Dagur - 12.02.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 12.02.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. febrúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Ef íslenskur landbúnaður líður undir lok: Hentistefnu og skannnsýni stjómmálamanna um að kenna - en ekki alþjóðasamningum, sagði Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda m.a. á Ráðunautafundi í gær Alþjóðasamningar voru meðal umræðuefnis á Ráðunautafundi í gær og í lok ræðu sinnar sagði Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, að ef íslenskur landbúnaður liði undir lok, þá yrði það ekki vegna alþjóðasamninga, held- ur fyrir hentistefnu og skamm- sýni íslenskra stjórnmála- manna. „Veruleg óvissa ríkir um fram- hald GATT-viðræðnanna og margt bendir til að þeim verði frestað fram á mitt ár 1993. Enda þótt sú verði raunin, er ég sann- færður um að einhvers konar samkomulag mun fyrr eða síðar nást á þessum vettvangi. Því er ekkert fyrir okkur annað að gera en búa okkur undir aukna sam- keppni á markaðnum. Það sem mun skipta höfuðmáli er hvernig staðið verður að framkvæmd einstakra ákvæða þegar þar að kemur. Mér hefur stundum fund- ist að þegar stjórnvöld í öðrum löndum reyna að sveigja fram- kvæmd ýmissa samninga, sínum atvinnuvegum sem mest í hag, þá séu menn í stjórnkerfinu hér heima oft kaþólskari en páfinn og þurfi helst að ganga lengra í breytingum en aðrir,“ sagði Haukur m.a. Haukur sagði að fyrirvarar ríkisstjórnarinnar við tillögum Dunkels væru afar mikilvægir og í stórum dráttum í samræmi við þær áherslur sem Stéttarsamband- ið setti fram. „Ef þessir fyrirvarar fást viðurkenndir, breytir það Frá Ráðunautafundinum á Hótel Sögu í Reykjavík. myndinni mikið og ætti að skapa íslenskum landbúnaði tiltölulega ásættanlega stöðu og svigrúm til áframhaldandi aðlögunar að aukinni samkeppni," sagði Haukur ennfremur. Norðlenskir ísfisktogarar: Hásetahluturinn hækkaði um 19% í fyrra - enn eru norðlenskir sjómenn þó þeir næsttekjulægstu að meðaltali, einungis Austfirðingar eru lægri Hásetahlutur á ísfisktogurum hækkaði hvergi meira en á norðlenskum togurum á fyrra ári. Fyrir vikið eru norðlenskir hásetar ekki lengur þeir tekju- Iægstu á landinu, þeir hafa skotið þeim austfirsku aftur fyrir sig. Þetta kemur fram í blaðinu Fiskifréttum sem kom út fyrir helgina. Þar er beitt ákveðnum aðferðum til að finna út „strípað- an“ hásetahlut eins og það er nefnt í blaðinu. Setur blaðið alls kyns fyrirvara við útkomuna og segir að hún endurspegli ekki útborgaðan hásetahlut, en sé þó nothæf til samanburðar milli togara og landshluta. Útkoman er sú að hásetahluturinn er lægst- ur á Austurlandi, 1.984 þúsund krónur, og hefur lækkað um 6% frá árinu áður. Á Norðurlandi er hluturinn 2.192 þúsund krónur, hefur hækkað um 19%. Á togur- um frá Suður- og Vesturlandi er Dalvík: Pólstjarnan gjaldþrota Að sögn Erlings Sigtryggsson- ar skiptaráðanda var þrotabúinu skipaður bústjóri, Ásgeir Björns- son hdl. Innköllun á kröfum í búið verður auglýst á næstu dög- um og hafa kröfuhafar tveggja mánaða frest til að lýsa kröfum. Skiptafundur verður haldinn 20. - Ásgeir Björnsson skipaður bústjóri Rekstrarerfiðleikum lagmetis- iðjunnar Pólstjörnunnar á Dalvík lyktaði með því að fyrirtækið var lýst gjaldþrota að beiðni stjórnar þann 27. janúar sl. Skiptafundur verður haldinn í maímánuði. ntai í vor. Lauslega áætlað taldi Erlingur að skuldir þrotabúsins væru um 50 milljónir króna. Upp í það ganga eignir sem ekki er búið að meta til fjár en þær eru verk- smiðjuhúsið við Sandskeið, lítils- háttar af vélum til framleiðslunn- ar og óinnheimtar skuldir fyrir afurðir. Bjóst Erlingur við að reynt yrði að koma þessum eign- um í verð á næstu vikum. -ÞH Fyrstu Fokker 50 vélinni af fjórum fagnað á laugardag á Akureyri: Eiginkona samgöngurád- herra gefur vélinni nafii Kristrún Eymundsdóttir, eig- inkona Halldórs Blöndal sam- gönguráðherra, mun gefa hinni nýju Fokker 50 vél Flugleiða nafn við móttökuathöfn á Akureyrarflugvelli á laugar- dag. Vélinni verður gefið nafn- ið Ásdís. Eins og skýrt hefur verið frá í Degi verður vélinni flogið í beinu flugi frá Amsterdam til Akureyr- ar á laugardagsmorgun. Áætluð lending er á