Dagur - 12.02.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 12.02.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. febrúar 1992 - DAGUR - 5 Ný útgáfa af Náttúruminjaskrá: Fjalllendið á milli Ejjafjarðarog Skagaíjarðar friðlýst Náttúruverndarráð hefur gefið út sjöttu útgáfu af Náttúru- minjaskrá. Síðast var hún gefin út árið 1988. Auk friðlýstra svæða eru á náttúruminjaskrá alls 255 svæði á landinu, þar af 23 á Norðurlandi vestra og 38 á Norðurlandi eystra. Núgild- andi skrá hefur lítið breyst frá síðustu útgáfu. Eina nýja svæðið á Norðurlandi er fjall- lendið milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Skýrt er kveðið á um að það í lögum um náttúruvernd að Nátt- úruverndarráði sé skylt að annast skráningu náttúruminja. Orðrétt segir m.a.: „Ef Náttúruverndar- ráð telur ástæðu til friðlýsingar eða annarra náttúruverndar- aðgerða samkvæmt lögum þess- um, skal það freista að komast að samkomulagi við landeigendur, sveitastjórnir og aðra, er hags- muna eiga að gæta. Verði sam- komulag, skal það fært til bókar og staðfest af hlutaðeigandi aðil- um. En lítum á Náttúruminja- skrána. Norðurland vestra Fimm friðlýst svæði eru í kjör- dæminu: MIKLAVATN Skagafjarðar- sýslu. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 15. maí til 1. júlí. KATTARTUNGA Áshreppi A-Hún. Friðlýst sem náttúru- vætti. HVERAVELLIR Á KILI. Friðlýstir sem náttúruvætti árið 1960. HRÚTEY í BLÖNDU A- Hún. Friðlýst sem fólkvangur. SPÁKONUFELLSHÖFÐI A- Hún. Friðlýstur sem fólkvangur. Aðrar náttúruminjar eru: ARNARVATNSHEIÐI OG TVÍDÆGRA V-Hún. Frjósamar tjarnir, stöðuvötn, flóar og ár á vatnasviði Þverár, Hvítár, Hrúta- fjarðarár, Miðfjarðarár og Víði- dalsár. Silungsveiði og mikið fuglalíf. HINDISVÍK V-Hún. Fjöl- breytilegt strandlandslag. Eitt mesta sellátur á Norðurlandi. HVÍTSERKUR V-Hún. Sér- kennilegur brimsorfinn berg- gangur í sjó. BJÖRG OG BORGARVIRKI V-Hún. Fagurt og fjölbreytt landslag, björg, tjarnir, mýrlendi og sandar. Athyglisverðar jarð- myndanir og fornminjar, það er Borgarvirki. KERAFOSSAR V-Hún. Foss- ar og árrofsmyndanir í Fitjaá í Víðidal. Fossar, flúðir og skessu- katlamyndanir. KOTUGIL og BAKKA- BRÚNIR í VÍÐIDAL V-Hún. Gljúfur og fossar í Víðidalsá. Þröngt og djúpt gljúfur með fal- legum fossum, Kolugilsfossum, en víða er gljúfrið gróðurríkt. í Bakkabrúnum er að finna þykk setlög með steingerðum plöntu- leifum frá einu af hlýskeiði ísald- ar. VATNSDALSHÓLAR A- Hún. Fjöldi framhlaupshóla úr Vatnsdalsfjalli, flæðiengi og tjarnir. EYLENDIÐ, FLÓÐIÐ OG HÚNAVATN A-Hún. Flæði- mýrar, óshólmar og vötn með fjölbreyttu lífi. KÁLFSHAMARSVÍK Á SKAGA A-Hún. Strandlengja og fjörur milli Framness og Kálfshamars á Skaga. Sérkenni- leg sjávarströnd með fjölbreytt- um stuðlabergsmyndunum, lón með varphólma. FOSSAR í VATNSDALSÁ OG FRIÐMUNDARÁ A-Hún. Fossarnir Skínandi, Kerafoss, Rjúkandi og Skessufoss í Vatns- dalsá vestur af Bótarfelli