Dagur - 26.02.1992, Side 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 26. febrúar 1992 39. tölublað
Vel 1 fo | klæddur tum frá bern,öÍFdt lennabudin
| HAFNARSTRÆTI92 ■ 602 AKUREYRI ■ SÍMI96-26708 • BOX 397
FSA fær aðeins 12 milljónir af 499 milljóna safnlið heilbrigðisráðuneytisins:
Ekkí er um tímabundínn spamað að ræða
- segir í bréfi heilbrigðisráðuneytisins til forsvarsmanna sjúkrastofnana
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri fær 12 milljónir af 499
milljóna króna safnlið heil-
brigðisráðuneytisins, sem það
deilir út til sjúkrastofnana um
allt land. Fjórðungssjúkrahús-
inu var gert að spara um 56
milljónir króna frá fjárveitingu
í fjárlagafrumvarpinu. Með
þessari 12 milljóna króna
lækkun er FSA því gert að
spara sem svarar 44 miUjónum
á þessu ári.
Samkvæmt 6. grein fjárlaga er
fjármálaráðherra heimilt að ráð-
stafa í samráði við einstaka ráð-
herra og fjárlaganefnd ákveðinni
upphæð „í tengslum við rekstrar-
sparnað til hækkunar á fjárheim-
ild einstakra rekstrarviðfangs-
efna.“
Hlutur heilbrigðisráðuneytis-
ins af þessum safnlið er 499 millj-
ónir króna, sem skiptist á milli
sjúkrastofnana um allt land.
Þessi skipting liggur nú fyrir
varðandi sjúkrastofnanir á lands-
byggðinni, en vegna óvissu um
skipan heilbrigðisþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu liggur enn
ekki fyrir hver hlutur þess verður
af nefndum 499 milljónum.
Ingi Björnsson, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, var í gær allt annað en
ánægður með hlut þess. Hægt
Við ysta haf.
Mynd: Golli
Akureyri-Reykjavík:
Þotuflug og aJlir komnir til síns heima
Veðurguðirnir hafa klórað
landsmönnum að undanförnu.
Tvær lægðir hafa gengið norð-
ur og austur um landið og af
þeirra völdum hefur flug legið
niðri í nær tvo sólahringa.
Undir kvöld í gær var veðrið
víðast gengið niður og þota
Flugleiða flaug til Akureyrar
þar sem margir biðu fars bæði í
Reykjavík sem á Akureyri.
Framan af degi í gær var ekki
hægt að fljúga til Akureyrar
vegna ókyrrðar og ísingar í lofti.
Skil gengu norður og austur yfir
landið og þessum skilum fylgdu
þrumur er þau komu inn yfir
Iandið. Hundrað og fjörutíu far-
þegar biðu flugs á Akureyri og
allir komust leiðar sinnar með
þotufluginu kl. 20.00 í gærkvöld.
Ekki varð af flugi til ísafjarðar í
gær, en athuga á með flug strax
og birtir. Á ísafirði eru veður-
tepptir frá því á sunnudag skíða-
krakkar frá Akureyri, en af
veðurfregnum má ráða að þau
komist til síns heima í dag.
Veðurspá Veðurstofunnar gerir
ráð fyrir sunnan og suðvestan
kalda um allt Norðurland. ój
Hagfélagið hf. í Vestur-Húnavatnssýslu:
Starfsemin hefst með könnun
Karl Sigurgeirsson ráðinn framkvæmdástjóri
Hagfélagið hf. sem ýmsir aðil-
ar í Vestur-Húnavatnssýslu
standa að, tók til starfa í síð-
ustu viku þrátt fyrir að formleg
ákvörðun Byggðastofnunar
um þátttöku liggi ekki fyrir.
Stofnfundur Hagfélagsins var
haldinn þann 19. desember á síð-
asta ári og átti félagið að taka við
af Átaksverkefni V-Hún. sem
lauk um áramótin síðustu. Stofn-
aðilar félagsins eru Héraðsnefnd
Vestur-Húnavatnssýslu ásamt
einstaklingum og atvinnurekend-
um í héraðinu. Einnig var farið
fram á þátttöku Byggðastofnunar
við stofnun félagsins, en svar frá
henni hefur ekki enn borist. Frátt
fyrir það er ákveðið að hefja starf-
semi og var Karl Sigurgeirsson
ráðinn framkvæmdastjóri félags-
ins, en hann var áður starfsmaður
Átaksverkefnisins.
Að sögn Karls er markmið
félagsins að efla atvinnulíf í hér-
aðinu með öllum ráðum og fyrsta
verkefnið að kanna afstöðu hér-
aðsbúa til atvinnumála. Fyrsta
fréttabréfi Hagfélagsins fylgja
eyðublöð til útfyllingar vegna
þessarar könnunnar og segist Karl
vonast til að með þessu móti fáist
vitneskja um m.a.; menntun hér-
aðsbúa og atvinnuþörf, áhugi fyr-
ir nýju atvinnuframboði og við-
horf til búsetu. SBG
væri að sættast á þessa skerðingu
í ár, en hins vegar væri öllu alvar-
legra að tekin hafi verið pólitísk
ákvörðun um að hér eftir verði
skorin niður þjónusta á FSA á ári
hverju sem nemi 44 milljónum
króna miðað við rekstur spítalans
1991. Ingi vísar þarna til bréfs frá
heilbrigðisráðuneytinu til stjórn-
enda sjúkrastofnana, þar sem
segir að sú stefna hafi verið
mörkuð í fjármálaráðuneytinu að
byggt verði á endanlegum fjár-
veitingunl til sjúkrastofnana á
þessu ári við fjárlagagerð að ári.