Akureyrarflugvelli kl. 14. Þar verður hátíðarsam- koma sem verður öllum opin en 150-200 manns frá Akureyri og úr nágrannasveitarfélögum hefur verið boðið sérstaklega til athafn- arinnar. Lúðrasveit Akureyrar mun leika við þetta tækifæri en ávörp flytja Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Pétur Einarsson, flug- málastjóri, Halldór Blöndal, samgönguráðherra og Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. Þá mun stjórnarformaður Flug- leiða afhenda forstjóra fyrir- tækisins hina nýju vél til afnota. Fokker 50 vélin verður til sýnis milli kl. 14.50 og 15.50 á laugar- dag en að því loknu verður henni flogið til Reykjavíkur. JÓH hluturinn að meðaltali 2.340 þús- und kr., 3% lægri en 1990, en hæstur er hann á Vestfjarðatog- urunum, 2.727 þúsund krónur og hækkaði um 4% milli ára. Verulegur munur er á því milli skipa hver hásetahluturinn er, samkvæmt útreikningi blaðsins. Þannig er hluturinn á þeim togara sem lægstur er 1.388 þús- und krónur en 5.013 þúsund kr. á þeim hæsta. Tveir togarar skera sig úr hvað hásetahlut varðar, Guðbjörgin frá ísafirði er hæst en næstur er Bessi frá Súðavík þar sem hásetahluturinn var 4.695 þúsund kr. að meðaltali. Hæsti hásetahluturinn á Norðurlandi var á Baldri frá Dalvík, 3.426 þúsund krónur, en næstir voru Björgvin EA (3.038), Víðir EA (2.824), Arnar HU (2.702) og Harðbakur EA (2.638). Það sem mestu ræður um meðaltekjur sjómanna er einkum tvennt: aflamagnið og ráðstöfun aflans. Ástæðurnar fyrir lágum tekjum á Austfjarðatogurunum eru samdráttur í afla og svo hitt að þar var 73% aflans landað innanlands. Hvergi var þetta hlutfall þó hærra en á Norður- landi, þar var 80% togaraaflans landað innanlands. Á Suðvestur- landi var þetta híutfall 58% og 66% á Vestfjörðum. Blaðið spáir í ástæðurnar fyrir mikilli hækkun hásetahlutarins á norðlensku togurunum og vill rekja það til kjarabaráttu sjó- manna í fyrra sem færði þeim töluverða kjarabót. Einnig hefur afli norðlensku togaranna aukist á sama tíma og hann hefur dreg- ist saman í öðrum landshlutum, langmest þó á Austfjörðum. -ÞH Formaður Stéttarsambandsins fjallaði einkum um stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart alþjóða- samningum og minnti á breytta landbúnaðarstefnu íslendinga sl. 10-12 ár. í því sambandi rakti hann aðdraganda GATT-við- ræðnanna. Haukur sagði að verð- fallið á heimsmarkaði fyrir kinda- kjöt og mjólk á sl. 10-15 árum, væri ástæða þess að ekki væri lengur pólitískar forsendur fyrir því að halda áfram greiðslu útflutningsbóta. „Ég vil undirstrika að það er með tilliti til þessarar óheillaþró- unar sem Stéttarsamband bænda hefur tekið undir það með bænda- samtökum annarra þjóða, að æskilegt sé og nauðsynlegt að koma fastari skipan á heimsversl- un með matvæli, þannig að verð- myndun byggist á raunveruleg- um framleiðslukostnaði varanna. Ég hef orðið var við að ýmsir hafa ekki skilið hvað fyrir Stéttar- sambandinu vakir með því að taka undir þessi sjónarmið, okk- ur komi þessir hlutir ekki við segja menn. Ég held hins vegar að fyrir þjóð eins og okkar, sem byggir afkomu sína að miklum meirihluta á framleiðslu mat- væla, skiptir það mjög miklu máli til lengri tíma litið, að verðlag matvæla á heimsmarkaði endur- spegli raunverulegan framleiðslu- kostnað,“ sagði Haukur. Haukur benti á að ekkert væri tekið á umhverfismálum í GATT-viðræðunum en með minnkandi stuðningi við land- búnaðinn og auknum kröfum um hagræðingu, skapaðist stórhætta á rányrkju og ýmiss konar óæski- legum hjálparmeðulum við land- búnaðarframleiðsluna. „Þó þessi mál séu ekki á dagskrá GATT-viðræðnanna nú, er það mín sannfæring að í næstu lotu, einhvern tímann eftir árið 2000, verði umhverfismálin eitt aðalmál GATT-samninganna,“ sagði Haukur á Ráðunautafund- inum í gær. -bjb Velferð á varanlegum grunni Kynningarfundir heilbrigðis- og trygginganiálaráðherra, Sighvats Björgvinssonar á Norðurlandi. Akureyri - miðvikudaginn 12. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 21000. Opinn fundur í Alþýðuhúsinu kl. 20.30. Húsavík - Fimmtudaginn 13. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 41222. Fundur á Hótel Húsavík kl. 20.30. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.