjálfu sér ekki
illa en svona rekstur er fjárfrekur
og erfiður, ekki síst þegar illa
gengur. Við berum bæði ferða-
og launakostnað og nauðsynlegt
var að skera þann kostnað niður.
Við náðum góðu samkomulagi
við þá og niðurstaðan er sú að
þeir verða áfram og hjálpa okkur
að berjast fyrir áframhaldandi
veru í úrvalsdeildinni. Það eru
allir aðilar ánægðir með niður-
stöðuna."
Staða Þórsliðsins í deildinni er
slæm en Birgir segir möguleika
liðsins á að halda sæti sínu góða.
Sturla og Gunnar gegn Þór í kvöld:
„Óneitanlega svolítið skrítið“
- Tindastoll mætir toppliði
Það bíða sjálfsagt margir
spenntir eftir leik Þórs og
Islandsmeistara Njarövíkinga í
úrvalsdeildinni í körfuknatt-
Ieik sem fram fer í íþróttahöll-
inni á Akureyri í kvöld kl. 20.
Astæðan er sú að þar mæta
Þórsarar sínum gömlu félögum
Sturlu og Gunnari Örlygssyni
sem léku með Þór í haust en
fóru til Njarðvíkur í nóvember
eftir ágreining við Brad Casey,
þjállara Þórs. í Keflavík verð-
ur stórleikur þar sem heima-
menn í ÍBK, efsta liði deildar-
innar, taka á móti Tindastól en
Stólarnir þurfa nauðsynlega á
sigri að halda til að eiga mögu-
leika á sæti í úrslitakeppninni.
með Þór
„Við vinnum a.m.k. þrjá leiki í
viðbót og það dugar. Okkur gæti
nægt að vinna einn leik í viðbót,
ef við vinnum t.d. Skallagrím og
þeir tapa rest fara þeir beint nið-
ur þar sem við erum þá búnir að
vinna báðar innbyrðisviðureign-
irnar. Ég vil nota tækifærið og
hvetja fólk til að mæta á heima-
leikina okkar því góður stuðning-
ur gerir gæfumuninn. Við mætum
Njarðvíkingum annað kvöld [í
kvöld] og ég hvet fólk til að koma
og taka vel á móti Sturlu og
Gunna. Við eigum ekkert sökótt
við þá og það er engin ástæða til
annars en að taka vel á móti
þeim,“ sagði Birgir.
Sturla Örlygsson.
Sturla Örlygsson sagði í sam-
tali við Dag að hann hlakkaði til
að mæta sínum gömlu félögum.
„Það verður óneitanlega svolítið
skrítið að spila á móti liði sem
maður byrjaði tímabilið með en
málin þróuðust þannig að við því
var ekkert að gera. Mér finnst
gott að vera kominn heim aftur
en ég kunni mjög vel við mig á
Akureyri og sakna margs þaðan.
Ég hef engar áhyggjur af því að
okkur verði illa tekið í bænum,
þeir sem þekkja mig vita að ég
gaf mig allan í það sem ég var að
gera og ég er ekki að koma til að
gera upp illdeilur heldur til að
spila körfubolta og hitta fjöl-
ÍBK
marga vini mína í leiðinni,“ sagði
Sturla.
Gengi Þórs hefur ekki verið
gott í vetur en Sturla sagðist vona
að liðið næði að bjarga sér frá
falli í 1. deild. „Það eru ágætir
leikmenn í þessu liði og þeir geta
þetta alveg. Við munum að sjálf-
sögðu spila til sigurs eins og
venjulega og ætlum okkur að fara
alla leið. Keflvíkingar hafa for-
skot á okkur eins og stendur en
ég hef trú á að Stólarnir geri þeim
skráveifu á morgun [í kvöld].“
Valur bjartsýnn
Tindastóll þarf að vinna upp 8
stiga forskot KR-inga til að hljóta
sæti í úrslitakeppninni og Valur
Ingimundarson, þjálfari og
leikmaður Stólanna, var bjart-
sýnn fyrir leikinn gegn ÍBK í
kvöld. Mótherjarnir eru að
sönnu ekki árennilegir, Keflvík-
ingar hafa aðeins tapað einum
leik í vetur og engum á heima-
velli. „Við verðum að vinna og
möguleikarnir eru góðir ef við
náum toppleik. Keflavíkurliðið
er auðvitað þrusugott og ósigrað
á heimavelli en þetta er ekki
spurningin um styrkleika þess
heldur hvernig við spilum. Það
stöðvar ekkert lið Tindastól þeg-
ar við eigum toppleik og ef við
verðum sprækir held ég að við
vinnum. Við höfum spilað vel að
undanförnu, misvel reyndar á
útivöllum sem skýrist sennilega
af ferðaþreytu þar sem við keyr-
um í alla útileiki. En við höfum
verið í stöðugri framför og ég er
bjartsýnn,“ sagði Valur Ingi-
mundarson.