Dagur - 12.02.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 12. febrúar 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Glæpsanaleg
hávaxtastefna
Þjóðarsáttin margfræga, sem gerð var í
febrúarmánuði árið 1990, markaði þátta-
skil í íslensku efnahagslífi. Með samstilltu
átaki tókst aðilum vinnumarkaðarins,
stjórnvöldum, bændasamtökunum, full-
trúum peningastofnana og öðrum, er að
samningunum stóðu, að ganga að verð-
bólgunni dauðri. Vegna þess hve víðtæk
og órofa samstaða náðist um þessa
aðgerð, hefur hún ávallt verið réttilega
nefnd þjóðarsátt um kjaramál. í þjóðarsátt-
inni fólst reyndar engin trygging fyrir því
að verðbólgan heyrði sögunni til um alla
eilífð. Tíminn hefur þó leitt í ljós að febrú-
arsamningarnir árið 1990 lögðu grunninn
að stöðugleika, sem enn ríkir í efnahagslíf-
inu.
Vísitala framfærslukostnaðar hefur
hækkað um 0,1% milli mánaða, síðastliðna
þrjá mánuði. Þessi hækkun jafngildir því að
verðbólga hér á landi sé nálægt einum af
hundraði. Verðbólgan er með öðrum orð-
um vart mælanleg; hún er svipuð og jafn-
vel minni en í nágrannalöndunum. Þetta er
ótrúlegur árangur, því árum saman hefur
íslenska þjóðin mátt búa við 35-60% verð-
bólgu. Mest varð hún 130%, árið 1983, og
hefur því hjaðnað um 125-129% á tæpum
áratug!
Það er vissulega mikið fagnaðarefni hve
mikill árangur hefur náðst í baráttunni við
verðbólguna. Á hinn bóginn er afleitt hve
illa hefur gengið að láta vextina fylgja
verðbólgunni niður á við. Þótt verðbólgan
sé vart mælanleg, sem fyrr segir, eru vextir
óverðtryggðra lána á bilinu 13-20% og
vextir verðtryggðra lána á bilinu 8-11%.
Við núverandi aðstæður í efnahagslífi þjóð-
arinnar eru svo háir vextir beinlínis
glæpsamlegir.
Ljóst er að raunvextir þurfa að lækka um
4-5 af hundraði hið minnsta, án frekari
tafar. Ríkisstjórninni ber skylda til að knýja
á um slíka vaxtalækkun með öllum tiltæk-
um ráðum - og með „handaflinu" einu
saman, ef önnur ráð duga ekki. Það er
nefnilega ekki nóg að senda verðbólgu-
drauginn inn í eilífðina, okurvextirnir þurfa
að fara sömu leið. BB.
Jón Aðalbjörnsson á
Þórshafnarflugvelli.
Flugstöðin var upphaf-
lega á Melgerðismel-
Um. Mynd: Golli
Flugvöllurinn á Þórshöfn:
Nýr völlur í augsýn
en sá gamli dugar vel
Á Þórshafnarflugvelli er aldur-
hnigin flugstöð. Skúr þessi var
reistur á Melgerðismelum í
Eyjafirði á sínum tíma en þeg-
ar flugvöllurinn þar var aflagð-
ur var skúrinn fluttur til Þórs-
hafnar og settur þar upp sem
flugstöð.
Á flugvellinum hittum við fyrir
Jón Aðalbjörnsson, sem hefur
unnið á vellinum síðan 1978.
Þetta var í lok janúar og völlur-
inn marauður en vegna slæmra
veðurskilyrða á Akureyri var
seinkun á vél Flugfélags Norður-
lands.
„Það hefur verið einmunatíð.
Við höfum ekki þurft að ryðja
brautina nema einu sinni í
vetur,“ sagði Jón.
Hann sagði að völlurinn væri
nokkuð góður þegar hann væri
þurr og nývaltaður. Hann verður
hrjóstugur eftir að vélarnar hafa
lent í allmörg skipti og þá þarf að
valta hann.
„Svo er verið að byggja nýjan
völl rétt við innkeyrsluna til Þórs-
hafnar. Ef áætlun Flugmála-
stjórnar stenst ætti brautin að
verða tilbúin á þessu ári, en þetta
byggist allt á peningum. Þessum
velli verður samt haldið eitthvað
við og sjálfsagt notaður áfram, að
minnsta kosti sem varavöllur.
Einnig getur áttin verið þannig
að hægt sé að lenda á þessum
velli þegar ekki er hægt að lenda
á þeim nýja,“ sagði Jón.