og Bótarfoss í Friðmundará. Sér- kennilegir og fagrir fossar í hrika- legum gljúfrum. Surtarbrands- lög. EYJAVATN OG FRIÐ- MUNDARVATN VESTARA A-Hún. Grunn stöðuvötn, óvenjumikið fuglalíf og grósku- mikill gróður í hólmum. BLÖNDUGIL OG RUGLU- DALUR A-Hún. Árgljúfur Blöndu frá norðurenda Reftjarn- arbungu niður undir Þröm ásamt Rugludal. Hrikalegt gljúfur með gróðursælum hvömmum og birki- kjarri. ORRAVATNSRÚSTIR í HOFSAFRÉTT Skagafjs. Vot- lendi umhverfis Orravatn allt norður að Reyðarvatni. Einstakt rústasvæði, flár og tjarnir. BOTN VESTURDALS (HOFSÁRDALS) Skagafjs. Sérkennilegur og gróðursæll dalur, umgirtur hömrum og snar- bröttum hlíðum. Fagrir fossar í Fossá. KOTAGIL OG SKEIJUNGS- STEINN Skagafjs. Kotagil er hrikalegt djúpt árgljúfur á mörk- um Silfrastaða og Ytri-Kota. Skeljungssteinn stendur stakur vestan gilsins. í hraunlagi í gljúfr- inu, svo og í Skeljungssteini eru för eftir trjáboli. FOSSAR í BÓLUGILI Skagafjs. Bólugil, fossaröð í Bóluá við bæinn Bólu. Sérkenni- legir og fagrir fossar í tilkomu- miklu gljúfri nærri alfaraleið. MALARÁSAR í SÆMUND- ARHLÍÐ Skagafjs. Malarásar meðfram Sæmundará, milli bæj- anna Fjalls og Auðna. Óvenju fallegir og reglulaga lagaðir mal- arásar auk jökulkerja. Merkar jarðsögulegar minjar um hop jökulsins í lok ísaldar. AUSTARA-EYLENDIÐ Skagafjs. Óshólmasvæði Austari- Héraðsvatna. Fjölbreytt fuglalíf og gróður. KETUBJÖRG Á SKAGA Skagafjs. Strandlengjan frá Ketukögri suður á móts við eyði- býlið Kleif. Tilkomumikil sjávar- björg, drangar og gatklettar, leif- ar af eldstöð frá ísöld. DRANGEY Skagafjs. Há, þverhnípt klettaeyja með mikl- um fuglabjörgum og gróskumikl- um gróðri. HÓFÐAVATN OG ÞÓRÐ- ARHÖFÐI Skagafjs. Við aust- anverðan Skagafjörð. Stöðuvatn með ísöltu vatni. Fjölbreytt og auðugt lífríki. REYKJARHÓLL Á BÖKK- UM Skagafjs. Reykjarhóll og nánasta umhverfi við samnefnd- an bæ. Sérkennilegur, stakur, keilulaga jökulbergshóll með laug í kollinum. Norðurland eystra Friðlýst svæði eru sex: JÖKULSÁRGLJÚFUR N- Þing. Þjóðgarður stofnaður 1973. FRIÐLAND í SVARFAÐ- ARDAL Eyjafjs. Lýst friðland 1972. VESTMANNSVATN S-Þing. Lýst friðland árið 1977. HERÐUBREIÐARFRIÐ- LAND S-Þing. Friðlýst árið 1974. SKÚTUSTAÐAGÍGAR S- Þing. Friðlýstir sem náttúruvætti 1973. ASKJA í DYNGJUFJÖLL- UM S-Þing. Friðlýst sem náttúru- vætti 1978. Önnur friðuð svæði eru: MÝVATN OG LAXÁ S-Þing. Svæðið er verndað með sérstök- um lögum frá 1974. Hluti svæðis- ins (20.000 ha) hefur verið vernd- að samkvæmt Ramsar-samþykkt- inni frá 2. desember 1977, það er verndun votlendis sem hefur alþjóðlegt gildi. Aðrar náttúruminjar eru: FJALLLENDIÐ MILLI EYJAFJARÐAR OG SKAGA- FJARÐAR. Hálendur og hrika- legur skagi með djúpum dölum, stórbrotið land. Á hæstu fjöllum eru jöklar. Um hálendið liggja fornar leiðir milli byggðarlaga. HÓLSRÍPILL A UFSA- STRÖND Eyjafjs. Rípill austur af Hólshyrnu. Jökulurðir frá lok- um ísaldar. HRÍSEY. Land Miðbæjar