Dagur - 26.02.1992, Side 7
Miðvikudagur 26. febrúar 1992 - DAGUR - 7
stjóri Ingmar Bergman sviðsetti
Töfraflautu Mosarts í Stokk-
hólmi. Hvernig hann umgekkst
söngvarana og leikarana á tilfinn-
ingalegan máta og byggði hlut-
verkið upp með honum. Eg
spurði Roar hvort þarna hefði
einungis verið um tækni meistara
Bergmans að ræða eða hvort
sviðsetning og tónlistarstjórn
væri dramatísk á köflum. Roar
kvaðst kannast við þau vinnu-
brögð sem Ingmar Bergman hafi
beitt. Þau séu vel þekkt á meðal
flestra stjórnenda því ekki sé
nægjanlegt að kunna handverkið.
Heldur verði að ná hinni réttu
túlkun fram og glæða flutninginn
lífi. Hið sama gildi um leikverk
og tónlist. Roar sagði skammt á
milli hlutverks stjórnandans í
tónlistinni og leikstjóra í leikhúsi
eða kvikmynd - báðir komi sér
upp einskonar ytri búningi.
A námsárunum starfaði Roar
einnig með kór KFUM og KFUK
í Osló. Hann sagði frá því að ein-
hverju sinni hafi kórinn flutt
Messías eftir Hendel eftir fjórar
æfingar og tekist vel. Ef til vill
hafi verið um kraftaverk að ræða
en það sýnir einnig hverju sé
hægt að áorka með mikilli ögun
og góðri samhæfingu."
Vissi Iítið um Akureyri
- en verkefnin áhugaverð
Vorið 1971 urðu þáttaskil í lífi
Roars Kvam. Hann kvaðst hafa
tekið eftir auglýsingu á töflu í
skólanum. Auglýsingin var ættuð
frá íslandi og þar var óskað eftir
Sigríður Stefánsdóttir, fyrrum forseti bæjarstjórnar Akureyrar, með fána
bæjarins í Holiandi - meðlimir Blásarasveitarinnar í baksýn.
stjórn Roars Kvam.
Roar ræddi einnig starf
Kammerhljómsveitar Akureyrar.
„Sveitin var eingöngu byggð á
hugsjónum og allt starf hennar
unnið í sjálfboðavinnu fyrstu
fjögur árin sem hún starfaði.
Kammerhljómsveitin var í fyrstu
hugsuð sem grundvöllur fyrir
kennara Tónlistarskólans til þess
að koma saman og spila og nú er
starfsemi hennar orðin fastur lið-
ur í tónlistarlífi á Akureyri."
Roar Kvam var upphaflega ráð-
inn sem stjórnandi Lúðrasveitar
Akureyrar auk þess að kenna á
blásturshljóðfæri á Akureyri.
Stjórnaði Roar lúðrasveitinni í
sjö ár og í bókinni Skært lúðrar
hljóma, sem Atli Magnússon,
blaðamaður annaðist útgáfu á
segir Lárus Zophoníasson meðal
annars að Roar Kvam sé djarfur
maður og stórhuga og undir
stjórn hans hafi lúðraveitarmenn
komist í kynni við ýmislegt sem
þeir hafi ekki áður þekkt. Þrátt
fyrir að hugmyndir hans hafi ekki
í höfuðdráttum farið saman við
hugmyndir lúðrasveitarmanna
um starfsemi sveitarinnar hafi
mörg merkileg störf verið unnin á
þessu tímabili. Gæði tónleika
hafi farið vaxandi ár frá ári og
ætíð hafi virst að þegar Roar
hugsaði hæst og færðist mest í
fang, hafi útkoman orðið best.
Stórkostleg upplifun
að taka þátt í þessari
«PPbyggingu
Fyrir rúmum tuttugu árum komu
tveir útlendingar til starfa að
sagði að með réttri leiðsögn sé
hægt að fá fólk til að gera ótrú-
legustu hluti og það hafi verið
stórkostleg upplifun að taka þátt í
þessari uppbyggingu.