Með öðrum orðum sé ekki um
tímabundinn sparnað að ræða.
Fram kemur í bréfinu að þetta
þýði í mörgum tilfellum að
stjórnendur þurfi að gera varan-
legar breytingar við fjárlagagerð
næsta árs til þess að rekstrar-
kostnaður hækki ekki frá því sem
hann verði í ár, t.d. með fækkun
starfsmanna eða endurskipulagn-
ingu sem skili sama árangri.
„Það liggur ljóst fyrir að það er
verið að taka peninga héðan og
færa þá til annarra heilbrigðis-
stofnana, vegna þess að niður-
skurðurinn er ekki sá sami alls
staðar. Rætt var um að 40% af
þeim sparnaði, sem ríkið tók út
úr stofnunum, rynnu aftur til
þeirra. Hefðu allir fengið þessi
40%, þá hefði skerðingin komið
jafnt niður á öllum. Þessar 12
milljónir til FSA eru hins vegar
aðeins um 21% af því sem okkur
var gert að spara. Pað þýðir að
þær 10 milljónir, sem á vantar,
eru teknar út úr þjónustunni hér
og færðar eitthvað annað, vænt-
anlega til smærri heilsugæslu-
stöðva. í þessu felst sú pólitíska
ákvörðun að færa fjármuni til
innan heilbrigðiskerfisins frá sér-
hæfðu sérfræðisjúkrahúsi hér til
heilsugæslustöðvanna,“ sagði
Ingi.
Samkvæmt sparnaðartillögum,
sem forsvarsmenn FSA gerðu til
heilbrigðisráðuneytisins til þess
að mæta 56 milljóna króna niður-
skurði, var m.a. gert ráð fyrir
verulegum samdrætti í allri starf-
semi sjúkrahússins annarri en
bráðaþjónustu. Ingi Björnsson
sagði að þessar 12 milljónir króna
gerðu það að verkum að hægt
yrði að stytta samdráttartímabil í
rekstri spítalans að einhverju
marki. „Hins vegar höldum við
okkar almennu aðhaldsaðgerð-
um, svo sem minnkun á yfirvinnu
og hagræðingu í rekstri," sagði
Ingi. óþh
Sjá nánar á blaðsíðu 2.
Loðnuveiðin:
Veiðisvæði út
af Ingólfshöfða
Loðnuganga er út af Ingólfs-
höfða á vesturleið og hafa flest
skipin verið að veiðum á þess-
um slóðum. Önnur ganga var
komin vestur fyrir land og inn
á Faxaflóa og hefur einhver
veiði verið þar síðustu sólar-
hringana.
„Petta gengur ágætlega, sér-
staklega ef einhver friður er til að
vera við þetta. Undanfarið hefur
verið mikil ótíð. Vindinn lægir í
einhverja klukkutíma og verða
menn því að grípa tækifærið þá
til að veiða. Þess á milli er
bræla,“ sagði Hannes Svein-
bergsson, sjómaður á Súlunni
EA í samtali við blaðið síðdegis í
gær.
Hannes sagði að flest skipanna
sem verið hafi að veiðum í fyrra-
dag og fyrrinótt landi á Norður-
landshöfnum enda þróarrými lít-
iðáSuður-ogAusturlandi. JÓH
Blönduvirkjun:
Síðasta gangsetning
aldarinnar
- þriðja aflvélin ræst í dag
„Eigum við ekki að segja að
þetta sé síðasta gangsetning
aldarinnar á stórri vatnsafls-
vél hérlendis,“ sagði Guð-
mundur Hagalín, stöðvar-
stjóri við Blönduvirkjun í
samtali við Dag í gær, en í
dag hefjast prófanir á þriðju
og síðustu aflvél virkj-
unarinnar.
Fyrsta aflvél Blönduvirkjun-
ar var tekin í notkun í október
sl. og önnur aflvélin í lok síð-
asta mánaðar. Að sögn Guð-
mundar eru framkvæmdir held-
ur á undan áætlun, en væntan-
lega verður hægt að taka þessa
þriðju og síðustu aflvél virkjun-
arinnar í notkun eftir u.þ.b.
mánuð þegar að prófunum
verður lokið.
„Þær tvær vélar sem kornnar
eru í notkun koma vel út á
dreifikerfinu. Pað var slæmt að
þannig skyldi hittast á þegar
óveðrið gekk yfir landið í gær,
að við vorum einmitt að gera
prófanir í sambandi við þriðju
vélina og vorum því ekki inni á
kerfinu. Af þeim sökum urðu
rafmagnstruflanir og Krafla
þurfti að bjarga málunum,"
sagði Guðmundur.
Guðmundur segir að engin
vandamál hafi komið upp og
allt gangi vonum framar. Hann
segir að ekkert sé þó hægt að
segja til um vatnsvegi og ísingu
þar sem ennþá hafi ekki komiö
vetur, en að öðru leyti lofi allt
góðu. SBG