og Ystabæjar. Fjölskrúðugur gróður, enda hefur svæðið verið friðað fyrir beit frá 1960. Mikið fuglalíf, allt að þrjátíu tegundir hafa orpið þar. HRAUNSVATN OG VATNS- DALUR Eyjafjs. Fjölbreytt og fagurt land með stöðuvötnum, stórum framhlaupum og sér- kennilegum klettadröngum, svo sem Hraundröngum. HÖRGÁRÓSAR Eyjafjs. Tjarnir, flæðimýrar og strand- gróður. Mikið fuglalíf. Rústir forns verslunarstaðar. KROSSANESBORGIR Eyjafjs. Sérkennilegt landslag, jökulminjar og votlendi. Hentugt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýl- is. GLERÁRGIL Eyjafjs. Gróð- urríkt gil, skógarlundur, fjöl- breyttar árrofsmyndanir, fossar, skessukatlar og skútar. Sögu- minjar. LEYNINGSHÓLAR OG HÓLAHÓLAR Eyjafjs. Mikið framhlaupasvæði með tjörnum og skógarleifum. Fornminjar. Vinsælt útivistarsvæði. HÓLMARNIR Eyjafjs. Óshólmar Eyjafjarðarár ásamt fjörum og flæðimýrum beggja vegna árinnar suður á móts við suðurodda Staðareyjar. Marflöt flæðilönd, árhólmar, kvíslar og leirur. Mikið fuglalíf, sérstætt gróðurfar. GRÍMSEY. Norðan Bása og Handfestargjár ásamt öllum fuglabjörgum í austurhluta eyjar- innar suður að Flesjum. Miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. SKAGINN MILLI EYJA- FJARÐAR OG SKJÁLF- ANDA. Mjög fjölbreytt landslag og ríkulegur gróður. Kjörið úti- vistarsvæði til alhliða náttúru- skoðunar. LÓNIN OG LAUFÁS- HÓLMAR S-Þing. Ósasvæði Fnjóskár og gilið upp fyrir Lauf- ásfossa, Lónin í Höfðahverfi auk Nesmóa og Flæðiengja allt norð- ur að Hólsá og Gljúfurá. Fjöl- breytt gróðurfar og fjölskrúðugt fuglalíf. MELAR VIÐ ILLUGA- STAÐI S-Þing. Leifar af framburð- areyrum í svonefndu Fnjóska- dalsvatni, sem fyllti dalinn í lok ísaldar. BLEIKSMÝRARDALUR S- Þing. Dalurinn upp að fjallsbrún- um frá Reykjum að Skarðsöxl sunnan Gönguskarðs. Fjölbreyti- legt landslag, berghlaup, jarðhiti við Reyki og birkiskógur í hlíðum. TUNGNAFELLSJÖKULL OG NÝIDALUR (JÖKUL- DALUR) S-Þing. Fjölbreytilegt landslag með fögrum og sérstæð- um gróðurvinjum. GÆSAVÖTN VIÐ GÆSA- HNJÚK S-Þing. Lindavötn og hálendisvin, um 920 m.h.y.s. LAUFRÖND OG NEÐRI- BOTNAR S-Þing. Gróðurlendi í vesturjaðri Ódáðahrauns milli Laufrandar og Hraunár sunnan frá Steinfelli norður fyrir Neðri- botna. Gróðursælt umhverfi tjarna og lindavatna, 700-800 m.y.s. Sérstætt fuglalíf. INGVARARFOSS, ALD- EYJARFOSS OG HRAFNA- BJARGAFOSS S-Þing. Skjálf- andafljót ásamt bökkum, frá og með Hrafnabjargafossi og norður fyrir Ingvararfoss. Sérkennilegir og fagrir fossar nærri fjölfarinni leið. LJÓSAVATN S-Þing. Fjöl- breytt landslag, stöðuvatn, framhlaup, jökulurðarhólar, hraun og skógur. GOÐAFOSS S-Þing. Fossinn og gljúfrið neðan hans og næsta nágrenni. ÞINGEY S-Þing. Þingey og nálægar eyjar í Skjálfandafljóti, eyrar og bakkar fljótsins norður að Vaðsvaði, austurhlíðar Kinn- arfells og vesturhlíðar Fljótsheið- ar við Þingey. Óbyggður skógi- vaxinn dalur. Fallegir fossar og gljúfur, gróðurríkar