Vorkliður
Aframhaldandi uppbygging tón-
listarlífsins er efst í huga Roars
Kvam. Hann hefur tekið við
stjórn nýstofnaðrar blásarasveit-
ar þar sem fyrrunt meðlimir Blás-
arasveitar Tónlistarskóla Akur-
eyrar, er unnið hefur til marg-
faldra verðlaun á erlendri grund
eru uppistaðan. Hann starfrækir
nú nýstofnaðan tónmenntaskóla
-Tónmenntaskólann á Akureyri,
auk þess að stjórna Passíukórn-
um og Karlakór Akureyrar-
Geysi. Roar sagði að ákveðið sé
að halda starfi blásarasveitarinn-
ar áfram af fullum krafti og eru
fyrstu tónleikar hennar áformað-
ir í mars. Þá er einnig stefnt að
því að blásarasveitin taki þátt í
landsmóti lúðrasveita sem fram
fer á Höfn í Hornafirði í júní og
í júlí er ætlunin að halda til Zúric
í Sviss og keppa þar á móti. Roar
er með um 60 nemendur í tón-
menntaskólanum. Kennslan fer
fram í Glerárkirkju og einnig í
Lóni við Hrísalund. Hann segir
nauðsynlegt að tónlistarkennsla
fari fram í íbúðahverfum þar sem
mikið sé um að ung börn sæki
tónmenntanám. Allt niður í
þriggja ára aldur. Lengi hafi háð
tónmenntakennslu á Akureyri að
eini tónlistarskólinn var í mið-
bænum og fólk ekki ' álltaf haft
aðstæður eða verið ásátt með að
senda börnin þangað. Roar sagði
Jdð í tónlistarmálum á Akureyri“
verið hefur driffjöðrin í mörgum tónlistarviðburðum í bænum á síðustu tuttugu árum
stjórnanda fyrir lúðrasveit á
Akureyri auk þess að taka að sér
kennslu á blásturshljóðfæri.
„Ég vissi lítið um Akurevri en
fannst þetta verulega áhugavert
verkefni. Ég hafði fengist við
bæði hljómsveitarstjórn og
kennslu en litlir möguleikar voru
að fá launað starf við hljómsveit-
arstjórn í Noregi. Ég hafði ekk-
ert spurst fyrir um almennt tón-
listarlíf á íslandi áður en ég kom
og hef því eflaust haft aðrar hug-
myndir um það en raun varð á.
Eftir að ég kom hingað gerði ég
mér fljótt grein fyrir því að tón-
listarstarfið var mikið styttra á
veg komið en í Noregi. Á Akur-
eyri hafði þó verið nokkuð öflugt
kórastarf - tveir karlakórar, tveir
kirkjukórar, kvennakórinn Gígj-
an og Lúðrasveit Akureyrar.
Ég byrjaði að kenna á blásturs-
hljóðfæri og var með um 20
nemendur strax fyrsta veturinn.
Ég hófst einnig þegar handa við
að byggja upp barnalúðrasveit
sem síðar varð að Blásarasveit
Tónlistarskólans og hélt hún
sína fyrstu tónleika í Akureyrar-
kirkju um jólin 1971. Ég var
vissulega með stóra drauma varð-
andi tónlistarlífið. Ég taldi að við
yrðum að vera með 120 til 125
manns í blásaradeildinni. Sá
fjöldi gæfi möguleika á að skipta
henni í fjórar hljómsveitir. Þann-
ig að allir gætu spilað verk við sitt
hæfi - á því stigi sem þeir væru
komnir í námi. Þá voru 150 til
200 krakkar í öllum skólanum -
þar af um 30 í blásaradeildinni.
Því var ekki óeðlilegt að forráða-
menn skólans teldu þessa bjart-
sýni mína hreina draumóra."
Fólk trúði ekki að krakkar
frá þessum Iitla bæ gætu
spilað á mótum erlendis
Roar heldur áfram. „En aðsókn-
in fór vaxandi og þessar hug-
myndir urðu ekki eins óraunhæf-
ar og þær virtust í fyrstu. Ég
reyndi að gera námið forvitnilegt
fyrir krakkana - til að glæða
áhuga þeirra og einn liður í því
var að skipuleggja ferðir - bæði
utanlands og innan fyrir blásara-
sveitina. Krakkarnir höfðu gam-
an af ferðalögum og í þeim fengu
þau einnig tækifæri til þess að
miða sig við aðrar hljómsveitir
því viðmiðun var ekki að fá hér
heima. Blásarasveitin fór fyrst til
útlanda árið 1978. Ég man að
fólki fannst utanlandsferðir með
blásarasveitina ekki síður draum-
órar en þær hugmyndir, sem ég
hafði lagt upp með í byrjun. Fólk
trúði því hreinlega ekki að
krakkar frá þessum litla bæ hefðu
einhverja möguleika til að spila á
mótum tónlistarfólks frá öðrum
löndum. Ég efaðist hins vegar
aldrei um það - þekkti getu
þeirra og var viss um að þau
myndu standa sig. Foreldrafélag-
ið stóð einnig afar fast að baki
blásarasveitinni og gerði í raun
kleift að þessar utanlandsferðir
urðu að veruleika."
Brons, silfur og gull
Blásarasveitin hefur leikið á vina-
bæjamótum - bæði í Randes f
Danmörku og í Álasundi í Noregi.
Hún hefur einnig tekið þátt í
þremur alþjóðlegum mótuni.
Fyrsti í Hamar í Noregi 1981, þar
sem hún vann silfurverðlaun og
aftur á sama stað árið 1987 og
vann þá brons. Síðan tók hún
þátt f heimsmóti lúðrasveita í
Hollandi árið 1989 og vann þar til
gullverðlauna. Sveitin hefur ætíð
leikið lagið ísland farsælda frón
sem kynningarlag þar sem hún
hefur komið fram á erlendri
grundu. ísland farsælda frón er
elsta lag sem til er á nótum hér á
landi - talið vera frá 13. öld og
Roar útsetti það fyrir blásara-
sveitina. Annað lag sem hann
heldur mikið upp á er Öxar við
ána eftir Helga Helgason - eina
raunverulega íslenska marsinn.
