Dagur - 12.02.1992, Side 12

Dagur - 12.02.1992, Side 12
heimsendingarþj ónust a alla daga Sunnudaga til finuntudaga kl. 12.00-22.30 Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.30 Hádegistilboð alla daga VEITINGA H Akureyri, miðvikudagur 12. febrúar 1992 Atvinnuátak í fjórum hreppum í Eyjafirði y og S.-Þingeyjarsýslu: Ýtt úr vör í haust ef fé fæst frá Byggðastoftran Glerárgötu 20 • 26690 Ákveðið hefur verið að sækja um styrk frá Byggðastofnun til að setja af stað átaksverkefni í atvinnumálum í Eyjafjarðar- sveit, Svalbarðsstrandar- hreppi, Hálshreppi og Grýtu- bakkahreppi. Aætlað er að þessu verkefni verði ýtt úr vör í haust, ef fjárveiting fæst en Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur forgöngu um þetta mál og mun stýra verkefninu. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að hugmyndin sé að þetta verkefni standi í eitt og hálft ár. „Þetta er hugsað sem sam- starfsverkefni þessara sveitarfé- laga og við leggjum þannig upp með þetta. Nú þegar er í gangi verulegt samstarf milli sveitarfé- laganna og vilji er til að auka það samstarf. Svona verkefni á að fljóta yfir hreppamörkin og þannig hafa slík verkefni gefist best. Þetta er kerfisbundin aðferð til að laða fram krafta heimamanna og ég sé enga ástæðu til þess að það geti ekki flotið yfir hreppamörk," segir Ásgeir. Hann sagði sveitarfélögin fjög- ur eiga margt sameiginlegt. Þau bæði njóti nálægðarinnar við Akureyri og að vissu leyti gjaldi fyrir hana líka en allt séu þetta sveitarfélög sem byggi mikið á landbúnaði. „Öll hafa þau mikla möguleika í sambandi við ferða- mál og fleira mætti telja upp sem er þeim sameiginlegt. Við bind- um því talsverðar vonir við að draga megi eitthvað jákvætt fram,“ sagði Ásgeir. Verkefnið er kostnaðarsamt og segir Ásgeir að áætlanirnar standi og falli með fjárframlagi frá Byggðastofnun. Hún hafi styrkt áþekk atvinnuverkefni með góð- um árangri og hafi fjármagn til að styrkja verkefni sem þessi. JÓH Útflutnmgsverðmæti hrogna gæti orðið um 1200 milljónir A fundi sem haldinn var fyrir helgina í Hollandi var ákveðið að íslenskir grásleppukarlar megi veiða sem svarar 20 þús- und tunnum af grásleppuhrogn- um á þessu ári. Ef vel gengur gæti útflutningsverðmætið orðið talsvert miklu meira í ár en í fyrra. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda var einn þeirra sem sátu fundinn í Hollandi en þar voru saman- komnir fulltrúar veiðimanna og kavíarframleiðenda í löndunum fjórum sem skipta þessum mark- aði á milli sín. Þar urðu menn sammála um að markaðurinn þyldi um 50 þúsund tunnur á þessu ári og að þær ættu að skipt- ast þannig milli þjóðanna að íslendingar og Kanadamenn mættu veiða 20 þúsund tunnur hvor þjóð, Norðmenn 7-8.000 tunnur og Danir 3.000 tunnur. Verðið sem fæst fyrir hrognin er hagstætt um þessar mundir en það verður 1.125 þýsk mörk fyrir tunnuna. Það gerir 37-38.000 kr. í skilaverð til veiðimanns. Ef trillukörlum lánast að veiða upp í kvótann gæti útflutningsverð- mætið orðið um 1.200 milljónir króna. Venjan er sú að um helm- ingur hrognanna sé fluttur úr iandi saltaður í tunnum en helm- ingurinn fari í vinnslu og fluttur út sem kavíar í neytendaumbúð- um. í fyrra var veiðin einungis rúm- lega 33.000 tunnur svo hér er um verulega aukningu að ræða. Örn sagði að það væri einkum að þakka því að stöðugleiki hefði náðst á markaðnum. „Árið 1987 var mikið offramboð og í kjölfar þess hrundi verðið, en síðan hef- ur tekist að ná stöðugleika á markaðnum og halda honum. Fyrir vikið hefur verðið farið hækkandi og magnið sem óhætt er að setja á markað aukist," sagði Örn. I fyrra var veiðin léleg og ein- ungis tókst að veiða 10 þúsund tunnur af hrognum. í meðalári er veiðin um 16 þúsund tunnur og sagði Örn að vertíðin í ár þyrfti að vera í rúmu meðallagi til þess að 20 þúsund tunna markið næðist. „Fiskifræðingar segja að það eigi að geta tekist, en veðrið getur sett strik í reikninginn. Það þarf ekki nema tveggja vikna ótíð á mesta veiðitímanum til þess að eyðileggja vertíðina,“ sagði Örn Pálsson. -ÞH Mynd: IM Strákarnir í handboltaliði Völsungs á Húsavík: Snoðklipptir í tilefhi sigurs Hárflóð varð á Hárgreiðslu- stofu Hillu og Rikku á Húsavík sl. mánudagskvöld, er stofan fylltist af 2. deildar liði Völs- unga í handbolta, sem var snar- lega