eyjar. Sögu- helgi. VARASTAÐASKÓGUR S- Þing. Skóglendi milli Ljótsstaða og Brettingsstaða í Laxárdal. Svæðið er að hluta til friðlýst skv. lögum um vernd Mývatns og Laxár. HALLDÓRSSTAÐIR S-Þing. Fjölbreytt landslag neðan frá Laxá og upp í heiði. GERVIGÍGAR VIÐ KNÚTSSTAÐI í AÐALDAL S- Þing. Gjallgígar og borgir í miðj- um Aðaldal við bæina Haga, Nes, Hafralæk, Garð, Jarlsstaði og Tjörn. Fjölbreyttar gervigíga- myndanir í Laxárhrauni yngra. VOTLENDI Á SANDI OG SÍLALÆK S-Þing. Miklavatn í Aðaldal og mýrlendi umhverfis það milli Aðaldalshrauns, Sjáv- arsands og Skjálfandafljóts, í löndum Sands og Sílalækjar. Stórt og gróðurmikið vatn, víð- áttumikil flæðilönd með miklu fuglalífi. BAKKAFJARA OG BAKKA- HÖFÐI Húsavík. Höfðinn ásamt fjörum skerjum og grunnsævi. Sérkennilega rofnir sjávarklettar og nafir (berggangar) fram undan höfðanum. Lífríkar fjörur og sker. LUNDEY S-Þing. Eyjan ásamt fjöru og grunnsævi. í eynni sem er úr jökulbergi, er eitt stærsta lundavarp á Norðurlandi. Fjölbreytt botnlíf á grunninu umhverfis eyna. TJÖRNESLÖGIN OG VOLADALSTORFA S-Þing. í sjávarbökkunum koma fram þykk setlög frá tertíer og ísöld með skeljum og surtarbrandi. Við Voladalstorfu eru móbergs- hamrar og lundabyggð. MÁNAREYJAR S-Þing. Háey og Lágey. Allmiklar byggð- ir sjófugla. VOTLENDI VIÐ ÖXAR- FJÖRÐ N-Þing. Um 3 km breið strandlengja vestan frá Lóni aust- ur að hreppamörkum við Núpa, auk Litluár að Brunnum. Sjávar- lón og gróðurmikil grunn vötn. Starengjar, keldur og þornaðir árfarvegir. Mikið fuglalíf. ÞEISTAREYKIR S-Þing. Fjölbreyttar jarðhitamyndanir, gufu og leirhverir, útfellingar í norðurhlíðum Bæjarfjalls og við Bóndhól. Jarðhitaplöntur. VÍTIN Á REYKJAHEIÐI S- Þing. Stóra- og Litla-Víti á Þeista- reykjabungu ásamt nánasta umhverfi. Merkar jarðeldamynd- anir, formfagur hraungígur frá nútíma. MEIÐAVALLASKÓGUR OG ÁSBYRGI S-Þing. Vestur- barmur Ásbyrgis, skóglendi og fornir hlaupfarvegir Jökulsár á Fjöllum. JÖKULSÁRGLJÚFUR AUSTAN ÁR N-Þing. Fjöl- breytt landslag og ríkulegur gróður. Æskilegt að þetta svæði verði sameinað þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. RÖNDIN VIÐ KÓPASKER N-Þing. Sjávarbakkar frá Kópa- skeri suður að Snartarstaðalæk. Jarðmyndun frá lokum ísaldar (Kópaskersskeið), sjávarset með skeljum, jökulruðningum. Minj- ar um hopunarsögu ísaldar- jökulsins. NORÐAUSTURHORN MEL- RAKKASLÉTTU N-Þing. Víð- áttumiklar mýrar, lóna- og straumavatnakerfi, sjávarfitjar. Gróður og dýralíf með svalviðris- blæ, mikið fuglalíf. Sigdalur með miklu grunnvatnsstreymi, lindir. óþh tók saman Bókamarkaður hefst í bókabúðinni Möppudýrinu í dag, miðvikudag og stendur til 23. febrúar. Fjöldi góðra bóka á frábæru verði Op/ð virka daga og laugardaga frá kl. 13-20 og sunnudaga frá kl. 13-18. Skáldsögur • Barnabækur • Þjóðlegur fróðleikur Fræðibækur • Ljóðabækur og fleira og fleira Sunnuhlíð Sími 26368

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.