Roar sagði að í hvert sinn sem
hann hafi farið erlendis með blás-
arasveitina hafi hann reynt að
sýna og sanna að það sem þau
væru að gera á íslandi væri fylli-
lega sambærilegt við þann árang-
ur sem náðst hefði í öðrum
löndum. íslenskir krakkar hefðu
alla þá hæfileika til að bera sem
finndust hjá stærri þjóðum.
Akureyringar fluttu
Messías eftir Hendel
í fullri lengd
Roar kvaðst fljótt hafa alið með
sér hugmyndir um stofnum bland-
aðs kórs, sem hefði metnað og
getu til þess að flytja stærri verk á
borð við kantötur og jafnvel
óratoríur. Með stofnun Passíu-
kórsins árið 1972 varð sá draum-
ur að veruleika. Þegar kórinn var
fimm ára var ráðist í að flytja
Messías eftir Hendel í fullri
lengd. Passíukórinn hefur flutt
margvísleg verk um dagana og
stundum hefur verið um frum-
flutning tónverka að ræða.
Áhersla hefur einnig verið lögð á
fjölbreytt verkefnaval og má
meðal annars nefna flutning á
Carmína Burana auk nútíma-
verka á borð við New Hope Jazz
Mess. Roar sagði að ógerlegt
hefði verið að ná þessum árangri
með Passíukórnum ef ekki hefði
komið til mikill áhugi hjá með-
limum kórsins og þeir haft vilja
og metnað til þess að gera þessa
hluti. Meðal þeirra verkefna sem
Roar Kvam hefur ráðist í að
flytja með Passíukórnum er
frumflutningur Örlagagátunnar
eftir tónskáld Akureyringa
Björgvin Guðmundsson í fullri
lengd og á síðasta ári voru
Strengleikar sama höfundar frum-
fluttir á Akureyri í fullri lengd í
hljómsveitarútsetningu og undir
tónlistarmálum á Akureyri. Roar
Kvam kom frá Noregi og Michael
Jón Clarce frá Bretlandi. Auk
þeirra kom Gígja Kjartansdóttir
heim frá tónlistarnámi. Þau hófu
öll störf að tónlistarmálum á
Akureyri. Roar og Gígja urðu
síðar hjón og segir Roar það vera
ástæðu þess að þetta eina ár sem
hann ætlaði í upphafi að dvelja
hér á landi séu orðnir tveir ára-
tugir. Á þessum tíma hafa orðið
miklar breytingar í tónlistarlífi á
Akureyri. Mun fleiri sækja nú
nám á tónlistarsviðinu en áður
var og ýmis stórvirki hafa verið
unnin í flutningi tónverka. Mest
af því hefur verið unnið með
áhugafólki - sumt hafði aldrei
fengist við tónlistarflutning. Roar
að stefnt sé að tónlistarhátíð á
Akureyri í vor. Hátíðinni hefur
verið gefið nafnið Vorkliður og
áformað er að hún verði haldin
16. maí. Tónlistarflutningur
Blásarasveitarinnar, Passíukórs-
ins og Karlakórs Akureyrar-
Geysis verður megin uppistaða
dagskrárinnar, sem áælað er að
verði fjölbreytt. Roar sagði að
flutt yrði blönduð tónlist og lögð
áhersla á styttri verk - bæði af
klassískum toga og einnig önnur
tónlist. Þá væri einnig áformað
að tengja upplestur við tónleik-
ana þar sem lesið yrði úr verkum
bókmenntahöfunda. „Ég á enn
mörgu ólokið í tónlistarmálum á
Akureyri," segir Roar Kvam að
lokum. ÞI
Auglýsing
um veitingu leyfis til áætlunarflugs
innanlands.
Laust er til umsóknar sérleyfi til áætlunarflugs
meö farþega, vörur og póst á flugleiðinni Reykja-
vík-Noröfjörður-Reykjavík.
Samgönguráðherra mun, samkvæmt heimild í
VII. kafla laga nr. 34 21. maí 1964 um loftferðir og
reglugerð um flutningaflug nr. 641/1991 veita
leyfi til ofangreinds áætlunarflugs fyrir tímabilið
18. maí 1992 til og með 31. desember 1997.
Ráðuneytið lýsir hér með eftir umsóknum flugrek-
enda um leyfi til áætlunarflugs á téðri flugleið.
í umsókninni skal greina:
- mat umsækjenda á flutningsþörf á viðkomandi
leið,
- drög að áætlun á viðkomandi leið,
- önnur atriði sem umsækjandi telur skipta máli.
Umsóknum, skv. ofanrituðu, skal skila til sam-
gönguráðuneytisins eigi síðar en 20. mars n.k.
Samgönguráðuneytið, 21. febrúar 1992.