snoðklippt af eigendum stofunnar. Tildrög þessa við- burðar eru þau að piltarnir hafa ekki verið of kátir með gengi liðsins að undanförnu og höfðu heitið því að láta snoðklippa sig eftir næsta sigur. Síðan unnu þeir leik fyrir sunnan um helgina og hárið var látið fjúka - en þó ekki alveg af öllum. Villi kom með undanþágubeiðni og fór fram á að snoðunin yrði látin bíða fram yfir næstu árshátíð, og Halli Haraldar slapp ein- hvern vegin út úr dyrunum með hár sitt óskert. Samþykkt var að eftir tvo unna leiki til viðbótar yrði hárið látið fjúka af hand- boltaráði, það mundi leik- mönnunum ekki leiðast og viss- ara fyrir andstæðinga þeirra að passa sig vel í næstu ieikjum. Gjaldþrot hjá fyrirtækjum á mettuðum markaði: „Hart ef ekki er hægt að reka fyrirtæki út af svona rugli“ - segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar - vill kenna bönkunum um hluta af þessari þróun Gjaldþrot hafa verið býsna tíð á Akureyri á undanförnum mánuðum og margir sem hafa orðið fyrir skakkatöllum af þeim sökum. Sum fyrirtæki hafa leitað eftir nauðasamn- ingum við kröfuhafa og t.d. sendi lögfræðingur gjaldþrota fyrirtækis bréf til kröfuhafa nú í byrjun febrúar þar sem boðist er til að greiða Ys af höfuðstól skuldar við viðkomandi á tveimur árum án vaxta eða kostnaðar. Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunn- ar hf., fékk bréf af þessu tagi og segir hann það vekja upp ýmsar spurningar um ábyrgð lánastofn- ana og siðferði. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun í fyrir- tækjarekstri að menn geti athuga- semdalaust risið upp úr gjald- þrota fyrirtæki og stofnað nýtt, en kröfuhafar sitja eftir með sárt ennið og almenningur einnig. „Mér finnst þetta mjög óeðli- leg þróun sem er að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Fyrirtæki og ein- staklingar geta farið í gjaldþrot, boðið hlutagreiðslu af höfuðstól án vaxta og kostnaðar og byrjað síðan daginn eftir með hreint Sigluftörður: Heimameim sýna áhuga á kaupum á Hótel Höfii Rögnvaldur Gottskálksson hjá íslandsbanka hf. á Siglufirði segir að aðilar á Siglufírði hafí þegar spurst fyrir um kaup á húseign Hótels Hafnar á Siglu- fírði, en íslandsbanki hf. leysti hótelið til sín á nauðungarupp- boði sl. föstudag fyrir 7,4 millj- ónir króna. Auk Islandsbanka bauð Byggðastofnun 7 milljón- ir króna í hótelið. Rögnvaldur segir að þrotabús- stjóri Hótels Hafnar eigi eftir að taka afstöðu til kaupa íslands- banka á hótelinu og því of snemmt að spá fyrir um hvort bankinn semji við heimamenn um kaup á því. íslandsbanki leysti Hótel Höfn til sín fyrir álíka upphæð og kröfu bankans í þrotabú hótelsins. Rögnvaldur vildi ekki gefa upp hvað bankinn vildi fá fyrir hótel- ið, fari svo að hann gangi til samninga við heimamenn um kaup á því, en sagði að menn gerðu sig ánægða „að koma út á sléttu“. Fram kom á nauðungarupp- boðinu sl. föstudag að það næði aðeins til fasteignarinnar Hótels Hafnar, en hugsanlegum kaup- anda hótelsins yrði síðar boðið lausafé, þ.m.t. borð og stólar, til kaups. Heildarkröfur í þrotabú Hótels Hafnar voru 48,4 milljónir króna. Hlutafélagið Hótel hf. hefur hótelið á leigu. óþh borð,“ sagði Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að breyta útlánareglum til fyrirtækja og hann vill að bankarnir veiti tryggingar þannig að þeir aðilar sem versla við þessi fyrirtæki sem fara í gjaldþrot hafi eitthvað í bakhöndinni ef illa fer. „Bankar og aðrar lánastofnan- ir eru allt of viljugir að lána aðil- um sem eru að byrja að reka fyrirtæki í þeim greinum sem of margir aðilar eru í fyrir. Þeir ættu frekar að stoppa þetta af. Þessir aðilar fara síðan á hausinn og þá tapa bæði bankarnir og aðrir kröfuhafar stórum fjárhæðum. Til þess að halda þessu gangandi hækka bankarnir vextina og fyrir- tæki hækka verðlag. Hinn almenni neytandi verður að borga skakkaföllin. Ég get ekki sætt mig við þá skýringu að þetta sé hin frjálsa samkeppni,“ sagði Þórarinn. Gúmmívinnslan hefur áður fengið bréf eins og þetta sem hér hefur verið vísað í og Þórarni finnst nú fulllangt gengið. „Ég vil kenna bönkunum og lánastofnunum um hluta af þessu og mér finnst ansi hart ef ekki er hægt að reka fyrirtæki hér á heið- arlegan hátt út af alls konar svona rugli,“ sagði Þórarinn. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.