Við enda flugbrautarinnar,
þ.e.a.s. á gamla flugvellinum, er
flak af DC-3. Þetta er minnis-
merki um dvöl bandarískra
hermanna á Heiðarfjalli. Vélin
lenti norður af brautinni, annað
hjólið brotnaði undan henni og
annar vængurinn skemmdist
mikið. Bandaríkjamenn hirtu
ekki frekar um Þristinn og hann
hefur fengið að grotna niður í
friði.
Flugfélag Norðurlands flýgur
til Þórshafnar fimm sinnum í viku
og sagðist Jón vera ánægður með
þjónustuna. Síðasta sumar voru
farnar sex ferðir í viku en félagið
sleppti sunnudögunum í vetur,
en eins og margoft hefur verið
greint frá urðu nokkrar breyting-
ar á áætlun FN og t.a.m. var flug
til Þórshafnar og Vopnafjarðar
sameinað.
Nýja flugvöllinn sáum við ekki
í fljótu bragði þegar við fórum
frá Þórshöfn en samkvæmt áætl-
un eiga 16 milljónir að renna til
framkvæmda við hann í ár. En
við kvöddum Jón Aðalbjörnsson
enda þurfti hann að hringja norð-
ur og spyrjast fyrir um horfur á
flugi þennan dag. SS
Að geftiu tíleftii
í Morgunblaðinu 15. des. sl. birt-
ist teikning eftir Sigmund af
Davíð Oddssyni, þar sem hann er
sýndur á fjórum fótum.
Það hefur því ekki farið fram
hjá Sigmund hvernig ást ríkir á
stjórnarheimilinu.
Af þessu tilefni varð þessi vísa
til:
Alþýðuflokksins rotna rætur
á ráðherrunum það sést.
Davíð er kominn á fjóra fætur,
það fer honum líka best.
Fyrrverandi heilbrigðisráð-
herra Alþýðuflokksins, Magnús
H. Magnússon, sem nú er for-
maður Sambands ellilífeyrisþega,
lét þau orð falla í sjónvarpsþætti
að hin fyrirhugaða skerðing á
ellilífeyri væri siðleysi og það
væri persónulegt áfall fyrir sig að
það væri alþýðuflokksmaðurinn
Sighvatur Björgvinsson sem
beitti sér fyrir þessari skerðingu.
Sighvatur er siðlaus krati
sagði Magnús H.
Ellilaunin að hans mati
aldrei skerða má.
Þingflokksmaður Alþýðu-
flokksins, Össur Skarphéðinsson
var í viðtalsþætti í ríkisútvarpinu
10. jan. sl. Þar gaf hann fyrirheit
um að hann ásamt Rannveigu
Guðmundsdóttur og séra Gunn-
laugi Stefánssyni myndu vinna
heilshugar að framgangi jafnað-
arstefnunnar. Að sjálfsögðu
minntist hann ekki á þá í flokkn-
um sem þar virðast öllu ráða,
þ.e.a.s. Jón Baldvin, Jón Sig-
urðsson, Sighvat og Eið. í þess-
um þætti var rætt um að lögfesta
ætti tekjuskatt á fjármagnstekj-
ur. Össur sagði að hann skyldi
hundur heita ef sá skattur verður
ekki lögfestur á næstunni. Þegar
ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar var mynduð haustið
1988 var því heitið að lögfesta
slíkan skatt að kröfu Samtaka
jafnréttis og félagshyggju, en við
það var ekki staðið. Það voru
ekki síst kratar sem hindruðu
framgang þess.
Vilja kratar bæta og breyta
og bjóða öllum jafnan rétt?
Eða frekar hundur heita?
Hafa þeir bönd á Össur sett.
í desember sl. var gefið út blað
í Garðabæ undir nafninu Garða-
póstur. Þar birtist grein eftir
Ólaf G. Einarsson menntamála-
ráðherra. Tek ég hér orðrétt
kafla úr þeirri grein.
„Nú er reyndar farið að bjóða
upp hattana í fjáröflunarskyni að
því er virðist. Og einn dans við
eiginkonuna líka ef svo ber
undir. Allt er það sjálfsagt
græskulaust gaman. Afkomandi
Bólu-Hjálmars og alnafni sat á
alþingi um skeið nú í haust. Svo
sem hann á kyn til á hann létt
með að setja saman vísur. Eftir
uppboðið á Dalvík á hattinum og
fyrsta dansinum varð honum
þetta á orði:
Til að forða fjárhagstjóni
flest var leyft.
Ofan af og undan Jóni
allt var keypt.
Ég lofaði að sönnu að koma
þessari vísu ekki á flot, en sum
loforð eru þannig að ekki er unnt
að halda þau. Þetta er eitt
þeirra," segir Ólafur G. Einars-
son í greininni.
Undan Jóni allt var tekið
eftir því sem blöðin segja.
Ólafur hefur öllu lekið,
enginn fær hann til að þegja.
Stefán Valgeirsson.
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.