Dagur - 26.02.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 26. febrúar 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (SauöárkróKI vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Jöfirnn atkvæðavægis
og byggðapólitík
Talið er að um síðustu aldamót hafi aðeins um 10% þjóðar-
innar haft kosningarétt til Alþingis. Árið 1915 voru gerðar
róttækar breytingar á kosningalöggjöfinni. Á því ári hlutu
konur kosningarétt auk þess sem skilyrði um þjóðfélags-
stöðu og lágmarksgreiðslu í sameiginlegan sjóð lands-
manna voru felld niður. Síðan hefur almenningur á íslandi
notið kosningaréttar.
Á þeim tíma voru stjórnmál þjóðarinnar í öðrum farvegi
en síðar varð. Sjálfstæðisbarátta hennar setti mestan svip
á stjórnmálin þótt flestir væru sammála um að íslendingar
næðu sem flestum málaflokkum er vörðuðu land og þjóð í
eigin hendur. Að fengnu fullveldinu árið 1918 tóku stjórn-
málin að breyta nokkuð um svip. Nýir atvinnuhættir og
breytt byggðamynstur kölluðu fram aðrar andstæður í
þjóðlífinu. Stjórnmálin fóru í auknum mæli að snúast um
hagsmunahópa. Atvinnurekendur fundu sér sameiginleg-
an farveg á vettvangi stjórnmálanna. Einnig launþegar og
bændur. Þótt þessi skipting hafi aldrei verið hrein hér á
landi er það stjórnmálakerfi, sem þróaðist eftir að sjálf-
stæðisbaráttunni lauk nefnt stéttastjórnmál á máli stjórn-
málafræðinnar. Ákveðnar atvinnustéttir eiga meiri ítök í
einum stjórnmálaflokki en öðrum og öll meginöflin í stjórn-
málum hafa starfað á landsvísu eins og algengast er í flest-
um lýðræðisríkjum.
Með auknum búferlaflutningum og fjölgun fólks á höfuð-
borgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar hefur vægi
atkvæða í kosningum verið að breytast. Nú er svo komið að
atkvæði í fámennasta kjördæmi landsins, Vestfjarðakjör-
dæmi, hefur þrefalt vægi á við atkvæði kjósanda í Reykja-
vík og tvöfalt vægi á við atkvæði í Norðurlandskjördæmi
eystra. Með öðrum orðum eru fleiri þingmenn á hvern kjós-
anda á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu - flestir í
fámennustu kjördæmunum. Nokkurt misvægi atkvæða
hefur verið talið réttlætanlegt þar sem íbúar höfuðborgar-
svæðins njóta nálægðar við flestar stjórnarstofnanir þjóð-
arinnar er landsbyggðarmenn þurfa að sækja um langan
veg. Vegna vaxandi misvægis hafa komið fram ákveðnar
raddir frá höfuðborgarsvæðinu um að breytinga sé þörf.
Haldi byggðaþróunin áfram á sömu braut og verið hefur er
ólíklegt að komist verið hjá breytingum á þessu sviði. Ýms-
ar leiðir eru hugsanlegar og hefur oftast verið rætt um að
fækka þingmönnum fámennari kjördæmanna til aukins
samræmis við fjölda kjósenda. Þá mætti einnig hugsa sér
að tekin yrðu upp einmenningskjördæmi í landinu - að
einn þingmaður yrði kjörinn fyrir tiltekinn fjölda kjósenda
og síðan yrði eitthvert hlutfall þingmanna kosið í lands-
kosningu.
En munu breytingar á vægi atkvæða og þar með skipt-
ingu þingsæta á milli landshluta hafa áhrif á stjórnmála-
þróunina? Hinar dreifðu byggðir landsins hafa átt undir
högg að sækja á undanförnum árum þótt þær hafi haldið
sínum hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar. Ljóst er að vægi
landsbyggðarinnar í stjórnkerfinu myndi minnka verulega
með slíkum breytingum. Hvaða áhrif þær hefðu á stjórn-
málaskoðanir landsbyggðarfólks er erfitt að segja fyrir um
en ekki er ólíklegt að íbúar hinna dreifðu byggða myndu
þjappa sér saman til varnar hagsmunum sinna byggðar-
laga og landsbyggðarinnar í heild. Ef til þess kemur er útlit
fyrir að stjórnmál á íslandi muni mótast meira af byggða-
pólitískum sjónarmiðum í framtíðinni en verið hefur. ÞI
Myndlist
Iðurni Ágústsdóttir sýnir í Vín
22. febrúar, laugardag, opnaði
Iðunn Ágústsdóttir, myndlistar-
maður, sýningu í Vín. Sýningin
mun vera þrettánda einkasýning
Iðunnar, en hún hefur einnig tek-
ið þátt í fjölda samsýninga bæði
hér á landi og erlendis.
Á sýningu Iðunnar að þessu
sinni eru 45 verk, sem unnin eru í
pastel og með blandaðri tækni.
Verkin eru mjög misstór og mis-
jafnari að stærð en verið hefur á
fyrri sýningum Iðunnar, sem
undirritaður hefur sótt. Mynd-
fletir eru vel fylltir og litanotkun
ákveðin og iðulega sterk.
Iðunn rær á ný mið í þessari
sýningu sinni hvað myndefni og
myndmeðferð áhrærir. Á þeim
sýningum, sem undirritaður hef-
ur kynnst fram að þeirri, sem nú
stendur, hefur mest borið á með-
alstórum verkum, þar sem fjallað
hefur verið um ýmiss huglæg efni
og jafnvel yfirskilvitleg eða þá
hið natúralistíska hefur verið fært
í draumkenndan búning. Myndir
þessarar gerðar koma vissulega
fyrir á sýningunni í Vín og eru
þar helst til dæmis seríurnar Lítið
ástarljóð nr. 27 til 30 og Tilbrigði
við sundin blá nr. 34 til 37. Sú
tjáning, sem fyrir kemur í þess-
um myndum, var orðin talsvert
yfirþyrmandi í myndmáli Iðunn-
ar og jaðraði við nokkra ein-
hæfni.
Að sjálfsögðu er ekki ástæða
til þess að kasta að fullu því, sem
tamt er orðið og þróað hefur
verið, en þó er rétt að leita nýrra
leiða. Það er vissulega ánægju-
legt, að einmitt þetta hefur Iðunn
gert í þeirri sýningu, sem nú
stendur í Vín. í henni tekst hún á
við myndefni, sem liggur nærri
hjarta hvers íslendings; mynd-
efni, sem tengist bókmenntahefð
og sagnahefð þjóðarinnar,
ljóðum, þjóðsögum og ævintýr-
um. í mörgum myndanna er
höfðað beint til ákveðinna ljóða
eða sagna, svo sem í röðunum
Hún amma mín það sagði mér,
nr. 3 til 6, og Konan, sem kyndir
ofninn minn, nr. 24 til 25. I öðr-
um er meira leitast við að tjá til-
finningu ævintýranna og sagn-
anna svo sem í Vættunum í Esj-
unni, nr, 22, og Huldufólkinu á
Svalbarðsströndinni, nr. 12.
Iðunn tekst iðulega vel að
komast að anda ævintýrisins.
Vissulega gætir minna úr fyrri
verkum um sama efni t.d. í
myndunum María mey og
rjúpan, nr. 19, og Sankti Pétur og
skatan, nr. 20, og víðar. Yfir
þessum myndum Iðunnar flestum
er samt persónulegur þokki, sem
gerir þær Iaðandi og hlýjar, og í
sumum er innileiki, svo sem í
mynd nr. 1, Einu sinni lítil gúlka
var á bænum, sem snertir barnið
í áhorfandanum og yljar honum
um hjartarætur.
Tvær myndir á sýningu Iðunn-
ar Ágústsdóttur í Vfn skera sig
nokkuð úr þeim myndum, sem
þegar hafa verið ræddar. Þær eru
númer 43 og 44 og bera í sömu
röð heitin Vor og Fyrstu snjóar. í
þessum myndum virðist Iðunn
impra á á enn einni leið þreifinga
um tjáningu, sér í lagi í myndinni
Rósa Ingólfsdóttir, myndlistar-
maður, opnaði sýningu á silki-
prentmyndum í gallerý Allra-
Handa í Grófargili laugardaginn
22. febrúar. Á sýningunni eru
einungis átta verk, sem öll eru
unnin upp úr myndskreytingum,
sem Rósa vann fyrir sýningu, sem
haldin var í Laugardalshöll í
Reykjavík árið 1974.
Rósa Ingólfsdóttir er myndlist-
armaður með sín persónulegu
einkenni. Hún er þó ekki laus við
áhrif frá öðrum frekar en aðrir,
sem myndlist eða hvað sem er
annað stunda. Þessa gætir veru-
lega í myndum hennar almennt
og þá einnig þeim, sem eru á sýn-
ingu hennar í Gallerý Allra-
Handa. Þær sverja sig í ætt við
myndir annarra höfunda um svip-
að efni, svo sem ýmsar bókalýs-
ingar íslendingasagna og einnig
málverk ýmissa íslenskra málara,
þar sem þeir fjalla um atvinnulíf
eða sögu þjóðarinnar.
Við slíku er að búast. Hins
vegar er bragur Rósu Ingólfsdótt-
ur sterkur, svo að jafnan má geta
í það með nokkurri vissu, að
mynd sé eftir hana, beri handa-
verk hennar fyrir augu. Þar kem-
ur ekki til sérkennandi efnisval,
þar sem Rósa gerir ekki mikið af
því að leita á nýstárleg mið í því
efni, heldur er um að ræða ein-
Vor, sem er aðlaðandi mynd í
yfirborðseinfaldleika sínum.
Sýning Iðunnar er nokkuð
þröngt sett í sýningaraðstöðunni
í Vín. Hún nýtur sín þó bærilega
og hjálpar þar mjög myndefnið
og hin fjölbreytta stærð mynd-
anna, sem gerir það mögulegt að
raða þeim eftir aðstæðum á sýn-
ingarsvæðinu. Þó er Ijóst, að
nokkuð um of er þröngt um sum
verkanna. Á móti kemur, að
samanburður verkanna er auð-
veldur. Eitt vegur annað upp og
niðurstaðan er skemmtileg
sýning, sem vekur spurningar um
það, hvert Iðunn leggi leið sína í
listinni og hvað verði ofan á á
næstu sýningu.
Haukur Ágústsson.
kennandi brag í efnistökum og
áferð ásamt frjálsieika og létt-
leika jafnframt ákveðni í mynd-
fletinum.
Persónulegur stíll er einkenni
hins þroskaða listamanns. Sá
þroski felur ekki í sér það, að
komið sé á endastöð; miklu frem-
ur hitt að vænta megi nýsköpunar
og einhvers vekjandi og forvitni-
legs. Svo er um Rósu Ingólfsdótt-
ur. Sýningar hennar eru gjarnan
forvitnilegar. Svo var til dæmis
með sýningu hennar í Gamla
Lundi á Akureyri fyrir nokkrum
árum, þegar hún sýndi „Sjón-
varpsgrafík". Sú sýning gaf gott
yfirlit yfir þann þátt í myndsköp-
un Rósu.
Sýningin nú er nokkuð góð svo
langt sem hún nær, en hún nær
hins vegar of stutt. Myndirnar
átta, svo forvitnilegar sem þær
eru, eru of fáar til þess að gefa
næga sýn. Ef til vill hefur þar ráð-
ið plássleysi í hinu hlýlega hús-
næði Gallerýs AllraHanda, en
hvort sem svo er eða annað hefur
valdið, verður að vænta þess að
Rósa Ingólfsdóttir geri betur
næst - og helst innan tíðar úr því
að hún hefur vakið forvitni list-
unnenda um þessa grein verka
sinna. Hún hlýtur að hafa meira
að veita af nægtabrunni sköp-
unargáfu sinnar.
Haukur Ágústsson.
Rósa Ingólfsdóttir
- sýning í Gallerý AllraHanda
Miðstj órnarfundur Alþýðubandalagsins:
Varað við alvarlegum horfiim í atvinnumálum
- meginrót vandans er stjórnarstefnan, segir m.a. í ályktun fundarins
Á miðstjórnarfundi Alþýðu-
bandalagsins sem haldinn var í
Kópavogi um síðustu helgi, var
samþykkt ályktun, þar sem
varað er við þeim alvarlegu
horfum í atvinnumálum sem
nú blasa við allri þjóðinni.
Þúsundir manna eru þegar á
atvinnuleysisskrá og atvinnu-
lausum mun fara fjölgandi á
næstu vikum og mánuðum
haldi svo fram sem horfir. Auk
fjölda ungmenna sem munu
bætast við þegar skólunum
lýkur í vor koma fjöldaupp-
sagnir á sjúkrahúsum og víðar
til framkvæmda 1. maí nk.
Ennfremur segir í ályktuninni:
Aldrei fyrr hefur þjóðin staðið
frammi fyrir eins mikilli hættu á
stórfelldu atvinnuleysi eftir að
lýðveldið var stofnað. Verulegt
atvinnuleysi um langan tíma mun
gjörbreyta öllu þjóðlífi á íslandi.
Það hefur aldrei gerst fyrr í hálfa
öld að mörg þúsund launamenn
geti ekki selt vinnuafl sitt sér til
lífsframfæris. í atvinnuleysi birt-
ast alvarlegustu þverbrestir
frjálshyggjunnar.
Staða verkalýðshreyfingarinn-
ar til kjarabaráttu mun gjörbreyt-
ast og hætta er á mögnuðum
landflótta. Baráttan fyrir
atvinnuöryggi er barátta fyrir
sjálfstæði þjóðarinnar og lífskjör-
um launafólks og sjálfsvirðingu
hvers einasta launamanns - allt
í senn.
í ályktuninni segir einnig að
meginrót vandans nú sé stjórnar-
stefnan. Stjórnarstefnan er að
kalla stórfelldan vanda yfir fjölda
byggðarlaga um land allt og þjóð-
félagið í heild. Hún hefur birst
frá upphafi í kreddum þar sem
hafnað er hvers konar aðgerðum
til að efla atvinnulífið. Vextir eru
hækkaðir verulega; þeir eru nú
hærri en nokkru sinni fyrr hér á
landi. Oftrú á ál og EES hefur
blindað stjórnvöld. Vanrækslan
blasir við á öllum sviðum
atvinnulífsins. Jafnframt er vegið
að velferðarkerfi, heilbrigðismál-
um og menntamálum og efnt til
stríðsátaka við samtök launa-
fólks, sveitarfélög, atvinnulíf og
fyrirtæki. Ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar þarf að fara frá.
í lok ályktunarinnar segir
síðan: Alþýðubandalagið er
reiðubúið til viðræðna um nýja
stjórnarstefnu, stefnu samstöðu,
jafnaðar og atvinnuöryggis.